BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, desember 31, 2008

Gleðilegt nýtt ár!

Takk fyrir lestur og samveru á árinu sem er að líða!

Gangið hægt um gleðinnar dyr :)

þriðjudagur, desember 30, 2008

Jólabókin

Kláraði jólabókina í gær.

Er enn að hneykslast á lélegum yfirlestri hjá útgefanda. Skrifaði tölvupóst áðan til þess að athuga hvort væri ekki örugglega lesið yfir bókina því í fyrra var þetta svona líka.

Ekki nóg með að sumar setningar væru skrýtnar og á sumum stöðum vantaði smáorð eins og að þá var líka stafsetningarvilla. Sófi var hvað eftir annað skrifað með tveimur ff eða sem sóffi. Rakst á þetta oftar en einu sinni.

Ég er ekki sú besta í íslensku, setningarfræði eða hvað þetta heitir nú allt saman þannig að þetta hlýtur að vera þá töluvert úr því að ég tek eftir þessu. Tek nefnilega oft ekki sjálf eftir þessu í ritgerðum eftir sjálfan mig ;)
###

Jólin eru búin að vera fín en hausinn er þó búin að vera stríða mér. Sem betur fer ekki þó það slæmt að ég hafi verið rúmföst en svona allt að því suma daga (jóladag) en samt alla daga einhverjir verkir sem ég er ekki ýkja hrifin af.

En bara nýtt ár í vændum - spennandi!

mánudagur, desember 29, 2008

Bíó

Fór á myndina Australia í gær og var sko ekki fyrir vonbrigðum. Búin að bíða eftir myndinni síðan í sumar.

Fékk smá endurhvarfs til tíma míns í Ástralíu en fékk líka smá sögulegar staðreyndir sem mér finnst alltaf gaman bæði að lesa um og sjá í bíómyndum.

Myndin kom ágætlega til skila upplýsingum um frumbyggjana - Aborginales í Ástralíu, líka um hvernig er að vera hvorki svartur né hvítur.

Mér fannst myndin æði.

Ekki skemmdi heldur fyrir að horfa á flottan karlmann í rúma 3 klst ;)

miðvikudagur, desember 24, 2008

Jólin

Mjálmið hans Vargs óskar lesendum sínum sem og öllum öðrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!



Jólakveðja
Linda Björk

mánudagur, desember 22, 2008

Svaðilför

Lenti í hálfgerðum svaðilförum á leið heim úr vinnu í dag.

Þurfti að fóta mig í hálku ásamt því að vaða læki eða nánast árfarveg sem var farin að myndast.

Þetta gerði þó ekkert til því ég var vel búin - jaa reyndar ekki fyrir hálkunni en allri bleytunni.

Það sem gerði mig vonda var maðurinn sem fór yfir á rauðu ljósi og var ekkert að pæla í gangandi vegfarendum - mér. Í þokkabót var hann í símanum.

Fyrst hélt ég að hann væri svo lengi að stoppa og þegar hann var að verða komin þannig að hann var fyrir gönguleiðinni minni (ég var að ganga yfir á grænum kalli) þá varð ég smá foj og var að spá í hvort ég ætti að berja í hurðina hjá kallinum því ég hefði þurft að taka lykkju á leið mína.

En nei þá fer kallinn yfir og það er hárautt hjá honum og lítur ekki einu sinni í átt til mín til þess að athuga með gangandi fólk.

En já komst heil heim og nokkuð þurr bara - sokkar smá rakir en ekkert miða við lækina sem ég þurfti að vaða :)

sunnudagur, desember 21, 2008

Allt að koma

Kláraði jólagjafirnar á föstudaginn, búin að þrífa og setja jólaskraut á sinn stað.

Allt að smella.

Þannig að lítur út fyrir að ég geti átt náðuga daga framunda.

En kannski krota á nokkur jólakort og svo búin.

fimmtudagur, desember 18, 2008

Loksins

Var að skila inn seinasta verkefninu inn fyrir þessa önn og því komin í "jólafrí".

Jeii.

Annars var gífurlega skemmtileg upplifun áðan upp í ártúni. Var á leið til systur minnar og þurfti að skipta um strætó. Vagnarnir áttu semsagt að passa akkúrat saman nema hvað þegar ég kem er enginn vagn. Þurfti að bíða í hálftíma eftir að vagninn kæmi nema á þessum hálftíma komu 4 vagnar nr. 15 og 2 vagnar nr. 18 ásamt því að vagninn sem ég kom með var kominn aftur.

já var orðið frekar spaugilegt með leið nr. 15 - sáum alltaf strætó koma og héldum að væri okkar vagn (vorum nokkur þarna) en alltaf var það 15

En já svo er að hespa af jólagjöfum á morgun, kíkja kannski í lokapartý hjá nemendafélaginu og svo þrífa og setja upp jólaskraut um helgina.

mánudagur, desember 15, 2008

Í skólanum

í skólanum er gaman að vera.........

en öllu má nú ofgera ;)

Loksins keytpi ég kerti í aðventukransinn - ekki seinna vera svona þriðja í aðventu (keypti í gær sko) en svo kveikti ég ekkert á kertunum.

Spurning hvað gerist fjórðu í aðventu - hvort verði bara kveikt á þeim öllum í einu. Skapa bara nýja hefð!

en já ætli maður ætti að drullast til þess að gera eitthvað úr því að maður er að hangsa í skólanum....

föstudagur, desember 12, 2008

Próf

Já er ekki alveg búin að skilja við prófið sem ég var í - í dag.

Er svo hissa á einni spurningu - er ekki að skilja tilganginn með henni og fannst hún ansi ósanngjörn.

Ég semsagt var í vistfræðiprófi þar sem kom ein 15% spurning um hver jafnan væri fyrir carrying capacity (þolmörk). Ég get ekki skilið þessa spurningu og hefði frekar skilið hefðum við þurft að reikna út úr jöfnunni eða útskýrt línuritið sem kom með hvað það þýddi en ekki hver jafnan er. Hætti að leggja jöfnur á minnið eftir að ég hætti í stærðfræði....

Ok þessi spurning hefði alveg mátt koma en þá gilda 3-5 % en ekki heil 15%.

Voru fjórir kennarar með þetta námskeið og spurningarnar komu í hlutfalli við kennsluna hjá þeim - en er svo hissa ef enginn hefur sett neitt út á þessa spurningu...

en já varð bara að koma þessu frá mér.

Tónleikar

Mikið rosalega langar mig á tónleikana með Emílíönu Torrini annað kvöld eða sunnudagskvöldið.

En það er uppselt á bæði kvöldin.

Sem er kannski gott því þá spara ég peninginn - er frekar dýrt á tónleikana.

###
En búin með prófin og núna er "aðeins" eftir eitt verkefni sem ég vonast til þess að ég klári um helgina.

En já svo er það þá vinna,kaupa jólagjafir, þrífa og setja jólaskraut á sinn stað.

fimmtudagur, desember 11, 2008

Kvöldmatur

Maður verður greinilega að vera svolítið uppfinningasamur á það hvernig maður borðar kvöldmatinn. Ekki hvað heldur hvernig.

Málið er að ég er upp í skóla og fór á kaffistofu eina til þess að geta hitað upp kvöldmatinn minn. Nema til þess að geta borðað kvöldmatinn minn þá þurfti ég til þess áhöld.

Þessi áhöld voru ekki til staðar á kaffistofunni - greinilega gengið frá öllu þegar kellurnar fara.

Þannig að sem betur fer var pappamál til staðar og ég gat því notað hluta af því til þess að skófla upp í mig matnum mínum.

###
Úti er orðið veður vont.

Langar svo sannarlega ekki heim í þessu veðri - eða langar ekki út til þess að komast heim!

hvað gerir maður þá?

verður alla nóttina í skólanum!
- ekki heillandi heldur

mánudagur, desember 08, 2008

Skilað

Búin að skila prófi!

Jamm - ekkert voða sátt og lá við að ég dræpi sjálfan mig úr leiðindum yfir því að vera svona fúl og pirruð.

En lokið.

Svo er bara að bíða og sjá ........

Pirruð

arrrrggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg

Ég er svo nálægt þvi að taka tölvuna og fleyja henni í gólfið, jafnvel þótt hún eigi engan þátt í pirringi mínum.

Er þvílíkt pirruð á þessu próf og er ekki að finna það sem ég er að leita að.... búin að ganga þvílíkt illa að annað eins hefur nú bara ekki þekkst svei mér þá.

shit ég er fúl og pirruð!

En koma mér að verki um einn og hálfur tími eftir.................

sunnudagur, desember 07, 2008

Heima

Ég var að taka þá ákvörðun að vera heima í dag að læra.

Veit ekki hversu gáfuleg sú ákvörðun er í ljósi þess að mér finnst ég aldrei koma miklu í verk þegar ég er heima - lærdómslega séð.

En þar sem ég er að fara í heimapróf á morgun frá átta um morguninn til miðnættis þá er eins gott að venja sig við. Treysti því nefnilega ekki að ég fái nógan frið á morgun í skólanum til þess að gera prófið ;)

En kosturinn við það er að ég mun kannski elda þá eitthvað í kvöld en man ekki hvenær ég eldaði seinast (fyrir utan grjónagrautinn heima hjá litlu systur).

En já ætti maður að koma sér að verki!

fimmtudagur, desember 04, 2008

Æst

Stundum verð ég svo æst eða frekar spennt yfir einhverju sem ég er að gera. Núna t.d. er ég byrjuð á öðru verkefni og það verkefni tengist að hluta til mastersverkefninu mínu. Er semsagt að finna og lesa greinar. Þegar ég held að ég sé komin á slóð sem mér finnst spennandi og er í rétta átt þá verð ég svo spennt og finnst alveg frábært að vera komin á þessa slóð.

Jafnvel þótt slóðin verður köld einhverju síðar.

En það er gott að maður hefur gaman og verður spenntur yfir því sem maður er að gera :)

Jæja jæja

Held ég sé búin með eitt stykki ritgerð hérna, og það á tíma sem mér finnst bara ansi gott.

Það sem er hinsvegar vont er að akkúrat núna þá finnst mér þetta arfa vond ritgerð og þvílíkt kjaftæði en svo koma líka tímar þar sem mér finnst hún bara allt í lagi.

Þannig að það má segja að ég hafi gjörsamlega enga hugmynd hvernig þessi ritgerð er.

En já þótt maður sé búin með eina ritgerð þá er víst að halda áfram, enn er eftir eitt verkefni og tvö próf.

þriðjudagur, desember 02, 2008

Langlífi

Þessi frétt birtist á mbl.is í dag.


Elsta kona Noregs, Gunda Harangen, er látin 109 ára að aldri. Harangen sagði í viðtali, sem birtist árið 2006, að hún hefði lifað svona lengi vegna þess að hún drykki eitt glas af koníaki á hverjum degi og hefði ekki verið í tygjum við karlmenn.

Harangen, sem var elst sjö systkina, fæddist 28. desember 1898. Hún lést í svefni 25. nóvember, að sögn frænda hennar.


Ég var næstum því farin að svitna við tilhugsunin að verða svona - passar allt svo vel, elst sjö systkina (ég á sex systkini þannig að ég hlýt að vera elst af sjö) - eða alveg þangað til ég fattaði að ég drykki ekki koníak.

Er hólpin

mánudagur, desember 01, 2008

Skipulag

Á eitthvað ógurlega erfitt með að skipuleggja ritgerð sem ég er eða á að vera að skrifa og skipuleggja mig við að skrifa.

Veð úr einu í annað, er alveg eitthvað komið á blað en fullt eftir og kemst ekki áfram.

Böggandi

sunnudagur, nóvember 30, 2008

Einbeitning

Eitthvað datt hún út núna - er svo ekki að nenna halda áfram að læra en þarf þess svo innilega. Hefði viljað klárað eitt stykki ritgerð núna um helgina en það er sko ekki að gerast sérstaklega þar sem ég er varla byrjuð að skrifa.

Er líka kalt og er að verða þreytt!

Góðu fréttirnar eru þó það að ég er komin með smá hugmynd að þessari ritgerð sem er stórt skref frá því á föstudag :)

svo skilst mér að sé fyrsti í aðventu og held mig vanti kerti í aðventukransinn minn en mun athuga það þegar ég kem heim.

En já lærdómur er það víst

föstudagur, nóvember 28, 2008

síminn

Gleymdi símanum mínum heima - bögg

óþægilegt.

því í fjáranum er maður orðinn háður þessu tæki.

Hef bara gott af því að hafa hann heima.

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Tónleikar

Svona er mar nú menningalegur að farið er á hverja tónleikana á fætur öðrum.

Í gær voru semsagt tónleikar hjá litla lang yngsta bróðir en hann er búin að vera í söngskóla.

Hann tók tvö lög, Bahama og Fjöllin hafa sofið - var þvílíkt flott hjá drengnum. Fannst líka svoldíð skondið að meðan hinir krakkarnir (voru ekki mörg) tóku svona aðeins barnalegri lög þá var hann bara í stuðinu.

Varð líka alveg þvílíkt mikill töffari þegar hann söng Fjöllin hafa sofið.

en já já - svo er bara lærdómur á næstunni!

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Sigur rós

Frábærir tónleikar.

Alveg eins og búast mátti við.

Þeir spiluðu reyndar slatta af gömlu lögum en er ekkert ósátt. Alls ekki.

Fannst frábært þegar þeir báðu salinn um aðstoð við eitt lag og syngja með og svo í seinasta laginu að fólkið í stúkunni að standa upp og svo allir að klappa í takt við trommurnar.

Geggjað

laugardagur, nóvember 22, 2008

Borgar sig

Stundum borgar sig að hanga upp í skóla og skrifa á bloggið.

Símtalið sem ég var að vonast eftir seinasta laugardag kom í dag - mamma var að hringja og bjóða mér í mat!

Jeii þannig að núna er búið að borga sig að hangsa upp í skóla. En nei ég var aldeilis ekki aðgerðarlaus.

Mér tókst að búa til kort - eða merkja inn á kort þá staði sem ég fór í ferðinni minni 2006. Aldeilis dugleg. Læri sko mikið á því.

En kortið er komið hérna hægra megin á síðuna - alveg neðst.

En næst þegar ég fer í ferð - þá get ég haft kort sem sýnir staðsetninguna nákvæmlega þegar ég er þar.

Hversu kúl er það.

Nenni ekki

Nenni svo engan vegin að vera hérna.

Langar mest heim og kúra undir sænginni minni. Er líka búin að vera svo lítið heima undanfarið.

Merkilega nokk að þrátt fyrir að vera lítið heima þá er íbúðin í rúst.

bleh

sunnudagur, nóvember 16, 2008

Sjokk

Kvöld eitt fyrir stuttu hitti ég nokkra samnemendur mína, nema ég varð fyrir smá sjokki.

Sjokkið stafaði af svartsýni sem ég heyrði hjá þeim vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

Kannski er ég ekki eins svartsýn vegna þess að ég hef plan fram að næsta hausti og jafnvel lengur.

Líka kannski vegna þess að minn áhugi beinist að frekar þröngu sviði sem ég eygði svo sem ekki of mikla von á að fá vinnu við þar sem þetta er frekar "lítið" svið og erfitt að fá vinnu við og því við því búin að fá ekki vinnu við það fljótlega.

En já það er víst bara að halda ótrauður áfram og gera sitt besta.

laugardagur, nóvember 15, 2008

Darn

Búin að hanga og hanga upp í skóla í þeirri von að móðir mín mundi hringja í mig og bjóða mér í mat.

Rétt í þessu var ég að muna að hún er víst að fara í leikhús og því engin von til þess að mér verði boðið í mat í kvöld.

Verð því bara að taka næsta strætó heim og hunskast til þess að elda sjálf.

Leiðinlegt

Mikið rosalega er erfitt að gera verkefni sem maður hefur lítinn sem engan áhuga á og finnst bara leiðinlegt.

Er svo ekki að fíla þennan áfanga!

Fyrir vikið er ég alveg hreint rosalega lengi að þessu og tef verkið þvílíkt.

mánudagur, nóvember 10, 2008

Rithöfundar

Fór að spá í það um daginn hvaða rithöfunda ég hef mest gaman af og hverjir það væru.

Komst að því að flestir rithöfundarnir eru kvenkyns

Isabel Allende, Amy Tan, Judy Nunn, Fannie Flagg, J.K. Rowling og að sjálfsögðu má ekki gleyma Mary Higgins Clark og svo hef ég líka lesið bækur eftir Joy Fielding.

Er reyndar einn karlkynshöfundur sem ég hef kolfallið fyrir og það er Milan Kundera og Nick Hornby ekki svo slæmur :)

En já skemmtileg uppgötvun þetta.

laugardagur, nóvember 08, 2008

James Bond

Fór á myndina með James Bond í gær - skemmti mér alveg ágætlega.

Held að þetta sé alveg tímamóta mynd.

Man ekki eftir að hafa séð James Bond áður í gallabuxum en það gæti svo sem verið rangt.

En var alveg að fíla lookið á honum í gallabuxum og flíspeysu :)

fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Ánægð

Loksins settist ég niður og fór í að vinna smá úr hugmyndum mínum um lokaverkefnið. Skrifaði reyndar niður eina hugdettuna fyrir nokkrum dögum síðan en hef ekki gefið mér tækifæri á að skoða það betur.

Núna er ég eiginlega bara ánægð með það og nokkuð ánægð með sjálfan mig. Ætla líka að leyfa mér að vera ánægð með sjálfan mig þangað til lokaverkefnishópurinn minn kommentar á þetta eða leiðbeinandinn.

Meðan - djös er ég ánægð með mig og líst svo þrusu vel á spurninguna. Alveg þangað til annað kemur í ljós.

Ég rokka!

Brák

Sá Brák seinasta laugardag í Landnámssetrinu í Borgarnesi.

Fannst það alveg frábært - líka miða við það að mig langaði meira að sjá Mr. Skallagrímsson en varð alls ekki fyrir vonbrigðum með Brák.

Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikur í því er líka svo frábær og algjörlega tekur mann með sér í ferðalagið sitt.

Kvöldið var líka einkar ánægjulegt í góðum félagsskap :)

En stefni nú á að fara á Mr. Skallagrímsson eftir áramót ef það verður enn sýnt. Áhugasamir gefi sig fram við mig :) - ekki verra ef þeir ættu bíl til þess að flytja okkur á staðinn.
###

Bleh þarf að taka mig á í lærdóminum en núna er ég t.d. eitthvað svo þreytt :(

mánudagur, október 27, 2008

Agi

Já þarfnast aga.

Held ég muni ekki finna hann í Mið- og Suð-Ameríku. Einhvern veginn bara finnst mér þessi heimsálfa ekki hafa það orð á sér :)

Tilfinningin er sú að ég muni frekar finna aga í Asíu

Spurning um ný plön!

hmmm....... nah

mánudagur, október 20, 2008

Silfurskottur

Damn!

Var að greina það að ég er komin með silfurskottur inn á baðherbergið mitt.


Fann fyrir nokkrum viku eina slíka ráfandi - var ekki viss um hvaða kvikindi þetta væri en miða við lýsingu hélt ég að þetta væri ekki silfurskotta.

Enda alltaf þegar talað er um þær þá er það í fleirtölu þannig að bjóst við að þær væru alltaf nokkrar saman.

Svo er ekki.

Fann aðra á fimmtudaginn áður en ég fór í flug og svo aðra í dag :( - þessar tvær eru núna á baðherbergisgólfinu hjá mér með krukku yfir sig.

Og loksins mundi ég að googla silfurskottu og sá mynd sem staðfestir að kvikindið sé silfurskotta.

Damn

Árshátíð

Fer að líða að árshátið hjá vinahópnum.

Hjá fyrirtæki og öðrum er yfirleitt á svipuðum tíma. Nema það skemmtilega hjá okkur er að það er jú á haustin en samt mjög sveigjanlegt.

Það sem er farið eftir er ólétta og brjóstagjafir. Mjög skemmtilegt :)

###
Annars var helgin fín - sá í morgunblaðinu á fimmtudaginn að mér var boðið í mat þá um kvöldið en þar sem ég komst ekki vegna þess að ég var á Mývatni þá hélt faðir minn annað matarboð á laugardagskvöldið.

Allt til þess að ég komist - bíddu eða var það ekki til þess að ég kæmist í mat ;)

miðvikudagur, október 15, 2008

Ókeypis

Það besta í lífinu er ókeypis.

Er alveg að fíla þessar auglýsingar á skjá 1

Rétt í þessu voru tveir strákar að segja að sönn vinátta væri ókeypis og brosið líka og svo brostu þeir þessu rosalegu brosi.

Ef það fær mann ekki til þess að brosa þá veit ég ekki hvað.

###
Þarf að vakna á óguðlegum tíma á morgun (hmm er eitthvað guðlegt við tímann?) - plús það að taka strætó fyrir sjö.

Allt þetta til þess að komast í flug og það innanlands.

þriðjudagur, október 14, 2008

Klipping

Enn á ný er hárið á mér úr sér vaxið og farið að fara í taugarnar á mér.

En ég þori bara ekki að fara í klippingu - því seinustu skiptin sem ég hef farið þá hefur verðið verið hærra frá því að ég kom seinast.

Nógu dýrt fannst mér klipping þegar ég fór í sumar eða 4.100 kr. Erum bara að tala um klippingu!

Spurning er hvort ég eigi bara að vera eins og grýla um hausinn og safna þessu hári, eða fara í snoð hjá pabba...... hann á víst einhverjar græjur..

hmm.......

sunnudagur, október 12, 2008

Slátur

Fór í slátur til mömmu áðan. Merkilegt að hún tók slátur núna og bauð síðan allri stórfjölskyldunni eða svona nánast í mat.

Fannst reyndar eilítið undarlegt að drykkirnir með matnum var kók, sódavatn, vatn og bjór. Það passar bara engan veginn við þannig að ég fékk mér mjólk.

En já er síðan er líf og fjör hér heima hjá mér og greinilega aldrei að vita við hverjum maður getur átt von á.

Allavega fór í þvottahúsið og þar sem blasti við mér var nágranni á nærbrókunum og kærastan með handklæði utan um sig.

Held þau hafi verið að leita að fötum á sig....það er að segja hreinum fötum sem voru á snúrunni :)

já já spennandi líf... sérstaklega spennandi lífið hjá mér ef þetta er það sem kryddar upp.......

hahhaa

laugardagur, október 11, 2008

Þreyta

Sit hérna á háskólatorgi og er að rembast eins og rjúpa við staurinn að læra.

Gengur ekkert - afrakstur er einungis nokkrar blaðsíður, ekki einu sinni kafli.

hugsa að ég fari heim.....betur geymd þar en gera ekki neitt hér.

En var að pæla þegar ég skrifaði um rjúpuna... hvaðan kemur þetta? Rembast eins og rjúpan við staurinn.

Er þetta líka rétt notkun?

Mér er spurn

fimmtudagur, október 09, 2008

Merkilegt

Ætla ekki að tala um hversu pirruð ég var í dag vegna eins námskeiðs og hvernig mér tókst að auka pirringinn enn meira.

Neibbs ég ætla að tala um táknmálstúlka.

Finnst alveg stórmerkilegt að í fréttunum á Rúv undanfarna daga hafa verið táknmálstúlkar. Finnst að þetta ætti að vera alltaf.

Svona eins og mér finnst alltaf hálfkárlegt að þegar fréttir hafa verið um heyrnaskerta að þá hafa oft verið texti með en eingöngu við þær fréttir en ekki restina af fréttatímum. Hef alltaf fundist það mjög hallærislegt.

En vonandi verður þetta byrjun á því að verði ávallt táknmálstúlkur í fréttum.

miðvikudagur, október 08, 2008

Hlátur

Alltaf gott að hlæja, sérstaklega á þessum tíma þar sem endalaust niðurdrepandi fréttir koma.

En allavega þið ykkar sem viljið hlæja smá endilega kíkið á þetta blogg http://blog.sigurjon.com/?p=2237#comments - lesið og hlæjið, lesið líka kommentin sérstaklega þetta nr. 12 :)

Njótið og hlæjið

mánudagur, október 06, 2008

Horfur

Horfur á næstunni:

Lítur út fyrir að ég fari jafnvel að ferðast á næstunni - eða á nýju ári eftir ritgerðaskrif.

hmm....já

laugardagur, október 04, 2008

Ráðgáta

Það er mér hulin ráðgáta hversvegna það eru tvenn skópör fyrir framan lesstofu og tölvustofuna hérna á Háskólatorginu.

Var eitt par af kvennmannskóm sem er núna reyndar farið og eitt par af karlmannskóm (miða við stærð að dæma).

Mjög svo forvitnilegt.

En annars er eitthvað leiðindar hljóð hérna á lesstofunni - það hvín í einhverju.
###

Annars sá ég í andlitið á fólkinu sem býr suður með sjó, þau björguðu matarheilsunni en fórum á þann heilsusamlega stað bæjarins bestu. Það gerði það að verkum að ég gat setið lengur hérna við á Háskólatorginu að lesa.

já já

fimmtudagur, október 02, 2008

Gosh

Aldrei hefði ég trúað þessu upp á mig.

En ég er niðri í skóla að læra - nema plönin mín fyrir daginn í dag var að læra þar til að ég færi á eina mynd á kvikmyndahátðinni. Sú mynd byrjar 19.30

En þar sem mér gekk ágætlega að lesa ákvað ég að halda áfram og sleppa því myndinni. Það eina sem er að reka mig heim núna er hungrið.

Er að verða frekar svöng!

úti á þekju

jæja er ekkert sniðugt hvað ég er eitthvað gleymin núna. Var búin að steingleyma því að systursonur minn á afmæli á morgun og hefði það ekki verið fyrir að systir mín bauð mér í afmælið á morgun þá hefði ég sennilegast steingleymt þessu.

Gleymdi líka öðru afmæli - afmæli hjá litlum vin en mundi samt þó eftir því fyrir helgi :) Til hamingju með afmælið Ísak Esteban

Einu afmæli gleymdi ég ekki á sem var á mánudaginn og gat send afmælisóskir í tölvupósti..

Reyndar er búið að vera þjaka mig undanfarna daga einhverju sem ég hef verið að gleyma og skýringin semsagt að koma í ljós núna.

þriðjudagur, september 30, 2008

Kvikmyndahátíðin

Hafði það af að fara loksins á eina mynd á kvikmyndahátíðinni í dag. Sá myndina Upp Yangtze fljótið

Var alveg áhugaverð mynd og hef hug á að sjá fleiri myndir um Kína ásamt öðrum myndum sem ég vonast til þess að geta komist á. Leikstjóri myndarinnar var líka þarna og svaraði spurningum um hana eftir sýninguna - þannig að fékk aðeins að síast meira inn.

Vildi svo skemmtilega til líka að ég hitti tvo af samnemendum mínum á sýningunni.

En já mæli alveg með svona þriðjudögum - fyrir utan þreytuna eftir ekki góðan nætursvefn ;)

Góður dagur

Lykill að góðum og árangursríkum degi er góður og nægur svefn.

Eitthvað sem var ekki að gerast hjá mér í nótt.

Gerir það að verkum að ég er þreytt í dag, en þarf endilega að komast að því hvað það er sem er að trufla mig svo ég geti nú farið að sofa vel.

Sandalar

Hugsa að ég þurfi að fara að skipta út skófatnaði mínum :( - fara úr sandölum í lokaða skó.

Búin samt að þrauka í þeim í öllu votveðrinu undanfarið.

En kuldaskræfan er eitthvað að fara að láta undan. Reyndar líka erfitt að fara úr þeim þar sem ég hef varla gert það síðan ég fékk þá.

En já fékk gefins bíómiða á kvikmyndahátíðina - jeeiii

sunnudagur, september 28, 2008

Sunnudagur

Dagurinn í dag var ekki mjög árangursríkur.

Þrátt fyrir að hafa farið niður í skóla og reynt að læra. Var ekki mjög árangursríkt.
Horfði þó á The Story of Stuff sem ég mæli með að allir horfi á - fróðlegt og upplýsandi. Tekur bara um 20 mínútur.

Á föstudaginn lenti ég óvart í Grundarfirði - mjög skemmtilegt :) fór á Náttúrustofuþing. Gerði það reyndar að verkum að ég var aðeins of sein í að hitta stelpurnar.

Vettvangsferð í Hvalfjörð í gær - áhugavert að sjá staðsetningu á sumum sumarbústöðum þar - hefði viljað skoða það betur og jafnvel taka myndir.

En já helgin bara að verða búin og ný skóla- og vinnuvika að hefjast.

fimmtudagur, september 25, 2008

Fréttir

Las frétt í fréttablaðinu í gær eða í dag (man ekki alveg) um ferðaþjónustu fatlaða og einhverfan dreng sem er 4 ára og hefur farið með þeim.

Fréttin semsagt gekk út á það að starfsmenn ferðaþjónustunnar hefðu skilið drenginn eftir hér og þar - svona nánast.

Það sem ég skil ekki er hvað er 4 ára gamall drengur að ferðast með ferðaþjónustu fatlaðra einsamall?


Ég mundi ekki senda 4 ára gamalt barn í strætó - eitt, né með einhverjum sem ég þekkti ekki. Barn sem er 4 ára mundi ég eingöngu láta fara með fjölskyldumeðlimum eða nánum vinum.

En hvað veit ég - ég á ekki barn!

Úti á þekju

Eða bara kannski þreytt.

Búin að koma mér fyrir í Gimli tilbúin til þess að læra. Kveikti á tölvunni og setti heyrnatólin í samband og setti itunes af stað.

Stuttu seinna kom Óli til mín til þess að setja heyrnatólin á réttan stað... yups hafði tengt vitlaust og ekki tekið eftir því. Þannig að ég sat hérna með heyrnatól í eyrunum en tónlistin mín ómaði hérna til allra í nágrenninu.

bleh - ekki alveg í sambandi. Minnsta kosti ekki réttu sambandi.

mánudagur, september 22, 2008

Könnun

Í tíma í dag sáum við mynd af einum fræðimanni, kennarinn tjáði okkur það að á öllum myndum sem hann væri á væri hann með pípu.

Nú var ég að pæla eg ég skyldi fá mér svona einkenni að allar myndir sem teknar yrðu af mér héðan í frá þá mundi ég hafa alltaf það sama á myndum.

En hvað ætti það þá að vera?

Einhverjar hugmyndir?

fimmtudagur, september 18, 2008

snilld

samnemendur mínir eru snillingar. Núna eru þau búin að stofna til lokaverkefnishóps sem er hugsað sem stuðningur við þá sem eru að gera lokaverkefnið sitt. Svona líka til þess að vera spark í rassinn.

Algjör snilld.

Frábært að fá komment og hvatningu á seinustu metrunum...

þriðjudagur, september 16, 2008

Klósetthræðsla

Mundi nú ekki segja að ég þjáðist af einhverri klósetthræðslu en hinsvegar hefur mér flogið í hug þegar ég sest á klósettið að kannski gæti slanga, rotta eða eitthvað kvikindi leynst í klósettskálinni og bitið mig í rassinn. Held ég hafi meira segja áður talað um þetta hér á blogginu.

En allavega hefur komið í ljós að þessi "hræðsla" mín er ekki alveg órökstudd - samkvæmt mbl í dag þá var gestur á hollensku hóteli sem fann kyrkislöngu í klósettinu. Reyndar kom ekkert fram að slangan sú hafi bitið hann en allavega var í klósettinu.

hmm... svoldi erfitt að ætla sér að forðast klósett - hey kannski spurning um að fara ganga með bleyju bara því þá gæti ég forðast klósett alfarið. Reyndar ekki mjög umhverfisvænt en hey hvað gerir maður ekki til þess að forðast bit í rassinn ;)

###
Að öðru þá sat ég á þriggja tíma aðalfundi Gaiu - félags umhverfis og auðlindafræðinema. Fékk meira segja hlutverk -jeii en var að telja atkvæði þeirra sem buðu sig fram í stjórn. Þannig að ég fékk að vita alveg mínútu á undan öllum öðrum hverju voru kosnir. Líst bara vel á nýju stjórnina og hugsa að hún verði aktíf eins og stjórnin á undan.

mánudagur, september 15, 2008

Snæfellsnesið

Fór um helgina á Snæfellsnesið með vinnufélögum. Fórum í frábæra hellaferð.

Hér eru nokkrar myndir en fleiri eru á myndasíðunni minni.

þurfti að fara í gegnum göng

og hér er komið út úr göngunum

þriðjudagur, september 09, 2008

Bílanöldur

Ég hótaði því í gær að taka myndir af þeim bílum sem yrðu í vegi mínum og stend við það. Hér koma myndir af þeim bílum.

Það kaldhæðnislega við það er að þessum þremur bílum sem var lagt á gangstéttina - þá meina ég alla gangstéttina eins og mun sjást á myndunum er að þetta var hjá íþróttahúsi fatlaðra.

Uppsss kemur einhver í hjólastól - æj æj hann þarf að fara út á götu til þess að komast leiðar sinnar!




Ég bara skil ekki að fólki detti í hug að leggja bílunum sínum á gangstéttina, næ því alls ekki.

mánudagur, september 08, 2008

Rangt

Það er eitthvað svo óttalega rangt við það að vera strákur/maður sé í hlýrabol í tölvuveri niðri í skóla.

Svo rangt líka að þegar maður fyrir mistök sest ská á móti viðkomandi og á erfitt með að stara ekki.

Hjólafréttir

Áðan var ábyggilega einna erfiðasta hjólaferðin mín þegar ég hjólaði úr skólanum og í vinnuna. Hafði vindinn á móti mér ufff og pufff.

En er að hugsa um að taka myndavélina með mér næst og taka myndir af þeim bílum sem eru í vegi mínum. Þeim bílum sem leggja upp á gangstéttir - urr hvað ég var pirruð í dag á öllum þessum bílum á gangstéttunum. Var við Landsspítalann og svo aftur í Lágmúla.

sunnudagur, september 07, 2008

Vettvangsferð

Var í vettvangsferð með vistfræðinni (skólinn) allan laugardaginn, vorum frá 8-17 eða keyrðum frá vettvangi kl. 17.00. Vorum að safna sgögnum til þess að meta gróðurþekju og ráðandi gróðurfari (tíðni) gróðurs á mismunandi svæðum. Eða allavega læra aðferðirnar sem notaðar eru.

skítug eftir votlendið

Fyrsti vettvangur - melur og erum að meta "cover"


Svo að meta tíðni/þéttleika

Verður að segjast að ég var frekar þreytt eftir daginn enda vorum við úti við allan daginn í rigningu, sól, rigningu og sól. En dreif mig í mat síðan til systur minnar um kvöldið - var samt ekki viss um hvort ég kæmist vegna þess að vettvangsferðin hefði getað verið lengur...

Stakk af fyrir miðnætti vegna þreytu og þegar heim kom þá var ég varla lagst með höfuð á koddann þegar ég sofnaði, rankaði við mér svo í morgun við útvarpsfréttir í sjónvarpinu og það að ég lá á gleraugunum mínum. Náði ekki einu sinni að fjarlægja þau....

já og komnar inn myndir úr vettvangsferðinni á myndasíðuna mína, ef einhver hefur áhuga.

fimmtudagur, september 04, 2008

Verslunarferð

Jeii fór í uppáhaldið mitt eftir skóla í dag eða þannig. Gerði tilraun í að fara í verslunarleiðangur og reyna að fata mig eitthvað upp.

Stuttu máli sagt - tókst ekki. Ekki snifsi keypt í kringlunni..... en reyndar fór á einn stað þar sem ég gat keypt nokkra langermaboli - meðal annars á 99 kr.

Ekki slæmt.

Svo reyndar eignaðist ég líka fallegt vesti - ullarvesti.

Hræódýrt alveg hreint sem skemmdi svo sem ekki fyrir en kannski einum of ódýrt.

En já veit ekki hvað ég á að gera... verð greinilega að vera áfram í mínum slitnu fötum ;)

þriðjudagur, september 02, 2008

Svíkjast um

Búin að minnka vinnu í samræmi við skóla þannig að í dag fór ég ekkert í vinnu og fannst eins og ég væri að svíkjast um.

En var að læra - sem gekk hægt, mjög hægt.

Og já búin að lesa Judy Nunn bókina þannig að ég get andað léttar ;)

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Mistaken Island

Geggjað nafn á eyju - Mistaken Island

Að sjálfsögðu í Ástralíu - langar reyndar að komast að því hvað er á bakvið nafnið :)

Hvað mistök ætli hafi verið þarna?

Get gjörsamlega ekki lagt frá mér bókina, á lítið eftir en samt nógu mikið og á ekki að hafa aðra vökunótt eins og þegar ég reyndi að klára seinustu bók eftir Judy Nunn.

Bara má ekki.

hmm... já og lesefni morgundagins líka eftir...

shit

föstudagur, ágúst 29, 2008

Líf í tuskunum

Já það er líf í tuskunum hérna hjá mér.

Minnst hjá mér en þeim mun meira þar sem stórar kóngulær koma við sögu.

Það versta við stóru kóngulærnar er hvað þær eru fljótar að hlaupa svona miða við þær minni.

Sem skýrir alveg hversu hægt ég fer yfir ;)

En já hef verið á harðahlaupum á eftir þeim, veitt og hent út. Já greyin eru ekki nógu velkomin hingað.

En já þið hin eruð alveg velkomin svo lengi sem komið "löglegu" leiðina :)það er að segja brjótið ykkur ekki leið inn.

Blásið af

Er í bænum :(

Hornstrandaferð blásin af - öllu flugi var aflýst vegna veðurs.

Svekkt - hefði alveg verið til í að keyra vestur en svona er það.

En kosturinn - ég get þá notið afskornu blómana sem ég keypti um daginn :) og lesið í Judy Nunn bókinni minni allan daginn á morgun en að sjálfsögðu les ég líka á milli lesefnið fyrir skólann ;)

fimmtudagur, ágúst 28, 2008

ooppsss

Ég fékk aðra bók í dag - bók eftir Judy Nunn.

Þykk og mikil (og lengri en hin).

oopsss og skólinn byrjaður.

Held ég geti ekki geymt þessa bók þangað til um jólin. Get geymt hinar bækurnar sem ég fékk í síðustu sendingu en ekki þessa.

En já svo þarf ég að pakka niður - er svo ekki að nenna því. Finnst ég þurfa taka næstum því allan fataskápinn miða við lýsingu ;)- keypti mér sjóveikistöflur í dag. Ætla sko ekki að taka neina sjensa. Nenni því hreinlega ekki og þess utan þá er ég búin að sætta mig við það að ég er bara yfirleitt drullusjóveik :( svona yfirleitt.

Bókin bíður....

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Sjónvarpslaust

jamms sjónvarpslaust kvöld í kvöld.

Byrjaði að snjóa í gærkvöldi í sjónvarpinu - svona allt í einu og upp úr þurru. Þannig að áðan þegar sjónvarpsútsending var frá heimkomu silfurstrákana þá horfði ég á það á netinu en hlustaði á það úr sjónvarpinu. Já einhverja hluta vegna kom ekki hljóð með myndinni á netinu.

Svo skemmtilega vildi líka til að netsjónvarpið var aðeins á eftir þannig að þegar var verið að kynna strákana upp á svið sá ég alltaf einum eftir á....

En þetta er svona víst líka hjá nágrönnunum þannig að ég andaði aðeins léttar.

En já já svo er það víst bara Hornstrandir um helgina.

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Pirringur

Einhver pirringur er að koma hérna upp hjá mér - sem er ekki gott.

Núna er ég ægilega pirruð út í skólann en í gær var semsagt stundaskrá breytt eða tímanum á einu námskeiði sem ég er í - upphaflega var tíminn á miðvikudögum en var breytt í þriðjudaga. Deginum áður en námskeiðið átti að vera.

Finnst þetta alveg hrikalegt virðingaleysi gagnvart nemendum - því í ósköpunum var ekki búið að sjá þetta fyrir? Ég meina ég geri ráðstafanir út frá stundaskránni og reikna með að aðrir geri það líka.

Svo að sjálfsögðu er ég pirruð út í bíla eða ökumenn bíla sem leggja þeim upp á stéttir og hindra för mína.

Er ekki að fíla þetta tillitsleysi.
###

Rakst á um daginn ummæli sem mér finnst flott - veit ekki hver á þau en eru í fyrirlestri sem Stefán Gíslason hjá Environice hélt og ég fann á netinu:

„Enginn gerði stærri mistök
en sá sem gerði ekkert af því
að honum fannst hann geta
gert svo lítið“


Kannski er stærsta umhverfisvandamál heimsins
hvorki gróðurhúsaáhrif, skerðing líffræðilegrar
fjölbreytni eða þrávirk lífræn efni, heldur einfaldlega
sú trú eða skoðun einstaklingsins að það sem hann
gerir eða gerir ekki hafi engin áhrif á heildina.


En sú hugsun einmitt að það taki því ekki gera eitthvað því það hefur ekki áhrif eru mér ekki að skapi - finnst það ótrúlega skammsýn hugsun eitthvað.

Því hvað ef allir hugsuðu svona mundi ekkert gerast - ef allir hugsuðu á hinn veginn og leggja sitt á mörkum þá er það ansi mikið.

föstudagur, ágúst 22, 2008

Sigur

Það var nú ekki bara íslenska landsliðið í handbolta sem vann stórsigur í dag á ólympíuleikunum.

Ég vann líka stórsigur.

Ég vann sigur á brekkunni sem mér hefur ekki tekist að hjóla upp þangað til í dag. Að vísu fór sigurinn framhjá flestum nema að sjálfsögðu mér.

Þegar ég mætti svo til vinnu í morgun spurði einn vinnufélaginn hvort ég væri á flotta hjólinu - hún hefur semsagt tekið eftir flotta hjólinu úti hjá hinum hjólunum ;)

Annar vinnufélagi minn nefndi að hjólið mitt væri hippahjól.

Meira af hjólamálum þá var ég bara einungis um 20 mínútur frá vinnunni og niður í skóla en hinsvegar aðeins lengur úr skólanum og heim eða um 30 mínútur. Var grenjandi rigning og gott er að eiga regngalla þá. Spurning hinsvegar hvort þurfi að fjárfesta í gúmmitúttum.

En já frábær sigur hjá handboltastrákunum.

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Spennt

Er spennt fyrir "fyrsta" deginum í skólanum. Tímar byrja á mánudaginn og er búin að fá póst um eitt námskeið og komin er kennsluáætlun.

Varð spennt.

Er þetta normal?

;)

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Endir

Eftir lestur góðrar bókar sérstaklega þeirra sem halda manni vel við efnið og getur hreinlega ekki lagt frá sér þá verð ég svoldið döpur að leggja hana frá mér þegar ég er búin með hana.

Því þrátt fyrir að vilja klára þá vill maður samt ekki klára.

Er semsagt "döpur" núna.

Var að klára Heritage eftir Judy Nunn, var að lesa til hálf fjögur í nótt og þurfti að pína mig til þess að leggja bókina frá mér því ég átti svo lítið eftir. En náði að klára bókina eftir að ég kom heim úr vinnunni í dag.

Fannst mjög svo viðeigandi að lesa um Snowy Mountains í Ástralíu en þar var byggð stærsta stífla Ástrala.

En vá þessi bók var æði.

Núna þarf ég að komast yfir fleiri bækur eftir þennan höfund.

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Lykla

Hræðilega langaði mig til þess að lykla bílana áðan sem voru lagðir upp á gangstétt eða á annan hátt voru fyrir þar sem gangangi og hjólandi umferð á sinn stað.

Bévitans frekjur.

Annars á ég við nýtilkomið vandamál að stríða - en steig fyrsta skrefið áðan til þess að yfirstíga þetta vandamál.

Þetta vandamál felur í sér það að ég get ekki hugsað mér að fara í kringluna, bæinn eða álíka staði á hjólinu því þá þarf ég að skilja hjólið eftir og því tími ég bara alls ekki.

En fór áðan í Kringluna og því búin að yfirstíga það vandamál - en þurfti samt sem áður að kíkja einu sinni út og athuga hvort væri nú ekki í lagi með hjólið ;) en næsta skref er þá að fara í bæinn.

Mesta sjokkið er að hjólið er orðið skítugt! Uss ekki hægt að vera á skítugu hjóli, er næstum því meira sjokk heldur en að keðjan datt af áðan. En gat sem betur fer rifjað upp gamla takta og komið keðjunni aftur á.

Fékk bækur í dag frá amazon og því er komin stór bunki núna á náttborðið - of stór bunki ábyggilega til þess að klára áður en skólinn byrjar - sjæs.

Besta við sendinguna í dag er að ég fékk eina Judy Nunn bók - jeii þrefalt húrra og allt það. Nokkuð ljóst hvað verður lesið fyrst.

Spurning um að fara að taka strætó í vinnuna til þess að geta lesið á leiðinni - muahhaha

Góðar stundir

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Stefnumót

Já átti stefnumót í dag - 5. ágúst.

Vandamálið er að ég er ekki í réttum heimshluta!

Hefði verið gaman að vera í Melbourne (í Ástralíu) og farið á stefnumót :)

föstudagur, ágúst 01, 2008

Hjálmur

Ég verð að viðurkenna það að mér finnst alveg ferlega óþægilegt að hafa reiðhjólahjálminn. Finnst hann stór og bara óþægilegur.

En nei ætla halda áfram að nota hann - er ekki í boði að vera án hans.
###
Var loksins matur aftur í hádeginu í vinnunni - þvílíkur munur

Þriggja daga helgi framundan

Næs

miðvikudagur, júlí 30, 2008

Dagurinn

Dagurinn í dag var einstaklega illa nýttur :( - var að sjálfsögðu í vinnu fyrir framan tölvuskjá - inni.

Síðan um hádegið var haldið til tannlæknis - var síðan dofin fram eftir degi, fór ekki að losna við deyfinguna fyrr en að vinnudegi loknum og var eiginlega bara dáltið uppgefin.

Þetta allt á heitasta degi ársins - enn sem komið er.

Eitthvað er litla undirtektir í nafnakeppninni á gæðingnum mínum en held ég hafi sjálf gefið hjólinu nafn þegar ég bað um nafn en held að hjólið muni bara bera nafnið gæðingurinn ;)

mánudagur, júlí 28, 2008

Léttir

Er þrælánægð með breytinguna á svefnherberginu mínu - gerði ekki mikið - tók eitt tölvuborð út og við það varð bara heilmikið pláss.

Okey tók pappakassa líka og setti inn í skáp en þvílíkur munur.

Á bara eftir að setja tímaeyðsluna inn í herbergi og þá er þetta komið.

sunnudagur, júlí 27, 2008

Útþrá

Er með gífurlega mikla og sterka útþrá núna.

Nærri bara veik af tilhugsuninni að geta ekkert farið á næstunni.

Langar í langa ferð - ekki bara svona bæjarhopp heldur svona almennilega ferð eins og ég fór 2006 - fyrir tveimur árum síðan - pfff hvað tíminn er fljótur að líða.

Finnst alveg kolómuglegt að geta ekkert gert í þessu á næstunni - að minnsta kosti ekki næsta árið. Að öllum líkindum.

###

Var að breyta í svefnherberginu - aðeins að reyna að létta á draslinu þar og því virðist sem að tölvuborð sé á lausu.

Einhver sem vill tölvuborð?

Í öllum þessum látum þá varð að taka loftnetssnúruna úr sambandi og þegar það gerist þarf ég að leita að stöðvunum aftur á sjónvarpinu. Tómt vesen sérstaklega þar sem það er ekki að finna neinar stöðvar núna.

Var síðan að prófa prentara sem mér áskotnaðist um daginn - daginn þegar ég fékk álögunum aflétt. Prentarinn virkar að því leyti að þegar ég ýti á prent þá kemur út blað en það versta er að kemur enginn texti á blaðið.

Sennilegast að blekið sé búið en finnst að þá ætti prentarinn eða tölvan að láta mig vita af því.

Fór á fína hjólinu mínu til ömmu í dag - þarf svo að þjálfa upp hjólaþol.

En nafn á gæðinginn - eru fleiri tillögur heldur en blámann?

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Hjólið mitt

Komið með hjólið mitt heim - jeii

Svo er gott að hjóla á því - ok á eftir að fara í langan hjólatúr en smá rúntur í innkeyrslunni sannfærði mig um ágætið.

Liturinn er alveg fínn þótt hann sé mjög óræðin.
Hvaða litur telur þú þetta vera?


Um daginn rakst ég á kónguló á baðherberginu mínu - risakónguló.

Þá var ég fegin að vera ekki í Ástralíu því ég hefði ekki viljað rekast á þessa á baðherbergi þar....

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Oh

Stundum koma sumir hlutir í bakið á manni - hafði það svo á tilfinningunni með þetta. Hefði átt að gera eitthvað í þessu áður og tala við ákveðna manneskju - jafnvel þótt hún hafi verið í fríi.

Er ekki sátt.

Versta við þetta er að þetta tengist vinum mínum :(

p.s. svo miskiljist ekki þá voru vinir mínir ekki að gera neitt frekar það að þeir urðu fyrir þessu.

þriðjudagur, júlí 22, 2008

Hjólaeigandi

Er víst orðin hjólaeigandi - minnsta kosti á pappír.

Ekki enn búin að fá hjólið, það er verið eða verður sett á það bretti og standari áður en ég fæ það í hendur.

Liturinn er því miður ekki fagurrauður heldur mjög svo óræðin litur - svo óræðin að ég spurði um það í hjólabúðinni og afgreiðslumaðurinn var hreint ekki alveg viss.

Keypti hjálm líka þannig að litla 3 ára systurdóttir mín getur ekki skammað mig núna fyrir að vera hjálmlaus.

En hjálmurinn er flókinn og leiðbeiningarnar dugðu ekki til - ég sem var að verða svo fær í að lesa leiðbeiningar.

Kannski kann ég bara að lesa IKEA leiðbeiningar.

Spurning

mánudagur, júlí 21, 2008

já já

Heilsan öll að koma til og ákvað að hætta að taka inn þessi ofnæmislyf. Held að þessi læknir hafi ekki greint mig rétt. Enda af hverju ætti ég að vera með allt önnur einkenni heldur en aðrir frjókornsofnæmis fólk.

En já komin með myndir úr brúðkaupinu 12. júlí í myndaalbúmið mitt - á samt enn eftir að laga myndirnar sem komu leiðinlega út.

Stefnan um seinustu helgi var að vera heima og láta batna en þrátt fyrir að gardínur gerðu sitt besta til þess útiloka sólina þá dauðleiddist mér og ákvað að stefna úr bænum.

Já já - ég hélst ekki innan borgarmarka þessa helgi, fór að vísu ekki langt en út fyrir höfuðborgina. Var í góðum félagsskap og endaði í heita potti og kvöldmat með eðal eftirrétti.

Á morgun er það síðan kannski Skorradalur og Borgarnes eða daginn þar eftir....

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Heilsan

Mætti vera svo mikið betri.

Skreið heim úr vinnu í dag- vissi að ég átti ekkert að fara en þurfti að klára eitt verkefni sem tókst ekki :(

Kíkti til læknis síðan í dag - fékk ekki venjulegan tíma heldur þurfti að mæta á læknavaktina á heilsugæslu eftir venjulegan dagtíma.

Var heldur fljótur fannst mér að úrskurða hvað væri að mér.

Ofnæmi takk fyrir!

Já já tek bara upp úr því úr þurru að fá frjókorns og grasaofnæmi svona á gamals aldri ;)

pff.... hefði átt bara að halda mér í sveitinni

en vona að ofnæmislyfið sem hann gaf mér virki og það fljótt.
###

Hlakka afskaplega til næstu helgi og það vegna þess að ekkert er planað - eftir mjög langan tíma hef ég heila helgi fyrir mig.

Vona bara að heilsan verði komin í lag.

mánudagur, júlí 14, 2008

Þriðja brúðkaup sumarsins

Þá er þriðja brúðkaup sumarsins lokið. En það brúðkaup fór fram í Eyjafjarðarsveit. Var það uppeldisbróðir minn sem gifti sig að þessu sinni.


Vinkonur Rósu (brúður) komu með skemmtilegan pistil um hvernig þau kynntust eða hittust fyrst og var það á Þórshöfn og var sýnd mynd af henni við skilti sem sýndi vegalend til Bakkafjarðar og sagt að hugur hennar stefndi þangað.

Talandi um Bakkafjörð þá voru nokkrir "krakkar" þaðan sem komu í brúðkaupið og sum þeirra hef ég ekki séð í 18 ár enda sýndi það sig að ég hefði aldrei getað giskað hverjir tveir af þeim voru nema mér var sagt það og verð að taka þau orð trúanleg. Skrýtið að sjá þau.

En ég hefði alls ekki átt að fara norður af heilsufarsástæðum - alltaf gott að vera vitur eftir á - en batnaði ekki og er búin að vera mjög slæm í dag - með alveg forljótan hósta.

En hitti líka æskuvinkonu mína sem er alltaf frábært en komust að því að væru sennilegast tvö ár síðan við hittumst seinast.

En já myndir koma seinna inn í myndaalbúm - svona þegar ég treysti mér til
nni

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Ástralía-Akureyri

Verður víst bara Akureyri

Væri alveg til í að vera á leiðinni til Ástralíu núna - að vísu ekki með hálsbólguna með mér.

Langar reyndar ekkert að fara með hálsbólguna heldur til Akureyrar.

Var skítt í gærdag og seinni part þriðjudags - búin að vera slöpp og fékk þessa hræðilegu hálsbólgu í gær og í dag fór röddin eitthvert.

Samt búin að vera samviskusöm og mæta í vinnu þrátt fyrir að vilja heldur dvelja í rúminu. Átti reyndar erfitt á tímabili í dag að halda augum opnum.

slæmt þegar þarf að nota þau í lestur ;)

mánudagur, júlí 07, 2008

Bíll

Vill einhver skipta á bíl um helgina við mig? :)

Ég var að vonast eftir að ég mundi keyra bíl norður fyrir brúðguma fyrir brúðkaupið næstu helgi en það breyttist þar sem hann fékk mann á bílinn (í vinnu).

Þrátt fyrir að eiga ekki bíl er ég greinilega smá vandfýsin ;) - hef möguleika á að fara á bíl mömmu en hann er ekki mjög fýsilegur kostur - þess utan finnst mér hann ekki hæfur í langkeyrslu. En get boðið hann í staðinn fyrir lán á bil um helgina hahah (er með leyfi).

Anybody?

oh well...

Brúðkaup

Jæja þá er litla systir gift.


Brúðkaup afstaðið og allt tókst vel en ekki laust við að ég sé frekar þreytt eftir helgina.

Enda lítil svefn eftir brúðkaup þar sem systrabörnin voru hjá mér og litli kútur síðan veikur - var reyndar ágætlega hress á sunnudagsmorguninn.

En það er engin miskun í brúðkaupum og næsta brúðkaup er um næstu helgi og það fyrir norðan.
###

Aðeins að öðru þá er mig farið að dauðlanga á Strandirnar og er að spá í að reyna að koma mér þangað í sumar - er að melta það með mér. Einhver sem hefur áhuga á að slást í för með mér?

og myndir úr brúðkaupi helgarinnar komið í myndaalbúmið mitt.

föstudagur, júlí 04, 2008

Vitlaus

Það er stundumm ekki alveg allt í lagi. Eða langt í kveikjarann.

Allavega urðu smá breytingar hér í gærkvöldi og sjónvarp hent fram í stofu (ekki af mér). Ástæða er að kemur hér barnapía á morgun að passa og systrabörnin mín sofa inni í herbergi.

Nema hvað ég er búin að sitja inn í stofu og reyna skipta um stöð með fjarstýringunni og hún hefur ekki viljað láta undan. Ég prófaði meira segja að skipta um batterý en ekkert gerðist.

Þangað til að kviknaði smá ljós á perunni hjá mér - stóll var fyrir skynjaranum á sjónvarpinu og þegar hann var færður þá virkar fjarstýringin fínt.

En allavega stóri dagurinn á morgun - litla systir að gifta sig litla kellingin (hahaha) -

og sem betur fer er brúðagjöfin komin.

miðvikudagur, júlí 02, 2008

Sund

Skellti mér í sund eftir vinnu í dag.

Eftir að hafa synt kilometirinn, setið í heita pottinum var tími kominn á að fara í sturtu. Nema hvað það var búið að ræna handklæðinu mínu eða það tekið misgripum.

Frekar mikið fúlt.

starfsmaður kom mér til bjargar og reddaði mér handklæði þannig að ég þyrfti ekki að "hrista" mig til þess að reyna að þurrka mig eða standa þar til ég yrði þurr. En þegar ég var á leið minni inn í klefa þá tók Sigga eftir konu sem var að skila handklæði og viti menn. Mitt handklæði - notað.

yakk. En fékk þó mitt handklæði tilbaka - líka upphafstafirnir mínir í handklæðinu þannig að ekki fer milli mála nema viðkomandi hafi lbh í sínu nafni líka.

En hvað um það - er komin á hjól þannig að ég get hjólað í vinnuna sem er þvílíkur munur en á enn eftir að kaupa mér MITT hjól en hjólið sem mig langar í kemur sennilegast ekki fyrr en 19. júlí - búuhúuu. Ég vil fá það núna.

En þarf smá hjálp - eruð þið með hugmyndir hvað ég get gefið Ellen systur og Atla í brúðkaupsgjöf á laugardaginn??

Anybody!!

fimmtudagur, júní 26, 2008

Bömmer

Skaufasel og Meyjarsel - skemmtileg nöfn.

Var að komast að því að tónleikarnir í Laugardalnum byrja víst kl.17.00 á laugardeginum :( ekki átta eins og ég hélt. Gerir það aðeins erfiðara að mæta. Þar sem ég á víst að vera á ættarmóti.

What to do what to do!

En að öðru góðu þá er ég búin að koma mér í samband við Skota - akkúrat sem ég þurfti og akkúrat í "rétta" þjóðgarðinum.

Jeii - vinnan plöggar þetta ;)

sunnudagur, júní 22, 2008

Jökulkalt brúðkaup

Fyrsta brúðkaup sumarsins af þremur afstaðið.

Magnað brúðkaup sem átti sér stað á Snæfellsjökli - þeim magnaða stað.

Annað slagið les maður í blöðunum um fræga fólkið sem leigir hæð á hóteli til þess að halda partý.

En nei vinir mínir - brúðhjónin gerðu sér ekkert lítið fyrir og leigðu sér heilt hótel undir sína veislu. Geri aðrir betur ;) - fékk herbergi og svaf alveg ljómandi vel (eftir veisluna að sjálfsögðu).

Ég fékk reyndar álög á mig í veislunni og get eingöngu aflétt þeim af mér með því að mæta heim til brúðhjónana (sennilegast) á fimmtudaginn til þess að þrífa hjá þeim. Nema hvað ég fæ að taka vin með mér að eigin vali - er einhver sem býður sig fram?

En já alveg magnaður dagur og kvöld með flottum effectum á jöklinum.

og já verð að sýna mynd af brúðargjöfinni....

er að setja inn myndir af brúðkaupinu - getið séð þær í myndaalbúminu mínu.

miðvikudagur, júní 18, 2008

Útsýni

Mikið er ég fegin að draumurinn sem mig dreymdi fyrir tveimur nóttum síðan rættist ekki. Í þeim draumi dreymdi mig að nýja aðstaða mín í vinnunni væri í kompu, sæti við gamalt eldhúsborð og í hræðilegum stól.

Þess í stað hef ég fína skrifstofu með frábæru útsýni - enda líka á fjórðu hæð og útsýni að Esju. Skrifborð og skrifstofustól.

þriðjudagur, júní 17, 2008

Heima

Komin heim.

Skrýtið.

Sumarið rétt að byrja og ég er komin heim úr sveitasælunni.

Meiri hávaði hér - heyri í nágrönnum (ekki úr sama húsi) heldur í næsta húsi úti í garði. Heyri stundum í bílum.

Ok kom alveg fyrir að ég heyrði í bílum í sveitinni en... ekki svona ;)

Þreytt og nenni svo ekki að þrífa en þarf þess...

Svo bara ný vinna á morgun.

shit

sunnudagur, júní 15, 2008

Helvítis "rærnar"

Já það gat svo sem farið svo að sprakk á bílnum eða dekkinu á leið heim frá gestastofu í gær.

Reyndar sprakk ekkert - kom stærðarinnar rifa.

Að sjálfsögðu tók ég allt út, varadekkið, tjakkinn og felgulykil og hófst handa. Byrjaði á að reyna að losa "rærnar" en það haggaðist ekki. Jafnvel ekki þótt ég stæði á felgulyklinum til þess að reyna að losa.

Urrr... engin umferð heldur og ekkert símasamband.

Jú reyndar aðeins hægt að hringja í neyðarnúmer....hmm....

hringdi í 112

Ég: ja góðan dag - engin neyð hér en þarf aðstoð samt sem áður og er ekkert símasamband hérna nema neyðarnúmerið.

AULI

Já neyðarlínan gaf mér samband við hina landverðina og það var ekkert mál. Þannig að Hákon kom brunnandi til þess eins að rétt svo sparka í felgulykilin og rærnar flugu af.

Varð ég fúl - þokkalega.

Prófaði aftur eftir að hann hafði losað nokkrar og enn haggaðist ekkert.

Í kvöld er varaplan svo ég þurfi nú ekki að nota neyðarlínuna.

Ef ég er ekki komin heim hálf átta - þá fara þau að athuga um mig ;)

laugardagur, júní 14, 2008

Fékk sms um miðjan dag frá vini mínum í gær sem í stóð Hjálp...

Prófaði því að hringja í hann og því næst að senda sms en fékk ekkert svar. Seinni part dags fékk ég svo símtal frá kunningja þar sem smsið sem ég fékk útskýrðist.

Það var verið að steggja vin minn :) - já damn að verða kvenmaður.. en hefði svo sem ekki komist þar sem ég var föst á Snæfellsnesinu!

En meira af skemmtilegum símtölum - fékk líka símtal frá samnemanda mínum sem tilkynnti mér einkunn úr einu námskeiði. Honum grunaði nefnilega að ég kæmist ekki í tölvu strax. Voru mjög góðar og skemmtilegar fréttir.

Þessar fréttir höfðu líka einstaklega góð áhrif á meðaleinkunn mína og einnig það að þessi önn er ein sú besta önn einkunnalega séð hingað til.

Hamingjuóskir í komment takk :) hehe
###
Að viðsnúningi.

Þetta sumar fer svo sannarlega allt allt öðruvísi en planað var - fyrir það fyrsta fer ég ekki til Ástralíu en var þó reyndar aldrei örugg með það en það næsta er að ég klára ekki einu sinni tímann minn hér á Snæfellsnesinu - mér var "rænt" í aðra vinnu fyrr en ég átti von á og mun því hverfa af Snæfellsnesinu í næstu viku en þó einungis í örfáa daga þar sem ég kem aftur næstu helgi ;) en bara helgina.

jájá

miðvikudagur, júní 11, 2008

Geggjað veður

Er geggjað veður hérna og ég er inni :( - en svona lítur jökullinn út í dag.

Flottur

Vona bara að verði svona líka eftir 10 daga.

En annars var þetta viðburðaríkur morgun hjá mér - fékk rollu í heimsókn. Kom reyndar aldrei lengra en andyrið.


Svo fylgdust þessar spenntar með mér þegar ég var að sópa og skúra.

þriðjudagur, júní 10, 2008

Helgin

Fjórða strandganga þjóðgarðsins og sú fyrsta í sumar var mjög skemmtileg, reyndar mættu fáir en engu að síður skemmtileg.

Fór loksins í Brugghelli sem var alveg meiriháttar. Búin að bíða eftir því síðan sumarið 2002 :)

Brugghellir


Refagildra

Þarf væntanlega ekki að taka fram að hún er ekki í notkun lengur þar sem refir eru friðaðir innan þjóðgarðs :)

Refaskoðunin tókst líka ljómandi vel og komu margir. Mikki refur lét sjá sig en hann var að leita að Lilla Klifurmús!

föstudagur, júní 06, 2008

Oh my gosh

Jæja - búin að skila seinasta verkefninu í skólanum þessa önn. Mitt versta hingað til held ég :(

En núna er þá bara njóta og fara lesa þessar tvær bækur sem ég tók með vestur. Njóta áður en krefjandi og ný vinna tekur við!

En já á morgun er gönguferð :) jeii

fimmtudagur, júní 05, 2008

Mús

Það kom mús inn í heimkynni landvarða á dögunum. Nema Hákoni tókst að loka hana inn í geymslu.

Í gær þegar ég kom af gestastofu átti eltingaleikurinn að hefjast og mission mús úr húsi hófst.

Vopnuð stígvéli.

Áður en almennileg áætlun var komin og ákvörðun um hver mundi hafa stígvélið þá opnaði Hákon hurðina.

Engin mús þaut framhjá en þegar litið var ofaní fötu sást músin þar.

Dauð :(

Spurning um hvort stressið eða hjartaáfall hafi farið með hana.

þriðjudagur, júní 03, 2008

Peningar

Eitt augnablik áðan hélt ég að peningar vaxi á trjám.

Minnsta kosti sýndi bankareikningurinn minn miklu hærri upphæð heldur en átti að vera. Þegar betur var gáð reyndist ekki svo vera!

Vonbrigði mar

fimmtudagur, maí 29, 2008

Jarðskjálfti

Jáhá - það var rosalegt að upplifa jarðskjálftan í dag. Var stödd í Öskju - náttúrufræðihúsinu á málþingi.

Fannst jarðskjálftinn taka alveg rosalega langan tíma - sumir urðu nokkuð skelkaðir og hlutu framm en flestir sátu kjurrir í sætunum sínum. Fundarstjóri bætti við að ef annar skjálfti kæmi þá væri betra fyrir fólk að halda kjurru fyrir heldur en hlaupa framm þar sem er allt í gleri.

En allavega málþingið var um friðlýst svæði og stjórnun þeirra og minnti náttúran allhressilega á sig.

Kona

Það er víst ég - kona.

Voru nefnilega tvær stelpur samferða mér í gær og önnur þeirra sagði í síma að þær hefðu fengið far með konu!

*hrollur*


Er sko engin kona........

Afneitun?

Gæti verið

###

Komu gestir frá Nýja Sjálandi um daginn og ég vildi sko ekki að kallinn hætti að tala. Svo flottur hreimur, konan hans var ekki með eins áberandi hreim. En úff... vildi ekkert að hann færi.

Þetta ýtti svo undir ferðalöngunina - mig langaði svo aftur til Nýja Sjálands og Ástralíu - alveg rosalega mikið.

En svo gerðist spennandi hlutir í gær og komst endanlega á hreint í dag þannig að það er aðeins búið að ýtast til hliðar (ekki mikið samt).

En er komin með semi "framtíðar" vinnu - byrja í júlí og verð eitthvað fram á haust og jafnvel lengur. Tekur tillit til þess að ég sé í námi og geti klárað það.

þriðjudagur, maí 27, 2008

Tvær nætur

Jeii - ég næ tveimur nóttum heima hjá mér áður en ég fer aftur úr bænum.

Næs

sunnudagur, maí 25, 2008

Eurovision

Jú jú - bara Eurovision partý í gær. Grillmatur og alles - mér til mikilla gleði að þurfa ekki að borða afganga ;)

En gáfum víst keppendum stig í gær - og Rússar voru í einu af neðstu sætunum hjá okkur, einnig reyndum við að spá fyrir í hvaða sæti Íslendingar mundu lenda.

Ég hafði það - mín spá komst næst en ég giskaði á 16. sæti.

###

Snæfellsnesið fagurt eins og endranær. Hrossagaukurinn alveg að heilla túristana.

Tjaldurinn svoldið vitlaus greyið - eða hann bara vissi ekki betur. Nefnilega verpti í hraunkassann hjá okkur - þar sem fólk getur prufað að ganga á skinnskóm á. Þess fyrir utan hefði hann ekkert geta legið á eggjunum miða við staðsetningu þar sem fuglar fælast við fólk.

Greyið tjaldurinn.

fimmtudagur, maí 22, 2008

Hér er ég...

Já já - er hér enn - á blogginu en búin að færa mig um set.

Það er að segja komin vestur að vinna.

Margt búið að gerast, barn fætt, systir að fara að útskrifast og það á sama degi og ég :) útskrifaðist á "sínum" tíma hahaha fyrir frekar mörgum árum.

Finnst ég alveg stundum ferlega dugleg því ég hef verið að læra á kvöldin eftir vinnu og það er bara ekki svo auðvelt - en þyrfti að vera duglegri ef ég ætla að ná þessu fyrir skil.

Farin að hlakka heil ósköp til þess að fá frí - en það verður víst ekki fyrr en í júlí.

Jú jú fer í frí úr vinnunni um mánaðarmótin en þá til þess eins að fara á eitt námskeið í skólanum. Rétt kem í bæinn til þess að fara austur..

Stuð

miðvikudagur, maí 14, 2008

Einarður námsmaður

Já í stað þess að vera í partý með samnemendum mínum þá er ég heima að læra.

Borgar fyrir að hafa "skrópað" í lærdóminn í dag - þyrfti að vísu að komast í það að prenta út.

En þess utan þá þarf líka að pakka niður og fara sofa á skikkalegum tíma þar sem það er vinna í fyrramáli.

Hjólið

Neibb ekki enn búin að kaupa hjólið enda er það enn í vinnslu í nefndinni. En hér er mynd af hjólinu sem ég er að hugsa um:

Hvernig líst þér á?

Síðustu metranir

Síðustu metranir í skólanum eru oft erfiðir. Á eftir eina ritgerð - langa ritgerð.

Í stað þess að vera niðri í skóla að læra fannst mér miklu þarfara verk að þrífa gluggana að utan. Sérstaklega í ljósi þess að ég er að fara vestur á morgun og mun ekki njóta nýþveginna glugga.

Já svona er maður sniðugur.

Annars er uppskeran fram að þessu góð, tvær einkunnir komnar í hús.

###

Verð aðeins að minnast á hjólaleiðangur gærdagsins en semsagt í gær þá fór pabbi með mér. Finnst alltaf frekar fyndið að fara með honum því iðulega gerist það að sölumennirnir tala ávallt til hans þrátt fyrir að ég sé kannski aðilinn sem ætla að kaupa. Sérstaklega er mér skemmt yfir setningu gærdagsins: Spurningin er hvort henni líkar það - já ekki tala beint til mín og segja spurning er hvort þér líkar það.

hahaha - fannst þetta frekar fyndið!

þriðjudagur, maí 13, 2008

Hjól

Lagði af stað í morgun með það fyrir augum að kaupa hjól. Var búin að kynna mér smá málin á heimasíðum fyrirtækja sem selja hjól.

Eftir fyrstu heimsóknina hrundu allar mínar fyrirætlanir - minnsta kosti um það að kaupa mér hjól í ódýrari kantinum. Var nefnilega seld hugmyndin af góðu hjóli og þægilegu. Hjóli þar sem ég get sitið upprétt en að sjálfsögðu er það dýrara.

Málið er því komið í nefnd - reiðhjólanefndina. Í nefndinni er ég og mín fjármál.

Vinna í nefndinni er áætluð 4-6 vikur.

mánudagur, maí 12, 2008

Langar

Langar að gera svo heilmikið.

Mest snýst þetta þó um ferðalög - ferðabakterían á fullu og verður ekki svalað í bráð :( en er að reyna gera plön og forgangsraða. Get ekki farið allt og verið allsstaðar. Minnsta kosti ekki í einu og þarf því að velja hvað ég geri fyrst og svo hvenær.

já og Bella - fer ábyggilega einhvern tíman aftur til Ástralíu og get þá keypt áströlsk hljóðfæri fyrir þig :) - langarð heilmikið í didgerido þegar ég var þar en bara of stórt fyrir bakpokann ;) - þess utan að ég get ómöglega blásið í það. En yrði nokkuð flott stofustáss.
###
Mígreni er ein versta tímasóun sem ég veit um!

fimmtudagur, maí 08, 2008

Bækur

Ég fattaði í gær einn ókost við að fara ekki til Ástralíu og varð næstum því eyðilögð.

Ég hafði nefnilega hugsað mér það að ef ég færi þangað þá yrði eitt það fyrsta sem ég mundi gera var að fara út í bókabúð og kaupa mér bækur eftir Judy Nunn.

En nei það verður víst ekki :(

miðvikudagur, maí 07, 2008

Lúser

Lít greinilega út fyrir að vera sárþjáð þegar ég hugsa. Yfirsetukonan kom nefnilega til mín og spurði mig hvort ekki væri allt í lagi :)

Ég var bara að hugsa!

En annars er það slæmt að sitja kúrs heila önn og vita svo ekki kosti og galla þess sem maður var að læra.

En gat klórað mig fram úr því.

þriðjudagur, maí 06, 2008

Ákvörðun

Jæja niðurstaða fengin og ákvörðun tekin.

Ákvörðunin byggist á "faglegum" nótum og eftir að búin að fá þær forsendur sem ég þurfti til þess að taka ákvörðunina.

Á endanum var ég sannfærð en sannfærði ekki.

Ákvörðunin er semsagt sú: Ég fer ekki til Ástralíu.

Svekkt - pínku

En sátt.

Svefn

Stundum þarf maður bara að sofa á hlutunum.

Virðist allt miklu skýrara í dag heldur en í gær.

Spurningin í dag er svo hvort ég geti sannfært réttu aðilana um réttu ákvörðunina ;)

En já svo þarf víst líka að lesa undir próf sem er á morgun!

mánudagur, maí 05, 2008

Einbeitningarleysi

Einbeitningarleysi hrjáir mig þessa stundina (mundi nota einbeitningarleysi dauðans ef ég notaði það orðalag en þar sem ég geri það ekki þá mun ég ekki nota það).

Nema það er ekki gott svona 2 dögum fyrir próf.

Þessu einbeitningarleysi kenni ég tölvupóstinum um sem ég fékk í morgun og líka þessum þvílíkum aumingjaskap að geta ekki bara hrist það af mér og lesið undir próf.

En vegna tölvupóstinns verður "neyðarfundur" á eftir þar sem farið verður yfir málin og reynt að komast að niðurstöðu.

Hvað ég eigi að gera í þessari stöðu!

Já já

laugardagur, maí 03, 2008

út að borða

Í gær var farið í langferð, tilgangur þess var að fara út að borða.

Tilefni - svo sem ekkert sérstakt, nema fagna okkur sem er að sjálfsögðu frábært tilefni!

Vegna lítils úrvals af veitingastöðum í höfuðborginni var ákveðið að fara "út á land" nema seinast þegar farið var út að borða var akkúrat líka farið úr höfuðborginni.

Já við styðjum landsbyggðina og olíufélögin.

###

Vegna fríkvöldsins í gær og seint að sofa var ákveðið að sofa út í morgun.

Vaknaði klukkan 7.00 í morgun

En eftir að hafa lesið 24 stundir, horft á smá barnaefni þá tókst að sofna aftur.

Er svo búin að eiga "frídag" í dag - það er að segja, ekkert lært en þess í stað þrifið og þvegið - komin á 3 þvottavélina!

Já námsmannalífið er ljúft!

fimmtudagur, maí 01, 2008

Þreytt

Er eitthvað voða þreytt núna!

Sem er ekki nógu gott því enn eru eftir um 2 vikur - strangt tiltekið bara vika en slugsaháttur er að bíta í rassinn á mér núna :(

Langar heim að sofa!

En er víst ekki í boði.

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Ljúft

Er svo ljúft þegar maður fattar loksins eitthvað!

Er svo fattlaust nefnilega ;)

Nei þegar maður er að læra og skilur ekki boffs... pælir og pælir (gafst ekki upp) og upp rennur ljósið. Var nefnilega um það bil að fara skrifa til hópsins míns að ég gæti þetta ekki og skildi ekki og hvort einhver væri búin að fatta þetta hjá þeim en þess í stað gat ég skrifað þeim að ég væri búin að fatta. Svona ef ske kynni að þau væru enn að berjast við sama dæmi.

geislarnir brutu sig í gegn

Haha

Var að komast að því að sá sem situr á móti mér er víst strákur en ekki stelpa eins og ég hélt.

Mér til varnar þá sá ég alltaf bara kollinn og einstak sinnum augu en samt ekki. Er nefnilega þil á milli okkar.

mánudagur, apríl 28, 2008

Reykingalykt

Búin að sitja niðri í skóla megnið af deginum og búin að vera finna reykingalykt. Hélt jafnvel að lyktin væri kannski af mér.... (nei reyki ekki) en fann ekki neitt á fötunum mínum. Hélt síðan lengi vel að ég væri bara klikk.

En neibbs - var að komast að því rétt í þessu að þetta er af fólkinu sem situr við hliðina á mér :(

Þarf greinilega að vanda valið á sætisfélögum næst - er vibbalykt nefnilega.

Skil

Var að skila ritgerðinni til kennarans - újee tveimur dögum fyrir skil. Og já ég hélt mínu skipulagi. Sagði víst í færslunni hér á undan að ég hefði verið búin að plana að klára á föstudaginn en samkvæmt dagbókinni minni hafði ég skrifað laugardaginn. Málið er að ég hafði fyrst ákveðið að klára á föstudeginum en hugsað að það væri aðeins of mikil bjartsýni og seinkaði því til laugardags.

Er mjög ánægð því held svei mér þá að sé í eitt af mjög mjög fáum skiptum sem skipulagið mitt stenst ;)

En þá er bara fara lesa undir próf sem er á föstudaginn - ætlaði mér reyndar að vinna í öðru í dag en þar sem hópurinn minn í verkefnastjórnun ætlum að hittast í kvöld til þess að læra þá breytti ég um áætlun.
###

Ég er farin að hallast að því að pabbi hafi farið til skottulæknis nú eða bara galdralæknis þegar hann fór í aðgerðina um daginn. Því ég er með einhvern leiðindarverk reyndar í handleggnum sem lýsir því þannig að ég get ekki lyft upp hendinni mikið og hvað þá sofið á vinstri hlið... með því að leggja þetta saman að pabbi hafi farið til einhvern galdralæknis er sú að verkurinn hafi farið frá pabba og til mín.... nú eða já þetta séu samúðarverkir bara í röngum helminig - vinstri í stað hægri ;)

laugardagur, apríl 26, 2008

Búin?

hmmmm...... lítur út fyrir að ég sé búin með ritgerðina.

Mætti að sjálfsögðu laga eitthvað fullt - en þurfti ekki að skera niður, ritgerð með forsíðu og öllu er 30 bls en annars er innihaldið á 26 bls.

Er líka búin þá með ritgerðina 4 dögum fyrir skil sem er mjög gott en 1 degi á eftir mínum áætlunum. Ætlaði að klára í gær.

jeii ég

Endnote

Er að nota endnote í fyrsta skipti í ritgerðaskrifum. En endnote er semsagt forrit sem heldur utan um heimildirnar hjá þér og setur upp heimildaskrána. Mjög þægilegt en verð reyndar aðeins að lagfæra sumt því mér finnst það ekki líta út eins og ég vil hafa það :) - en þá er reyndar spurning um að finna rétta kerfið.

Af ritgerðinni að frétta er að hún gengur og spurning hvort þetta verði í fyrsta skipti sem ég verð kannski að skera niður? hmm... ritgerð á að vera 25 - 30 bls, er komin með efni á 21 bls og enn eftir að skrifa 2 kafla.

Spennandi.

Enn sem komið er þá líst mér mjög vel á ritgerðina sem mér finnst ekki alveg nógu gott því þá eru vonbrigðin meiri ef ég fæ ekki gott fyrir hana :(

Vandlifað!

föstudagur, apríl 25, 2008

Áhyggjufullir lesendur?

Vegna fyrirspurna hjá lesendum um hvernig ég komst heim í gærkveldi þá hér með tilkynnist að ég þurfti ekki að labba :)

Strætó kom og flutti mig heim :)

Hinsvegar mér til mikillar óánægju þá er ég komin heim núna - planið var að vera aftur til hálf tólf niðri í skóla. En vegna þess að ég var alveg rosalega svöng þá flúði ég þaðan til þess að fá mér að borða.

Ritgerð gengur samt ágætlega - var þó búin að stefna að því að klára hana í dag en það verður ekki. Vona að það takist á morgun :)

Þannig að ég auglýsi eftir yfirlesara - er einhver sem býður sig fram í lestur?

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Jæja

Enn sit ég upp í skóla - er núna að bíða eftir strætó sem vonandi kemur eftir 20 mínutur. Það er að segja vona að hann sé ekki hættur að ganga ;)

En fyrir um 40 mínutum síðan var ég uppteking og á flugi og vildi ekki trufla mig og henda öllu niður í tösku til þess að ná strætó. Enda vitað mál að þegar ég kæmi heim að ekki held ég áfram.

En já - vonandi er seinasti vagninn ekki farin ;) því þá tekur við um klukkustunda langur gangur heim!

Ákvörðun

Nú þarf ég að taka ákvörðun um það hvort ég eigi að taka strætó eftir hálftíma eða hvort ég verði þá klukkutíma í viðbót - semsagt eftir 1,5 klst.

já #$%&% vagninn gengur á klukkutímafresti núna.

Já væri til í að halda áfram því mér miðar eitthvað þótt hægt sé en þar sem ég er ekki búin að borða neinn kvöldmat :( þá er 1,5 klst svoldið mikið.

Já væri sko lúxus ef einhver færði mér kvöldmat, mætti jafnvel vera félagsskapur á meðan. En það er víst ekki á allt kosið.

Er samt að hugsa að stinga þessu að mömmu þar sem hún fékk einu sinni sendan kvöldmat alltaf til sín þegar hún vann í Háskólabíó ;) - hún á ábyggilega eftir að dauðsjá eftir því að þetta leyndarmál komst út.

Gleðilegt sumar

Ég er alveg hryllilega vanaföst.

Er oft niðri í skóla í einu af lesherbergjunum, nema að sjálfsögðu vil ég alltaf sitja á sama stað. Sem að sjálfsögðu gengur heldur ekki alveg upp.

Þegar "minn" staður er upptekin þá hefst leitin að næst besta staðnum sem er við vegginn að sjálsögðu - þannig að ég eigi nú ekki hættu á að það sé setið beggja vegna við mig (ef það skildu vera það margir). Nú ef það reynist ekki hægt, þá vandast málið ansi mikið og allur lærdómurinn í upplausn.

Í dag fékk ég ekki minn stað - og er í þokkabót að prófa nýjan sem er við vegg en samt ekki alveg staðsetningin sem ég kýs útaf mörgum hlutum. En sýnist samt vera að reynast ágætlega.

En áfram að lærdómi þá vorum við systur alveg ágætlega duglegar í gærkvöldi - en hún bauð mér heim til þess að læra sem og við gerðum. Er samt kannski ansi hrædd um að ég hafi verið ansi lengi því ég fór ekki fyrr en um tvö leytið um nóttina. Það er bara ansi tímafrekt að föndra skipurit og annað.

En gleðilegt sumar!

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Einbeitning

Þegar einbeitningin er farin þá er nú alveg eins gott að halda heim á leið. Gagnast voða lítið að sitja hérna í skólanum áfram.

Merkilega nokk þá er ég búin að vera að vinna í ritgerðinni en samt hef ég ekkert komist áfram.

Var að leita og skoða hvað ég gæti bætt við, haldið að ég sé komin á slóðina en svo verður slóðin köld.

Afrakstur dagins: Núll + smá kredit fyrir tölvupóstinn sem ég sendi.

Vonandi verður morgundagurinn betri og skilvirkari. Komin með aðra strategiu til þess að komast áfram í þessari blessaðri ritgerð.

mánudagur, apríl 21, 2008

Uppgötvun

Gleymdi alveg að minnast á uppgötvun dagsins í gær sem mér finnst alveg frekar fyndin.

Enn einn makinn í hópnum er semsagt skyldur mér - að sögn heimildarmanns erum við fjórmenningar. En afi minn og amma hans voru systkinabörn.

Þetta kom allt í ljós þegar það uppgötvaðist að systir bróðir míns og þessi ný uppgötvaði frændi minn eru systkinabörn. Því ég vissi að ég er frænka systur bróður míns já og hann er frændi hennar líka (bróðir minn og hennar).

Flókið - jamm

###
Kynningin búin og tókst held ég alveg ágætlega - lagði mikið upp úr lookinu á power point showinu að þessu sinni. En yfirleitt hefur það bara verið einfalt, svartir stafir á hvítum bakgrunni, frekar boring þannig að fékk eitthvað dauðleið á því þegar ég var að setja kynninguna saman í gær og því skreytt með myndum. Fór kannski heldur yfir strikið því á seinustu glærunni sást glitta í mig ;) - en var vísun í einn kennara. Já eða átti að vera það :) spurning hvort samnemendum og kennarar hafi ég bara fundist ég óhemju hégómleg.

p.s. myndirnar komnar inn aftur síðan í gær og eru í lagi núna.

sunnudagur, apríl 20, 2008

Baka brauð

Myndarskapurinn í mér tekur engan enda og kem sjálfri mér sífellt á óvart.

Í morgun var vaknað til þess að baka brauð - speltbrauð. Ég held svei mér þá ef þetta sé ekki bara í fyrsta skipti sem ég baka :)


Tilefnið var allsherjarhittingur hjá okkur vinkonunum, með mökum og börnum. Sjö stelpur sem eru búnar að fjölga sér upp í 24 og bráðum 25. Var líka frumsýning á nýjasta meðlimi hópsins en hann höfðum við einungis séð á myndum.

Þannig að það má segja að hafi verið mikið fjör í dag og töluvert langt síðan við höfum allar verið saman á sama tíma þar sem ein er líka búsett í Danmörku. Af því tilefni var að sjálfsögðu tekin mynd af okkur, seinast þegar slíkt náðist var í brúðkaupi Bellu og Óskars 2002.

Einnig er þetta ábyggilega í fyrsta skipti sem öll börnin hittast en þau náðu ágætlega saman í heita pottinum.

Veisluafgangar voru nógir og hefðu vel dugað í aðra veislu.

Stelpur - er búin að setja myndir inn á myndaalbúmið mitt en þar sennilegast að upploda myndirnar aftur inn niðri í skóla þar sem mikið rugl er á myndunum.

p.s. Takk fyrir öll kommentin á færsluna fyrir neðan - þið sem hafið ekki enn kommentað endilega bætið við :)

föstudagur, apríl 18, 2008

Átak

Mig langar að setja af stað smá átak.

Átakið felst í því að þú kvittar fyrir eða skrifar komment á þessa færslu :)

Ekki svo erfitt og gæti verið stórskemmtilegt. Að minnsta kosti fyrir mig.

Þannig að þú skilur eftir komment - núna :)

Takk kærlega fyrir.

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Hagfræðingar

Hagfræðingar hræða mig!

Svei mér þá.

Á mánudaginn er ég með kynningu á ritgerðinni minni og þar verða 2 hagfræðingar viðstaddir og það hræðir mig þvílíkt.

Þeir gætu farið að spurja um eitthvað eins og market failure, optimal outcome, marginal eitthvað og svo framvegis. En kemur svo sem minni ritgerð voða lítið við. Þó verð ég að koma inn á environmental, social og economic factors....

En var þó að tala við einn hagfræðing og hann var alveg ágætur :) , ágætis tal og fór inn á réttu braut aftur eftir að hafa farið út af slóðinni.

En annars gengur ekkert að lesa þessar greinar....djös..

Svikið loforð

Ég var búin að lofa sjálfri mér að gera þetta aldrei en ég bara varð.

Háma

Ég borða regulega á kaffistofunni sem ber þetta hræðilega nafn Háma. Nýti mér það að fá mér heitan hádegismat svona ef ég er á svæðinu í hádeginu.

En þegar ég snæði þá sit ég oftast við barinn - ábyggilega eitt af fáum skiptum sem þið finnið mig á barnum ;) - en það er yfirleitt þéttsetið á hádegistíma og því stundum eini staðurinn laus er við barinn.

###
Merkilegt - ég get alveg gleymt mér og "dundað" mér í uppsetningu á ritgerð, gert hluti fram og tilbaka án þess að verða sérstaklega óþolinmóð eða að ég nenni þessu ekki.

Vildi að það sama ætti við blessuðu skrifin á þessum ritgerðum líka - en þyrfti einmitt að byrja á einni slíkri núna. Það er að segja skrifa en ekki setja upp.

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Grínast

Ertu ekki að grínast í mér!

Eftir að hafa eytt öllum laugardeginum, mánudagskvöldinu, deginum í gær og svo í dag að gera ritgerð/skýrslu með hópnum mínum.

Eytt svo deginum í dag (eftir hádegi) að setja skýrsluna upp og svo þegar....

wait for it...

wait for it..

svo þegar ég ætlaði að senda þessa blessuð skýrslu til hinna hópfélagana þá bara dettur internetið út hérna heima hjá mér og segir mér að ég hafi ekki leyfi til þess að fara á netið. Eyddi því hálftíma í það að komast aftur á netið - án þess að hringja í internet veitandan.

Svo loksins gat ég sent þessa blessaða skýrslu.... phew...

Þá er bara ein RISA ritgerð eftir, önnur minni ritgerð eftir og 2-3 próf.

mánudagur, apríl 14, 2008

107

Já já - við erum að tala um að bókin sem er verið að prenta út og var áðan i 15.kafla þá er komið upp í kafla 107 núna.

Rugl

og ég er að verða pirruð... rétt hoppaði í tölvustofuna til þess að prenta út og er að hangsa því ég er að bíða eftir að geta prenta eitthvað af þessum greinum út....


urrr....

Greinar

Það sem getur farið mikil tími í að leita að greinum.

En aldrei þessu vant þá fann ég bara töluvert og þá er að vona að þær nýtist mér líka.

Er því í þennan mund að fara farga meira úr þessum regnskógum en bara það er einhver hér sem er að prenta út heila bók.

Ekki skemmtilegt að bíða eftir því.... eru líka nefnilega margir aðrir að bíða líka. Hún var komin upp í 15.kafla.....argggg...

föstudagur, apríl 11, 2008

Mastersverkefnið mitt

Er komið á skrið....

eða allavega á því formi að ég er komin með leiðbeinanda :) og meiri hugmynd um hvað ég ætla að gera. Þarf að sjálfsögðu að forma betur, leita heimilda og festa niður hvað ég ætla að gera nákvæmlega.

En þetta er allt í áttina. Er orðin mjög spennt fyrir verkefninu mínu.

leiðbeinandi minn er sá sami og var með bs verkefnið mitt og er því ljóst að ég mun útskrifast frá raunvísindadeild eða sem heitir nú líf og umhverfissvið. En svo getur farið að verkefnið muni líka fara smá yfir í stjórnmálafræðina.

Verst þykir mér að geta ekki sokkið mér niður í þetta núna þar sem önnur verkefni bíða mín....

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Amma mín

Móðuramma mín var jarðsett í dag.

Ég held ég hafi ekki sömu minningarnar um ömmu eins og margt af hinum barnabörnunum enda sá ég hana ekki það oft. Minnsta kosti ekki í barnæsku þar sem ég bjó ekki í Reykjavík.

Margar af hefðunum er frá henni komið - jólaboðið og páskaboðið en hin síðari ár hafa þau farið fram hjá systrunum. Á þessum dögum þá var hún með margréttað og ekki slæmt fyrir matvanda eins og mig ;)

Eitt af því sem amma sagði margsinnis við mig var að ég hafði nógan tíma og þá var iðulega verið að meina í þá átt að eignast mann og börn. Sem er reyndar mjög gott því hefði kannski annað kostað þrætur ;) en ég hef sjálfsagt samt ekki metið það að hún hafi sagt þetta við mig sem ég geri. Undanfarið hef ég heyrt um eldra fólki sem var með þrýsting nú eða áhyggjur af því að barnabörnin sín mundi ekki ganga út. En ef hún amma hefur haft það þá fann maður ekki fyrir því heldur var hún stolt af því sem ég var að gera.

Einnig var hún ábyggilega einn dyggasti lesandi bloggsins míns þegar ég fór í ferðina mína 2006 og kunni ábyggilega sumar færslur utan af. En mamma sá til þess að hún fengi færslurnar mínar útprentaðar.

Hún sendi dætrum sínum og fjölskyldu falleg skilaboð í dag.

mánudagur, apríl 07, 2008

Kynningar

Er búin að vera nánast í allan dag í tíma í ákveðnu fagi í viðskiptafræðinni þar sem nemendur voru að kynna verkefnin sín meðal annars minn hópur.

En verð að segja frá einum mjög svo skemmtilegum ummælum sem kom frá einum nemenda í jakkafötunum sínum.

Bestu ummælin:
Það var mjög skemmtilegt að kynnast þessum heimi, þetta voru allt verkfræðingar að störfum í lopapeysum en samt þrælklárir!

Jáhá - mikið er gott að ég eigi þá kannski smá framtíð fyrir mér og ekki alvitlaus þrátt fyrir að ganga ekki dragt alla daga.

Inngangur

Þá held ég að það sé mér alveg ljóst að það sem ég þoli verst að skrifa í ritgerðum og öðrum verkefnum er inngangurinn. Yfirleitt (held ég) veikasti punkturinn hjá mér og veit aldrei hvað ég eigi að skrifa og hvernig. Jú jú síðustu setningarnar í inngangi er svo sem vitað en restin.... ojbara.

sunnudagur, apríl 06, 2008

Vatnsmýri

Er að gera hópverkefni um Vatnsmýrina.

Nema hvað fyrir ekki svo löngu síðan var ég með mjög sterka skoðun á Vatnsmýrinni(flugvellinum) - eða fyrir nokkrum árum.

Staðan hefur breyst og ég veit í raun ekkert hvað mér finnst um það í dag. Sé þarna mjög verðmætt land sem væri hægt að nýta á margan og skemmtilegan hátt (ef vel tekst til), en einnig finnst mér að innanlands flugvöllur verði að vera í Reykjavík en spurning þá hvar og hvort Vatnsmýrin sé rétti staðurinn. Síðan er það mýrin sjálf... held sé ekki raunhæft að reyna að breyta landinu til fyrra horfs.

Eitt það óskemmtilega við þetta verkefni er að ég er alltaf að týnast í því ásamt hópfélögunum. Þegar við höldum að við erum á réttri leið og með allt á hreinu þá týnumst við og förum að efast. Sem er ekki alveg nógu gott því við týnumst alveg reglulega og meira segja svoldið oft.

En jæja lítið við því að gera en að halda áfram og reyna að finna rétta staðinn aftur og aftur.

###

Er algjörlega búin að tapa mér í hangman. Má ekki við slíkum truflunum enda komnir alltof margir rugl leikir sem ég "gleymi" mér í - sérstaklega þegar ég á að vera á fullu í lærdómi.

En hangman þar sem maður á að giska á löndin er sérstaklega skemmtilegur og A klikkar ekki þar (sjaldnast).

og já er búin að setja inn myndir frá fermingunni hans Kristjóns fyrir þá sem hafa áhuga!