BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, maí 29, 2008

Jarðskjálfti

Jáhá - það var rosalegt að upplifa jarðskjálftan í dag. Var stödd í Öskju - náttúrufræðihúsinu á málþingi.

Fannst jarðskjálftinn taka alveg rosalega langan tíma - sumir urðu nokkuð skelkaðir og hlutu framm en flestir sátu kjurrir í sætunum sínum. Fundarstjóri bætti við að ef annar skjálfti kæmi þá væri betra fyrir fólk að halda kjurru fyrir heldur en hlaupa framm þar sem er allt í gleri.

En allavega málþingið var um friðlýst svæði og stjórnun þeirra og minnti náttúran allhressilega á sig.

Kona

Það er víst ég - kona.

Voru nefnilega tvær stelpur samferða mér í gær og önnur þeirra sagði í síma að þær hefðu fengið far með konu!

*hrollur*


Er sko engin kona........

Afneitun?

Gæti verið

###

Komu gestir frá Nýja Sjálandi um daginn og ég vildi sko ekki að kallinn hætti að tala. Svo flottur hreimur, konan hans var ekki með eins áberandi hreim. En úff... vildi ekkert að hann færi.

Þetta ýtti svo undir ferðalöngunina - mig langaði svo aftur til Nýja Sjálands og Ástralíu - alveg rosalega mikið.

En svo gerðist spennandi hlutir í gær og komst endanlega á hreint í dag þannig að það er aðeins búið að ýtast til hliðar (ekki mikið samt).

En er komin með semi "framtíðar" vinnu - byrja í júlí og verð eitthvað fram á haust og jafnvel lengur. Tekur tillit til þess að ég sé í námi og geti klárað það.

þriðjudagur, maí 27, 2008

Tvær nætur

Jeii - ég næ tveimur nóttum heima hjá mér áður en ég fer aftur úr bænum.

Næs

sunnudagur, maí 25, 2008

Eurovision

Jú jú - bara Eurovision partý í gær. Grillmatur og alles - mér til mikilla gleði að þurfa ekki að borða afganga ;)

En gáfum víst keppendum stig í gær - og Rússar voru í einu af neðstu sætunum hjá okkur, einnig reyndum við að spá fyrir í hvaða sæti Íslendingar mundu lenda.

Ég hafði það - mín spá komst næst en ég giskaði á 16. sæti.

###

Snæfellsnesið fagurt eins og endranær. Hrossagaukurinn alveg að heilla túristana.

Tjaldurinn svoldið vitlaus greyið - eða hann bara vissi ekki betur. Nefnilega verpti í hraunkassann hjá okkur - þar sem fólk getur prufað að ganga á skinnskóm á. Þess fyrir utan hefði hann ekkert geta legið á eggjunum miða við staðsetningu þar sem fuglar fælast við fólk.

Greyið tjaldurinn.

fimmtudagur, maí 22, 2008

Hér er ég...

Já já - er hér enn - á blogginu en búin að færa mig um set.

Það er að segja komin vestur að vinna.

Margt búið að gerast, barn fætt, systir að fara að útskrifast og það á sama degi og ég :) útskrifaðist á "sínum" tíma hahaha fyrir frekar mörgum árum.

Finnst ég alveg stundum ferlega dugleg því ég hef verið að læra á kvöldin eftir vinnu og það er bara ekki svo auðvelt - en þyrfti að vera duglegri ef ég ætla að ná þessu fyrir skil.

Farin að hlakka heil ósköp til þess að fá frí - en það verður víst ekki fyrr en í júlí.

Jú jú fer í frí úr vinnunni um mánaðarmótin en þá til þess eins að fara á eitt námskeið í skólanum. Rétt kem í bæinn til þess að fara austur..

Stuð

miðvikudagur, maí 14, 2008

Einarður námsmaður

Já í stað þess að vera í partý með samnemendum mínum þá er ég heima að læra.

Borgar fyrir að hafa "skrópað" í lærdóminn í dag - þyrfti að vísu að komast í það að prenta út.

En þess utan þá þarf líka að pakka niður og fara sofa á skikkalegum tíma þar sem það er vinna í fyrramáli.

Hjólið

Neibb ekki enn búin að kaupa hjólið enda er það enn í vinnslu í nefndinni. En hér er mynd af hjólinu sem ég er að hugsa um:

Hvernig líst þér á?

Síðustu metranir

Síðustu metranir í skólanum eru oft erfiðir. Á eftir eina ritgerð - langa ritgerð.

Í stað þess að vera niðri í skóla að læra fannst mér miklu þarfara verk að þrífa gluggana að utan. Sérstaklega í ljósi þess að ég er að fara vestur á morgun og mun ekki njóta nýþveginna glugga.

Já svona er maður sniðugur.

Annars er uppskeran fram að þessu góð, tvær einkunnir komnar í hús.

###

Verð aðeins að minnast á hjólaleiðangur gærdagsins en semsagt í gær þá fór pabbi með mér. Finnst alltaf frekar fyndið að fara með honum því iðulega gerist það að sölumennirnir tala ávallt til hans þrátt fyrir að ég sé kannski aðilinn sem ætla að kaupa. Sérstaklega er mér skemmt yfir setningu gærdagsins: Spurningin er hvort henni líkar það - já ekki tala beint til mín og segja spurning er hvort þér líkar það.

hahaha - fannst þetta frekar fyndið!

þriðjudagur, maí 13, 2008

Hjól

Lagði af stað í morgun með það fyrir augum að kaupa hjól. Var búin að kynna mér smá málin á heimasíðum fyrirtækja sem selja hjól.

Eftir fyrstu heimsóknina hrundu allar mínar fyrirætlanir - minnsta kosti um það að kaupa mér hjól í ódýrari kantinum. Var nefnilega seld hugmyndin af góðu hjóli og þægilegu. Hjóli þar sem ég get sitið upprétt en að sjálfsögðu er það dýrara.

Málið er því komið í nefnd - reiðhjólanefndina. Í nefndinni er ég og mín fjármál.

Vinna í nefndinni er áætluð 4-6 vikur.

mánudagur, maí 12, 2008

Langar

Langar að gera svo heilmikið.

Mest snýst þetta þó um ferðalög - ferðabakterían á fullu og verður ekki svalað í bráð :( en er að reyna gera plön og forgangsraða. Get ekki farið allt og verið allsstaðar. Minnsta kosti ekki í einu og þarf því að velja hvað ég geri fyrst og svo hvenær.

já og Bella - fer ábyggilega einhvern tíman aftur til Ástralíu og get þá keypt áströlsk hljóðfæri fyrir þig :) - langarð heilmikið í didgerido þegar ég var þar en bara of stórt fyrir bakpokann ;) - þess utan að ég get ómöglega blásið í það. En yrði nokkuð flott stofustáss.
###
Mígreni er ein versta tímasóun sem ég veit um!

fimmtudagur, maí 08, 2008

Bækur

Ég fattaði í gær einn ókost við að fara ekki til Ástralíu og varð næstum því eyðilögð.

Ég hafði nefnilega hugsað mér það að ef ég færi þangað þá yrði eitt það fyrsta sem ég mundi gera var að fara út í bókabúð og kaupa mér bækur eftir Judy Nunn.

En nei það verður víst ekki :(

miðvikudagur, maí 07, 2008

Lúser

Lít greinilega út fyrir að vera sárþjáð þegar ég hugsa. Yfirsetukonan kom nefnilega til mín og spurði mig hvort ekki væri allt í lagi :)

Ég var bara að hugsa!

En annars er það slæmt að sitja kúrs heila önn og vita svo ekki kosti og galla þess sem maður var að læra.

En gat klórað mig fram úr því.

þriðjudagur, maí 06, 2008

Ákvörðun

Jæja niðurstaða fengin og ákvörðun tekin.

Ákvörðunin byggist á "faglegum" nótum og eftir að búin að fá þær forsendur sem ég þurfti til þess að taka ákvörðunina.

Á endanum var ég sannfærð en sannfærði ekki.

Ákvörðunin er semsagt sú: Ég fer ekki til Ástralíu.

Svekkt - pínku

En sátt.

Svefn

Stundum þarf maður bara að sofa á hlutunum.

Virðist allt miklu skýrara í dag heldur en í gær.

Spurningin í dag er svo hvort ég geti sannfært réttu aðilana um réttu ákvörðunina ;)

En já svo þarf víst líka að lesa undir próf sem er á morgun!

mánudagur, maí 05, 2008

Einbeitningarleysi

Einbeitningarleysi hrjáir mig þessa stundina (mundi nota einbeitningarleysi dauðans ef ég notaði það orðalag en þar sem ég geri það ekki þá mun ég ekki nota það).

Nema það er ekki gott svona 2 dögum fyrir próf.

Þessu einbeitningarleysi kenni ég tölvupóstinum um sem ég fékk í morgun og líka þessum þvílíkum aumingjaskap að geta ekki bara hrist það af mér og lesið undir próf.

En vegna tölvupóstinns verður "neyðarfundur" á eftir þar sem farið verður yfir málin og reynt að komast að niðurstöðu.

Hvað ég eigi að gera í þessari stöðu!

Já já

laugardagur, maí 03, 2008

út að borða

Í gær var farið í langferð, tilgangur þess var að fara út að borða.

Tilefni - svo sem ekkert sérstakt, nema fagna okkur sem er að sjálfsögðu frábært tilefni!

Vegna lítils úrvals af veitingastöðum í höfuðborginni var ákveðið að fara "út á land" nema seinast þegar farið var út að borða var akkúrat líka farið úr höfuðborginni.

Já við styðjum landsbyggðina og olíufélögin.

###

Vegna fríkvöldsins í gær og seint að sofa var ákveðið að sofa út í morgun.

Vaknaði klukkan 7.00 í morgun

En eftir að hafa lesið 24 stundir, horft á smá barnaefni þá tókst að sofna aftur.

Er svo búin að eiga "frídag" í dag - það er að segja, ekkert lært en þess í stað þrifið og þvegið - komin á 3 þvottavélina!

Já námsmannalífið er ljúft!

fimmtudagur, maí 01, 2008

Þreytt

Er eitthvað voða þreytt núna!

Sem er ekki nógu gott því enn eru eftir um 2 vikur - strangt tiltekið bara vika en slugsaháttur er að bíta í rassinn á mér núna :(

Langar heim að sofa!

En er víst ekki í boði.