BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Ha ha

Í fréttum áðan kom fram að seinni tónleikar Pink mundu falla niður þar sem þeir skerast á við 50 cents þann 11. ágúst... voðalega eru tónleikahaldarar seinir að fatta. Svo er líka búið að færa tónleika 50 cents úr Egilshöll í Laugardalshöllina..... kemur ekkert á óvart segi ég bara!

Vinnan hjá símanum byrjar 9. ágúst og fyrsta  kvöldið mitt átti að vera 10. ágúst... er mikið að spá í að breyta. Byrjar ekkert sérstaklega vel hjá mér þá.... hmm..... veit ekki hvað skal gera!

tónleikar eða vinna

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Betri dagur

Jæja aðeins betri dagur í dag! Er líka að fara í ferðalag um helgina, fer um hádegi á morgun og kem sennilegast tilbaka á mánudaginn. Er farin að hlakka til og komin fiðringur í magann og allt.

Er að fara á stað sem mig hefur núna í dáldið tíma langað að fara aftur á en ekki komist og svo skoðað vonandi nýjan sem ég hef ekki séð áður.

Á leið í fríið....

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Pirringur
 
Er pirruð og svaf ekki vel í nótt. Bakstungur fara greinilega ekki vel í mann!
 
Er enn sár og veit ekki hversu mikið ég ætti að segja hér, langar að segja helling en held það sé ekki ráðlegt. Mest pirrandi er að aðilinn sem á hlut í máli skilur ekki afstöðu mína og ég er ekki sátt við gjörðir þessa aðila sem að mér finnst hefur áhrif á síðan aðra vini. Hef ekki í mér að faca þau alveg strax enda ég líka niðurdregin og erfitt fyrir mig að fela það og vil ekki að það hafi áhrif á þau. Sumum gæti fundist þetta hið mesta kjaftæði en fyrir mér er það ekki, má vera að ég sé að gera úlfalda úr mýflugu en finnst það ekki.
 
Merkilegt þegar ég verð reið, sár eða annað við suma vini þá þurfa þeir alltaf að gera lítið úr því, ég sé að gera eitthvað mikið úr einhverju sem er engu. En þetta eru mínar tilfinningar og þær eru mikilvægar. Oft á tíðum langar mig til þess að láta eitthvað stórt og ljótt flakka en tel mig nú yfirleitt geta haldið mörgum hlutunum inni svo ég sjái ekki eftir þeim þótt vissulega geti ég orðið orðljót.
 
Spurning um hvort ég þurfi ekki að fara að líta í eigin barm og athuga hvort það sé ekki eitthvað hjá mér þar sem mér finnst sumir sífellt vera að traðka á mér.
 
Þurfti að koma þessu frá mér og hér er það komið. Er eflaust óskiljanlegt og mér er líka alveg sama, sumir sem gætu skilið þetta og aðrir ekki.
 
:(

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Hnífur í bakið
 
Finnst ég hafa fengið hníf í bakið! Er brjáluð og sár!

laugardagur, júlí 17, 2004

Grill
 
Grillpartýið í vinnunni var bara brill.
 
Þetta var mjög svo alþjóðlegt, fyrir utan Íslendingana þá voru þarna 2 danir, frakkar, þjóðverjar, Hollendingar, frá Kanada, Austurríki og Breti.... hef á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverjum. Allavega við sátum úti á farfuglaheimilinu til klukkan tvö og það var svo gott veður, en um tvö leytið ákvað næturvörðurinn að reka okkur inn því gestirnir þyrftu að sofa... vona að komi ekki mjög miklar kvartanir um hávaða.
 
Var mjög merkilegt kvöld því bretinn var mjög sætur strákur og skemmtilegur... ekki oft sem maður hittir sætan Breta ;-)  og svo var hann líka landfræðingur!Danirnir voru þrælskemmtilegir líka og frakkinn spilaði á gítar og söng einhverja franska slagara.
 
Við heldum síðan niður í bæ á prikið og 22 og dönsuðum..... og ég var ekki komin heim fyrr en um sex leytið í morgun eftir að hafa skutlað nokkrum heim og aftur á farfuglaheimilið.
 
Þetta var snilld!
 
:-)

föstudagur, júlí 16, 2004

Föstudagsfiðringur
 
Grill í kvöld í vinnunni... erum að plana að gera eitthvað eftir á.
 
Tvær einkennisklæddar löggur hérna fyrir utan :) flugrútan lenti í smá árekstri þegar hún var að fara héðan. Bíll sem keyrði inn í hliðina.
 
Hef ekkert fengið að sjá handboltaliðið hlaupa hérna framhjá aftur.
 
Langar út í góða veðrið!
 
Nei sko löggan notar bara pick nick borðið úti til að tala saman.... líka svo gott veður.
 
ef ég hætti að blaðra hér og held áfram að vinna þá kemst ég út fyrr... hey sæt lögga.... ungar löggur sýnist mér!
 
Linda blaðrari

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Pirr

10, 9, 8, 7..... er pirruð... óskemmtilegt símtal áðan... gæti urrað!

Eftir að hafa hangið ótemmilega mikið á hlemmi í gær eftir vinnu þar sem ég held því fram að ég var að félagsskapur fyrir systur mína þá drullaðist ég í 11/11 til þess að kaupa eitthvað að borða og halda heim.
Það er skemmst frá því að segja að eftir því sem lengra leið á strætóferðina þá var ég orðinn þess fullviss að ég mundi æla... var farin að líða verr og verr.
Kom heim og henti mér upp í rúm - gerði einhverja tilraun til þess að kasta upp en hafði sennilegast ekkert efni í það. Spennandi saga!

Restin af kvöldinu lá ég síðan upp í rúmi með hausverkinn minn sem ég vaknaði svo með í morgun en er sem betur fer farinn núna.

Í dag ætla ég að njóta dagsins og kvöldsins betur.

Linda öll að hressast!

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Hausverkur

Er komin með hausverk..... er ekki sátt!

Linda hausverkur

Minningar

Lög tengjast alveg ótrúlega mikið minningum hjá mér, var að hlusta á 4 none blondes og lagið sem var verið að spila var mjög mikið spilað sumarið ´93 og í minningunni er þetta bara einna skemmtilegasta sumar.

Það eru oft á tíðum annað hvort tímabil eða sumur sem ég get tengt við hin og þessi lög. Sem betur fer er þetta oftast skemmtilegar minningar og leiðinlegar minningar ekki tengdar lögum heldur einhverju allt öðru ;-)

syngja svo...

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Blogg til þess að blogga

Veit eiginlega ekki um hvað ég á að blogga núna!

Fór í útileigu um helgina, fékk að skjálfa ofan í svefnpoka eina nótt, reyndar skalf ekki það mikið en tókst ekki að vera hlýtt fyrr en undir morgun.

Fengum fregnir um fjölgun í stórfjölskyldunni :-) ein af systrum mömmu að vera amma!

Farin að hlakka alveg afskaplega til að fara í sumarbústað í viku í september. Dreymir um dýrðardaga. Verð reyndar að banna heimsóknir til mín þar sem þetta á að vera vinna fyrir mig en hugsa að ég reyni nú kannski að fá fólk nokkur kvöld í heimsókn í mat og jafnvel pottaferð!

Linda svanga

föstudagur, júlí 09, 2004

Ótrúlegt

Sólin lét sjá sig og bókanir líka!

Búið að vera rólegt undanfarna daga og svo í dag þá náttlega kom meira inn en undanfarna daga! Er þetta ekki alveg týpískt.

Fer í bíó í kvöld á spiderman jeeeiii :-)

Svo er verið að athuga með fjölskylduútileigu um helgina. Það er að segja mamma og systur hennar fara í útileigu og við frænkurnar þrjár erum að skoða málið og fara jafnvel bara á morgun. Ég kemst minnsta kosti ekki fyrr því ég þarf að kíkja í vinnuna á morgun.

Merkilegt hvað getur samt orðið kalt inni þrátt fyrir sólina úti.

sól sól skín á mig...

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Próflaus bílstjóri

Þá er það loksins komið í fréttum um bílstjórann sem lenti í árekstrinum á mánudgainn og bendi ég á færslu hér að neðan frá mánudeginum. Í fréttum stöðvar 2 í kvöld kom um þennan bílstjóra sem lenti í árekstri og ég var farþegi í vagninum í nota bene seinni árekstrinum. Þetta var annar árekstur hans um morguninn og klukkan einungis um níu.
Ég frétti um þetta á mánudeginum og svo á þriðjudeginum að hann hefði verið próflaus en kunni ekki við að setja þetta hér inn fyrr en nú þar sem þetta er búið að koma fram í fréttum!

Alveg ótrúlegt!

Linda í aksjóninu

Jákvæðis blogg fyrir Skottu

Var einn vinnufélagi sem var að kvarta yfir því að bloggið mitt væri búið að vera svo neikvætt!

Bara benda á að fyrir tveimur póstum síðan sagði ég mjög góðar fréttir frá vinkonu minni! :-)

*Allavega það sem er jákvætt í dag er að ég hitti vinkonur mínar í kvöld... alltaf jákvætt að hitta þær!
*Var á vakt á Placebo í gær með ágætisfólki og hitti stelpu sem var með mér í og vorum við töluvert saman og hún sagði mér stórmerkilegar fréttir og óska ég henni innilega til hamingju með allt saman :-)

*Svaf ekki í allt gærkveldi!

*Mun hitta tvo góða vini annað kvöld í ísferð og hugsanlega vonandi í bíó!

Ansans klikkaði á að skrifa að Árni átti afmæli 6. júlí og óska ég honum hins besta.

Nóg af jákvæðni í dag!

Linda með jákvæðis blogg

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Hress

Ég er með aldeilis hress þessa dagana eða þannig!

Eftir vinnu á mánudag og í gær þá hélt ég heim, fékk mér að borða og svo hef ég ætlað mér að horfa á sjónvarpið en hef sofnað við það bæði kvöldin og það um átta leytið eða fyrir átta. Sef svo af mér megnið af kvöldinu, vakna um ellefu og horfi á sjónvarpið smá áður en ég fer aftur að sofa. Þvílíkt fjör.

Í kvöld er það hinsvegar vakt á Placebo, saumaklúbbur á morgun og föstudaginn sennilegast ísferð! Enginn svefn þau kvöld!

sofa og sofa enn meira

mánudagur, júlí 05, 2004

Metallicku Tónleikarnir

Ég hef reyndar mest lítið að segja um þessa tónleika. Þetta gekk mun betur fyrir sig en ég bjóst við. Hélt að það mundi einhvern veginn allt fara í klúður þar sem við vorum á nýjum stað.

Þeir spiluðu líka lengur en upphaflega var gert ráð fyrir tónleikagestum ábyggilega til mikillar ánægju en ekki laust við að ég var farin að líta á klukkuna ansi oft enda orðin langur dagur og maður orðin þreyttur og svangur!

Fer að verða svoldið varhugavert því maður var alltaf að segja við tónleikagesti sem komu til manns nánast örmagna að verða að passa sig að drekka nóg vatn því mest af þessu öllu saman var bara vatnsskortur vegna hita og þrengsla. Síðan áttaði ég mig á því fyrr um kvöldið að ég sjálf hafði ekki fengið mér neitt að drekka í dágóðan tíma. Má ekki gleyma sjálfum sér!

Var komin heim mjög seint af tónleikunum í gær eða ekki um hálf tvö leytið... og ákvað að taka strætó í seinna lagi. Nema hvað haldið þið ekki að fimman hafi bara "lent" í árekstri á Gullteignum. Það þurfti ekkert nema lagni til þess að það hafi tekist hjá þessum bilstjóra.
Get ekki annað sagt en þetta hafi verið stórfurðulegt, hélt á timabili að hann hafi gert þetta viljandi svo hann þyrfti A) ekki að fara hringinn eða fara heim b) væri undir áhrifum áfengis eða lyfja.

Málið er að strætóbilstjórinn keyrði inn Gullteiginn og keyrir frekar hægt síðan einhverja hluta vegna fer hann á öfugan vegarhelming og það er bíl á móti sem keyrir framhjá honum sem sagt á öfugum vegarhelmingi og gaurinn er á mjög hægum gangi nema svo keyrir hann á kyrrstæðan bíl á öfugum vegarhelming sem var í stæði!

Það þarf bara lagni til að gera þetta! Ég er ekki enn að skilja þetta!

Linda sem skilur ekki altt

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Spennandi fréttir

Fékk stórskemmtilegt símtal áðan með spennandi fréttum. Fréttir sem maður bjóst ekki við að heyra nærri því strax.

Guðmunda og Stebbi eru orðnir foreldrar :-) til hamingju með það! Þau eru semsagt að fara að ættleiða lítinn strák frá Kolumbíu sem er níu mánaða gamall.
Alveg meiriháttar fréttir, þau voru nýbúin að segja mér að þetta gæti orðið fyrr en ráð var gert fyrir. Upphaflega átti það að vera fyrsta lagi um áramótin, svo fengu þau vitneskju um það að þetta gæti bara orðið í haust. Nema nú seinustu fréttir eru að þau væntanlega geta farið út að ná í litla kútinn í ágúst!

Úfff ég er bara spennt og rosalega ánægð fyrir þeirra hönd.

Til hamingju til hamingju...

Hjóla

Fór út að hjóla í "hádeginu" með Steffi sem reyndar skokkaði, mjög fínt að hafa hjólaleigu hérna fyrir utan :-)

Hugsa að ég fari bara oftar út með Steffi þegar hún er að skokka og hjóli með!

Fjóla amma á afmæli í dag!

Merkilegt hvað ég stundum get velt mér upp úr peningaáhyggjum sem síðan kemur í ljós að ég þarf ekki að hafa þessar rosalegu áhyggjur sem ég hafði. Virðist alltaf reddast einhvern veginn.... er samt orðin betri en ég var!

Er svöng veit ekki hvað ég á að fá mér að borða! Langar í eitthvað gott!

Linda svanga