BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, febrúar 29, 2008

áframhaldandi sjónvarpsdrama

Sitja ekki allir með öndina í hálsinum og bíða sjónvarpsfregna :)

Í gær hafði ég plan - planið var að horfa á desperate housewives - eða sem mest af því. Þannig að þegar ég kom heim úr vinnu kveikti ég ekki á sjónvarpinu heldur fann mér eitthvað annað að gera - já nei það var ekki að læra ;)

En rétt áður en þátturinn byrjaði var kveikt á þessum imbakassa, ég náði að horfa á þáttinn og vel það. Horfði meira segja á Önnu Phil þannig að dönskukennsla kvöldsins var engin að þessu sinni.

Rétt um eitt ofbauð mér svo sjónvarpsglápið að ég slökkti og fór að sofa þannig að sjónvarpstækið hafði ábyggilega eitthvað frétt að því að ég ætlaði að láta það gossa og ákvað að hegða sér, en það er hinsvegar ekki það sama upp á teningnum í dag - allt bara svart!

En já vantar enn þann sterka og bíl til þess að koma sjónvarpinu í burtu - ekki stendur á boðum um sjónvarpstæki :) sem ég þakka kærlega fyrir. Spurning um að þau fari í prufu hahaha

En já þessi færsla var aðallega til þess að blogga á þessum degi :)

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Svart sjónvarp

Kosturinn við að hafa svart sjónvarp - það er að segja ekki hægt að horfa á skjáinn heldur bara hlusta er sá:

Fer snemma að sofa - en snemma sofa þýðir ekki endilega betri og meiri gæðarsvefn, því oft undanfarið hef ég bæði vaknað oft upp á nóttunni og dreymt alveg hrikalega mikið. Í nótt vaknaði ég síðan klukkan 4 og gat ekki sofnað aftur!

Get lært eða æft mig í dönskunni, með því að hlusta bara á sjónvarpið og sjá engan texta kemst ég að því hvað ég í raun og veru skil mikið í dönskunni þegar danskir þættir eru í sjónvarpinu. Þetta ætti að geta gengið líka með hin tungumálin.

Gæti nýtt mögulegan sjónvarpstíma í eitthvað annað en þar sem ég er yfirleitt þreytt þegar sjónvarpstíminn minn er þá fer ég bara snemma að sofa....

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Gefst upp

Já nú er ég endanlega búin að gefast upp á sjónvarpstækinu, hundpirruð á að hlusta bara á það - vil sjá einhverja mynd líka ;)

Sjónvarpstækið er minn félagsskapur hérna heima hjá mér og sérstaklega þó matarpartner, mundi ábyggilega veslast upp ef ég þyrfti að borða alveg alein það er að segja án sjónvarpsins.

Myndin hefur haldist svona um hálftíma kannski minna og stundum aðeins meira þegar ég er nýbúin að kveikja á því og svo kemur bara svartur skjár.

Þannig að nú auglýsi ég eftir einhverjum sterkum og sem er á bíl sem getur tekið sjónvarpstækið og farið með það í Sorpu fyrir mig!

Einnig hef ég verið að hugsa hvort væri möguleiki á að einhver ætti aukatæki sem væri ekki í notkun og tímdi að lána mér það fram í júní :)

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Í gær

Í gær gekk ég út á flugvöll, var að hugsa um að skella mér eitthvert en hefði bara getað endað úti á landi, í Færeyjum eða jafnvel Grænlandi.

Of kalt

Þess í stað tók ég bara bílinn af bróður mínum. En mér greinilega hefndist fyrir það því bílinn varð stopp í Garðabæ.

Seinna fékk ég far, endaði heima en ekki á Neskaupsstað!

sem var mjög gott :)

Táknmálstúlkur

Í 100 manna faginu sem ég er í (kúrsi) þá er táknmálstúlkur þar til þess að þýða fyrir einn nemandann. Í fyrsta tímanum voru þær tvær svo hefur verið bara einn táknmálstúlkur þangað til í gær þegar þær voru aftur orðna tvær.

Allavega hef ég afskaplega gaman af að fylgjast með - passa mig þó að gleyma mér ekki og fylgjast með tímanum líka ;) en hef þó komist í raun um að hlýtur að vera afskaplega erfitt að túlka, í raun líka hverskonar túlkur sem viðkomandi er, hvort sem það er táknmálstúlkur eða tungumálatúlku. Þó kannski ívið auðveldara með tungumálatúlk því viðkomandi heyrir. En það sem ég ætlaði að segja að hvernig á að túlka þegar t.d. kennarinn er að spauga? Hef reyndar séð hjá þeim táknmálstúlkunum sem ég geri ráð fyrir að gefur til kynna að kennarinn sé að grínast eða segja með gamansömum tón.

Var þó ansi hugsa yfir hvernig táknmálstúlkarnir túlkuðu í gær því við horfðum á stutt video sem var með ensku tali og engum texta, hvorki enskum né íslenskum. Hvort ætli þær hafi túlkað á ensku eða íslensku? Ég er nefnilega nokkuð sannfærð um að þær þýddu ekki hvert orð heldur bara svona "mikilvægasta".

En já held þetta sé mjög krefjandi starf að vera táknmálstúlkur.

mánudagur, febrúar 25, 2008

Ekkert stuð

Er í engu stuði til þess að sitja í tímum í dag - og til þess að bæta oná það þá er þetta lengsti dagurinn þar sem ég er í tímum.

Ennfremur er ég svöng en langar ekki í neitt að borða sem er ekki sniðugt. Hádegismaturinn samansendur af boost drykk og prinspólo :(

föstudagur, febrúar 22, 2008

Nú er það svart

Ég er enn að reyna að ákveða mig hvort ég eigi að mæta í tíma á morgun - en var reyndar í sama tíma seinasta laugardag og verður núna. Kennarinn ætlar semsagt að hafa aftur aukatíma um sama efni....

Get bara ekki ákveðið mig - held ég ætti ekki að mæta því hef nóg annað að gera en á sama tíma er ég hrædd um að missa af einhverju ;)

ohhhhhh

###

Jæja hef víst svart sjónvarpskvöld í kvöld - heyrið að Borgarholtsskóli vann áðan á móti MK. Gamli skóli minn á móti skóla systur minnar.... bleh

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Jæja

Í kvöld var hlustað á desperate housewives!

Neeiiiiiiii

Desperate houswifes fer að byrja og ég er bara með svartan skjá!

snökt snökt

Vil ekki bara hlusta á desperate housewifes - vil sjá þáttinn líka.

Háma

Það er svo gott að hafa matsölu með heitum mat í hádeginu á háskólasvæðinu, í stað þess að vera að borða endalaust brauð og skyr.

Fagna ég því Hámu mjög svo því maturinn er heldur ekki dýr :) en mikið afskaplega finnst mér þetta fráhrindandi nafn.

Svo selja þeir líka Boost - sem er gott!

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Mögnuð mynd

Laugardagskvöldið var heldur rólegra en það seinasta - verður þó að segjast að var mun blóðugra.

Yups skellti mér á Sweeney Todd í gær og þvílíkt mögnuð mynd, svo flott og að sjálfsögðu skemmir Johnny Depp ekki fyrir enda magnaður leikar þar á ferð.

En mikið hrikalega var langt síðan ég fór í bíó seinast - svo langt að ég man ekki myndina sem ég sá fyrir Sweeney Todd.

###

Að öðru þá held ég að sjónvarpið sé endanlega að gefast upp. Hugsa að það sé ekki langt í það að ég hói í einhvern sterkan með bíl til þess að fjarlægja það. Er ekki séns að ég lofti því og varla að ég geti haldið á því með öðrum.

En sjónvarpið er farið að haga sér þannig að fyrir utan að slökkva á sér í tíma og ótíma þá hefur komið bara svartur skjár, sést engin mynd en heyri það sem fram fer.

já það er komin tími til þess að kveðja það....

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Partý

21.00
Finn smá brunalykt og undra mig hvað þetta er.

Um miðnætti
Heyrist afmælissöngur

Milli 01.00-02.00
Er hrópað/öskrað/sungið
vodka, vodka, vodka og
gott ef heyrðist ekki æla, æla, æla líka.

um 02.30
Hávær og ömurleg tónlist.
Vonast til þess að fólk drífi sig í bæinn.

3.00
Öll von úti um að fólk fari í bæinn, tónlist áfram en aðeins skárri og ekki alveg eins hávær.

03.30
Orðin frekar framlág og langar að fara að sofa.

4.00
Nei virðist allt að komast í ró....

4.30
Loksins að sofa

Já ég var í partý í gærkvöldi án þess að vera boðið, fékk samt engar veitingar ef einhverjar voru :(

Já var í partý án þess að vera þar - lá í rúminu mínu og var að vonast til þess að geta sofnað. Sem betur fer var stöð 2 órugluð þannig að ég slapp við að horfa á leiðindar póker þátt.

Þreytt!

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Bílinn

Í morgun á leið minni út á strætóstoppistöð þá kom smá saknaðartilfinning til jeppans hjá pabba - bílinn sem ég hafði í 2 mánuði.

Nei - það var ekki af því að mér fannst ómögulegt að taka strætó, eða þurfti að ganga í ökkladjúpum (eða aðeins meir) snjó að stoppistöðinni.

Heldur vegna þess að það var ágætis snjór í innkeyrslunni og hefði verið gaman að öslast þar í gegn á jeppanum. En sýndist samt fólksbílarnir fara ágætlega þó þar út hjá okkur.

Finnst einmitt mjög gaman að finna hvernig 4 hjóladrifið virkar. Var mjög oft þannig á jeppanum að ég var við það að finna að ég væri að festa mig á bílastæði eða var í erfiðleikum. Setti svo 4hjóladrifið á og ekkert mál.

Það er gaman

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Bollur

Á morgun er víst bolludagur og mig langar afskaplega mikið í bollur núna - langar sjaldnast í svona rjómabollur með súkkulaði og mér hefur verið alveg sama þótt ég fái ekki slíkt á bolludag. En núna langar mig afskaplega mikið í bollur.

Mig langar líka í uppstúf og grænar baunir og svona næstum því í hangjikjöt. Svona næstum því frá jóladag hefur mig langað í uppstúf og grænar baunir. Hef greinilega ekki borðað nóg þá - svo sannarlega ekki nægilega mikið að það dugi fram á næstu jól.

Kannski þetta stafi allt af því hvað ég má og má ekki borða!