BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, ágúst 29, 2001

Skólinn byrjaður

Jæja skólinn er byrjaður og búin að fara í nokkra tíma, mun samt missa viku af skóla þar sem ég er að fara í námsferð á morgun. Þá mun ég halda á Snæfellsnesið með landa- og ferðafræðinemum. Ég er einnig hætt í vinnunni og skrýtið að hugsa til þess að þurfa ekkert að mæta þangað og eiga frí öll kvöld vikunnar og helgar :-) hvað gerir maður þá?? Einhverjar tillögur
Kannski og vonandi verður bara þess duglegri að læra enda er ég skráð í meira en vanalega.
Ég var búin að plana að kaupa bakpoka í sumar, var búin að dreyma um slíkan þónokkuð lengi en viti menn ég fann bakpoka sem mér líkaði við en svo þegar ég ætlaði að kaupa hann nota bene í júlí þá var hann búinn :( og svo þegar ég hringdi í dag til þess að athuga með hann þá er hann ekki enn til og var mér tjáð að hann væri líka uppseldur úti þar sem þau panta hann frá. Ég ætlaði að kaupa mér Vango bakpoka en ég ætla að bíða og sjá hvort þetta fari ekki að koma, fæ lánaðan bakpokann hans Jens á meðan í ferðina.

Ég er að brjálast yfir því að einkunnin mín úr jarðfræðiprófinu sé ekki enn komin, ég tók prófið 20. ágúst og við vorum 4 sem tókum prófið og engin einkunn enn..................... hvað á þetta að þýða, óþolandi þegar það eru margir kennarar að kenna sama námskeið þá er biðin alltaf svo löng eftir einkunnum. Svo var líka tölfræði prófið sem ég tók í vor kært og enn er ekkert komið í sambandi við það. Ég er ekki svo þolinmóð manneskja.

Þolinmæði þrautin vinnur

mánudagur, ágúst 27, 2001

Takk fyrir lánið á lödunni Birgir :-)

knús

súper helgi!

Helgin var hreint út sagt frábær :)
Á föstudaginn þá var svona formlega seinasti vinnudagurinn minn en ég á aukanæturvakt núna og fékk sumarfrí um helgina til þess að fara í smá ferðalag með Jens og vinnufélögum hans. Eftir vinnu klukkan tíu á föstudagskvöldið þá kíkti ég í partý til Ásdísar vinkonu en hún átti einmitt 25 ára afmæli á föstudaginn Til hamingju með afmælið Ásdís mín og keyrði svo hluta af fólkinu niðri í bæ þegar ég fór heim á leið.

Vaknaði síðan snemma á laugardagsmorgninum til þess að fara í ferðina, við hittum ferðafélagana fyrir utan BUGL og heldum svo á stað til Sauðarkróks. Ég var á Lödunni hans Birgis en hann var svo elskulegur að lána mér fararskjótinn svo við kæmust nú með. Þegar við vorum komin á Krókinn þá beið okkur þvílíkt hlaðborð sem mamma hans Kristjáns hafði útbúið handa okkur (Kristján er vinnufélagi hans Jens). Þegar við vorum búin að kýla út á okkur magann var keyrt að Reykjum þar sem maður siglir út í Drangey en við ætluðum í siglingun út í Drangey og þurftum líka að bíða í dágóðan tíma eftir því. Það var ekki gott í sjóinn og ekki komust við upp í Drangey þar sem það var þoka á eyjunni og útsýnið hefði ekki orðið neitt en þess í stað þá sigldum við í kringum eyjuna. Á þessum tímapunkti var ég orðinn drullusjóveik og ég get sagt ykkur það að það var ekki eins gott að æla þessum dýrindismat eins og það var að borða hann. Það var ógeðslegt.
Þegar ég var búin að borga 2500 fyrir að æla eins og hann Bjarni orðaði svo skemmtilega en by the way þá var ég ekki sú eina sem var sjóveik, Guðlaug varð líka sjóveik og þeim Bjarna og Guðmundi varð eitthvað bumbult á að horfa á Guðlaugu æla. En allavega eftir sjóferðina var farið í Grettislaug sem er heit laug í fjörunni ekkert hús til þess að skipta um föt og því bara skipt um föt hjá bílunum og eins gott að vera ekkert feiminn ;-)
Það má segja að hann Guðmundur hafði haft rétt fyrir sér um Grettislaugina en hún var ekki alveg nógu heit en samt nógu heit til þess að manni langaði frekar að vera ofan í henni heldur en að fara upp úr og í kuldan, en með herkjum þá tókst okkur að stökkva upp úr og reyna að þurrka okkur á mettíma og klæða okkur og ég held ég að nánast öllum hafi verið sama þótt einhver hafi séð eitthvað enda ekkert sem maður hefur í raun ekki séð áður :-)

Á laugardagskvöldinu borðuðum við svo í Ólafshúsi og skelltum okkur svo á pöbb og svo unglingadiskótekið C´est la vie en tónlistin var ekki alveg nógu góð, en þeim tókst þá að spila eitt lag með Rammstein lagið Du hast og var Jens langflottastur en hann var að slamma.

Sunnudagurinn
Það var sko aðaldagurinn en þá ætluðum við í River Rafting í Vestari Jökulsá og það var í einu orði sagt Frábært.
Það voru þarna tveir guidar frá Nepal og einn Íslenskur og við vorum svo heppin að við fengum skemmtilegast guidinn :-)
Við vorum átta saman í hóp en ákváðum að skipta okkur 4 og 4 saman í báta en svo var líka einhver annar hópur þarna þannig að við fórum á þremur bátum.
Guidinn okkar var ávallt að skvetta vatni á hina bátana og fengum við gusur á okkur líka en ábyggilega ekki eins rosalegar og við gáfum hinum hehehe en eftir smá tíma á ánni þá var stoppað til þess að fá okkur kakó. En það var magnaðasti parturinn því það rann heitur lækur þar sem við stoppuðum og vatnið tekið þaðan og blandað í kakó, ótrúlegt!

Svo var haldið aftur af stað og næst stoppað þar sem hægt var að stökkva fram af kletti sem ég gerði ekki því gallinn minn var ekki alveg nógu góður þ.e.a.s. hálsmálið var ekki nógu þröngt þannig að vatn átti auðvelt með að komast að. Þegar stökkin voru búin var haldið áfram og þegar var komið á lygnan stað í ánni þá vildi fararstjórinn okkar fara í leik en sá leikur var þannig að við áttum öll að standa uppi á bátnum og halda í úlniðinn á hvort öðru og halla okkur út á við. Nema hvað að sjálfsögðu sleppti fararstjórinn takinu þannig að flestir duttu út í ána nema ég :-) sem gerði reyndar ekkert til því guidinn henti mér út í, og vá þvílíkt sjokk en það var gaman þótt ég var smá hrædd um þetta hálsmál og að ég yrði rennandi blaut. Það fyndnasta var að þegar Jens ætlað að koma að bjarga mér þ.e.a.s. grípa í mig og draga mig í áttina að bátnum og upp í þá datt hann út í hahaha, fyrst hélt ég nefnilega að guidinn hafði hrint honum líka en hann datt. Seinna fórum við svo í annan leik þar sem við sátum öll aftast og rugguðum okkur til, en fararstjórinn var að reyna að ofreisa bátinn þannig að allir mundu detta út í aftur en aðeins hluti af hópnum datt út í ána. Fararstjórinn okkar lét líka eina konu standa fremst uppi á bátnum og svo áttum við að róa, hann gerði þetta til þess að athuga jafnvægið en að sjálfsögðu endaði hún í áni. Hinir hóparnir voru farnir að spurja okkur hvað við værum alltaf að gera í ánni en við ættum að vera í bátnum.
Svo var komið að landi þar sem við heldum tilbaka. Þegar klætt sig var úr þurrbúningum komu hinu undarlegustu staðir í ljós sem voru blautir eins og t.d. í klofinu................ spurning hvort sumir hafi pissað í sig úr hræðslu þegar stokkið var af klettinum og svona hmm.......

Allavega þetta var frábær helgi svolitið dýr en það bjargast. Svo er það bara skólinn sem er að fara að byrja.

Þangað til næst

föstudagur, ágúst 17, 2001

Afmæli

Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag...................... Til hamingju með afmælið Guðmunda mín :) Njóttu dagsins.

Gangið hægt um gleðinnar dyr

fimmtudagur, ágúst 16, 2001

sumarpróf!

Það er ekkert skemmtilegt að lesa undir sumarpróf eða haustpróf hvaða nöfnum sem það kallast, sérstaklega ekki þegar er svona gott veður. Svo þegar prófið er búið þá þarf ég að byrja að undirbúa mig fyrir námsferðina sem ég fer í 30.ágúst. Þetta er námsferð ferða- og landafræðinema um Snæfellsnesið og verðu í viku.

Annað markvert er að hún Guðmunda verður 25 ára á morgun :) og er hún búin að boða í afmæli annað kvöld þar sem í boði verður sangria meðal annars og eitthvað óáfengt (sennilegast fyrir mig og Stebba).

Til hamingju með afmælið á morgun Guðmunda :)

njótið og lifið

fimmtudagur, ágúst 09, 2001

GÆSA HVAÐ?

Í gær vorum við frænkurnar að gæsa frænku okkar nema sumar vildu endilega kalla það að steggja en það er gert við strákana. Nema hvað ég var búin að "redda" karlmanni sem átti að sækja hana á mótorhjóli nema hvað hann sveik okkur að minnsta kosti lét hann ekki sjá sig :( . Þá var reynt að hringja í vini og kunningja til að athuga hvort þeir gætu reddað okkur nema hvað hún María frænka fann einn indælisdreng sem bjargaði málunum. Hann fór og sótti hana Dagnýju gæs og keyrði með hana upp á Sandskeið. Þar tókum við á móti henni með kampavíni og skáluðum fyrir henni því næst sendum við hana i svifflug sem by the way hún fílaði í botn. Ég held að maðurinn sem fór með hana hafi eitthvað verið óhress með að hún hafi ekkert verið hrædd við snúningana sem hann tók. Hins vegar tókum við andköfin á jörðu niðri þegar við horfðum á öll ósköpin. Þegar þau lentu heil á húfi þá var haldið áfram og farið Bláfjallaleiðin til Hafnarfjarðar og þangað í Bláa Lónið þar sem við nutum lífsins og sólarinnar. Eftir þvottinn fengum við okkur í svanginn í Bláa Lóninu en þar höfum við ábyggilega gert allt starfsfólkið vitlaust því við vorum að panta matinn rétt fyrir tíu en eldhúsið lokar 22.00.

Þetta var velheppnaður dagur/kvöld jafnvel þótt hann hafi ekki byrjað vel en Fall er fararheill er einhversstaðar sagt. Reyndar var Fanney litla frænka svo hneyksluð á að Dagný hafi sest upp í bíl með ókunnugum strák, en hún verður titluð Dramadrottning þessa kvölds.

Svo verður bara skellt sér í brúðkaupið á laugardaginn.