BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, janúar 27, 2014

2013

Þá er komið að gera upp 2013 þótt fyrr hefði verið :)

En já árið byrjaði svo sannarlega vel eða í Guatemala og byrjaði því á að vera á nýjum stað og gera eitthvað nýtt sem er stefnan hjá mér að gera á hverju ári - það er að segja eitthvað nýtt. Hvort sem það er staður sem ég fer á eða eitthvað annað.

Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru í útlöndum á nýjum stöðum að upplifa fullt af nýjum hlutum.

Ný lönd 2013
**Guatemala
*Belis
*El Salvador
*Honduras
*Nicaragua
*Costa Rica
*Panama
*Kanada

**Guatemala var kannski ekki alveg nýtt land 2013 þar sem ég kom þangað í desember 2012 en hinsvegar nýtt að upplifa áramót þar ásamt því að ég ferðaðist síðan um landið en hafði gert lítið af því í desember :)

Þetta var því líka mögnuð byrjun á árínu en upplifði það líka að verða ofboðslega þreytt á því að ferðast. Þannig að fyrir vikið stoppaði ég lengi í Panama borg til þess að bæði átta mig á hvað ég vildi gera og hvert ég ætti að fara. Ákvörðun svo tekin eftir 18 daga í Panama borg að halda til Kanada.

Því miður fór ég í engar göngur á árinu 2013 og því engar nýjar gönguleiðir gengnar - tel ekki með útivistarsvæðið fyrir ofan Egilsstaði með.

En fór á nokkra nýja staði innanlands líka sem ég hafði ekki komið á áður - allt í sömu ferð, ja nema einn.

Nýjir staðir innanlands
*Laugarvalladalur
*Sænautasel
*Skessukatlar
**Kverkfjöll og nágrenni

**Var að rugla smá með gönguleiðir en gekk upp Virkisfell við Sigurðarskála í Kverkfjöllum, gekk frá jökli og inn að skála. Ég hafði komið áður í Kverkfjöll fyrir löngu síðan en ekkert stoppað en í haust bauðst mér tækifæri til þess að vera eina helgi - seinustu helgina sem var opið í Kverkfjöllum og var að ganga frá. Það var magnað.

Einnig prófaði ég örnámskeið í salsa í nóvember sem var stórskemmtilegt.

Þannig að nú er bara að finna nýja staði, gönguleiðir og nýja hluti til að gera árið 2014

laugardagur, janúar 11, 2014

Göngutúr