BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, maí 28, 2007

Músarungi

Kom við á Djúpalónssandi áður en ég fór á gestastofuna í morgun, kíkti á myndasýninguna sem er búið að setja upp þar. Á leið minni niður Nautastíginn á Djúpalónssandi rakst ég á mús. Eða ég sá eitthvað hlaupa niður brekkuna og ákvað að kíkja hvað þetta var þar sem ég var nokkuð viss um að þetta hefði ekki verið fugl. Sá ekkert í fyrstu en svo kom í ljós þetta pínulitla músargrey - nokkuð viss um að þetta hafi verið músarungi því hann var svo lítil og eitthvað svo villtur. Vissi ekkert hvað hann átti af sér að gera. Að lokum eftir að hafa hlaupið nokkra hringi hljóp hann niður Nautastíginn á undan mér, stoppaði að lokum og fór að snyrta sig og var tilvalið myndaefni fyrir mig :)


Eitt andartak flaug mér í hug að girða buxurnar oní sokkana - en hvaðan kemur þetta að maður haldi að mýs taki sig til og hlaupi upp undir buxnaskálmar? Ég meina veit einhver að þetta hafi gerst fyrir einhvern sem viðkomandi þekkir eða er þetta ein af flökkusögunum? Reyndar er ég ekki bara með þetta að girða buxur oní sokka fyrir mýs heldur líka snáka en þegar allt kom til alls úti í Ástralíu voru engir sokkar til þess að girða buxur né skálmar til þess að girða oní sokkana :)
Mús á hlaupum


Hér má svo sjá eina mynd af myndasýningunni á Djúpalónssandi.

sunnudagur, maí 27, 2007

Í dag

Snæfellsjökull er fallegur og tignarlegur. Myndin er tekin frá Hellnum.



Svona leit allt út í gærmorgun á leið minni til gestastofunar á Hellnum - tekið í Þjóðgarðinum.

laugardagur, maí 26, 2007

Snæfellsnesið

Jæja komin á Snæfellsnesið. Tók heldur kuldalega á móti mér...snjóföl í fjöllunum í kring og skítakuldi. Ekki gott fyrir kuldaskræfuna mig :) en samt sem áður alveg meiriháttar að vera komin hingað. Fékk smá tilfinningu í gær að ég væri komin heim. Var svo gífurlega myndarleg að ég eldaði fyrir okkur Hákon í gær og honum var að orði þegar hann kom heim af gestastofunni að það var eins og ég hafi aldrei farið hahahaha.

Mikið að gerast um helgina, er hátið sem kallast Vor undir Jökli í kuldanum. Er sandkastalakeppni á Skarðsvík akkúrat núna, Malarrifsviti verður svo opin eftir hádegi og eitthvað fleira að gerast í Snæfellsbæ. Svo var mér tjáð að við erum að fara taka móti 100 börnum takk fyrir á þriðjudagsmorgun en þau sem betur fer koma í hollum.

Mikið af spennandi göngum í sumar, Sólstöðugangan verður upp á Snæfellsjökul takk fyrir. Síðan sú ganga sem mér þykir mest spennandi og vona að ég geti farið í eru göngur meðfram ströndinni. En skilst að verði farið í 2-3 göngur í sumar sem taka um 3-4 klukkustundir og meðfram ströndinni allri. Hef nefnilega alltaf langað til þess að ganga alla ströndina hér. Svo að sjálfsögðu hefðbundnu göngur landvarða sem byrja í lok júni :) Svo aðal fréttin er að við fáum nýjan jeppa :) - jeii

fimmtudagur, maí 24, 2007

Margt í boði

Það er svo margt í boði sem mig langar til þess að gera. Til dæmis er einhverskonar landvörslunámskeið í Rúmeníu í haust sem ég væri alveg til í að fara á.... námskeið á mastersstigi í Shanghai í Kína einnig í haust en reyndar ekkert í faginu sem ég er að læra..

Svo er eitthvað annað námskeið hér á Íslandi í júlí sem ég væri alveg til í að fara á en er að öllum líkindum að vinna....

svo margt í boði að ég geri sennilegast ekki neitt ;) nema vinna í sumar og svo skóli aftur í haust.

###
Saumaklúbburinn var alveg ljómandi, fámennt og því svoldíð mikið í afgang nema af "eftirréttinum" ;) - eitthvað erum við að lagast og erum lengur frameftir heldur en áður.

###
Bókin mín frá Bretlandinu kemur ekkert :( - er frekar svekkt og langar að kaupa bækur eftir þennan sama höfund (sem ég fékk ekki) en þori því ekki þar sem gekk ekkert núna. Er ferlega fúl.... spurning hvort ég ætti bara að láta verða af því að panta frá Ástralíu og fá bækurnar um jólin hahaha

###
Barnasprengjur í kringum mig heldur áfram :) - eru tvær vinkonur núna búmm og eiga báðar að eiga í nóvember

þriðjudagur, maí 22, 2007

Tapas

Fór á Tapas í kvöld með bráðum fyrrverandi vinnufélögum. mmmmmm svo gott - stefni svo á að fara þangað aftur og langar að prófa svo margt þarna... eins og túnfiski vafið inn í beikon og fleira. Eflaust margir sem eru hissa á því hehehe
Gaman að heyra að þær vildu fá mig aftur næsta haust :) en allt verður að koma í ljós, ætla að reyna að vera í minni vinnu næsta vetur með skólanum.

###

Verð að minnast á nágranna mína enn og aftur - dýrka þá og held ég gæti ekki selt íbúðina mína bara vegna þeirra :) mundi ekki tíma að flytja í von og óvon um næstu nágranna.

3 dagar

Þrír dagar þangað til ég fer vestur :)

En þangað til eru það 2 vaktir, út að borða og saumaklúbbur...

Hákon tók herbergið mitt :( þannig að ég fæ næst besta herbergið á Gufuskálum. Já röðin fer bara eftir því hvernig við komum og hvaða herbergi við tökum :) samt þó fegin að ég er landvörður nr. 2 að koma þannig að ég þarf ekki að kúldrast í herberginu sem Hákon var í fyrra :)

mánudagur, maí 21, 2007

skólamál

Veit ekki alveg hvort ég er ánægð eða ekki.

Náði faginu sem ég var búin að stimpla í vetur að ég væri fallin í - ekki glæsieinkunn sem gerir það að ég veit ekki hvort ég sé ánægð en er samt mjög ánægð að hafa náð þrátt fyrir að ég hafi haldið annað.

sunnudagur, maí 20, 2007

Sófi

Fékk sófann í dag :) - jeii þá er stofan komin í orden verst er að svefnherbergið er í rúst.

Barnaþrælkun


Koma sófanum saman


svo bara búið og hvílt sig eftir á og Safír dauðþreyttur!

laugardagur, maí 19, 2007

Yes

Málningarvinnan búin :) - kláraðist reyndar milli þrjú og fjögur í dag. Var að setja upp gardínurnar áðan og myndir á vegginn.

Agalega ánægð með þetta allt saman og liturinn kemur bara mjög vel út :) Bíð bara eftir að fá sófann í hús - vonandi og verð að fá hann á morgun.

Núna klæjar mig í puttana að taka ganginn líka en ætla að bíða með það þangað til í ég kem í frí í júní...

Málningarvinna

Málningarvinnan er hafin.......

Losnaði við sófann klukkan tíu í kvöld og hófst þá handa við að taka rest niður í stofunni og svo að undirbúa fyrir málningavinnuna - reyndar kláraði ég tapið en náði þó að setja meðfram loftinu og rúlla eina umferð á loftið.

hrikalega er það erfitt :( - og held að þetta sé frekar illa gert hjá mér en sé það betur í birtunni í fyrramáli.

Held síðan að ég hafi verið lengur að þrífa rúlluna og bakkann heldur en að rúlla yfir loftið.

En já það tókst að velja málningu og kaupa hana í dag - hentugt að fara með pabba því ég fékk afslátt :) pabbi ákvað að koma með þar sem dóttir hans var blank í framan þegar hann var að lýsa leiðinni í málningarbúðina.

Ákvað að kaupa málninguna sem hann faðir minn kaupir alltaf og jafnvel þótt hún sé kannski aðeins í dýrari kantinum. Það sem mér fannst síðan mesti plúsinn við hana er að hún er umhverfisvæn :) hún er merkt með Blóminu þannig að bara win win staða.

jæja farin að sofa fyrir átökin á morgun.

fimmtudagur, maí 17, 2007

Loksins

Loksins verð ég í fríi :) - en það verður sko ekkert afslappelsi heldur ætlar stúlkan að mála.

Jamm sófanum verður hent út á morgun vonandi (aka pabbi/Atli tekur hann), en annars er ég búin að fjarlægja mest úr stofunni.

Eina vandamálið er það að ég er ekki búin að velja litinn og er að fara kaupa málningu á morgun!

hmmm..... bið kannski bara sölumennina í málningabúðinni velja :)

föstudagur, maí 11, 2007

Hættulegt

Eitt próf eftir og er aðeins farin að slappa af :( sem er ekki gott því þetta próf sem eftir er þá er ég í "hættu".

En verð næstu nætur að lesa undir það próf.

###

Fékk góðan glaðning í dag :)alltaf gaman að fá meira en maður býst við jeii

Sótti svo bækurnar mínar þannig að bíða eftir mér tvær bækur þar til að ég er búin í prófum. Er samt svekkt að bókin frá Bretlandi er ekki enn komin....buuhhuuu er nefnilega spenntust yfir henni.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Sorglegt

Búin að vera að sitja í morgun og gær að blóta þessari ritgerð sem ég er að gera. Gengur ekkert.

En las síðan bloggið hennar Ástu Lovísu og er búin að vera með tárin í augunum. Þessi stelpa kom í kastljósið í haust en hún greindist með krabbamein í lifrinni, þessi stelpa er jafngömul mér og á 3 börn. Hún var að fá úrskurðað að hún ætti einungis eftir nokkra mánuði ólifaða.

Búin að vera að fylgjast með blogginu hennar síðan hún kom í kastljósið og skein alltaf í gegn jákvæðnin og það að hún ætlaði sér að sigrast á þessu. En svo virðist sem krabbinn ætlar að hafa betur núna :(

þriðjudagur, maí 08, 2007

orka

*Kláraði próf og ritgerð í gær.
*Fór í ræktina í gærkveldi

Í morgun hélt svo dugnaðurinn áfram en íbúðin var þrifin hátt og lágt - well kannski ekki það hátt. Sængurfatnaði drifið í þvottavélina og svo...

bara þreytt og langar mest að skríða upp í rúm en

þarf að skrifa ritgerð og fara á starfsmannafund og vinna...

mánudagur, maí 07, 2007

Þrif

það er sko ekki bundið bara við kvenpeninginn að vera upptekin af þrifum í próftíma. Þegar ég kom heim í gær sá ég nágrannastrákinn vera pússa felgurnar á bílnum sínum. Að sjálfsögðu spurði ég hann hvort hann væri búin í prófum.

Fékk hið staðlaða svar sem kemur frá nánast öllum nemum sem eru í prófum. - nei en er hinsvegar til í að gera allt annað en að lesa undir próf.

Hvað er þetta við próftímann sem gerir mann svo duglegan í öllu öðru sem er annars ekki vanalegt?

sunnudagur, maí 06, 2007

Ótrúlegt

Tókst að rimpa þessar 100 bls af sem voru reyndar um 115 bls en hver er svo sem að telja :)

Látum liggja milli hluta hinsvegar hvort skilningurinn hafi fylgt með!

En þá er það að fara yfir gömul próf og sjá hvort ég geti svarað einhverjum spurningum, hefði reyndar viljað hafa allan daginn í það.

en fyrst þá er það annað.

Próflestur

Jæja próflestur helst áfram.

Vantaði 15 bls upp á takmarkið í gær þannig að það eru 100 bls í dag í hraðlestri.

Oh þyrfti svo að hafa lengri sólarhring og meiri orku og minni svefn...

en ekki er á allt kosið.

föstudagur, maí 04, 2007

Sá látni

Mér er spurn en hvernig geta látnir menn skotið af byssu?

Samkvæmt frétt mbl.is virðist þetta vera hægt. Þar kemur fram að þegar lögreglan mætti á staðinn hleypti sá látni af einu skoti en var látinn þegar lögreglan komst inn.

Jahérna hér - nú hefur mogginn skotið mér ref fyrir rass!

hmmm... eða hljómar það ekki svona?

Snillingur

Ég bara má til að monta mig aðeins.

Ég var að elda snilldarrétt og það í fyrsta skipti. Gerði tilraun með risotto, var búin að skoða uppskrift í vinnunni fyrir einhverjum dögum. Svo var í innlit/útlit um daginn verið að elda.

Þannig að í dag ákvað ég að reyna og það tókst svona snilldarvel :)

Eina sem var kannski mínusinn við þetta er að ég gerði bara allt allt of mikið. Hefðu getað 3-4 manns borðað þetta.

Þannig að ég get borðað þetta á morgun á sunnudag og jafnvel mánudag!

Jeii :(

Athyglisbrestur

Svei mér þá ..

Held ég sé farin að þjást af athyglisbresti svona á seinni árum!

Bækur

Bækurnar mínar komnar frá Ameríkunni - þarf bara að nálgast þær :)

Bólar ekkert á bókunum frá Englandinu....

hmmm... er að hugsa um að gera fleiri tilraunir til þess að koma bækur frá Englandinu... er svo freistandi þar sem pundið hefur lækkað bara allverulega... og virðist komnar fleiri bækur frá þeim höfundi sem mig langar að lesa og er bara ófáanlegur eða bækurnar alveg rándýrar.

en fyrst er það víst prófin....

á að vera hugsa um þau..

fimmtudagur, maí 03, 2007

Vonleysi

Er að læra fyrir próf þegar mér kom í hug vonleysi.

Því það sem maður lærir í dag er það nýjasta nýtt og það sem var áður er svona næstum því bara fáranlegt "drasl". Þessir og hinir hafa ekki hugsað um þetta og hitt og bara umhugað um einn hóp eða annan.

Það fyrirkomulag sem er í dag er svo mikið betra....og svo framvegis.

En er þá ekki nokkuð ljóst að eftir einhvern ákveðin tíma að það sem við lærum í dag er svo fáranlegt í augum þeirra sem læra seinna meir. Hugmyndirnar úreltar og fyrirkomulagið virkar ekki.

Það gerir það að verkum að er eiginlega nokkuð vonlaust að læra í dag það sem er best þegar vitað er að eftir ekki svo langan tíma kemur eitthvað betra.

En sú staðreynd er sú að það sem var áður var talið besta fyrirkomulag þá - stórlega efast um að fólk væri nú að gera slæma hluti af því bara. Tilgangurinn til þess að læra í dag og um það sem var er að falla ekki í sömu gryfju nú nema það sem var þá var svona anskoti gott að við föttum það ekki strax - ekki fyrr en seinna.

Enda er allt hringrás!

Samanber frumbygginn sem sagði að þú ert landið og landið ert þú!

það er í dag

og

var líka einu sinni.

Nei ég er bara jákvæð :)

miðvikudagur, maí 02, 2007

Hmmm.....

Enginn gefið sig fram.... :( og eftir sit ég með forvitnina.

Ekki fallega gert svona í próftíma - þarf að einbeita mér að ritgerðum og prófum ;)

oh well....come out come out where ever you are!

###
Er svo ekki að halda mér við efnið!

Hvað er hægt að gera?

þriðjudagur, maí 01, 2007

SMS

Astralia er hinumegin á hnettinum....Farðu i bad...Tad er gott...


Gefðu þig fram!

Geðveikt

Búin að koma bs ritgerðinni minni á pdf form :) alltaf búin að vera pæla í því hvernig ég gæti gert það. Finnst betra að geyma á því formatti.

Annars er bara geðveiki í verkefnum og öðru....

Skil

Búin að skila - jeii :)

Bauð mér í mat til mömmu í tilefni af því.

Þurfti að komast smá út - eða frá því að vera heima eða í vinnunni.

Var ekkert við ráðið og ákveðið málningardagar eða dagur fyrir stofuna hjá mér. Þannig að nú er það bara fast - ég sem ætlaði bara að dunda mér við þetta og vera ekki að trufla aðra með málningarvinnunni minni.

Þarf því að fara að ákveða lit :) - sem er svo sem næstum því eiginlega ákveðið.