BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, maí 03, 2007

Vonleysi

Er að læra fyrir próf þegar mér kom í hug vonleysi.

Því það sem maður lærir í dag er það nýjasta nýtt og það sem var áður er svona næstum því bara fáranlegt "drasl". Þessir og hinir hafa ekki hugsað um þetta og hitt og bara umhugað um einn hóp eða annan.

Það fyrirkomulag sem er í dag er svo mikið betra....og svo framvegis.

En er þá ekki nokkuð ljóst að eftir einhvern ákveðin tíma að það sem við lærum í dag er svo fáranlegt í augum þeirra sem læra seinna meir. Hugmyndirnar úreltar og fyrirkomulagið virkar ekki.

Það gerir það að verkum að er eiginlega nokkuð vonlaust að læra í dag það sem er best þegar vitað er að eftir ekki svo langan tíma kemur eitthvað betra.

En sú staðreynd er sú að það sem var áður var talið besta fyrirkomulag þá - stórlega efast um að fólk væri nú að gera slæma hluti af því bara. Tilgangurinn til þess að læra í dag og um það sem var er að falla ekki í sömu gryfju nú nema það sem var þá var svona anskoti gott að við föttum það ekki strax - ekki fyrr en seinna.

Enda er allt hringrás!

Samanber frumbygginn sem sagði að þú ert landið og landið ert þú!

það er í dag

og

var líka einu sinni.

Nei ég er bara jákvæð :)

0 Mjálm: