BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, janúar 30, 2004

Gestaskrifari á Vargnum

Árni Salómonsson heiti ég og er vinur Lindu og eigandi heimasíðunnar Námur Salómons. Þannig er mál með vexti að ég var að rabba við Lindu á MSNinu um daginn. Í miðju samtali kemur allt í einu upp á skjáinn hjá mér DD. Ég skildi ekki neitt í neinu og hugsaði ekkert slæmt. Nema að allt í einu segir unnusta mín sem er við hliðina á mér: Hva, er hún að gefa þér upp einhverjar brjóstahaldarastærðir? Ég fór í algjört fát og spurði Lindu á MSNinu hvort samtal okkar væri nú ekki orðið einum of persónulegt. Það var og, Linda hafði eingöngu verið að senda mér einhvern broskall, enda brosmild manneskja mjög, en hann hafði bara mistekist eitthvað... Samtal okkar eftir þetta gekk síðan, það sem eftir er, út á það, að ég væri með ritstíflu, sem sannast best á minni eigin síðu. Einhvern veginn þróaðist það síðan þannig að Linda sagði mér, meira í gamni en alvöru, að búa til litla sögu á comment kerfinu á heimasíðunni sinni. Mér þótti það heillaráð og ákvað að byrja söguna svona: Ætli Linda sé DD?
Þið vitið afganginn, áttuð þátt í að skapa hana, nú er sagan öll…
DD getur þýtt svo margt! Til dæmis Drífandi Dugleg, Dáð og Dýrkuð, Draumur í Dós, Dúndur Dís eða Dungeons and Dragons……………. Úti er ævintýri…..

Virðingarfyllst
Árni Salómonsson

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Framfarir

Sko mig, ég fann fyrir framförum í jóga í gær. Fór í axlarstöðu þar sem maður setur síðan lappirnar yfir hausinn og í gólfið og það tókst hjá mér..... mér til mikillar undrunar. Ætla ég að halda áfram..... já svo sannarlega.
Ha svo vegna þess hve klár ég var í gær þá rúllaði ég líka Catan spilinu upp í gær, ójá ég vann....... og langt síðan það gerðist síðast!

Svo er stefnt að því að fara út að skokka á eftir í hádeginu!

Linda skokkari

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Þoli ekki!

Það fer alveg ótrúlega í mig allt þetta tal um að við séum að borga þetta og hitt fyrir hina. Heyrði í morgunsjónvarpinu í morgun í einhverjum gæja um það að það væri ekki réttlátanlegt að við værum að borga með sköttunum okkar fyrir það að einhverjir aðrir væru að eignast börn. Svo líka það að það væri ekki réttlátanlegt að við værum að borga fyrir menningarhús úti á landi með sköttunum og blablabla........ af hverju er fólk svona rosalega sjálfumhvert...... common við lifum í samfélagi og til þess að láta það virka þá þurfum við borga fyrir hitt og þetta jafnvel þótt við notum það ekki sjálf eða komum ekki til með að gera það!

Linda langt frá því að vera politísk

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Herre gud!

Mín fór bara út að skokka í hádeginu, hef bara ekki vitað annað eins dugnað. Reyndar var þetta mikil ganga og svo skokk inn á milli. Ég meina ekki vill maður gera útaf við sig strax og fá ógeð!

Annars er ég að semja svona to do list þegar ég á loksins pening.

To do list:
*nudd
*klipping
*íþróttaskó/hlaupaskó
*borga í ferðasjóð okkar stelpnanna.
*leggja fyrir í minn ferðasjóð.
*sæfararnir?

Er að hugsa um að kaupa 3 mánaða kort í jógastöðinni hjá Guðjóni Bergmann en það verður VISA víst að sjá um. Er samt enn að upphugsa þennan to do lista hjá mér og á eflaust eitthvað eftir að bætast á hann.

Þarf síðan að finna stórskemmtilega afmælisgjöf fyrir sunnudaginn og skírnargjöf! Einhverjar hugmyndir!

Linda hugmyndasnauða!

mánudagur, janúar 26, 2004

Ferðakortið mitt



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Þetta lítur ekki nógu vel út og nokkuð ljóst að ég verð að gera eitthvað í þessu og það sem fyrst!

Linda ekki nógu mikill ferðalangur

Helgin

Hef alltaf verið hrædd um að þetta hér mundi koma fyrir mig og því sjaldnast setið afslöppuð á toilettinu.

Annars gekk pössunin svona stórslysalaust fyrir sig, þurfti að hafa voða lítið fyrir þessarri elsku, gerðist reyndar það sniðug að ég bauð mér og Núma í mat til mömmu bara í stað þess að upphugsa hvað ég ætti nú að elda handa okkur. Hann var reyndar ekki alveg á því að hann vildi borða þennan mat en það hafðist á endanum. Svo var svo gaman þar að hann vildi nánast ekki fara heim aftur en fékkst þó til þess því hann ætlaði sko að sofa heima hjá Lindu Björk.

Á sunnudeginum eftir smá flutninga þá var spilað Catan, landnemaspilið og einhvern veginn tókst mér aldrei að komast á eitthvert flug þar og þar af leiðandi spilið ekki eins skemmtilegt og venjulega en ég bíð bara eftir að geta spilað aftur svo ég geti bætt upp fyrir þessa 3 leiki sem við tókum.

Jæja, tók mjög afdrifaríka ákvörðun áðan en það var að fara að hlaupa með Steffi í hádeginu svona 2 svar í viku, veit ekki hvað ég var að pæla en allt í læ að reyna! Ég meina þá er ég búin að prófa einu sinni enn, var minnsta kosti ekki að virka að reyna að hlaupa með Birgi á kvöldin. Síðan er líka gott að komast aðeins út frá allri vinnunni og hreyfa sig.

Linda að geggjast eða ekki!

föstudagur, janúar 23, 2004

Húrra fyrir mér

Sko mig ég lét verða af því í dag að biðja um kauphækkun :-), reyndar á síðan eftir að koma í ljós hvað gerist. En ég fékk góðar upplýsingar og hvatningu til þess að framkvæma þetta í dag og vilja þakka viðkomandi aðila fyrir. Jamm þú veist hver þú ert :-) þúsund þakkir.

Í tilefni bóndadagsins þá fengu karlkynsstarfsmennirnir hjá okkur blóm :-), einir fjórir. Erum við ekki frábærar! Eins gott fyrir þá að muna eftir konudeginum, en þar sem aðeins einn af þeim er íslenskur þannig að þá held ég að þetta muni lenda allt á honum að muna eftir okkur!

Þyrfti að fara að laga til og þrífa þar sem ég á von á litla höfðingjanum í heimsókn á morgun og hann mun gista hjá mér eina nótt. Farin að hafa áhyggjur af því hvað ég á að gefa honum að borða...... sjæs hvað borða alveg að verða 3 ára snáðar!
Er eitthvað búin að spá í hvað ég gæti nú gert með honum bróður mínum og fann þessa frábæru hugmynd að fara í sund, var búin að gleyma gifsinu :( hann er komin á göngugifsi núna og reyndar hleypur um allt en þar með er sundið út.

Linda frábæra!

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Common people

Ég veit að það er leikur í gangi en ég er bara í vinnunni sem krefst þess að ég hringi í fólk og vona bara það besta að ég lendi á þeim sem ekki eru að horfa.......... bara vera kurteis þá og segja ég er upptekinn, ég er að horfa á leikinn....

það er allt og sumt

Bílar, kauphækkun og fleira

Fór með bílinn hennar Steffiar á verkstæði í morgun og var síðan samferða henni í vinnuna, þar sem beið eftir mér bíllykill á skrifborðinu mínu. Þannig að núna er ég á bíl vinnunnar, það sem maður er dekraður. En vegna þess þá finnst mér enn erfiðara að fara að biðja um kauphækkun þótt það eigi ekki að hafa nein áhrif.... en hvernig í ósköpunum gerir maður þetta? Er einhver með góð ráð handa mér :-) og sem getur peppað upp kjark í mér.

Tókst að fá strákana í vinnu 2 að panta með mér pizzu í kvöldmat en þvílíkt vesen.... enda tók ég líka þá ákvörðun að panta bara pizzu af matseðli í stað þess að fara að garfa í því hver vildi hvað. Þeir sem voru óánægðir með valið geta þá bara hringt í þjónustuverið til að kvarta og hana nú!

Í seinasta jógatíma þá var fyrirlestur um matarræði en svo sem allt kommon sense, ég meina allt er þetta spurning um hugafar :-) eins og okkur var sagt, farin að verða einmana í jógatímunum því Guðmunda og Stebbi hafa ekkert komist en það verður vonandi bót á því í næstu viku.

Linda á yaris

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Leiðist

Skelfing leiðist mér eitthvað..... er eitthvað svo tóm :( veit þó ekki af hverju.....

Guðmunda mín ég hugsa til þín....

pffff......

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Sjúkraþjálfari

Það kom í dag sjúkraþjálfari í vinnuna til þess að taka út vinnuaðstöðuna hjá okkur skrifstofufólkinu. Hjá mér þyrfti að gera nokkrar breytingar, t.d. að lækka hjá mér tölvuskjáinn sem ég var reyndar ekkert alltof sátt við en best að prófa og hlýða. Hann bauð líka upp á fitumælingu..... og nota bene ekki senda sætan sjúkraþjálfara til þess að fitumæla fólk..... það bara virkar ekki.
Við munum síðan fá skýrslu frá honum í sambandi við vinnuaðstöðuna og verður spennandi að sjá hvort verður farið eftir tilmælum frá honum í sambandi við það. Vona það bara því ég er mjög oft að drepast í bakinu en að hluta til get ég líka kennt mér um það þar sem ég sit sjaldnast alveg upp í stólnum þannig að ég hafi stuðning við bakið.

Af hverju er ég svona feimin stundum við að láta fólk vita að ég sé með blogg. Ég lét t.d. engan niðri í vinnu vita þegar ég var í ferðinni minni kannski vegna þess að stundum tala ég um vinnuna hér. Svo upp í síma var ég einnig pínku treg við að láta suma vinnufélaga ekki endilega að þeir hafi brennandi áhuga en....

Bílamálin hjá mér eru stórfyndin (að mínu mati), ég er náttúrulega búin að vera á bíl Steffiar og er enn, nema jeppinn hjá henni var rafmagnslaus í gær þegar hún ætlaði heim úr vinnunni og ég farin. Þannig að hún fékk bílinn hjá Markúsi (framkvæmdarstjórinn) lánaðan til þess að komast heim. Í dag komum við svo bílnum hjá henni í gang.... veit samt ekki alveg hvort hún hafi komist heim á honum. Nema hvað bílinn sem ég er á er að fara á verkstæði á fimmtudaginn og Steffi var að tala um að ég gæti jafnvel þá bara fengið bíl Markúsar... finnst það frekar fyndið en strætó ætti líka bara að gera sig.

Linda skrýtna

föstudagur, janúar 16, 2004

Allt í kássu

Það er allt í kássu hérna fyrir utan, einn bíll á gatnamótunum sem er stopp og fer ekki í gang, þannig að bílarnir sem eru á eftir honum hafa þurft að mjaka sér fram hjá honum. Núna eru þeir farnir að fara á öfugan vegarhelming til þess að komast framhjá sem að sjálfsögðu stoppar umferðina á móti að komast leiðar sinnar. En engum hefur dottið í hug að stoppa til þess að hjálpa manninum og ýta bílnum í burtu. Það var reyndar núna að gerast að einn maður hoppaði úr bílnum og ætlaði að ýta.... þá fóru fleiri að að hoppa úr sínum bílum. Alveg ótrúlegt. En það var líka alveg ótrúlegt hjálparleysi í þessari manneskju sem sat í bílnum sem stoppaði allt. Fór ekki einu sinni út til þess að reyna að fá einhvern til að hjálpa sér og núna situr hann/hún enn í bílnum, komin á "stæðið" fyrir utan. Ég eflaust get ekki sagt mikið þar sem ég hoppaði ekki út til þess að hjálpa en komst að þeirri niðurstöðu að þá mundi ég stundum gera fátt annað, t.d. undanfarna daga hef ég líka horft á fólk gamal fólk vera að staulast á gangstéttunum en þegar það er að reyna að fara yfir götuna þá á það svo erfitt með að komast upp vegna klaka og fleira.

En finnst sorglegt samt að sjá hvernig þetta er komið að fólk stoppi sjaldnast til þess að athuga hvort eitthvað sé að og komi náunganum til aðstoðar.

Ég get svo sem trútt um talað því ég er svona sjálf, alveg eins og megnið af fólkinu sem stoppar ekki. En ég hugsa oft út í það!
Gerir það mig að betri manneskju?
Neibb.

p.s. kallinn í bílnum var æfagamall og á hækjum, þá kannski ekkert skrýtið að hann hafi ekki hökt út.

Linda ekkert svo góð eftir allt saman

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Vandræði

Veit einhver hvað pulka er? Eitthvað sem hægt er að leigja, Rent a pulka?
Er í tómum vandræðum því ég hef bara aldrei heyrt þetta orð veit ekkert hvað er verið að tala um. Búin að útiloka nokkra möguleika.

Mig langar í jóga í kvöld en.... það þýðir þá að ég mundi ekki fara í vinnuna hjá símanum í kvöld.... veit ekki hvað ég á að gera!

Linda í klípu

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Í vinnunni í vinnunni....

......er gaman að vera. Eitthvað hlýtur það að vera, því ég er enn hérna. Sennilegast þó bara að því að það er mikið að gera. Fer að hætta þar sem jóga byrjar um átta leytið.

Ég sem mætti ekki fyrr en níu í morgun sannfærð um það að þetta væri aðeins að lægja sérstaklega þar sem ég fór úr vinnu nr. 1 klukkan sex í gær til þess að fara í hina vinnuna.

Þannig að í gær var ég að vinna í um 13, 5 klst en hún Linda var svo sniðug að hún fór ekki heim að sofa heldur fór hún að spila Catan landnemaspilið. Prófaði extension á því sem heitir knights og eitthvað (man ekki), fannst það flókið og komst ekki almennilega inn í þetta. Var því ekki að fíla þetta rosalega en kannski að því að ég var ekki að ná öllu en er þó sammála sumum því að það koma skemmtilegir fídusar inn í þetta. Langar þó líka til þess að prófa extensionið Sæfararnir.

Linda verðandi jógagúru

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Dæmi

Ég er hérna með eitt dæmi um póst sem ég fæ:

Við erum fimm manneskjur og ætlum að fara í frí til Íslands í júlí. Getur þú gefið okkur upplýsingar.

Arrggg......... upplýsingar um hvað?

fullt af fábjánum

mánudagur, janúar 12, 2004

Ég hlakka svo til

Hlakka til þegar Steffi kemur aftur til vinnu...... ég er enn í vinnunni (klukkan er tuttugu mínútur í sex) og ég kom korter yfir átta í morgun og ég er bara ekki sjá fram á að ég sé að fara á næstunni..... :( frekar leiðinlegt. En fer í jóga á eftir og þarf að komast heim áður en ég fer þangað þar sem mig vantar þægilegri föt.

p.s. taldi það út að ég er búin að svara um 78 e-mailum í dag fyrir utan þessi nokkur föx sem ég hef líka fengið og örfá símtöl og svo kom einstaklingur að gera upp fyrir hóp sem tók slatta af tímanum mínum.

Brjálað að gera

Víma eða kuldi

Það er verið að parketleggja hérna inni í sal hjá okkur og er að komast í þokkalega lím vímu hérna sem lýsir sér ábyggilega með þokkalegum hausverk í endann. Þannig að nú get ég valið um hvort ég komist í vímuna eða opni glugga og krókna úr kulda. Verst að ég get ekki vélritað með fingravettlingunum mínum. Kannski ég fari bara inn í eitt af herbergjunum og ræni mér sæng!

Týndi Pablo í smá stund í gær, var farin að hafa alvarlega áhyggjur yfir honum því ég gat ekki fundið hann og íbúðin er nú ekki stór. Kveið síðan fyrir því að þurfa að segja Jens frá því. Líka hálf fáranlegt að týna páfagauki í íbúðinni hjá sér. En hann komst síðan í leitirnar greyið litla heill á húfi. Styttist reyndar í að hann fari frá mér og á nýtt heimili. Þessi páfagaukur fer ábyggilega að eiga met í samverustöðum þar sem hann hefur dvalist á.

Linda að krókna!

sunnudagur, janúar 11, 2004

HASH(0x835e074)
Your Eyes Rule You. You highly value the things
that are beautiful. You enjoy being aritistic
and creative; you also value those qualities in
others. You'd like to be more adventurous and
risk-taking, but you'd rather be cautious and
check things out first.


What Is Your Dominant Body Part?
brought to you by Quizilla

föstudagur, janúar 09, 2004

arrrggggggggg

Því í ósköpunum er til svona mikið af fábjánum.............. ég er svo pirruð á sumum sem ég er hérna að svara...............

Þarf að bíða svoldið áður en ég svara þessum ákveðna aðila sem er einstaklega mikið að fara í taugarnar á mér............. ohhhh hvað ég vildi að Steffi væri hérna þá mundi hún vera með þennan aðila....... kannski bara segja þessum aðila að bíða til 19. janúar......... og hvað það væri freistandi.... en varla hægt.....nah.... því miður.

Spurning um að taka öndunina hérna..... þarf að læra meira fyrst og tek síðan bara jóga á þetta! Verð ábyggilega frábær í sumar.... góðu jafnvægi og allt.

Alltaf verið að segja að maður eigi að spurja sem mest og allar spurningar séu góðar og allt það en ég get orðið svo pirruð stundum á sumum spurningum sem ég fæ frá útlendingum sem eru að skrifa. Sérstaklega eru spurningar um how much daylight do you get mjög óvinsælar sem er í sjálfu sér ekki heimskuleg spurning en sumt o boy o boy. Hvað þá þegar sumir nenna bara með engu móti að afla sér einhverja upplýsinga um land og þjóð og bara senda e-mail og vilja vita allt sem þeir hefðu nú t.d. bara getað lesið sér til um í lonelyplanet eða eitthvað.

Ljósi punktur dagsins er að ég fékk ljúfengan hádegismat frá Krús Thai :-)

Linda arga

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Meira um jóga

Fór í annan jóga tíma í gær og er alveg að fíla þetta, er reyndar svoldið aum í öxlunum núna. Man bara ekki nafnið á öllum æfingunum sem við gerðum, var ein æfing sem ég var að gera rangt en veit ekki alveg hvað það var, því ég fann til í mjóbakinu en þetta átti að taka á kviðnum.... nema þar sem hann Guðjón var búin að segja að við ættum að hætta ef við findum til í mjóbakinu þá var ég ekkert að gera meira af þessari æfingu. Er ekki alveg búin að finna út hvað ég mun gera með þessa blessaðan matinn sérstaklega þar sem maður á helst ekki að borða 2-4 klst fyrir tímann og þegar tíminn er búinn 21.10 þá finnst mér of seint að borða einhvern kvöldmat því það er svo stutt þangað til maður fer að sofa.
Líka þvílíkt vandræðalegt en þegar þessir tveir tímar sem ég er búin að mæta í jóga þá finnst mér ég alltaf svo full af lofti og langar ekkert til þess að leysa það úr læðingi þarna.... yrði vandræðalegt og svo í jóganu þá er maður oft með rassinn út í loftið...... greyið Guðmunda segi ég bara ef ég skyldi fara af stað!

Þurfti að finna nýja hringjingu í simann minn þar sem jólin eru búin og ekki hægt að hafa coca cola lagið lengur og ég fór bara á kostum í að eyða símreikningnum í algjöran óþarfa..... fór nefnilega á heimasíðu símans til að finna hringingar (langaði ekki að hafa gömlu áfram) og þar sendi ég mér einar þrjár hringingar. Það var Emil úr Kattholti, bíum bíum bamba og Vertu Frjáls. Lagið vertu Frjáls er semsagt hringing mín núna!

Linda simamær

miðvikudagur, janúar 07, 2004

pffff

Gífurleg aukning hefur verið á tölvupóstum og bókunum núna í vinnunni í dag og seinustu daga. Lítur út fyrir að ég nái ekki að klára á þessum 8 klst sem ég hef. Nenni ekki að fara að vinna aukavinnu alveg strax.... en þetta mun skána 19. janúar en þá snýr Steffi úr fríi og við þá orðnar tvær.

Er að fá vægan hausverk...... gerist þegar ég þarf að hugsa hahahaha. En hlakka til að fara í jóga í kvöld. Versta við það er að Guðjón Bergmann jógakennarinn talaði um að maður ætti ekki að borða 2-4 klst fyrir tímana....... og ég er einmitt alltaf nánast dauð úr hungri þegar ég er búin í vinnunni.

Linda pinda

Fréttir

Á morgnana þegar ég kem í vinnu kíki ég nú yfirleitt á mbl.is, núna í morgun þá rak ég augun í þessa frétt Biðraðir við salerni bannaðar í flugvélum á leið til Bandaríkjanna. Fáranlegt.... þetta fer að verða absúrd, þannig að eina leiðin sem ég get þá séð að þeir geti framkvæmt þetta er að ráða klósettvörð og það í þokkabót dugar ábyggilega ekki einn. Einn klósettvörðurinn verður að ganga um sætin til þess að útdeila númerum fyrir klóssettið fyrir þá sem þurfa og síðan eru þeir kallaðir upp sem mega fara og síðan þarf annar að vera við eftirlit við salernin til þess að sjá til þess að allt fari nú vel fram.......

Síðan er hin fréttin um fimmeningana sem rændu manninum í fyrri nótt og misþyrmdu honum en samkvæmt mbl.is var þetta til þess að fá upplýsingar um dvalarstað stúlku sem þeir töldu að hefðu hlunnfarið sig í bílaviðskiptum..... Er ekki allt í lagi?
Veit ekki kannski fannst manni skárra að vita að þetta hefði tengst fíkniefnaheiminum..... sem gerir á óbeinan hátt þar sem þeir voru teknir með fíkniefni en....

Linda furðulostin

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Jóga

Fór í fyrsta jógatíman í gær, líst vel á þetta. Gerðum að vísu ekki mikið af æfingum heldur var bara farið í gegnum námskeiðið og svo bara stuttar æfingar og svo slökun.

Eitthvað hefur slökunin farið ágætlega í mig því ég sofnaði yfir Alias þættinum í gær og var frekar svekkt og vaknaði síðan þegar Robbi Williams var farin að syngja.

Fer í vinnuna hjá símanum í kvöld og nenni því svo ekki........ reyndar nennir maður sjaldnast en þegar maður er komin á staðinn þá er þetta í fínu lagi. Það eina sem heldur mér þarna er að það er góður mórall hjá hópnum.

Annars var Ellen systir að útnefna mig vandræði ársins.... eða það er að segja vegna bílavandræða núna á seinustu dögum!

Linda jógagúru

sunnudagur, janúar 04, 2004

Lord of the rings

VÁÁÁ!

Gat þó ekki varist því að finna fyrir smá dapurleika þegar myndin var á enda....... allt búið!

Linda gráðuga

föstudagur, janúar 02, 2004

Nýtt ár!

Nýtt ár gengið í garð. Seinasta kvöldmáltíð seinasta árs var borðuð á heimili pabba og nöfnu minnar. Í matinn var kalkúnn sem ég var nota bene búin að bíða í heilt ár eftir...... pabbi lofaði að þessu sinni að ég þyrfti ekki að bíða í heilt ár eftir næsta en við sjáum nú til með það........
Systir mín ákvað að raða til sætis við borðið enda gífurlegur fjöldi um að ræða (öll börn pabba og Lindu samanlagt + tengdasonur). Ég kom með þá hugmynd að við mundum draga um sæti og það yrði eitthvað annað en nöfnin okkar t.d. hafa þekktar stjörnur, kvikmyndafígurur og annað. Úr varð að hafa íslenskar popstjörnur og eina færeyska :-). Ég því miður lenti á ekkert alltof skemmtilegri en bjargaðist með því að ég kunni ekkert lag eftir hann þannig að ég þurfi ekkert að syngja hehe.

Nýjársdagurinn byrjað á myndinni Chicago...... ekkert óskarsverðlaunamynd (þótt hún hafi fengið nokkrar) en alveg ágætis afþreying. Kvöldið var síðan undirlagt af landnemaspilinu Catan.... en fór í hvorki meira né minna en 4 leiki þar sem Jens vann 3 af 4 leikjum :( En það var líka komin tími til að ég mundi spila þetta spil almennilega.

Síðan er það víst síðbúið áramótapartý í kvöld og síðan jólaboð á sunnudaginn :-) og ekki má gleyma Lord of the Rings á laugardaginn.

1 dagur í Lord of the Rings