BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, maí 28, 2003

Danska

Hverjum hefði dottið það í hug að það sé kallað á mig bæði fram í afgreiðslu eða í símann þegar vantar einhvern með dönskukunnáttu, eða vantar einhver sem talar "góða" dönsku. Annað hvort segir það mikið um mig eða þær hehehe.

Hef ekki meira tíma núna......

laugardagur, maí 24, 2003

7 ár

Í dag eru 7 ár síðan í útskrifaðist úr Menntaskóla, ekki það að það sé ýkja merkilegur atburður eða eitthvað sem ætti að halda upp á. Ég bara tók eftir dagsetningunni og mundi eftir þessu. En það verða bráðum 10 ár..... það er svakalegt.

Annars á miðvikudaginn fór ég í River Rafting, boðsferð sem var mjög skemmtileg. Við jeppuðumst aðeins fyrst og fórum þúsund vatna leiðina eins og bílstjórarnir kölluðu það og gerðum ekkert nema fara yfir þessa sprænu hvað eftir annað. Bílinn lak, þ.e.a.s. það kom vatn að ofan inn í hann þannig að ég þurfti náttúrulega aðeins að blotna. Við fórum síðan í sex bátum niður Hvítá og jíbbíi guidinn í okkar bát var bara svoldið sætur. Verst að ég fattaði það ekki fyrr en eftir á þegar við vorum komin úr ánni...... ;-) sem betur fer datt ég ekki út í.... langaði ekki til þess að vera kalt, og það var bara ein sem datt út í hjá okkur (í bátnum okkar) fyrir utan þá þrjá eða fjóra sem hoppuðu út í. Sú sem datt út í reyndar hrinti mér út í alveg í lokinn en það var svo grunnt að ég lenti á hjánum eins og asni en slasaðist ekkert. Var bara kalt.

Eftir það var grill, bjór, rauðvín og hvítvín......... jamm ég var pirruð af hverju í ósköpunum er ekki hugsað fyrir fólk sem kannski vill ekki drekka, drekkur ekki eða eru óvirkir alkar!!!!! Grrrr....... ég spurðist fyrir hvort það væri ekki til eitthvað annað að drekka og mér var sagt að maðurinn sem sæi um veisluþjónustuna/matinn væri að redda því og síðan kom á borðið sódavatn....... ég var alveg himinlifandi sérstaklega þar sem ég drekk ekki heldur sódavatn þannig að ég fór inn í eldhús og fékk könnu að vatni. Þetta var hin ágætasta ferð en var samt svoldið löng. Því við vorum sóttar í vinnuna klukkan eitt og ég kom í ártúnið um hálf tólf og var orðin mikið mikið þreytt.

En það er best að fara að halda áfram að vinna!

Lengi lifi vinnandi manneskja eða eitthvað....

miðvikudagur, maí 21, 2003

Er á leið í River rafting..............

miðvikudagur, maí 14, 2003

Að grípa gæsina

Að grípa gæsina þegar hún gefst. Stundum þarf ég að vera duglegri að grípa hana en held þó að ég sé alveg ágæt í því svona.... annars hef ég ekki hugmynd um það. Bauðst reyndar kosta boð í dag að fljúga til Akureyrar á morgun en því miður kemst ég ekki með þar sem ég er að vinna, þarna hefði ég samt smá átt að slá öllu upp í kæruleysi og fá frí í vinnunni og bara skella mér en þar sem ég er svo samviskusöm og það er mikið að gera þá eiginlega gat ég það ekki. Er líka á leiðinni norður á laugardaginn svo ég afþakkaði þetta góða boð. Vona bara að mér bjóðist það síðar ;-)

Ellen systir hefur verið voða dugleg að skrifa blogg undanfarið enda var hún líka í prófum, gaman að sjá hvort þessi dugnaður heldur áfram :), Jens er lika búin að vera ágætlega duglegur að skrifa en Árni mætti aðeins bæta úr :) en annars hef ég ekki efni á að skjóta á aðra með að skrifa lítið enda sjaldnast sem ég get gefið mér tíma nú orðið.

Samgöngur í þessari borg eru alveg merkilegar sérstaklega þessar í árbæjarhverfinu. Það er kannski stefnan að hafa alla í Árbæ heilsuhraust sem er í sjálfu sér ekki slæmt út af fyrir sig. En á laugardagskvöldið þá þurfti ég að koma mér úr árbæ og í Breiðholtið nema ég fer að athuga með samgöngur á milli og viti menn ég er fljótari að ganga þangað sem ég var að fara sem ég og gerði heldur en að bíða eftir vagninum sem fer úr Ártúni yfir í Breiðholtið. Fólkið í árbænum er ekki hátt skrifað hjá strætó. En svona aðeins að jákvæðari nótum um strætó þá náttúrulega vinnur pabbi þarna :) og svo eru líka nokkrir bílstjórar á leið 5 sem eru frábærir. Það er alltaf sagt góðan daginn og brosað og þvílíkur munur. Var reyndar líka mjög ánægð um daginn þar sem strætó beið eftir mér :) og bílstjórinn með bros á vör. Málið er að ég var að ganga yfir götuna hjá hótel Esju til að taka fimmuna en strætó keyrir þá framhjá og inn á stoppistöðina til að hleypa fólki út en svo dokar hann við og bíður eftir mér. Að sjálfsögðu er ég alveg viss í minni sök að hann tók eftir mér þarna að ganga yfir götuna og ákvað að doka við eftir mér.

pffff

þriðjudagur, maí 13, 2003

Kosningarsamkunda

Ég var samankomin með nokkrum vinum á laugardagskvöldið til þess að fylgjast með kosningunum og spila. Verð bara að segja að það er ekki voðalega gaman að vera ein sú sem kaus öðruvísi en allir hinir á staðnum. Þá að sjálfsögðu er ég ekki að meina að ég sjái eftir því sem ég kaus (sem ég geri ekki) né að ég hafi viljað kjósa öðruvísi það bara að gleðin var ekki sú sama og maður naut sín ekki. En þess fyrir utan þá var spilið mikið skemmtilegra heldur en kosningarsjónvarpið, þessi hljómsveit hundur í óskilum var ekki að gera sig.

Fyrst þegar ég byrjaði í vinnunni hjá símanum í úthringingunum þá passaði ég mig alltaf að kynna mig vel og hvaðan ég væri að hringja ef að það væri kvenmaður eða barn sem svaraði og ég þurfti að spyrja eftir karlmanni. Þetta var til þess að konurnar færu nú ekki að gruna mann sinn um græsku eða ég yllli nú hjónaerjum. Hins vegar núna þá náttúrulega í flestum tilfellum kynni ég mig og segi hvaðan ég er að hringja, en það er vegna kurteisis sakir. Ef konu greyin treysta ekki manninum sínum eða hann er bara ekki traustsins verður þá er það bara ekki mitt mál.

Linda með viðhorfsbreytingu!

þriðjudagur, maí 06, 2003

Kjaftæði

Ein af forsendum þess að álverið á Reyðarfirði á að reisa er til þess að auka atvinnumöguleika á Austurlandi, nú er verið að auglýsa eftir fólki til að vinna við Kárahnjúkavirkjun. Vinnumiðlunin sem er að ráða fólk er í Reykjavík, því í ans.... er ekki vinnumiðlun á Austurlandi að sjá um þetta? Var ekki verið að tala um það að auka atvinnumöguleika og er þetta þá ekki tilvalið verkefni þar?
Atvinnumiðlun á Austurlandi ætti alfarið að sjá um þetta og ef þeir eru ekki í stakkbúnir þá gætu þeir verið í samvinnu við einhverja aðra.
grrr............... ég þoli ekki svona kjaftæði...... Ég veit ég er ekki voða málefnaleg núna (ef ég er það einhvern tímann) og er ekki að útskýra þetta nógu vel en ástæðan er sú að ég hef ekki mikinn tíma og er að flýta mér. Langaði að koma þessu frá mér.

þangað til næst