BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, ágúst 27, 2004

Ferðin!

Eftir 12 farfuglaheimili og 2000 km er ég margs vísari.

Það sem mér finnst einna mest sjarmerandi að farfuglaheimilin eru eins mismunandi og þau eru mörg.

Eftir 12 farfuglaheimili og hitta eigendurnar og/eða starfsfólk heimilinna þá tókst mér að halda uppi samræðum (NB!sem ég er ekki góð í) við þau og höfðum umræðugrundvöll. Er þó ekki enn búin að fullorðnast það mikið að ég þiggi kaffi. Held oft á tíðum að fólki líði alveg ægilega illa þegar maður afþakkar kaffi og segist ekki drekka það! Á líka enn voða erfitt með að þiggja einhverjar veitingar bara svona til þess eins að þiggja þær.

*Kópasker – Það sem mér fannst mjög sjarmerandi þar er stofan því þar voru nokkrir bókaskápar en þeir voru flestir fullir af geisladiskum með klassískri tónlist, þarna var líka skápur fullur af vinyl plötum og svo bókum (þær samt í minni hluta). Farfuglaheimilið á Kópaskeri er í heimahúsi og eigandinn flytur sig yfir í bílskúrinn yfir háannatímann. Þarna er mjög góður andi í húsinu.

*Húsey – Gamalt hús þar sem brakar í hverri gólffjöl, staðsett í middle of nowhere. Sjarmerandi staðsetning og eigendurnir mjög indæl og þau bjóða upp á frábærar hestaferðir sem gaman væri að prófa.

*Berunes – Frábær staðsetning, fallegt hús og gamalt. Þar brakar einnig í gólffjölunum. Góðir gestgjafar :-) og sál í húsinu.

*Hvoll – eru að stækka við sig þannig að húsið er ekki fullbúið en oh my god umhverfið þarna. Just to die for! Gat ekki ímyndað mér þetta þegar ég var að keyra afleggjarann niður að farfuglaheimilinu, þvílík náttúra allt um kring og fegurð og kyrrð.

Hef bara minnst á þau heimili sem ég gisti á í ferðinni en öll höfðu þau eitthvað ef það var ekki húsið þá umhverfið eða eigendurnir :-)

Ég þeystist eiginlega bara milli farfuglaheimila og gat voða lítið túristast eitthvað! Langaði t.d. til þess að skoða steinasafn Petru á Stöðvarfirði en var seint á ferðinni þannig að gat ekki gefið mér tíma. Langaði einnig í selárslaug en þar sem ég var sein fyrir þar sem ég ætlaði að vera löngu búin að pikka upp Adam bróður á Egilsstöðum þá gaf ég mér heldur ekki tíma í það.

Linda ferðalangur!

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Home sweet home

Um 2000 km eknir ef mér hefur reiknast rétt, gott að vera komin heim og sofa í mínu rúmi þrátt fyrir að það sé ekki alltof gott!

skrifborðið tekur við á morgun

föstudagur, ágúst 20, 2004

Furðufatatónleikar

Tónleikar Lou Reed voru svo sannarlega furðufatatónleikar, þvílíkar múnderingar á sumum hef ég bara aldrei séð.

Voru rólegir og fínir tónleikar en keppnin í frægum og þekktum einstaklingum halda áfram milli mín og Halla en einnig hefur Magnús bæst við.

Á Lou Reed ber hæst að nefna að Forsetinn Ólafur Ragnar og Dorrit kona hans komu, sá ekki betur en forsetadóttirin Tinna væri þarna líka.
Sigurjón Kjartansson, Siggi Sveins handboltakappi, Valtýr íþróttafréttamaður, Óli Palli, Dr Gunni, hann Kormákur í útlit/innlit, Andrea Gylfa, Snorri eða hvað sem hann heitir sem er með enska boltann á skjá einum, forstjóri Norðurljósa, svo var Stefán Pálsson besti bloggarinn víst þarna líka, sá líka Loga Bergmann fréttamann og ég er pottþétt að gleyma einhverjum!

Hef grun um að ég muni tapa í þessari keppni að minnsta kosti í fjölda andlita en kannski ekki að vera undan að blogga um það!

Linda over and out

Msn samtal

Ég var að tala við útlendan vin minn í gær sem ég hef ekki talað við lengi, hann kom inn á msnið rétt áður en ég var búin að vinna í vinnu nr. 2 í gær. Like usual þá byrjar þetta á chitt chatti nema svo akkúrat þegar ég var að fara að segja honum að ég þyrfti að hlaupa til þess að ná strætó heim kemur hann með fréttirnar!
Skrýtið hvað allt getur breyst á augnabliki og maður fer að skamma sjálfan sig fyrir að hafa sagt hitt og þetta. Því hann sagðist nefnilega hafa fréttir og ég í gríni sagði nú ertu giftur og komin með krakka!
Hann tilkynnti mér þá að pabbi hans hafi dáið fyrir 2 mánuðum síðan úr krabbameini sem hafði bara greinst 3 vikur áður.
Mig langaði svo til þess að bíta tunguna úr mér eða í þessu tilviki höggva af mér puttana þar sem þetta fór í gegnum lyklaborð en ekki talfærin.

Þar af leiðandi ákvað ég að missa af strætó og talaði áfram við hann.

tekur bara augnablik og allt breytist

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Kiljur vs harðspjalda

Lengi vel fannst mér bækur ekki vera bækur ef þetta voru kiljur. Bækur í mínum augum voru einungis harðspjalda. Vildi líka einungis harðspjalda bækur og tel þær geymast og eru mun eigulegri heldur en kiljurnar. En tímarnir breytast og mennirnir með ekki satt!
Eftir að ég fór að lesa meira bækur á ensku þá var eins og ég uppgötvaði kiljurnar. Þær voru ódýrari og þar tímdi ég ekki að kaupa harðspjaldabækur á ensku. Enda voru bækur eiginlega bara lúxus vara og eitthvað sem maður fékk bara í jólagjöf en fór þess á milli á bókasafnið.
Núna heyrir það sögunni til að ég fari á bókasafn til þess að leigja mér bók enda smelli ég mér bara í bókabúð og kaupi eina kilju.

Enn er þó samt að bækur sem eru á íslensku þar vil ég helst eiga sem harðspjalda en ensku bækurnar í kiljuformi.

Sá þáttinn hjá Ophra um daginn og þar var George Michael sem gestur hjá henni en það var kíkt í heimsókn til hans og húsið hans skoðað. Þar sá ég bókasafnið sem mig langar í mínu húsi.... oh boy oh boy. Hillurnar voru innifaldar í veginn (semsagt ekki bókaskápar sem eining) og svo var viðarklædd og mjög cosy herbergi. Ég reyndar mundi vilja vera búin að lesa allar bækurnar í bókasafninu mínu ólikt honum George Michael sem sagði að þeir hefðu keypt bara stafla af bókum því þær lúkkuðu vel!

Maður getur alltaf látið sig dreyma!

2 ár......

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Afmæli

Guðmunda vinkona á afmæli í dag! Til hamingju með afmælið.
E-mail og bloggið verður að duga núna til þess að óska henni til hamingju þar sem hún er stödd í Kolumbíu, í fyrra á afmælinu sínu var hún í Namibíu. Merkilegt hvað hún hefur fyrir því að flýja land til þess að halda ekki upp á afmælið sitt :-) en við stelpurnar munum halda upp á afmælið hennar í kvöld.

Spilaði Catan í gærkveldi, vann fyrsta leikinn og hefði unnið seinni leikinn hefði ég munað og við hin eftir því að það vantaði einn veg hjá mér. Ég var einungis með 14 vegi meðan allir hinir hafa 15 vegi þar sem einn blár vegur var týndur :( , svekkjandi!

Linda rular í Catan , hahahaha!

mánudagur, ágúst 16, 2004

Beast

Kláraði bókina Beast eftir Isabelle Allande í gærkveldi. Fyrst bókin sem ég les eftir hana sem gerist í nútímanum. Yfirleitt hafa þær átt sér stað 18 og eitthvað ef ekki fyrr. En hún heldur sig enn við Suður Ameriku og að þessu sinni í Amazon skóginum. Fylltist helling af ferðalöngun og að ferðast í Amazon við lesturinn.

Verð að vera þolinmóð, er líka að fara í vinnuferðalag á sunnudaginn - fer hringinn. Veit að það slær samt ekkert á löngunina.

Hlakka alveg ógurlega til að fara í sumarfrí og sé sumarbústaðaferðina mína í hillingum - vonandi bara að ég verð ekki fyrir vonbrigðum með hana.

Hefur ekkert heyrst frá Kolumbíuferðalöngunum núna í viku.....sakna skrifanna!

ferðast ferðast ferðast

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Nýr bloggari

Nýr bloggari hefur bæst í hópinn, en það er Haukur Atli bróðir sem fær þann titil að vera næstelsti litli bróðir minn. Vona að ég fari með rétt mál. heheh svo erfitt að halda utan um þetta allt saman.

En vertu velkomin í hópinn Haukur Atli og bæti þér á listann hér við hliðina á :)

og enn bætist við

Ferðalag

Lítur út fyrir að ég sé að fara í ferðalag, fara hringinn :-) jeeiiii

Ekki amalegt

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Frí eftir "hádegi"

Búin að ákveða að taka mér frí eftir hádegi, ekki annað hægt á öðrum eins degi. Mamma er svo góð að ætla að pikka mig upp jeii.

Fúlt samt að ég þarf að fara að vinna á eftir klukkan hálf sex :( og vitandi það að ekki er hægt að ná í fólk!

sól sól skín á mig.....

Smápíutónleikar

Bleikt þema var allsráðandi í gær á Pink tónleikunum og heilastarfsemin var ekki alveg að þunkera hjá mér í gær....... áætlaði litinn bara við smástelpurnar sem voru þarna en ekki að söngkonuna Pink. Oh ég get stundum verið svo vitlaus!

Þetta voru tónleikar sem fóru svona að mestu framhjá mér þar sem ég var í nógu að snúast.

Það var alveg rosalega mikið af litlum stelpum á þessum tónleikum og vorum mikið að spá í hvar strákarnir væru það voru sárafáir strákar á svæðinu og þá ekki nema í gæslunni. Að vísu þegar fólkið byrjaði að streyma út þá sá maður þá og virðast flestir hafa verið bara uppi í stúku.

Fékk ágætis compliment í gær, alltaf gott að heyra slíkt :-)

Linda og smápíurnar

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Hausverkur

Hverjum dettur í hug að fá hausverk á svona góðviðrisdegi!

Linda hausverkur

mánudagur, ágúst 09, 2004

Dagurinn í dag

Dagurinn í dag er dagurinn sem litla fjölskyldan sameinast í Kolumbíu :-) , get ekki beðið eftir fréttum frá þeim og myndum. Þau hafa verið dugleg að skrifa í ferðadagbókina sína og sett inn myndir. Það er svo gaman að fylgjast með og finnst smá eins og ég sé að ferðast sjálf þótt ég sé náttúrulega ekki að upplifa þetta sjálf en gefur manni svona smá ferðatilfinningu.

Vona bara að allt gangi vel hjá þeim í dag!

hugsa til ykkar!

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Góð kaup

Gerði góð kaup um daginn, rakst inn á einhvern markað þar sem ég fann box með dvd myndinni about a boy, bókina og geisladisk á 1590 kr. Þurfti reyndar að hugsa mig töluvert um áður en ég keypti. Ég meina fyrir þennan pening hefði ég bara getað fengið bókina svona að öllu jafna. Keypti reyndar líka 3 geisladiska á 300 kr stykkið. Geisladiskar með afriskri, world music og north american chants. Geisladiskar sem ég hef gaman af að kaupa án þess að hafa hugmynd um hvernig þeir eru enda kaupi ég ekki slíkt nema þeir séu ódýrir.

Fór síðan á myndina Fahrenheit 9/11, góð mynd og það sem mér finnst skemmtilegt við hann Michael Moore er hvað hann er skemmtilega kaldhæðinn. Það voru alveg nokkur atriði sem ég missti andlitið. Þegar var verið að tala við hermenn í Írak og þeir voru að tala um hvaða músik þeir höfðu í skriðdrekunum og heyrðust líka í hjálmunum þeirra meðan þeir væru að drita niður fólk. Verulega ósmekklegt!
Einnig líka yfir honum George Bush þau orð sem hann gat látið falla.....
Merkileg mynd og ábyggilega margt satt og góð getspá hjá honum yfir ástæðum Íraksstríðsins, óþolandi samt að vita ekki hvað í raun og veru liggur bak við Íraksstríðið og raunverulegar staðreyndir.
Niðurlagið á myndinni fannst mér líka brill og ábyggilega margt til í því hjá kallinum.

allir í bíó

föstudagur, ágúst 06, 2004

Súkkulaði

Fékk súkkulaði frá svissneskri fjölskyldu áðan :) fimm stykki með mismunandi bragði....

Hef annars mest lítið að segja.... bossinn minn (NB! yfirmaður minn en ekki rassinn minn) er að fara að slá í gegn í auglýsingum, hann er farin að birtast í auglýsingum um enska boltann á skjá einum.

Horfði á Hjartslátt á skjá einum í gærkveldi þar sem ég frétti af því að Gulli frændi ætti eitthvað að vera í þættinum en sást bara mynd af honum en þessi Þórdís var bara að tala, sú sem á með honum bolabúðina Ósóma. Oh well.... ég og systir mín urðu frekar svekktar en við horfðum svona nánast á þáttinn saman, vorum bara á msninu að tjatta um þáttinn.

Linda súkkulaði

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Hörmungar dagur

Ég veit ekki hvað gæti farið meira úrskeiðis í dag að minnsta kosti hvað vinnuna varðar. Ég hélt sem þetta myndi verða ágætis dagur þar sem hann byrjaði á því að ég fór í jóga.

Hefði kannski átt að segja mér eitthvað þar sem ég var bara ein í jógatímanum að restin af deginum yrði eitthvað ga ga!

Rafmagnið fór af öllu húsinu í morgun svo ekki nóg með það þá hefur netið verið að detta út hjá okkur 3- 4 sinnum í dag og við farið niður í kjallara til að restarta. Okey núna erum við semsagt aftur byrjaðar að vinna þegar kerfisleigan klikkar og við komumst ekki í inboxið því það getur ekki sýnt folderin. Það sem gerði mig samt mest pirraða var símtalið sem ég fékk í hádeginu!

Æðislegur dagur semsagt. Veit ekki hvort ég þori að keyra til mömmu á eftir til þess að skila bílnum hennar.

lengi getur vont versnað!

mánudagur, ágúst 02, 2004

Öfgar

Þetta tal og ógn um hryðjuverk er farið að ganga all verulega út í öfgar. Samkvæmt frétt mbl.is þá var japansku ferðamaður sem hafði skrifað suicide bomb í vasadagbókina sína og svo óheppilega vildi til að hann var í flugvél og sessunautur hans sá þetta orð. Þetta varð til þess að flugvélinni var snúið við. Öfgar! ojá

Er að fá nett upp í háls af verslunarmannahelgartali...... þetta er að verða að öðrum uppákomum sem allir eru með svo miklar væntingar til og allir eiga að skemmta sér svo vel samanber gamlárskvöld...og svo oft þegar upp er staðið mestu vonbrigði ever! Þetta er búið að vera í fréttum seinustu 3 kvöld og alltaf það sama og sömu myndir. Kannski er ég bara að vera gömul og bitur hahaha!

En ekkert er betra en friends til að koma smá brosi framan í mann..... æfir vöðvana í andlitinu og eins gott að enginn annar sér....

Linda kaldhæðna