BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, ágúst 20, 2004

Msn samtal

Ég var að tala við útlendan vin minn í gær sem ég hef ekki talað við lengi, hann kom inn á msnið rétt áður en ég var búin að vinna í vinnu nr. 2 í gær. Like usual þá byrjar þetta á chitt chatti nema svo akkúrat þegar ég var að fara að segja honum að ég þyrfti að hlaupa til þess að ná strætó heim kemur hann með fréttirnar!
Skrýtið hvað allt getur breyst á augnabliki og maður fer að skamma sjálfan sig fyrir að hafa sagt hitt og þetta. Því hann sagðist nefnilega hafa fréttir og ég í gríni sagði nú ertu giftur og komin með krakka!
Hann tilkynnti mér þá að pabbi hans hafi dáið fyrir 2 mánuðum síðan úr krabbameini sem hafði bara greinst 3 vikur áður.
Mig langaði svo til þess að bíta tunguna úr mér eða í þessu tilviki höggva af mér puttana þar sem þetta fór í gegnum lyklaborð en ekki talfærin.

Þar af leiðandi ákvað ég að missa af strætó og talaði áfram við hann.

tekur bara augnablik og allt breytist

0 Mjálm: