BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, desember 31, 2005

Síðasti póstur

....... ársins.

Ég er ekki vön því að fara yfir einhverja atburði ársins, kannski vegna þess að sjaldnast finnst mér eitthvað merkilegt hafi gerst en þetta ár er öðruvísi. Rosalega viðburðarríkt fyrir mig.

Á þessu ári:

*kláraði ég ritgerðina mína
*flutti ég í íbúðina mína
*útskrifaðist ég
*tók baðherbergið í gegn í íbúðinni minni
*eignaðist systurdóttur
*eignuðustu fullt af fólki í kringum mig börn
*ein eignaðist óvænt núna í enda desember (átti að vera janúar)
*fór í búdda brúðkaup
*fór í brúðkaup til Þýskalands
*flutti ein vinkonan búferlum til Danmerkur
*Ákvað að hætta í vinnunni
*sagði upp í vinnunni
*hætti í vinnunni
*ákvað að fara í ferðalag sem hefur dreymt um lengi
*keypti flugmiða til þess að fara

Þetta hefur verið mjög viðburðarríkt ár fyrir mig og mikið tekið af stórum atburðum fyrir mig. Nýja árið tekur svo á móti með nýju ævintýri :)

Vil óska ykkur gleðileg árs :)

föstudagur, desember 30, 2005

Ferðin

Jæja þá er visa til Kína og Ástralíu komið. Reyndar er visað til Ástralíu bara rafrænt þannig að þarf að leggja númerið á minnið sem ég er með.

Búin að bóka eina nótt í London á hosteli og tvær nætur í Shanghai.

Tvær nætur í Shanghai eru að kosta mig um 12 pund ekki slæmt miða við að nóttin í London kostar um 20 pund og bæði í dormi.

Næsta vika fer í að pakka niður (bókum og öðrum hlutum heima) og snúast.

hasta la vista

Seinasti vinnudagurinn

Seinasti vinnudagurinn runninn upp - eitthvað sem ég hélt fyrir 3 mánuðum síðan að mundi aldrei koma. En þetta leið svo mikið hraðar en mig grunaði. Finnst eins og það sé rétt um mánuður síðan ég sagði upp.

Tek í stökkum að kvíða fyrir, hlakka til, vera spennt fyrir ferðalagið og áhyggjur. En allt líður frekar fljótt frá þannig að ég er tiltölulega róleg yfir þessu öllu saman. Er reyndar frekar annarshugar - var t.d. að ganga heim úr búðinni eitt kvöldið og gekk framhjá innkeyrslunni. Rata greinilega lengur ekki heim til mín.

Jæja læt þetta duga í bili...

hasta la vista

miðvikudagur, desember 28, 2005

Nýtt barn

Jáhá - Guðmunda vinkona kom barni sínu í heiminn í gær - 3 vikum fyrir tímann. Óska litlu fjölskyldunni sem er búin að stækka um einn og er barasta eiginleg orðin stórfjölskylda innilega til hamingju.

Er mjög ánægð að þau skyldu nú drífa í þessu þannig að ég ætti að geta séð strákinn áður en ég held utan..... en enn bætist við barnafjöldann sem er fæddur 2005 - hélt nú að þetta barn yrði 2006 en hann hafði greinilega aðrar áætlanir.

Að öðru þá eru bara 2 vinnudagar eftir og frekar rólegt að gera enda er ég að kúpla mig svona útúr hlutunum og færa þá yfir á hina.

jamm

laugardagur, desember 24, 2005

Aðfangadagur

Gleðileg jól

föstudagur, desember 23, 2005

Kveðjur

Sendi tölvupóst til farfuglaheimilinna um daginn sem var kveðja og jólapóstur. Er búin að vera að fá tilbaka frá þeim og hlýnar alveg um hjartarætur (væmni) við að fá tilbaka þar sem þau eru líka að þakka mér fyrir samstarfið. Oh það er svo gaman.

Hef voða lítið að segja - einungis 4 dagar og 2,5 tími eftir í vinnu. Fæ að hætta á hádegi í dag. Algjör lúxus.

Morgun aðfangadagur - mjög óraunverulegt!

jamm

fimmtudagur, desember 22, 2005

Spennufall

Fékk spennufall í gærkveldi - það gerði vart við sig. Hafði voða litla matarlyst og borðaði lítið í kvöldmatnum og fleira.

En hringdi í British airways í gær til þess að kaupa flugmiðan/a en þá var mér tjáð að hún þyrfti að senda þetta í quote department þar sem þau mundu koma með upplýsingar um verðið og það tæki svona viku til tíu daga. Ég varð frekar pirruð og sérstaklega þar sem ég er búin að hringja þangað nokkrum sinnum og hef aldrei fengið þessar upplýsingar þegar ég hef verið að spurja um þetta. Hún nefndi síðan að ég gæti haft samband við trailfinders þar sem þeir gætu gefið mér verðið strax. Ég hafði upp á heimasíðunni þeirra en ekkert gekk að ná í númerið þannig að ég leitaði að númeri í breskri símaskra fyrir þá og fann eitt og prófaði að hringja. Það gekk svo ég er komin með öll flugin. Að vísu er þetta aðeins breytt frá upphaflegri áætlun en það er að ég flýg til Shanghai fyrst en ekki Peking þannig að ég fer sennilegast einhvern hring því síðan flýg ég frá Hong Kong til Kuala Lumpur.

En brottfaradagur frá Íslandi er 7. janúar - eftir 16 daga takk fyrir.

Stærsta jólagjöfin mín í ár er til mín - helv... sjálfselska er þetta!

Ég sem á mánudaginn hafði á tilfinningunni að ekkert væri að ganga upp en þetta er allt að koma, búin að redda leigjanda, fluginu, þá er bara fá visa og redda síðan gistingu í London og Shanghai fyrstu nóttina. Langar reyndar ekkert að gista í London en oh well - hjá því er ekki komist.

heimsreisufari

miðvikudagur, desember 21, 2005

Fréttir

Mjálmið enn og aftur fyrst með fréttirnar!

Stefnt er á að kaupa flugmiðan í dag - þannig að skýrist mun betur fljótlega hvenær ég fer úr landi.

Ekki komin með óyggjandi svar við hinu en veit ég lenti ekki í þrönga hópnum ;)

Glöð í bragði að þetta er að komast á hreint hjá mér!

jáhá

þriðjudagur, desember 20, 2005

Fyrst með fréttirnar

Já Mjálmið fyrst með fréttirnar.

Íbúðin komin í leigu - ég sem var með hnút yfir þessu í gær.

Núna þarf bara koma lítilræði á hreint svona hvort ég fari út annars þá verð ég húsnæðislaus hahahahaha - neh ok ég fer út þegar ég fæ nei-ið sem ég er að bíða eftir. Þarf að fá það í dag svo ég geti keypt miða.

Hey vill einhver rúm - lélegt rúm svona frekar...getur geymt það fyrir mig frá janúar til lok maí...

Langar til þess að skrifa smá yfir þá sem komu og skoðuðu hjá mér í gær en þar sem mér finnst það ekki rétt þá sleppi ég því.

jíbbíi

Sætasta stelpan





Þetta er svo mikil rófa og svo sæt stelpa að nær bara engri átt ;)

kjúti pæ

mánudagur, desember 19, 2005

Þar kom að því

Einhver óútskýranlegur hnútur í maganum á mér.

Af hverju?

Veit ekki.

Kannski er stress að færast loksins yfir mig og hef á tilfinningunni að hlutirnir munu ekki ganga upp hjá mér.

Það hlaut að koma að þessu.

ekki jólastress

sunnudagur, desember 18, 2005

Félagslíf

Að eiga sér félagslíf er erfiðara heldur en að vinna aukavinnu 2-3 kvöld í viku. Allavega var ég útkeyrð eftir vikuna á föstudaginn - kannski vegna þess að ég er svo óvön þessu. Fór í bíó og tvisvar á kaffihús þessa vikuna og það gerir mig bara útkeyrða. Fór reyndar á ágætlega skemmtilegt kaffihús á föstudaginn með Guðmundu vinkonu - fór á kaffihúsið Babalú sem er á skólavörðustíg. Er á því að ætti að koma á svona form að hittast reglulega á hinum ýmsum kaffihúsum borgarinnar.

Á núna bara eftir eina jólagjöf og þessi eina jólagjöf er að valda mér þvílík heilabrot - hef gengið búð úr búð. Hef ákveðnar hugmyndir en virðist samt ekkert finna.

Keypti 2 hluti í dag - var maður sem pakkaði hlutunum inn og sagði síðan við afgreiðslustúlkuna verðið - en verðið var bara fyrir annan hlutinn og hún rukkaði mig semsagt fyrir einungis annan hlutinn. Var að spá í hvort ég ætti að benda henni á þetta en ákvað að leika mig "heimska" og vita ekki neitt. Er enn með smá samviskubit yfir því. Yfir því að hafa ekki bent á mistökin en fyrir vikið fékk ég þarna 2 jólagjafir á verði eins....

Gerði ég rangt eður ei?

steluþjófur?

föstudagur, desember 16, 2005

Stundum

Stundum hitta stjörnuspár bara akkúrat í mark!

FISKAR 19. febrúar - 20. mars
Það er engu líkara en að andstæðir pólar togist á um sál fisksins. Endurheimtu vald þitt. Náðu stjórn á hugsuninni. Ekki elta hana niður skuggasund. Notaðu viljann til þess að beina þeim inn á brautir gleði, léttleika og undrunar.


jamm

hmm...

Um helgina fer ég sennilegast að skoða jólagjöf handa mér.... frá vinnunni.

Undarleg staða en kvarta ekki.

jól jól

10 dagar

10 dagar eftir í vinnu - ótrúlegt
ekki neitt ákveðið enn hvað er gert í janúar - ótrúlegt
er tiltölulega róleg yfir þessu - ótrúlegt


Jæja tíminn þýtur enn áfram en reikna nú með að það komist á hreint í dag hvað verði - ef ekki í dag þá á mánudag. En held alveg að viti hvað verði sko :)

og það líður

miðvikudagur, desember 14, 2005



KING KONG

þriðjudagur, desember 13, 2005

Sucker

Ég get stundum verið svo mikil sucker - var alveg á því að ég var ekki að fíla þessi gúmmí armbönd sem hafa verið til styrktar hinum og þessum sem voru í sumar.
Núna er komið armband sem við erum að selja og á því stendur: Travel 2Explore, Travel 2Respect, Travel 2Live, Travel 4Peace.

Og já ég fell fyrir þessu...og keypti eitt stykki - með því er ég líka að styrkja UNICEF - því við ákváðum (aka einn frekur vinnufélagi hehehe*)að styrkja þau.

"I love to explore the unknown. I travel with an open mind and heart. I respect the cultural heritage and natural environment of the places I visit. I am aware that I am always a guest in another country. I want my journeys to be a positive experience for me and the people I meet. By travelling I hope to contribute to international understand and peace"

Responsible travellers wear a green wristband to show their commitment to travelling with respect for the people they meet and the places they visit.

Jamm er algjör sukker og féll fyrir þessu.... oh well.

bleh

*aka freki vinnufélaginn var settur inn vegna kvartana til mín að ekki hafi verið fjallað um vinnufélagana.

Helgin

Má segja að þema helgarinnar hafi verið börn!

Fór nefnilega í barnaafmæli á laugardaginn hjá henni Hjördísi Önnu - litlu hennar Bellu vinkonu (og að sjálfsögðu Óskars).
Á sunnudaginn fékk ég svo það ábyrgðarhlutverk að passa hann Ísak litla sem er líka 2 ára alveg eins og Hjördís. Það gekk svona að mestu leyti áfallalaust fyrir sig - fyrir utan að fyrsta klukkutímann eða svo kom lítil skeifa þar sem hann spurði um pabba og mömmu. Ég reyndi að halda honum uppteknum með bókum og bókalestri en svo vildi litli gutti það ekki og heldur ekki kubba og þá tók aðal barnapían við. Jamm ég leitaði á náðir sjónvarpsins og litlu ljótu lirfunnar. Horfðum á það og svo aftur. Eftir það þá fór guttinn að hressast og kom engin grátur á foreldrana. Þegar hann bað hinsvegar um að horfa á í 3 skiptið þá skipti ég um spólu og setti Monster incorporate í tækið. Mér varð það reyndar á að segja við litla gutta að foreldrar hans mundu ábyggilega skamma mig fyrir að leyfa honum að horfa á vídeó og aftur kom skeifa. Var fljót að segja að þau gerðu það nú ábyggilega ekkert og langaði mest til þess að bíta í tunguna á mér.

Ég komst að einu í sambandi við þessa pössun en það var þegar við vorum að lesa um stafina en það er bók sem ég hef átt síðan ég var lítil. Á hverri bls er semsagt einn stafur og svo bara fullt af myndum af hlutum sem byrja á þessum staf.
Nema ég kom að N - inu og þar var mynd af mynd sem hékk á vegg - á myndinni voru 2 svartir krakkar. Ég fór að pæla í því fyrir hvað þetta ætti nú að vera. Ég nærri missti andlitið þegar ég fattaði að þarna ætti semsagt að vera orðið negrar. Fannst það full fordóma fullt þannig að ég sleppti út - fór samt að pæla í því eftir á að sjálfsagt hefur það ekki verið neitt fordómafullt hérna áður fyrr að segja negri - enda hefði verið fordómar fyrir því þá hefði mynd af þeim aldrei verið sett í þessa bók.

svona er það

mánudagur, desember 12, 2005













You should learn Turkish


QuizGalaxy Language Quiz!


You should learn Turkish. You are very unique and march to the beat of your own drum. You hate it when people tell you what to do. You are clever and could pick up Turkish fairly easily.
















Take this quiz at QuizGalaxy.com

Bleh

Ég ætlaði mér svo að vera félagsskítur því ég veit svo sannarlega að ég á ekki eftir að geta svarað þessu öllu ;) en svo að sjálfsögðu fékk ég smá samviskubit yfir því að gera ekki eins..... var nefnilega svo gaman að lesa þetta hjá systur minni og frænku um mig.

1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
(7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!)

Skrifaður nafnið þitt í kommentin og ég skal svara þessum spurningum um þig

föstudagur, desember 09, 2005

15 vinnudagar

jæja

Það eru 15 vinnudagar eftir að meðtöldum þessum - hefur liðið alveg ótrúlega hratt. Seinasti vinnukvöldið í vinnu nr. 2 var í gær - skrýtið.

Hef mest lítið að segja...enn allt í óvissu hvað verður með mig í janúar. Finnst það alveg ótrúlegt líka hvað ég er róleg yfir þessu öllu saman. Er samt meira að búa mig undir ferðalag.

Jæja læt þetta duga í bili...

hasta la vista

þriðjudagur, desember 06, 2005

Skreytingar

Fólkið í húsinu er í óða önn að koma upp jólaljósum - meira segja gamla konan við hliðina á mér er komin með jólaseríur í gluggann.

Ég sem ætlaði ekkert að skreyta þar sem ég þarf hvort sem er að pakka niður um jólin er að fá ferlegt samviskubit yfir því að vera alger félagsskítur. Lítur út fyrir að ég verði að henda upp einhverri seríu - held ég eigi reyndar ekki neina nógu stóra fyrir stofugluggann þannig að eldhúsglugginn verður fyrir valinu.

Held ég sé voða lítið jólabarn!

ekki jólabarnið

mánudagur, desember 05, 2005

Desembereldar

Jæja svo virðist sem desember eldsvoðar séu byrjaðir skv. mbl.is,þá er eldsvoði sem geisar á Ísafirði.

:(

Meira blaður

Á laugardagskvöldið þá fór ég í Trivial Pursuit nema ég er ansi óhress með spurningarnar sem ég fékk - að minnsta kosti tvær þeirra.... sem sitja fast í mér.

Fyrri spurningin sem ég fékk á landfræðireit var: Í hvaða landi eru flestir hjúkrunarfræðingar
svo kom næsta spurning á eftir: í hvaða landi eru flest sjúkrahúsin.

Ég var semsagt ekkert voða sátt við þessar spurningar og líka það að spurningar úr heilbrigðisgeiranum voru að elta mig.

Var síðan líka sérstaklega ósátt við mig þegar ég fékk spurninguna um hvaða 2 borgir í Japan urðu fyrir kjarnorkubombu....urr ég mundi aðeins Hirosima en mundi ómuglega nafnið á hinni borginni :(

bleh

jæja

Fór í saumaklúbb í gær - sem var svo nálægt því að vera fullskipaður. Bara á seinustu stundu afboðaði ein sig þar sem hún var heima með veikt barn. Meira segja danmerkurfarinn var á landinu og komst í saumaklúbb. Ah var indælt að hitta þær allar og lítur út fyrir ágætis hittelsi hjá okkur á næstunni.

Barnafmæli næstu helgi, útskrift 20. des og svo jólaboðið okkar!

Annars heyrði ég um helgina að litli/yngsti bróðir minn hefur einhverjar áhyggjur af mér, hann nefnilega var eitthvað að ræða það um daginn þegar hann var sóttur af leikskólanum að ég byggi ekki með neinum svona kalli og þegar mamma hans benti nú á að amma Rósa byggi nú heldur ekki með kalli en þá stóð nú ekki á svarinu - hún byggi með annari konu. Þá var bent á að Ingibjörg frænka byggi nú heldur ekki með kalli en þá stóð heldur ekki á svarinu en hún byggi með hundi. Þannig að áhyggjur hans virtust þá vera á þá leið að ég byggi nú bara alein.

hahaha

Bless bless

Jæja - maður er orðin nokkuð góður í að fara út á stétt hérna í vinnunni og kveðja fólk - fimmti að fara í dag á rúmri viku.

Fullt af knúsum og svo veifað bless - hugsa að þau hjá flugrútunni séu farin að koma aðeins fyrr hingað vegna þess að tekur svo langan tíma að fá farþegann út í bíl.

hasta la vista

sunnudagur, desember 04, 2005

Myndir

Búin að setja helling af myndum á myndasíðuna mína, þeir sem vilja lykilorðið bara hafa samband við mig :)

föstudagur, desember 02, 2005

fimmtudagur, desember 01, 2005

Þreytt

Ég er alveg ofboðslega þreytt eitthvað..... held að 3 kvöld í viku í vinnu 2 sem er að gera útaf við mig - eða kannski ástæðan sú að ég varð alveg ofboðslega pirruð í morgun að það bara sauð á mér.

Málið er að á þriðjudaginn fór ég með ritgerðina mína aftur í prentun (vantaði fleiri eintök) - nema síðan í morgun fór ég að skoða eintökin til þess að tjekka á því hvort ekki væri allt í lagi.

Nei það var það ekki - ritgerðin var öll í svört/hvítu en einn kafli í ritgerðinni þarf að vera í lit útaf myndum og korti. Ég pirraðist öll upp við þetta því þessi prentun var ekki sú ódýrasta í heimi - hefði ég náð í prentstofuna um leið þá hefði ég ábyggilega urrað á manninn. En sem betur fer var þetta afgreitt fljótt eftir að ég hringdi og ég kom og sótti ritgerðina aftur og er því komin með nokkur mörg eintök af henni bæði í lit og svört hvítu

geisp