BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, mars 30, 2009

Ertu ekki að grínast í mér!

Er búin að vera með lag á heilanum í allan dag og það er búið að vera gera mig vitlausa.

Þetta var lag sem var í Eurovision og held að Ingó hafi sungið það - nema hvað í bílnum á leið í skólann áðan var ég algjörlega laus við lagið en kom það þá ekki í útvarpinu...

föstudagur, mars 27, 2009

Meira líf

Lífið á heimilinu var aldeilis ekki búið eftir að ég veiddi silfurskottuna í ganginum í gær.

Þegar ég var um það bil að fara sofa þá missti ég símann minn í gólfið. Til þess að ná í hann aftur þurfti ég að færa náttborðið.

Nema hvað þegar ég færði það þá blasti við mér kónguló!

Jamm nema hún var heldur fljótari en ég og náði að koma sér undan - hvert hef ég ekki hugmynd um.

Orðið ansi mikið líf hérna fyrir minn smekk - er soddan rólegheitamanneskja ;)

Ekki hress

Jæja nú er ég ekki hress, bara næstum því furious.

Þegar ég kom heim í kvöld fann ég silfurskottu á ganginum.

Ekki ánægð.

Ég meina þær höfðu baðherbergið sem "sitt umráðasvæði" en nú eru þær farnar inn á mitt umráðasvæði. Þannig að núna er ég komin með 3 silfurskottur í þessari viku - ekki gerst áður þannig að spurning hvort sé eitthvað mikið um að vera núna!

Þótt þær eigi að vera meinlausar þá er ég núna að spá í eitrun!

föstudagur, mars 20, 2009

Ég um mig frá mér til mín

Afmælisstelpa :)

miðvikudagur, mars 18, 2009

Hláturskast

Það er eitthvað svo bjánalegt að fá hláturskast ein.

Á mánudagskvöldið var ég að horfa á Jay Leno og fékk þetta þvílíka hláturskast eftir að hafa horft á tvö brot hjá honum. Svo mikið að ég ætlaði ekki að geta hætt að hlæja, og svo hló ég enn meira yfir bjánanum mér að finnast það bjánalegt að fá hláturskast ein ;)

í ruglinu

Hvað rugl er það að brjóstahaldari kosti 10.000 kr, ég endurtek 10.000 kr!

Helvítis fokking fokk

Var líka í meiri rugli í gær, fór vestur á Snæfellsnesið og rétt áður en við komum að Grundarfirði þá fór ég að æla :( - ældi svo meira á Grundarfirði og svo á fundinum sem ég var á, þurfti alltaf reglulega að yfirgefa salinn.

Sjæs - ekki gaman.

Sem betur fer var heimferðin alveg ælulaus.

Algjört rugl!

sunnudagur, mars 15, 2009

Hugmyndir óskast

Ég er í vandræðum með hvað ég eigi að gera næsta föstudag.

Þannig að hér með óska ég eftir hugmyndum um hvað ég get gert :)

fimmtudagur, mars 12, 2009

Týnt

Ég bý ekki í stórri íbúð en samt tekst hlutum að hverfa héðan.

Kannski kóngulærnar taki þessa hluti!

En allavega er búin að leita um allt að gataranum mínum - þegar maður er búin að eyða regnskógunum þá þarf maður náttúrulega að gata þá og koma fyrir í möppu ;)

en ansans gatari....

###

En annars átti ég bara mjög óvænt kvöld - það er að segja spontant. Alltaf skemmtilegt :)

þriðjudagur, mars 10, 2009

Skil ekki

Síminn fór að taka gjald fyrir "leigu" á router/beini, það sem ég skil ekki er hvernig þeir geta það við "gamla" viðskiptavini.

Á sínum tíma gerði ég 12 mánaða bindandi samning við símann um adsl þjónustu og ef ég man rétt og skildi þetta rétt að með því að gera þennan binandi samning þá væri ég að fá routerinn og hann væri minn.

Þennan samning gerið ég haust 2006 og rann því út haust 2007 og því ætti routerinn að vera minn. Nú einu og hálfu ári seinna ákveða þeir að taka gjald fyrir leigu á einhverju sem er mitt. Hvernig er það hægt.

Ég skil það og mundi skilja ef þetta væru viðskiptavinir sem kæmu inn í dag í adsl viðskipti og væru að fá router eða þeir sem eru að fá nýjan router.

Bara skil ekki hvernig þeir geta gert þetta.

mánudagur, mars 09, 2009

Sköpunargáfa

Ég er gjörsamlega gjörsneydd allri sköpunargáfu - ekki svo sem ný tíðindi hér á ferð fyrir mig. Verra fyrir verkefnið sem ég er að vinna í :)

Spurning um að brjótast úr skelinni og leyfa gyðjunni að koma fram (sköpunargyðujunni sko).

sunnudagur, mars 08, 2009

Aðstoðarmanneskja

Ég hef verið að hugsa að ef ég skyldi einhvern tímann vera það vel stödd að ég gæti ráðið einhverja manneskju til að aðstoða mig, við hvað það ætti að vera.

Ég er semsagt komin að niðurstöðu.

Ég mundi ráða einhvern sem mundi elda ofan í mig - þannig að ég þyrfti þess ekki og helst ekki heldur hvað ætti að vera í matinn. Mundi þá eiginlega bara elda ef ég fengi yfirþyrmandi þörf fyrir það sem ég efast um að myndi gerast :) Væri gott líka ef manneskjan mundi taka til hádegismat þá daga sem ég er heima eins og helgar og svona.

En já væri alveg til í að heyra hvernig manneskju þið munduð vilja - skiljið bara eftir í kommentum :)

fimmtudagur, mars 05, 2009

Kalt

Eruð þið ekki að grínast með kuldann?

Hélt ég mundi ekki lifa gönguna af í morgun, hélt ég yrði bara frosinn einhversstaðar í Laugardalnum og mundi kannski "finnast" þegar þýða kæmi.

Heppni bara að var logn - meira segja ipodinn minn hélt ekki kuldann út en sem betur fer búin að þiðna núna, ipodinn sko.

þriðjudagur, mars 03, 2009

lúði

Er algjör lúði

Varð veik í gær :( - seinnipartinn í vinnunni varð mér flökurt en hélt samt nánast vinnudaginn allan út. Náði líka að labba heim úr vinnunni áður en uppköstin byrjuðu en rétt náði.

Í morgun var ég síðan að reyna að ákveða hvort ég ætti að fara í vinnuna, fékk mér ristabrauð sem ég er ekki búin að skila og ákvað síðan að fara í vinnu. Nema ég var ekki komin langt þegar ég ákvað að væri kannski ekki alveg sniðugast að fara. Maginn ekki alveg komin í lag og ekki með neitt þrek. Það ásamt því að bílamengunin var alveg að fara með mig.

Gekk því aftur heim og lét vinnuna vita - algjör lúði semsagt

sunnudagur, mars 01, 2009

Bónorð

Fékk bónorð í gærkvöldi.

Varð eiginlega svoldið kjaftstopp og vissi ekki hvað ég átti að segja, ég meina hvernig hryggbrýtur maður 3 ára snáða?

En hann var líka ósköp sætur í gær og sagði mér hvað eftir annað að ég mætti eiga hann og hann var alveg með svar við því hvar rúmið hans og dótið ætti að vera.

En hugsa að hann hafi líka ásælts flugvélina mína - hún hefur alveg ótrúlegt aðráttarafl fyrir hann :)