BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, mars 10, 2009

Skil ekki

Síminn fór að taka gjald fyrir "leigu" á router/beini, það sem ég skil ekki er hvernig þeir geta það við "gamla" viðskiptavini.

Á sínum tíma gerði ég 12 mánaða bindandi samning við símann um adsl þjónustu og ef ég man rétt og skildi þetta rétt að með því að gera þennan binandi samning þá væri ég að fá routerinn og hann væri minn.

Þennan samning gerið ég haust 2006 og rann því út haust 2007 og því ætti routerinn að vera minn. Nú einu og hálfu ári seinna ákveða þeir að taka gjald fyrir leigu á einhverju sem er mitt. Hvernig er það hægt.

Ég skil það og mundi skilja ef þetta væru viðskiptavinir sem kæmu inn í dag í adsl viðskipti og væru að fá router eða þeir sem eru að fá nýjan router.

Bara skil ekki hvernig þeir geta gert þetta.

1 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Fáranlegt... þessi símafyrirtæki og þeirra tilraunir að taka mann í það þurra eins og sagt er !

skipta skipta skipta og ekki hika við það, fá bara betra boð annars staðar.