BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, mars 29, 2010

Veðurteppt

Var veðurteppt í morgun - ferlega skrýtið.

Grunaði svo sem þegar ég vaknaði í morgun (reyndar strax í gærkveldi) að ég myndi ekki komast í vinnu í morgun, að væri komin skafl við fjárhúsið. En ákvað samt að athuga og fór því á bílnum að fjárhúsinu og út þar að kanna málið áður en ég mundi æða yfir. Sumsstaðar náði skaflinn mér upp að hné og var ég nokkuð viss um að ekki tækist að fara yfir og ákvað því að snúa við. Hinumegin við skaflinn var maður sem lagði bíl sínum og fékk far með mér tilbaka þar sem hann var að fara ryja rollur í einu af fjárhúsunum (eru nokkur sko). Ákvað að senda svo sms í morgun til manns sem býr hinumegin við skaflinn og athuga hvort ég gæti fengið far með honum ef hann væri að fara út í þorp. Um tíuleytið þá brýtur hann sér leið yfir skaflinn og kemur alla leið heim að dyrum. Ég sem ætlaði mér nú að ganga yfir skaflinn þegar hann færi en til hvers að eiga jeppa á 35 tommum ef ekki er notað ;)

En allavega um þetta sama leyti þá er bóndinn á næsta bæ komin með snjóblásarann og ég ákvað því að bíða svo ég kæmist á mínum bíl í vinnuna.
Spurning síðan með næstu daga hvort ég geymi bílinn hinumegin við fjárhúsin - sennilegast ef það heldur áfram að snjóa og blása svona eins og gerði í nótt og í gær.


Mig langaði samt hrikalega að prófa og fara í gegnum skaflinn og athuga hvort ég kæmist en skynsemin tók yfirhöndina :(



En vantar skóflu!

laugardagur, mars 27, 2010

Vetrarfærð


Enn er vetrarfærð. Átti ágætis kaupsstaðarferð til Akureyrar þar sem ég var að byrgja mig upp fyrir páska og gesti. Það rann á mig eitthvert kaupæði og keyptar 2 bækur og mynd. Langaði að kaupa fleiri en hélt aftur að mér. Verð að geyma eitthvað fyrir þá næstu :-) Náði að kaupa 3 afmælisgjafir. Góður matur var snæddur á Bautanum í góðum félagsskap en var síðan rekin af stað í sveitina svo ég næði í björtu og áður en veðrið versnaði. Fínn dagur.

föstudagur, mars 26, 2010

Helgin

Seinasta helgi var fín fyrir utan smá atvik eða þegar Safír lét okkur fá smá áfall og var heppin að lifa fallið af.

Hann fór semsagt niður háan klett sem má sjá á myndinni og förin eftir hann.
Var heldur óhuggulegt!

fimmtudagur, mars 25, 2010

Pirringur

Það er einhver pirringur í mér.

Verð að losna við hann því ég nenni ekki að vera svona ;) - nenni ekki að vera pirruð og verð því pirraðri fyrir vikið að geta ekki losnað við pirringinn.

Talandi um vítahring.

hversvegna pirringur er - veit ég ekki.... eða minnsta kosti engin góð ástæða fyrir honum.

Urr.... verð að losna við þetta.

Góðar hugmyndir?

sunnudagur, mars 21, 2010

Veisluborð



laugardagur, mars 20, 2010

Afmæliskakan



mánudagur, mars 15, 2010

Umferðarteppa


Lenti í umferðarteppu á leið heim.

sunnudagur, mars 14, 2010

Spegilslétt vatnið


Tók myndavélina með í göngutúrinn en myndir úr símanum verða að duga á bloggið.

Heima


Hrikalega gott veður og ég tími ekki að fara aftur inn.

fimmtudagur, mars 11, 2010

Í dag



Í gær



Djammsleikur

Yndisleg helgi að baki í góðum félagsskap.

Skellti mér í borgina til þess að fara þaðan strax - stoppaði ekki klukkutíma!

Förinni var heitið í sumarbústað og var alveg stór skemmtileg helgi en þreytt - fór seint að sofa sem þýðir ekki endilega að ég vakni seint.... ónei klukkan átta er það heillin.

En orð helgarinnar var tvímælalaust: Djammsleikur

Já margt sem maður lærir og verður vísari að.

Flaug svo tilbaka norður á mánudaginn og fékk góðan félagsskap þar þrátt fyrir að hafa ekki hist í meira en ár! Alveg yndislegt.

Veturinn virtist hinsvegar alveg vera horfinn þegar ég kom tilbaka norður og gleymdi ég að kaupa skófluna - held líka að kóngulær séu eitthvað að ruglast því ég er búin að sjá tvær heima ásamt járnsmiði og svo henti ég einni út í vinnunni sem var eitthvað að þvælast fyrir mér. Finnst að hún eigi bara að vera á gólfinu ef hún vill endilega vera inni!

sunnudagur, mars 07, 2010

Nammi namm



miðvikudagur, mars 03, 2010

Föst


Var dregin upp úr skafli í morgun, við fjárhúsið. Hressandi

þriðjudagur, mars 02, 2010

Flottir litir



Veður dagsins


Aðeins 19 stiga frost í morgun.

mánudagur, mars 01, 2010

Veður dagsins


Fallegt veður í dag en kalt.

Skafa

Ég hef nánast þurft að skafa bílinn alla daga síðan ég kom hingað utan örfáa daga í seinustu viku. Þvílíkur munur þá að geta bara hoppað upp í bíl og lagt af stað.

Í morgun þurfti hinsvegar að skafa enda líka frostið um 16 stig í morgun og fór hæst (að ég held) upp í 17 stigin. Það hefur nú reyndar lækkað um 10 stig síðan í morgun.

Var líka einstaklega bjartsýn í morgun, því um helgina var ekki það mikið frost að ég hugsaði með mér að kannski þyrfti ég ekki ullarfötin en ákvað að samt að tjekka á hitamælinum áður (frostamælnum) - sem betur fer þar sem það var yfir 10 stigin.

En veðrið hinsvegar alveg einstaklega fallegt, engin vindur, sólin skín og allt svo hvítt og fallegt hér í kring.

Næstum því alveg viss að ég ætlaði að skrifa eitthvað meira en bara man það ekki núna!