BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, mars 29, 2010

Veðurteppt

Var veðurteppt í morgun - ferlega skrýtið.

Grunaði svo sem þegar ég vaknaði í morgun (reyndar strax í gærkveldi) að ég myndi ekki komast í vinnu í morgun, að væri komin skafl við fjárhúsið. En ákvað samt að athuga og fór því á bílnum að fjárhúsinu og út þar að kanna málið áður en ég mundi æða yfir. Sumsstaðar náði skaflinn mér upp að hné og var ég nokkuð viss um að ekki tækist að fara yfir og ákvað því að snúa við. Hinumegin við skaflinn var maður sem lagði bíl sínum og fékk far með mér tilbaka þar sem hann var að fara ryja rollur í einu af fjárhúsunum (eru nokkur sko). Ákvað að senda svo sms í morgun til manns sem býr hinumegin við skaflinn og athuga hvort ég gæti fengið far með honum ef hann væri að fara út í þorp. Um tíuleytið þá brýtur hann sér leið yfir skaflinn og kemur alla leið heim að dyrum. Ég sem ætlaði mér nú að ganga yfir skaflinn þegar hann færi en til hvers að eiga jeppa á 35 tommum ef ekki er notað ;)

En allavega um þetta sama leyti þá er bóndinn á næsta bæ komin með snjóblásarann og ég ákvað því að bíða svo ég kæmist á mínum bíl í vinnuna.
Spurning síðan með næstu daga hvort ég geymi bílinn hinumegin við fjárhúsin - sennilegast ef það heldur áfram að snjóa og blása svona eins og gerði í nótt og í gær.


Mig langaði samt hrikalega að prófa og fara í gegnum skaflinn og athuga hvort ég kæmist en skynsemin tók yfirhöndina :(



En vantar skóflu!

4 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Sko skafl sem nær þér upp að hné er ekki nema 15 cm og fólk sem á
4x jeppa á 35 tommum kemst alveg yfir hnéháa skafla ..... isssssssssssss

kv
Ásta D

Nafnlaus sagði...

okey... set þetta hérna líka

er ófært ?? erum við ekkert að fara að komast norður ??

en skóflu, eigum við að koma með svoleiðis ef við komumst ??

ellz

Linda Björk sagði...

Ásta - hann komst lika en minn bill hefdi ekki komist, var líka leidinlegur snjór. Ellen - alveg róleg. Hringvegurinn er mokadur daglega. Hinsvegar sér vegagerðin ekki um heimreiðina til mín og það skefur svo vid fjarhusid thess vegna var eg vedurteppt.

Linda Björk sagði...

og líka skófla er fín :) þar sem ég virðist alltaf gleyma að kaupa.