BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, desember 30, 2003

Heimabíó

Pabbi kom í heimsókn áðan til þess að hjálpa mér að setja upp heimabíóið eða réttara sagt til þess að setja upp heimabíóið. Ég sat að mestu og horfði á og þess á milli reif upp pakkningarnar. Nú eru snúrur út um allt herbergi en það er geðveikt að hlusta á tónlist í þessum græjum. Nú er ég líka í klemmu........ ég vil fá græjurnar mínar í lag en það er bara mikið flottara að hlusta á tónlist í heimabíóinu. Þannig að ljóst er að ég verð að flytja í risahús/íbúð til þess að geta haft græjur í hverju herbergi og því mun ég hafa not fyrir gömlu fermingargræjurnar mínar. Snilldarlausn!

Ég ætti því að geta farið að þrífa og laga til hérna :-)

Það er orðið nokkuð ljóst að ég bý upp í sveit eða rassgati eins og ég hef viljað meina. Hvað er málið með gangandi vegfarendur? Eins og vel flestir vita þá snjóaði heilmikið í Reykjavíkinni í gær nema eins og venjulega þá er fyrst og fremst hugsað um göturnar og bílana. Fyrst er rutt göturnar og svo seinna gangstettir en einungis á útvöldum stöðum.... ekki sveitaplássum eins og árbænum......urrrrrr.

Fór í mína þriðju jarðaför í dag á þessu hausti, alltof mikið á einu ári hvað þá á einu hausti :( en ég vona að árið 2004 verði laust við allt slíkt því ég hef fengið nóg af slíkum samkomum.

Linda á næst síðasta degi ársins!

mánudagur, desember 29, 2003

Niðurstaða

Ég held ég sé komin að niðurstöðu varðandi þrifin á heimili mínu og aðgerðarleysi gagnvart því. En þegar græjurnar fóru þá hef ég enga tónlist og þegar ég hef enga tónlist þá er ómöglegt að taka til og þrífa þannig að ég er komin í vítahring.

Nú eru góð ráð dýr..... ég prófaði um daginn að hafa ferðageislaspilarann þegar ég var að laga til en það var ómögulegt og óþægilegt.......en um leið og mér tekst að taka til þá get ég sett upp heimabíóið sem ég fékk í jólagjöf og þar af leiðandi hlustað á tónlist.

Ég er nú pínku að fíla þennan snjó sem er að safnast fyrir hérna í borginni..... langar út og nenni ekki að hanga inni.

Linda snjódrottning?

laugardagur, desember 27, 2003

Spennt

Á Stöð 2 núna er einhver þáttur um Lord of the Rings og ég er orðin rosalega spennt að fara á hana..... get varla beðið en samt er heil vika þangað til ég fæ að sjá hana.....pffffff langt langt.

Spurning hvað maður gerir síðan á næstu jólum...... engin Lord of the Rings mynd tilað sjá......

Linda sem getur ekki beðið

föstudagur, desember 26, 2003

Jólin komu ekki

Jamm jólin komu ekki, búin að komast að því að þar sem ég þreif ekki og lagaði ekki til fyrir jólin þá bara komu þau ekki. Hvort sem er um að kenna því að ég þreif ekki eða hvað. Eflaust hafa jólin komið til flestra en bara ekki til mín. Jú ég borðaði góðan mat og opnaði pakkana mína á aðfangadag eins og lög gera ráð fyrir en það vantaði bara jólafílingin :( .

Fékk margar góðar gjafir og þakka bara fyrir mig :-) , það yrði of langt mál að fara að tejla þær upp.... enda vil ég ekki hneyksla fólk á því hvað ég fæ marga pakka hehehe

Lifið heil!

miðvikudagur, desember 24, 2003

Gleðileg jól

Aðfangadagur runninn upp og bílinn var góður við mig í morgun og fór í gang. Hann er kannski komin í jólaskapið annað en ég. Þar sem ég fór fyrr á fætur til þess að athuga með bílinn þá nýtti ég tímann til þess að pakka inn jólagjöfum þar sem ég nennti ekki að gera það í gær.

Svaf reyndar frekar illa í nótt og dreymdi hvað ég væri pirruð á vinnunni.... ekki gott.


En ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Góðar stundir

þriðjudagur, desember 23, 2003

Þorláksmessa

Ég et ekki skötu..... finnst hún hræðileg..... reyndar töluvert langt síðan ég athugaði seinast en hef voða lítin áhuga á þessu fyrirbæri. Var ábyggilega um 12 ára aldurinn þegar hætt var að reyna að koma þessu í mig.

Mín hefð undanfarin nokkur ár, sem lítur út fyrir að hverfa núna, er að koma við í vinnunni hjá pabba og fá kók og snittur. Þar sem varðstjórarnir hafa flutt upp í Mjódd núna þá get ég ekki komið við á hlemmnum áður en haldið er niður laugaveginn til þess að gæða mér á þessu.

Ég hugsa að fólk mundi fá áfall ef það mundi líta í íbúðina mína núna......... það er allt í rúst og ekki ýkt. Ég náði þó að pakka jólagjöfunum til pabba og fjölskyldu inn áður en hann kom um hádegið til þess að gefa bílnum start enn eina ferðina. Eftir það hélt ég í smá leiðangur sem miðaðist af því að láta bílinn ganga svolítið svo það mundi eitthvað hlaðast inn á hann. Mér tókst þó að fara í Bónus til þess að eiga eitthvað í ísskápnum þegar jólin ganga í garð, kaupa eina jólagjöf sem ég var nærri búin að gleyma en þó á ég eftir hluta af annarri... er í smá vandræðum með það. Kíkti í HB búðina í Hafnarfirði til þess að reyna komast hjá því að fara í jólaköttinn en þar var allt svo dýrt að ég hreinlega tímdi því ekki..... fer þá í jólaköttinn eftir allt saman... en ætla að reyna að bjarga mér á eftir.

Linda á leið í jólaköttin?

Myndin tekin

Tók myndina því þetta virðist vera eitthvað sem ég kann ekki almennilega :( á líka eftir að koma vefsvæðinu mínu almennilega í gang og læra á hvernig þetta virkar.

Jæja það er komið á hreint að ég mun fara í jóga eftir áramót, byrja 5. janúar á byrjendanámskeið. Líst vel á þetta :-) og mig.

Linda enn í letikasti

mánudagur, desember 22, 2003

Leti

Mikil leti í gangi hérna, rosaleg leti, rétt nennti að taka upp símtólið til þess að hringja á dominos.... jamm það er rosaleg leti í gangi. Á enn eftir að þrífa, setja upp jólaskraut, pakka inn gjöfunum. Svo lítur líka út fyrir að ég fari í jólaköttinn, hef alltaf keypt mér eitthvað smá nýtt fyrir jólin jafnvel þótt það hafi ekki verið nema sokkar. Ef bílinn fer í gang á morgun þá kannski fer ég í HB búðina í Hafnarfirði og athuga hvort ég finni eitthvað þar svo ég fari ekki í jólaköttinn.

Pabbi er búin að vera bjargvættur helgarinnar. Hann kom á föstudagskvöldið til að gefa bílnum start sem tókst. Nema svo tókst mér ekki að koma bílnum í gang á laugardeginum, var alveg dauður. Ellen systir kom sem bjargvættur en þrátt fyrir að hafa pabba í símanum meðan við settum startkapla á rétta staði þá tókst ekki að koma bílnum í gang. Pabbi kom því á sunnudeginum ogég komst að því að við systur gerðum ekkert rangt heldur bara tók sinn tíma að koma bílnum í gang í þetta skipti. Þrátt fyrir að hafa látið bílinn ganga lengi til þess að reyna að hlaða inn á hann þá komst hann ekki í gang í morgun þannig að enn og aftur ætlar pabbi að koma í fyrramáli að bjarga mér.

Takk pabbi

Skapið fer skánandi

Sem betur fer er skapið að fara skánandi og orðið aðeins léttara yfir mér (þyngdin í kg er samt sú sama ef ekki þyngri ;-) ), er ekki svo langt síðan ég gat ómöglega skilið af hverju þunglyndi heltist yfir marga í desembermánuði og kring um jólin.... var bara ekki að skilja það en sem betur fer þá er ég enn að læra og þroskast (ef hægt er að kalla þetta þroska), en ég er farin að skilja af hverju þunglyndi hellist yfir marga á þessu tímabili.

Fór á dívurnar á föstudagskvöldið, það var mjög fínt og skemmtilegt.... fannst lögin sem Maríus söng eiginlega allra síst... fatta ekki alveg af hverju þær voru að taka hann með... átti engan vegin heima þarna.

Skora síðan á Ellen að hætta í fýlu við bloggerinn og fara að skrifa eitthvað..... sakna skrifanna hennar.

Tveir dagar til jóla

Vont skap

Tveir dagar til jóla og ég er í hræðilega vondu skapi...... er búin að vera í vandræðum með bíldrusluna alla helgina og enn og aftur fór hann ekki í gang í morgun, hefði sjálfsagt ekki komist á honum úr götunni þannig að ég er nú ekkert sérstaklega vondu skapi yfir því. Það er ýmislegt við vinnuna sem er að pirra mig og fór svona all rosalega í mig.

Nú veit ég ekkert hvernig ég á að losna við þetta leiðindarskap.......

Linda ekki í góðu skapi :(

föstudagur, desember 19, 2003

Arrgggg

Bílinn fór ekki í gang í morgun! Þar sem ég var svona í seinna lagi þá hringdi ég á leigubíl til þess að flytja mig í vinnuna í stað þess að standa í því að gefa mér start.
Tók síðan ekkert betra við í vinnunni, eintómt vesen.

Er þó að vonast til þess að eitthvað rætist úr þessum degi sérstaklega þar sem er að snjóa :-) og ég fer á tónleika í kvöld sem ég heyrði að hefði verið virkilega góðir. Þannig að eitthvað til þess að hlakka til.

Jólakvöldið var hjá BUSLURUM og leiðbeinendum í gærkveldi. Tókst held ég alveg ágætlega, var alveg ágætis stemming. Lærði líka eitt spil sem heitir Pack. Sverrir tók sig líka ágætlega út sem jólasveinninn þrátt fyrir vöntun í búninginn svona eins og skegg og buxur. Þannig að jólasveinninn var í hálfgerðu pilis... var líka nánast kyssandi allt og alla!
En allavega ég var búin að kvíða pínku fyrir þessu kveldi en held bara að hafi tekist ágætlega til.

Lindu sem vantar start á bílinn sinn

fimmtudagur, desember 18, 2003

Nammi

Shit mar......... það hrúgast inn hérna nammi frá hinum og þessum fyrirtækjum. Um daginn kom konfektkassi sem nota bene er búinn og núna er komin stór Machintosh dolla og hún er á skrifstofunni minni.... það boðar ekki gott. Bæði fyrir mig og hina hehehe

Linda litli nammigrís

miðvikudagur, desember 17, 2003

Í fréttum er þetta helst

Númi Steinn litli bróðir minn (sá minnsti og yngsti) fótbrotnaði í dag :( litla skinnið. Hann var að snúa sér í hringi, svona aðeins til að sýnast fyrir foreldrum sínum og systrum þegar hann datt. Það þurfti ekki meira til. Svona núna er hann með gifsti frá tám upp að mitt læri.

Annars var fjölskyldufundur á orkunni í Kópavogi í dag. Ég var þar í sakleysi mínu að setja bensín á bílinn þegar pabbi rennur upp að stöðinni ásamt Ellen systur. Frekar mikil tilviljun finnst mér en skemmtileg. Sem gerði það að verkum að ég kíkti heim til pabba og varð vitni að þegar Númi Steinn brotnaði.

Linda sem á lítin fótbrotin bróður

Væl og skæl

Ég skil ekkert af hverju ég var að væla þetta áðan, er að klára e-mailana mína, á núna eftir um sex stykki en reyndar þá leiðinlegustu :-( svo reyndar er að koma smá hausverku í heimsókn en ábyggilega ekkert sem smá kók (drykkur ekki efni) getur ekki lagað.

Var ég búin að segja hvað skrifstofan mín er fín..... verð held ég bara að hafa svona opnunarpartý á henni hahahah hvernig væri það! hmm....

hugsuðurinn Linda

Upptekin

Búin að vera gífurlega upptekin í morgun þannig að e-mailarnir í inboxinu mínu eru bara að safnast upp :( er ekki viss hvort ég geti klárað áður en ég fer heim! Buuhuuu því ég er enn að hringja eitthvað út.

Annars er skrifstofan mín orðin svo fín :-), Raval tók sig til og smíðaði bara eitt stykki borð til þess að láta fax tækið á....

Linda ánægð enn sem komið er með nýju skrifstofuna sína

þriðjudagur, desember 16, 2003

Eitt í viðbót

Ég er með einn skoskan gaur á msninu hjá mér, nema nöfnin sem hann setur alltaf inn eru brill, maður getur nánast endalaust hlegið að þessu hjá honum.
Núna t.d. er hann með: Do you like sex? Do you like to travel? You do? Cool, then FUCK OFF!!!!

Í gær sá ég að það var: Christmas is coming early this year, santa suffers for premature jacalation ........... ok ok getur verið að þetta sé ekki alveg rétt skrifað en oh well... you get the picture. Vona ég eða kannski ekki. En allavega mér finnst þetta brill!

Linda over and out

Nýtt útlit á skrifstofuna

Gífurlega spennandi, það er búið að breyta inni á skrifstofu hjá mér, var nefnilega frekar óánægð með að hafa tölvuna þannig að ég sit á móti glugganum. Það var bara fremur óþægilegt. Þannig að nú ættuð þið að geta séð hliðarsvipinn á mér ef þið keyrið framhjá farfuglaheimilinu :-) í stað tölvu hehehe. Ég losnaði við fax tækið af borðinu hjá mér og prentarann, þeir að vísu færðust til og fóru þangað sem tölvan var en samt sem áður mun meira pláss. Verst að ég get ekki prófað skrifstofuna mína á næstunni því ég er í skrifstofunni hennar Steffiar þar sem ég þarf líka að kóvera móttökuna þessa viku og næstu. Spurning hvenær ég fæ að njóta skrifstofunnar......hmmm.... En þetta lítur betur út.

Þeir sem hafa ekki fattað það.... já mér leiðist!

muhahahha

Ótrúlegt!

Er bara ekki að trúa þessu hér.

Darn

Ég hafði rangt fyrir mér! Raval situr núna frammi og er að skrifa á jólakortin og í leiðinni að sjálfsögðu að hlusta á tónlist. Ég var alveg komin með það á hreint að þetta væri tónlistin úr kvikmyndinni Gladiator, stökk fram til þess að spurja en neibbs... var tónlist úr Star Wars.... hvur. Alveg búin að sjá það að Raval er hneta (svo ég steli orðinu hans Jens), jamm gaurinn á 100 geisladiska með kvikmyndatónlist, eitthvað fleira á mp3 og svo á hann 500 geisladiska í viðbót sem eru enn í Póllandi.

Allir eru ekki eins

Jólatré

Haldið ekki bara að min hafi fjárfest í jólatré í gær, fór í fjölsmiðjuna í gær og keypti þetta fína jólatré úr tré (hahaha), málað og með seríu. Þannig að nú þarf ég ekki að vera jólatrélaus eins og ég hef yfirleitt alltaf verið. Reyndar stór spurning um hvar ég eigi að setja þetta (er ekki stórt) því mér finnst það hvergi passa, hefði sennilegast átt að spá í þessu áður en ég keypti það en oh well. Mundi passa vel þar sem búrið hans Pablos er en hann greyið er þar þannig að ég get ekki hent honum í burtu svona eins og ekkert sé.

Önnur gleðileg tíðindi hérna í vinnunni, við erum að fá nýtt símkerfi enda veitti ekki af :-) þannig að það má segja að þetta sé jólagjöf til okkar starfsmanna.

Linda svooo löööttttt

HA HA HA!




það var þá það

mánudagur, desember 15, 2003

Íslensku dívurnar

Langar einhverjum með mér á íslensku dívurnar í Gravarvogskirkju á föstudaginn 19. desember? Svar óskast strax :)

Linda á leið á tónleika

sunnudagur, desember 14, 2003

sms

Sms-ið sem ég er búin að vera að bíða eftir kom í dag, það er sem sagt búið að bætast í vinahópinn :-)
Jamm, Bella og fjölskylda eignuðust litla stelpu í dag rétt fyrir þrjú í dag, hún er 4480 merkur og 55 cm að lengd.
Til hamingju Bella, Óskar og Eyþór Orri með litlu stelpuna ykkar!

og enn stækkar hópurinn!

Græjurnar mínar

Ég held að græjurnar mínar séu núna endanlega búnar að gefa upp öndina :( buhhuu, var svo mikið að reyna að hlusta á geisladisk á föstudaginn meðan ég var eitthvað að reyna að laga til og elda en þær vildu ekki hlýða. Spurning hvort það borgi sig að fara með þær til að láta athuga og hvort hægt sé að gera við þetta. Vil heldur ekki bara henda þeim á haugana.... ég meina þetta eru fermingargræjurnar og í rosalegum flottum skáp. Mun ekkert fá neinar aðrar græjur sem passa í skápinn.

Annars er ég núna í vinnunni og nenni því svo innilega ekki, samt er voða þægilegt andrúmsloft... ég er ein hérna, kemur stökkum sinnum gestur til að spurja um eitthvað, er að hlusta á Páll Óskar og Móniku, spurning samt alveg að fara að skipta um disk því þau eru búin að vera á síðan átta í morgun. Síðan bíða mín 180 eða 280 jólakort sem ég þarf að skrifa undir hérna í vinnunni..... veiii. Markús tjáði mér að það tæki góða 2 tíma. Þannig að ég hef engar áhyggjur af að mér leiðist.

Gummi frændi á afmæli í dag! Til hamingju með afmælið frændi.

Svo þarf ég líka að passa mig á því hvað ég fer að setja hérna inn.... því báðir foreldrar mínir eru farnir að fylgjast með blogginu, þannig að ég get t.d. ekki sett hérna inn hvað ég keypti í jólagjöf handa mömmu :-)

Fékk sms í gær sem er svo sem ekki frásögu færandi en ég fékk alveg svona í magan, hugsaði vei þetta er frá Óskari og hann er að láta vita að Bella er búin að eiga. Var alveg handviss á því, en svo var þetta bara sms frá pabba :-) að athuga hvað mig langar í jólagjöf, þannig að fyrir hann kemur smá listi en pabbi ég bíð eftir þínum lista hehehe:

Jólagjafir:
*Það er komið extension á Catan landnemaspilið sem ég fékk í fyrra þannig að nú gætu 5-6 sex manns spilað í stað 3- 4.
*lampa á náttborðið (þar sem hinn brotnaði víst)
*vekjaraklukku (en ekki einhverja sem lætur mann fá hjartaáfall þegar hún hringir)
*bækur alltaf vinsælar :-) hef samt ekki skoðað bókatíðindin.
*flíspeysu (hinar tvær eru orðnar svo sjúskaðar)
*geisladiskar
*sokka :-) úr sokkabúðinni að sjálfsögðu ásamt líka hlýjum sokkum.

Hugsa að þetta sé komið nóg í bili!

Linda enn og aftur komin á bíl

fimmtudagur, desember 11, 2003

Blint stefnumót!

Já ég er svona nálægt því að fara á blint stefnumót núna á eftir. En haldið ró ykkar þið ykkar sem æsist upp við að lesa þetta hehehe.
Málið er að ég er að fara að undirbúa jólakvöldið fyrir BUSL og það er strákur sem er tiltölulega nýbyrjaður sem leiðbeinandi sem er með mér að undirbúa þetta kvöld. Við ætlum að hittast á Kaffi París á eftir til þess að leggja einhver drög fyrir kvöldið nema vandamálið er að ég hef aðeins hitt hann einu sinni og man ekki hvernig hann lítur út! Þannig að ég verð ábyggilega í vandræðum að finna hann :-(

Við vorum í ægilegri tiltekt núna um daginn í vinnu nr. 1 og núna er ég komin með þetta fallega jólatré út í glugga hjá mér, þannig að þegar þið keyrið Sundlaugarveginn endilega lítið í gluggan hjá mér :-)
Ég er svo núna komin í jólafrí frá vinnu nr. 2 og það er mjög ljúft. Finnst reyndar svoldið skondið með þessar vinnur mínar að á farfuglaheimilinu þá er kvenfólk í meirihluta en svo í símanum í því sem ég er að gera þar þá er kvenfólk í minnihluta. Reyndar er ég bara sú eina fyrir utan þá sem heldur utan úthringiverið/yfirmaðurinn minn. Þetta er samt afsaklega ljúft að vera þarna innan um strákan og ætli karlmönnunum hérna á farfuglaheimilinu finnist ekki afskaplega ljúft að vera innan um allt kvenfólkið.

Var ég búin að segja ykkur frá dúllunni hérna á farfuglaheimilinu? Það er nefnilega kínverskur maður að vinna hérna og hann er þvílík dúlla. Talar ekkert í íslensku og heldur ekki ensku. Hann er samt núna búin að læra nokkur orð, getur sagt góðan daginn við mann og svona. Ekki fyrir svo löngu síðan sá ég hann fyrir utan og hann var að reykja. Fannst það hrikalegt áfall........ bara hélt að hann reykti ekki og bara svona er stutt í staðalmyndirnar hjá manni en mér finnst það bara ekki passa við kínverskt fólk og þá sem eru frá Asíu að reykja. Svona getur maður nú tekið heila álfu fyrir.

Linda með staðalmyndirnar á hreinu!

miðvikudagur, desember 10, 2003

Ábending

Ég bara verð að benda á blogg hjá Togga sem ég var að lesa, þvílík saga um sorgaratburðir. Allt annað fölnar í samanburði við þetta.

orðlaus

þriðjudagur, desember 09, 2003

Listrænir hæfileikar

Las blogg sem hann Árni benti á í gær. Ég er sannfærð um að ég hafi enga listræna hæfileika, ég meina líka þegar maður á vinkonur eins og Guðmundu og Bellu til dæmis. Ceres benti mér á að spurja vini mína hver minn listræni hæfileiki væri.... sem ég er nokkuð viss um að er ekki til og er búin að sætta mig við. En ég ætla samt að prófa þannig að kæra fólk hef ég einhverja listræna hæfileika sem eru svo gjörsamlega duldir mér?

Linda með listahæfileika?

mánudagur, desember 08, 2003

Umhugsun

Ég þurfti að hugsa mig tvisvar um í dag þegar ég var búin í vinnunni hvort ég ætti að ganga í gegnum Laugardalinn til þess að komast í HR. Ég þurfti nefnilega að að bíða í einhverjar 10-15 mínútur eftir strætó. Ástæðan fyrir því að ég stoppaði þarna og hikaði er vegna frétta sem ég sá í sunnudagsmogganum þar sem ráðist var á konu sem var á skokki um Laugardalinn klukkan níu á laugardagsmorgni. En hins vegar komst ég að þeirri niðurstöðu að ég yrði sjálfsagt fljótari með strætó jafnvel þótt ég þyrfti að bíða heldur en að ganga þarna.

Linda í hættulegri borg!

Vöfflur

Ilmandi vöfflulykt leggur nú hérna um húsið....namminamm og ég fékk vöfflur líka þurfti ekki bara að finna lyktina :-)

Annars er þvílíkur dónaskapur en ég gleymdi bara að skrifa á laugardaginn að hann Jónbjörn uppeldsibróðir minn átti stórafmæli á laugardaginn. Hann var hvorki meira né minna en 30 ára kappinn. Til hamingju með afmælið Jónbjörn minn..... ekki það að hann muni lesa þetta en oh well.

Adam bróðir kom meira segja í bæinn að tilefni afmælinu hans :-) þvílíkt sem drengurinn stækkar en hann verður samt aldrei stærri en ég hehe sama hversu hár hann verður. Á sunnudeginum var síðan laufabrauðsútskurður hjá mömmu en vegna mikillar leti í mér þá rétt kom ég þegar skurði var lokið og bara einungis maturinn eftir. Nefnilega komin sú hefð að mamma og systrafélagið ásamt fjölskyldum hittast og skera út laufabrauð og borða síðan saman á eftir. Nema það eru þarna nokkrir sem koma oftast bara í matinn eftir á..... ég semsagt missti af skurðinum og mætti í matinn en mér hefndist fyrir. Því þegar ég loksins kom til mömmu var ég með þennan dúndrandi hausverk og ekki leið á löngu þar til ég kastaði síðan hádegismatnum upp þannig að lystin á kvöldmatnum varð eitthvað lítið. Þessu vil ég kenna um bæði hausverknum og sambland af bílveiki, því ég kom með strætó og fór að lesa í strætó sem hefur aukið þessa ógleði og hausverkinn.

Linda í góðu lagi núna

sunnudagur, desember 07, 2003

Ferðin mín

Í heildina litið er ég mjög ánægð með mánaðarferðina mína og enn ánægðari að hafa látið verða af henni. Mjög ánægð með sjálfan mig.

Þennan tíma sem ég var ein var líka mjög fínn og ég var alveg að fíla mig að vera svona ein að þvælast.
Ég hins vegar get ekki gert upp ferðina til Kúbu. Ég held ég hafi sjaldnast verið svona hlutlaus gagnvart einhverju landi og ferð. Núna mundi ég nú ekki telja mig mjög ferðavana, hef ekki ferðast til brjálaðist mikið af löndum og sjaldnast verið svona lengi á ferðinni. Það sem var mjög slæmt að upplifa sem ferðamaður á Kúbu er pirringurinn sem maður fann fyrir og það að finna fyrir því að maður nennti ekki út á kvöldin vegna hugsanlegs áreitis. Það líka að upplifa það að vera dónalegur fannst mér mjög slæmt en fannst ég ekki eiga neins annars kost. Maður hreinlega varð oft á tíðum að ignora algjörlega þá aðila sem voru að spurja hvaðan ég væri o.s.frv. Ef ég hefði átt að svara hverjum eina og einasta þá hefði ég varla komist úr sporunum og svo var erfitt að losna við fólkið ef maður byrjaði á annað borð að tala við það.
Kúbverjar eru ekkert smá ólíkt fólk, ég meina það var engin leið að sjá út svona "eitt" standard útlit á Kúbverjum. Það eru einir þrír ólikir kynþættir, þarna er svart fólk, latin/spænsk útlits fólk og svo fólk sem er frekar ljóst á hörund. Ég var líka farin að upplifa mig þarna sem gangandi peningapoka sem er ekkert mjög næs tilfinning. Það var oft á tíðum mjög gaman að spjalla við þessa fáu einstaklinga sem byrjuðu á að tala við mig en oftar sem ekki þá var síðan erfitt að losna við þá því þeir vildu að ég eyddi með þeim nánast öllu kvöldinu og ég var frekar á varðbergi gagnvart þeim þar sem ég var ekki viss hvað þeir vildu því í flestum tilfellum eru þeir á höttum eftir einhverjum dollurum. Sumir sögðu jafnvel í samtölunum að þeir væru ekki á höttum eftir peningum sem segir mér að flestir þeirra eru akkúrat á eftir þeim. Þannig að ég var sjaldnast afslöppuð gagnvart heimamönnum, reyndar jú gagnvart þeim sem ég gisti hjá í heimagistingu.
Ég hef aldrei áður upplifað það að verða pirraður ferðamaður og það er vond tilfinning og einnig líka finnast maður dónalegur gagnvart heimamönnum en lítið annað sem maður gat gert stundum.
Þegar ég var á flugvellinum að bíða eftir fluginu heim þá hitti ég hollenska strákinn aftur sem ég hafði hitt í Cienfugos. Við vorum að tala um upplifun okkar á Kúbu og hann fann akkúrat líka fyrir þessum pirringi og sagðist hafa verið kvöldið áður mjög dónalegur en hann hafði bara fengið nóg. Það var semsagt einn Kúbverji sem hafði spurt hann hvaðan hannværi og hollenski strákurinn svaraði að honum kæmi það bara ekki við.

Seinustu dagana í Havana var ég farin að spá í hvort Kúbu væri hreinlega ekki að breytast aftur í þetta spillta land eins og það var þegar Batista var við völd...... var farin að fá það á tilfinninguna. Þetta tvöfalda hagkerfi er að fara með landið og gerir einmitt hefur þessi áhrif milli heimamanna og ferðamanna. Þetta áreiti finnst mér ekki það sama og betl í öðrum löndum.... maður er kannski orðin svona kaldur og vanur því að hunsa það algjörlega.

Mér fannst mjög sorglegt hvernig var komið fyrir byggingunum í Havana, þessar rosalega flottu byggingar og flestar í algjörri niðurníslu.

Ég gisti í heimagistingu og fólkið þar var alveg yndislegt, það sem mér fannst frábærasta er hvað þau voru tilbúin að reyna að tala ensku, því flestir töluðu litla ensku og áttu erfitt með að reyna að tjá sig en ég talaði bara enn minni spænsku.

Það verður spennandi að sjá hvernig fer fyrir Kúbu þegar Kastró fellur frá, bara vonandi að það fari ekki á verri veg og mig langar mikið að heimsækja landið aftur þegar þær breytingar hafa átt sér stað.

Kúba er land sem fólk ætti að heimsækja en þá ekki til þess að vera á ferðamannastöðunum eða Varadero því þar er kúbverska lífið alls ekki að finna þar er einungis ferðamannastaður. Þrátt fyrir margar neikvæðar upplifanir þá var meirháttar að heimsækja landið og sjá og upplifa það því landið hefur mikla sögu.

Uppgjör Lindu

föstudagur, desember 05, 2003

Símtal

Ég:
rödd: sæl, þetta er xxx mamma hennar Soffíu
Ég: já, og hver er Soffía?
rödd:(smá hik) uuu, er þetta ekki mamma hans Antons?
Ég: Nei, ég á bara ekkert barn!
rödd:nú, er þetta ekki númer xxx-xxxx
Ég: jú það passar en ég á engin börn
rödd:nú afsakið
Ég:Ekkert mál

díddídíddí............

Linda að upplifa enn einn spennandi dag!

fimmtudagur, desember 04, 2003

Blogg

Ég er búin að bíða og bíða eftir því að færsla frá mér um ferðina mína birtist hérna á blogginu en bara ekkert gerist. Ég er ekki alveg að skilja þetta!

Fannst lang flottast að ég mundi nú gera svona úttekt á ferðinni minni áður en ég mundi fara að blogga um eitthvað annað. Ég reyndi að byrja í gær en kom ekki alveg nógu vel frá mér því sem mig langar að segja og veit heldur ekki hvernig ég á að koma því frá mér. Ég er reyndar líka enn að melta Kúbuferðina mína. Þannig að ég og þið verðið að bíða aðeins lengur en ég ætla að fara að koma þessu frá mér hið fyrsta.

Miða við það hvað það var gott að koma heim þá slengist raunveruleikinn alltof harkalega framan í mann og maður verður hálf þunglyndur..... maður er strax komin í sama gamla farið og mér líst bara hreinlega ekkert á það.

Linda sem bíður eftir heildaryfirliti