BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, desember 14, 2003

Græjurnar mínar

Ég held að græjurnar mínar séu núna endanlega búnar að gefa upp öndina :( buhhuu, var svo mikið að reyna að hlusta á geisladisk á föstudaginn meðan ég var eitthvað að reyna að laga til og elda en þær vildu ekki hlýða. Spurning hvort það borgi sig að fara með þær til að láta athuga og hvort hægt sé að gera við þetta. Vil heldur ekki bara henda þeim á haugana.... ég meina þetta eru fermingargræjurnar og í rosalegum flottum skáp. Mun ekkert fá neinar aðrar græjur sem passa í skápinn.

Annars er ég núna í vinnunni og nenni því svo innilega ekki, samt er voða þægilegt andrúmsloft... ég er ein hérna, kemur stökkum sinnum gestur til að spurja um eitthvað, er að hlusta á Páll Óskar og Móniku, spurning samt alveg að fara að skipta um disk því þau eru búin að vera á síðan átta í morgun. Síðan bíða mín 180 eða 280 jólakort sem ég þarf að skrifa undir hérna í vinnunni..... veiii. Markús tjáði mér að það tæki góða 2 tíma. Þannig að ég hef engar áhyggjur af að mér leiðist.

Gummi frændi á afmæli í dag! Til hamingju með afmælið frændi.

Svo þarf ég líka að passa mig á því hvað ég fer að setja hérna inn.... því báðir foreldrar mínir eru farnir að fylgjast með blogginu, þannig að ég get t.d. ekki sett hérna inn hvað ég keypti í jólagjöf handa mömmu :-)

Fékk sms í gær sem er svo sem ekki frásögu færandi en ég fékk alveg svona í magan, hugsaði vei þetta er frá Óskari og hann er að láta vita að Bella er búin að eiga. Var alveg handviss á því, en svo var þetta bara sms frá pabba :-) að athuga hvað mig langar í jólagjöf, þannig að fyrir hann kemur smá listi en pabbi ég bíð eftir þínum lista hehehe:

Jólagjafir:
*Það er komið extension á Catan landnemaspilið sem ég fékk í fyrra þannig að nú gætu 5-6 sex manns spilað í stað 3- 4.
*lampa á náttborðið (þar sem hinn brotnaði víst)
*vekjaraklukku (en ekki einhverja sem lætur mann fá hjartaáfall þegar hún hringir)
*bækur alltaf vinsælar :-) hef samt ekki skoðað bókatíðindin.
*flíspeysu (hinar tvær eru orðnar svo sjúskaðar)
*geisladiskar
*sokka :-) úr sokkabúðinni að sjálfsögðu ásamt líka hlýjum sokkum.

Hugsa að þetta sé komið nóg í bili!

Linda enn og aftur komin á bíl

0 Mjálm: