BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Ljúft

Er svo ljúft þegar maður fattar loksins eitthvað!

Er svo fattlaust nefnilega ;)

Nei þegar maður er að læra og skilur ekki boffs... pælir og pælir (gafst ekki upp) og upp rennur ljósið. Var nefnilega um það bil að fara skrifa til hópsins míns að ég gæti þetta ekki og skildi ekki og hvort einhver væri búin að fatta þetta hjá þeim en þess í stað gat ég skrifað þeim að ég væri búin að fatta. Svona ef ske kynni að þau væru enn að berjast við sama dæmi.

geislarnir brutu sig í gegn

Haha

Var að komast að því að sá sem situr á móti mér er víst strákur en ekki stelpa eins og ég hélt.

Mér til varnar þá sá ég alltaf bara kollinn og einstak sinnum augu en samt ekki. Er nefnilega þil á milli okkar.

mánudagur, apríl 28, 2008

Reykingalykt

Búin að sitja niðri í skóla megnið af deginum og búin að vera finna reykingalykt. Hélt jafnvel að lyktin væri kannski af mér.... (nei reyki ekki) en fann ekki neitt á fötunum mínum. Hélt síðan lengi vel að ég væri bara klikk.

En neibbs - var að komast að því rétt í þessu að þetta er af fólkinu sem situr við hliðina á mér :(

Þarf greinilega að vanda valið á sætisfélögum næst - er vibbalykt nefnilega.

Skil

Var að skila ritgerðinni til kennarans - újee tveimur dögum fyrir skil. Og já ég hélt mínu skipulagi. Sagði víst í færslunni hér á undan að ég hefði verið búin að plana að klára á föstudaginn en samkvæmt dagbókinni minni hafði ég skrifað laugardaginn. Málið er að ég hafði fyrst ákveðið að klára á föstudeginum en hugsað að það væri aðeins of mikil bjartsýni og seinkaði því til laugardags.

Er mjög ánægð því held svei mér þá að sé í eitt af mjög mjög fáum skiptum sem skipulagið mitt stenst ;)

En þá er bara fara lesa undir próf sem er á föstudaginn - ætlaði mér reyndar að vinna í öðru í dag en þar sem hópurinn minn í verkefnastjórnun ætlum að hittast í kvöld til þess að læra þá breytti ég um áætlun.
###

Ég er farin að hallast að því að pabbi hafi farið til skottulæknis nú eða bara galdralæknis þegar hann fór í aðgerðina um daginn. Því ég er með einhvern leiðindarverk reyndar í handleggnum sem lýsir því þannig að ég get ekki lyft upp hendinni mikið og hvað þá sofið á vinstri hlið... með því að leggja þetta saman að pabbi hafi farið til einhvern galdralæknis er sú að verkurinn hafi farið frá pabba og til mín.... nú eða já þetta séu samúðarverkir bara í röngum helminig - vinstri í stað hægri ;)

laugardagur, apríl 26, 2008

Búin?

hmmmm...... lítur út fyrir að ég sé búin með ritgerðina.

Mætti að sjálfsögðu laga eitthvað fullt - en þurfti ekki að skera niður, ritgerð með forsíðu og öllu er 30 bls en annars er innihaldið á 26 bls.

Er líka búin þá með ritgerðina 4 dögum fyrir skil sem er mjög gott en 1 degi á eftir mínum áætlunum. Ætlaði að klára í gær.

jeii ég

Endnote

Er að nota endnote í fyrsta skipti í ritgerðaskrifum. En endnote er semsagt forrit sem heldur utan um heimildirnar hjá þér og setur upp heimildaskrána. Mjög þægilegt en verð reyndar aðeins að lagfæra sumt því mér finnst það ekki líta út eins og ég vil hafa það :) - en þá er reyndar spurning um að finna rétta kerfið.

Af ritgerðinni að frétta er að hún gengur og spurning hvort þetta verði í fyrsta skipti sem ég verð kannski að skera niður? hmm... ritgerð á að vera 25 - 30 bls, er komin með efni á 21 bls og enn eftir að skrifa 2 kafla.

Spennandi.

Enn sem komið er þá líst mér mjög vel á ritgerðina sem mér finnst ekki alveg nógu gott því þá eru vonbrigðin meiri ef ég fæ ekki gott fyrir hana :(

Vandlifað!

föstudagur, apríl 25, 2008

Áhyggjufullir lesendur?

Vegna fyrirspurna hjá lesendum um hvernig ég komst heim í gærkveldi þá hér með tilkynnist að ég þurfti ekki að labba :)

Strætó kom og flutti mig heim :)

Hinsvegar mér til mikillar óánægju þá er ég komin heim núna - planið var að vera aftur til hálf tólf niðri í skóla. En vegna þess að ég var alveg rosalega svöng þá flúði ég þaðan til þess að fá mér að borða.

Ritgerð gengur samt ágætlega - var þó búin að stefna að því að klára hana í dag en það verður ekki. Vona að það takist á morgun :)

Þannig að ég auglýsi eftir yfirlesara - er einhver sem býður sig fram í lestur?

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Jæja

Enn sit ég upp í skóla - er núna að bíða eftir strætó sem vonandi kemur eftir 20 mínutur. Það er að segja vona að hann sé ekki hættur að ganga ;)

En fyrir um 40 mínutum síðan var ég uppteking og á flugi og vildi ekki trufla mig og henda öllu niður í tösku til þess að ná strætó. Enda vitað mál að þegar ég kæmi heim að ekki held ég áfram.

En já - vonandi er seinasti vagninn ekki farin ;) því þá tekur við um klukkustunda langur gangur heim!

Ákvörðun

Nú þarf ég að taka ákvörðun um það hvort ég eigi að taka strætó eftir hálftíma eða hvort ég verði þá klukkutíma í viðbót - semsagt eftir 1,5 klst.

já #$%&% vagninn gengur á klukkutímafresti núna.

Já væri til í að halda áfram því mér miðar eitthvað þótt hægt sé en þar sem ég er ekki búin að borða neinn kvöldmat :( þá er 1,5 klst svoldið mikið.

Já væri sko lúxus ef einhver færði mér kvöldmat, mætti jafnvel vera félagsskapur á meðan. En það er víst ekki á allt kosið.

Er samt að hugsa að stinga þessu að mömmu þar sem hún fékk einu sinni sendan kvöldmat alltaf til sín þegar hún vann í Háskólabíó ;) - hún á ábyggilega eftir að dauðsjá eftir því að þetta leyndarmál komst út.

Gleðilegt sumar

Ég er alveg hryllilega vanaföst.

Er oft niðri í skóla í einu af lesherbergjunum, nema að sjálfsögðu vil ég alltaf sitja á sama stað. Sem að sjálfsögðu gengur heldur ekki alveg upp.

Þegar "minn" staður er upptekin þá hefst leitin að næst besta staðnum sem er við vegginn að sjálsögðu - þannig að ég eigi nú ekki hættu á að það sé setið beggja vegna við mig (ef það skildu vera það margir). Nú ef það reynist ekki hægt, þá vandast málið ansi mikið og allur lærdómurinn í upplausn.

Í dag fékk ég ekki minn stað - og er í þokkabót að prófa nýjan sem er við vegg en samt ekki alveg staðsetningin sem ég kýs útaf mörgum hlutum. En sýnist samt vera að reynast ágætlega.

En áfram að lærdómi þá vorum við systur alveg ágætlega duglegar í gærkvöldi - en hún bauð mér heim til þess að læra sem og við gerðum. Er samt kannski ansi hrædd um að ég hafi verið ansi lengi því ég fór ekki fyrr en um tvö leytið um nóttina. Það er bara ansi tímafrekt að föndra skipurit og annað.

En gleðilegt sumar!

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Einbeitning

Þegar einbeitningin er farin þá er nú alveg eins gott að halda heim á leið. Gagnast voða lítið að sitja hérna í skólanum áfram.

Merkilega nokk þá er ég búin að vera að vinna í ritgerðinni en samt hef ég ekkert komist áfram.

Var að leita og skoða hvað ég gæti bætt við, haldið að ég sé komin á slóðina en svo verður slóðin köld.

Afrakstur dagins: Núll + smá kredit fyrir tölvupóstinn sem ég sendi.

Vonandi verður morgundagurinn betri og skilvirkari. Komin með aðra strategiu til þess að komast áfram í þessari blessaðri ritgerð.

mánudagur, apríl 21, 2008

Uppgötvun

Gleymdi alveg að minnast á uppgötvun dagsins í gær sem mér finnst alveg frekar fyndin.

Enn einn makinn í hópnum er semsagt skyldur mér - að sögn heimildarmanns erum við fjórmenningar. En afi minn og amma hans voru systkinabörn.

Þetta kom allt í ljós þegar það uppgötvaðist að systir bróðir míns og þessi ný uppgötvaði frændi minn eru systkinabörn. Því ég vissi að ég er frænka systur bróður míns já og hann er frændi hennar líka (bróðir minn og hennar).

Flókið - jamm

###
Kynningin búin og tókst held ég alveg ágætlega - lagði mikið upp úr lookinu á power point showinu að þessu sinni. En yfirleitt hefur það bara verið einfalt, svartir stafir á hvítum bakgrunni, frekar boring þannig að fékk eitthvað dauðleið á því þegar ég var að setja kynninguna saman í gær og því skreytt með myndum. Fór kannski heldur yfir strikið því á seinustu glærunni sást glitta í mig ;) - en var vísun í einn kennara. Já eða átti að vera það :) spurning hvort samnemendum og kennarar hafi ég bara fundist ég óhemju hégómleg.

p.s. myndirnar komnar inn aftur síðan í gær og eru í lagi núna.

sunnudagur, apríl 20, 2008

Baka brauð

Myndarskapurinn í mér tekur engan enda og kem sjálfri mér sífellt á óvart.

Í morgun var vaknað til þess að baka brauð - speltbrauð. Ég held svei mér þá ef þetta sé ekki bara í fyrsta skipti sem ég baka :)


Tilefnið var allsherjarhittingur hjá okkur vinkonunum, með mökum og börnum. Sjö stelpur sem eru búnar að fjölga sér upp í 24 og bráðum 25. Var líka frumsýning á nýjasta meðlimi hópsins en hann höfðum við einungis séð á myndum.

Þannig að það má segja að hafi verið mikið fjör í dag og töluvert langt síðan við höfum allar verið saman á sama tíma þar sem ein er líka búsett í Danmörku. Af því tilefni var að sjálfsögðu tekin mynd af okkur, seinast þegar slíkt náðist var í brúðkaupi Bellu og Óskars 2002.

Einnig er þetta ábyggilega í fyrsta skipti sem öll börnin hittast en þau náðu ágætlega saman í heita pottinum.

Veisluafgangar voru nógir og hefðu vel dugað í aðra veislu.

Stelpur - er búin að setja myndir inn á myndaalbúmið mitt en þar sennilegast að upploda myndirnar aftur inn niðri í skóla þar sem mikið rugl er á myndunum.

p.s. Takk fyrir öll kommentin á færsluna fyrir neðan - þið sem hafið ekki enn kommentað endilega bætið við :)

föstudagur, apríl 18, 2008

Átak

Mig langar að setja af stað smá átak.

Átakið felst í því að þú kvittar fyrir eða skrifar komment á þessa færslu :)

Ekki svo erfitt og gæti verið stórskemmtilegt. Að minnsta kosti fyrir mig.

Þannig að þú skilur eftir komment - núna :)

Takk kærlega fyrir.

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Hagfræðingar

Hagfræðingar hræða mig!

Svei mér þá.

Á mánudaginn er ég með kynningu á ritgerðinni minni og þar verða 2 hagfræðingar viðstaddir og það hræðir mig þvílíkt.

Þeir gætu farið að spurja um eitthvað eins og market failure, optimal outcome, marginal eitthvað og svo framvegis. En kemur svo sem minni ritgerð voða lítið við. Þó verð ég að koma inn á environmental, social og economic factors....

En var þó að tala við einn hagfræðing og hann var alveg ágætur :) , ágætis tal og fór inn á réttu braut aftur eftir að hafa farið út af slóðinni.

En annars gengur ekkert að lesa þessar greinar....djös..

Svikið loforð

Ég var búin að lofa sjálfri mér að gera þetta aldrei en ég bara varð.

Háma

Ég borða regulega á kaffistofunni sem ber þetta hræðilega nafn Háma. Nýti mér það að fá mér heitan hádegismat svona ef ég er á svæðinu í hádeginu.

En þegar ég snæði þá sit ég oftast við barinn - ábyggilega eitt af fáum skiptum sem þið finnið mig á barnum ;) - en það er yfirleitt þéttsetið á hádegistíma og því stundum eini staðurinn laus er við barinn.

###
Merkilegt - ég get alveg gleymt mér og "dundað" mér í uppsetningu á ritgerð, gert hluti fram og tilbaka án þess að verða sérstaklega óþolinmóð eða að ég nenni þessu ekki.

Vildi að það sama ætti við blessuðu skrifin á þessum ritgerðum líka - en þyrfti einmitt að byrja á einni slíkri núna. Það er að segja skrifa en ekki setja upp.

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Grínast

Ertu ekki að grínast í mér!

Eftir að hafa eytt öllum laugardeginum, mánudagskvöldinu, deginum í gær og svo í dag að gera ritgerð/skýrslu með hópnum mínum.

Eytt svo deginum í dag (eftir hádegi) að setja skýrsluna upp og svo þegar....

wait for it...

wait for it..

svo þegar ég ætlaði að senda þessa blessuð skýrslu til hinna hópfélagana þá bara dettur internetið út hérna heima hjá mér og segir mér að ég hafi ekki leyfi til þess að fara á netið. Eyddi því hálftíma í það að komast aftur á netið - án þess að hringja í internet veitandan.

Svo loksins gat ég sent þessa blessaða skýrslu.... phew...

Þá er bara ein RISA ritgerð eftir, önnur minni ritgerð eftir og 2-3 próf.

mánudagur, apríl 14, 2008

107

Já já - við erum að tala um að bókin sem er verið að prenta út og var áðan i 15.kafla þá er komið upp í kafla 107 núna.

Rugl

og ég er að verða pirruð... rétt hoppaði í tölvustofuna til þess að prenta út og er að hangsa því ég er að bíða eftir að geta prenta eitthvað af þessum greinum út....


urrr....

Greinar

Það sem getur farið mikil tími í að leita að greinum.

En aldrei þessu vant þá fann ég bara töluvert og þá er að vona að þær nýtist mér líka.

Er því í þennan mund að fara farga meira úr þessum regnskógum en bara það er einhver hér sem er að prenta út heila bók.

Ekki skemmtilegt að bíða eftir því.... eru líka nefnilega margir aðrir að bíða líka. Hún var komin upp í 15.kafla.....argggg...

föstudagur, apríl 11, 2008

Mastersverkefnið mitt

Er komið á skrið....

eða allavega á því formi að ég er komin með leiðbeinanda :) og meiri hugmynd um hvað ég ætla að gera. Þarf að sjálfsögðu að forma betur, leita heimilda og festa niður hvað ég ætla að gera nákvæmlega.

En þetta er allt í áttina. Er orðin mjög spennt fyrir verkefninu mínu.

leiðbeinandi minn er sá sami og var með bs verkefnið mitt og er því ljóst að ég mun útskrifast frá raunvísindadeild eða sem heitir nú líf og umhverfissvið. En svo getur farið að verkefnið muni líka fara smá yfir í stjórnmálafræðina.

Verst þykir mér að geta ekki sokkið mér niður í þetta núna þar sem önnur verkefni bíða mín....

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Amma mín

Móðuramma mín var jarðsett í dag.

Ég held ég hafi ekki sömu minningarnar um ömmu eins og margt af hinum barnabörnunum enda sá ég hana ekki það oft. Minnsta kosti ekki í barnæsku þar sem ég bjó ekki í Reykjavík.

Margar af hefðunum er frá henni komið - jólaboðið og páskaboðið en hin síðari ár hafa þau farið fram hjá systrunum. Á þessum dögum þá var hún með margréttað og ekki slæmt fyrir matvanda eins og mig ;)

Eitt af því sem amma sagði margsinnis við mig var að ég hafði nógan tíma og þá var iðulega verið að meina í þá átt að eignast mann og börn. Sem er reyndar mjög gott því hefði kannski annað kostað þrætur ;) en ég hef sjálfsagt samt ekki metið það að hún hafi sagt þetta við mig sem ég geri. Undanfarið hef ég heyrt um eldra fólki sem var með þrýsting nú eða áhyggjur af því að barnabörnin sín mundi ekki ganga út. En ef hún amma hefur haft það þá fann maður ekki fyrir því heldur var hún stolt af því sem ég var að gera.

Einnig var hún ábyggilega einn dyggasti lesandi bloggsins míns þegar ég fór í ferðina mína 2006 og kunni ábyggilega sumar færslur utan af. En mamma sá til þess að hún fengi færslurnar mínar útprentaðar.

Hún sendi dætrum sínum og fjölskyldu falleg skilaboð í dag.

mánudagur, apríl 07, 2008

Kynningar

Er búin að vera nánast í allan dag í tíma í ákveðnu fagi í viðskiptafræðinni þar sem nemendur voru að kynna verkefnin sín meðal annars minn hópur.

En verð að segja frá einum mjög svo skemmtilegum ummælum sem kom frá einum nemenda í jakkafötunum sínum.

Bestu ummælin:
Það var mjög skemmtilegt að kynnast þessum heimi, þetta voru allt verkfræðingar að störfum í lopapeysum en samt þrælklárir!

Jáhá - mikið er gott að ég eigi þá kannski smá framtíð fyrir mér og ekki alvitlaus þrátt fyrir að ganga ekki dragt alla daga.

Inngangur

Þá held ég að það sé mér alveg ljóst að það sem ég þoli verst að skrifa í ritgerðum og öðrum verkefnum er inngangurinn. Yfirleitt (held ég) veikasti punkturinn hjá mér og veit aldrei hvað ég eigi að skrifa og hvernig. Jú jú síðustu setningarnar í inngangi er svo sem vitað en restin.... ojbara.

sunnudagur, apríl 06, 2008

Vatnsmýri

Er að gera hópverkefni um Vatnsmýrina.

Nema hvað fyrir ekki svo löngu síðan var ég með mjög sterka skoðun á Vatnsmýrinni(flugvellinum) - eða fyrir nokkrum árum.

Staðan hefur breyst og ég veit í raun ekkert hvað mér finnst um það í dag. Sé þarna mjög verðmætt land sem væri hægt að nýta á margan og skemmtilegan hátt (ef vel tekst til), en einnig finnst mér að innanlands flugvöllur verði að vera í Reykjavík en spurning þá hvar og hvort Vatnsmýrin sé rétti staðurinn. Síðan er það mýrin sjálf... held sé ekki raunhæft að reyna að breyta landinu til fyrra horfs.

Eitt það óskemmtilega við þetta verkefni er að ég er alltaf að týnast í því ásamt hópfélögunum. Þegar við höldum að við erum á réttri leið og með allt á hreinu þá týnumst við og förum að efast. Sem er ekki alveg nógu gott því við týnumst alveg reglulega og meira segja svoldið oft.

En jæja lítið við því að gera en að halda áfram og reyna að finna rétta staðinn aftur og aftur.

###

Er algjörlega búin að tapa mér í hangman. Má ekki við slíkum truflunum enda komnir alltof margir rugl leikir sem ég "gleymi" mér í - sérstaklega þegar ég á að vera á fullu í lærdómi.

En hangman þar sem maður á að giska á löndin er sérstaklega skemmtilegur og A klikkar ekki þar (sjaldnast).

og já er búin að setja inn myndir frá fermingunni hans Kristjóns fyrir þá sem hafa áhuga!

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Af hverju?

Hvernig stendur á því þegar eitthvað mögulega spennandi er að gerast í mínu lífi - þá koma aðrir spennandi hlutir upp líka.

Semsagt þegar ég er búin að ákveða eitthvað þá sé ég eitthvað annað spennandi líka og ég þarf því að taka ákvörðun um hvort og hvað ég eigi að gera. Síðan finnst mér svo erfitt að sleppa þá því ég er svo hrædd um að þessi valkostur bjóðist ekki aftur í bráð.

bleh - núna er semsagt spennandi starf í boði og á mínu áhugasviði en ég er búin að gera ráðstafanir til þess að gera eitthvað allt annað næsta árið.

Er reyndar búin að sjá eitthvað af áhugaverðum störfum auglýst í vetur, sumt sem ég hefði ekki haft tíma í útaf náminu og svo annað sem ég treysti mér ekki alveg í en fannst gífurlega áhugavert.

Vonandi verða spennandi störf í boði þegar ég lýk námi :)

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Umhverfisdagar HÍ

Vildi bara benda á þetta frábæra framtak hjá GAIA sem er félag meistaranema í umhverfis og auðlindafræðum (mitt félag :)) ásamt öðrum.

Dagskrá Umhverfisdaga í Háskóla Íslands:

1. apríl:

11:30
Opnir básar á Háskólatorgi - umhverfisvænar vörur og lausnir

16:40
Sýning heimildamyndarinnar „We Feed the World“ (96 mín – enskur texti) og umræður í lok myndar um efni hennar.
Stofa HT-105, Háskólatorgi.

2. apríl:

12:00
Hádegisfyrirlestrar Umhverfisdaga: Kaupa fyrst, henda svo?

Tilraunir á áhrifum verðs á kauphegðun íslenskra neytenda. - Valdimar Sigurðsson, lektor við viðskiptadeild HR
Úrgangsmálin á höfuðborgarsvæðinu: Hver og einn skiptir máli í góðri meðhöndlun með gott hráefni. - Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir, deildarstjóri gæða- og þjónustusviðs Sorpu
Stofa HT-104, Háskólatorgi.

20:30
Umhverfis-Quiz - Spurningameistari er Katrín Jakobsdóttir.
Staður: Highlander, Lækjargötu 10.

3. apríl:

21:00
Uppskeruhátíð Umhverfisdaga á Grand Rokk!
Staður: Grand Rokk, Smiðjustíg 6.

Misstu ekki af þessum frábæru viðburðum!