BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, apríl 25, 2008

Áhyggjufullir lesendur?

Vegna fyrirspurna hjá lesendum um hvernig ég komst heim í gærkveldi þá hér með tilkynnist að ég þurfti ekki að labba :)

Strætó kom og flutti mig heim :)

Hinsvegar mér til mikillar óánægju þá er ég komin heim núna - planið var að vera aftur til hálf tólf niðri í skóla. En vegna þess að ég var alveg rosalega svöng þá flúði ég þaðan til þess að fá mér að borða.

Ritgerð gengur samt ágætlega - var þó búin að stefna að því að klára hana í dag en það verður ekki. Vona að það takist á morgun :)

Þannig að ég auglýsi eftir yfirlesara - er einhver sem býður sig fram í lestur?

2 Mjálm:

Ella Bella sagði...

ég verð nú að viðurkenna það að ég er fegin að þú náðir strætó... hefði verið alveg handónýtt ef þú hefðir labbað.

þú ert rosa dugleg að læra...
*hóst*betrienégallavega*hóst*

Linda Björk sagði...

haha - af hverju hefðir þú verið handónýt?

En ert alveg velkomin að koma að læra með mér ;) - en kannski heldur ekki skrýtið ef þú getur ekki lært "eins mikið" - þar sem þú hefur 2 börn að sjá um en ég hef allan minn vöku tíma í að læra ;)