BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Amma mín

Móðuramma mín var jarðsett í dag.

Ég held ég hafi ekki sömu minningarnar um ömmu eins og margt af hinum barnabörnunum enda sá ég hana ekki það oft. Minnsta kosti ekki í barnæsku þar sem ég bjó ekki í Reykjavík.

Margar af hefðunum er frá henni komið - jólaboðið og páskaboðið en hin síðari ár hafa þau farið fram hjá systrunum. Á þessum dögum þá var hún með margréttað og ekki slæmt fyrir matvanda eins og mig ;)

Eitt af því sem amma sagði margsinnis við mig var að ég hafði nógan tíma og þá var iðulega verið að meina í þá átt að eignast mann og börn. Sem er reyndar mjög gott því hefði kannski annað kostað þrætur ;) en ég hef sjálfsagt samt ekki metið það að hún hafi sagt þetta við mig sem ég geri. Undanfarið hef ég heyrt um eldra fólki sem var með þrýsting nú eða áhyggjur af því að barnabörnin sín mundi ekki ganga út. En ef hún amma hefur haft það þá fann maður ekki fyrir því heldur var hún stolt af því sem ég var að gera.

Einnig var hún ábyggilega einn dyggasti lesandi bloggsins míns þegar ég fór í ferðina mína 2006 og kunni ábyggilega sumar færslur utan af. En mamma sá til þess að hún fengi færslurnar mínar útprentaðar.

Hún sendi dætrum sínum og fjölskyldu falleg skilaboð í dag.

0 Mjálm: