BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, janúar 29, 2012

Hvítt


Á leið í bæinn 25. janúar.

Heimkeyrslan


Allt svo fallega hvitt þann 25. janúar.

föstudagur, janúar 20, 2012

Ganga heim



sunnudagur, janúar 15, 2012

Brokeback mountain

Myndin Brokeback mountain var sýnd á Rúv í kvöld. Ég var alveg með á hreinu að ég hafði séð þessa mynd en ákvað að horfa á hana aftur.

Í seinni helmingnum þá fannst mér ég ekki hafa séð mörg atriðina og voru sem ný þannig að ég reyndi að rifja upp hvar ég hafði séð myndina en var með á hreinu að ég hefði nú séð hana á ferðalaginu mínu 2006.

Upp stóð að ég hefði sennilegast séð hana í Ástralíu, annað hvort í Sidney eða Cairns þar sem ég var með á hreinu hvaða myndir ég sá í Hong Kong, Kuala Lumpur og Darwin. Líka nokkuð öruggt að þessi mynd hefði aldrei verið sýnd í Kuala Lumpur (Malasía). En þetta truflaði mig gífurlega, vita það að ég hafi séð myndina en ekki munað eftir svona mörgu í myndinni. Úr var því að ég fletti því upp hérna á blogginu. Þannig komst ég að því að ég sá þessa mynd í Sidney og það fljótlega eftir að ég kom til Ástralíu.

Bloggið er til margs hluta nytsamlegs því það er uppflétti"rit" fyrir mig :)

föstudagur, janúar 06, 2012

2011

Árið 2011 var svoldið ár vonbrigða, þar sem sífellt þurfti að rífa sig upp. Það getur verið erfitt til lengdar og þreytandi.

En vil ekki dvelja við leiðindi því vissulega var þetta líka fínt ár, árið sem ég lauk masternum :)

Einnig farið á nýja staði og prófað nýja hluti alveg eins og ég vil hafa það.

Nýtt:

  • Gengið á Búrfell (í Hafnarfirðinum) og Keili með góðum vinum.
  • Vann fyrir austan og dvaldist í Fljótsdalnum
  • Gengið upp að Háafossi og Strútsfossi
  • Farið að Eyjabakkajökli, séð yfir Eyjabakka, Hafrahvammsgljúfur, keyrt meðfram Hálslóni.
  • Fór í fyrsta skipti í Mjóafjörð og alla leið út á Dalatanga
  • Fór á steinasafn Petru (loksins)
  • Fór á Borgarfjörð Eystri (annað skipti)
  • Fyrsta skipti í skálavörslu með landvörslu

Einnig var hreyfing á árinu 2011 með ágætis móti, byrjaði á hlaupaprógrammi í sveitinni sem var mjög þægilegt þar sem lítil umferð og áhorfendur í takmarkaður fyrir kannski utan einstaka rollur og hestar sem voru að furða sig á þessu uppátæki.

Þetta er það sem ég man í fljótu bragði en einnig voru fjölmargar göngur sem ég hefði viljað fara í á þessu ári en verða að bíða betri tíma. Hver veit nema þær verða farnar á þessu ári. Fer allt eftir því hvað nýja árið ber í skauti sér.

Gleðilegt nýtt ár!