BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, janúar 06, 2012

2011

Árið 2011 var svoldið ár vonbrigða, þar sem sífellt þurfti að rífa sig upp. Það getur verið erfitt til lengdar og þreytandi.

En vil ekki dvelja við leiðindi því vissulega var þetta líka fínt ár, árið sem ég lauk masternum :)

Einnig farið á nýja staði og prófað nýja hluti alveg eins og ég vil hafa það.

Nýtt:

  • Gengið á Búrfell (í Hafnarfirðinum) og Keili með góðum vinum.
  • Vann fyrir austan og dvaldist í Fljótsdalnum
  • Gengið upp að Háafossi og Strútsfossi
  • Farið að Eyjabakkajökli, séð yfir Eyjabakka, Hafrahvammsgljúfur, keyrt meðfram Hálslóni.
  • Fór í fyrsta skipti í Mjóafjörð og alla leið út á Dalatanga
  • Fór á steinasafn Petru (loksins)
  • Fór á Borgarfjörð Eystri (annað skipti)
  • Fyrsta skipti í skálavörslu með landvörslu

Einnig var hreyfing á árinu 2011 með ágætis móti, byrjaði á hlaupaprógrammi í sveitinni sem var mjög þægilegt þar sem lítil umferð og áhorfendur í takmarkaður fyrir kannski utan einstaka rollur og hestar sem voru að furða sig á þessu uppátæki.

Þetta er það sem ég man í fljótu bragði en einnig voru fjölmargar göngur sem ég hefði viljað fara í á þessu ári en verða að bíða betri tíma. Hver veit nema þær verða farnar á þessu ári. Fer allt eftir því hvað nýja árið ber í skauti sér.

Gleðilegt nýtt ár!

0 Mjálm: