BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, janúar 30, 2009

Renna út á tíma

Er sennilegast að renna út á tíma hérna að gera áætlun, skipulag og aðgerðaráætlun. Það er að segja ef ég ætla að verða starfhæf áður en ný ríkisstjórn tekur við. Er samt eitthvað í áttina - á góða daga og slæma í afköstum.

Verst bara hvað ég er eitthvað lengi að lesa.

###

Meira af kóngulóm

Einn morguninn núna í vikunni gekk ég inn á baðherbergi (ekkert óvenjulegt við það), þar sá ég einhverja dökka þúst við vegginn sem ég var nokkuð viss um að hefði ekki verið þar í gær. Þannig að ég fór tilbaka inn í herbergi að ná í gleraugun (já sé illa :() og þegar ég kom tilbaka sá ég hvað þessi dökka þúst var.

Það var stór og feit kónguló - ekki sú sama og ég sá fyrir einhverjum dögum síðan. En ég ákvað að láta hana vera og hún hvarf, hvert veit ég ekki en er mjög forvitin að vita hvar þær halda til því engir eru kóngulóavefirnir í sjónmáli.

En í morgun þegar ég var inn í herbergi (ekki baðherberginu) þá skaust kónguló framhjá mér og þar sem hún var á hreyfingu þá vissi ég hvað þetta var svona gleraugnalaus og sú var fljót að fjúka. Er alveg nokkuð viss um að þetta var ekki stóra og feita sem ég sá í vikunni heldur hin. Er með þá kenningu að þessi stóra og feita hafi rekið þessa út úr baðherberginu.

En þær verða að vita sinn sess...

Eru ekki annars allir spenntir fyrir að koma í baðherbergið mitt? :)

mánudagur, janúar 26, 2009

Greining

Er búin að greina sjálfa mig.

Já ég er svo hæfileikarík :)

Er komin með skólaleiða, að minnsta kosti sat ég í tíma í dag og hreinlega nennti ekki einu sinni að hugsa til þess að þurfa að gera hópverkefni og einstaklingsverkefni. Hryllti hreinlega yfir þeirri hugsun.

En núna þarf að koma áætlun, svo skipulag og aðgerðaráætlun um að útrýma þessum skólaleiða og fara á fullt.

Takmarkið er að verða starfhæf áður en ný ríkisstjórn tekur við - held það verði ekki vandamál - sérstaklega ekki ef ekkert verður fyrr en í maí - sem er mjög ólíklegt.

En þarf að finna gleðina í skólanum á ný!

sunnudagur, janúar 25, 2009

Deyfð

Deyfð yfir blogginu mínu og yfir mér...

Kem mér ekki að verki og hef ekki almennilega komist í gang núna í janúar, sem er ekki nógu gott því hef nóg að gera og markmið til þess að ná.

Veit ekki hvernig ég get sparkað í rassinn á mér og komið mér almennilega að verki. Á kannski einn góðan dag en síðan ekki daginn eftir. Ekki vantar góðu fyrirheitin á kvöldin að daginn eftir ætli ég mér að verða þvílíkt dugleg.

Á líka ónýtan kodda - er komið gat á hann og því fiður um allt - var að reyna bráðabirgða viðgerðir á honum með því að hefta gatið saman :) má alltaf vera bjartsýnn á að það virki :) svona eins og ríkisstjórnin hahaha

var hjá systkinabörnum mínum á föstudag fram á laugardag. Litli guttinn var að leika sér með hákarl og krókódíl (nei ekki lifandi dýr) og þegar ég kvartaði yfir því að þau væru að borða mig (dýrin sko) þá tók hann sig til og lét þau bara kyssa mig í staðinn :) góður strákur

mánudagur, janúar 19, 2009

Snákar

Undanfarið hefur mig dreymt snáka.

Í nótt var það ekki góður draumur - reyndar sjaldnast gott að dreyma snáka því ég er heilluð af þessum kvikindum en finnst þeir samt sem áður alveg hryllilegir og er voða gott að þeir búa annarsstaðar en á Íslandi.

En annars er ég í átaki með sængurveri mín. Ég á nefnilega svo mörg og nota aðeins brot af þeim sem ég á þannig að núna er ég markvisst að fara að nota þau öll. Þó ekki öll í einu ;)

sunnudagur, janúar 11, 2009

Baðherbergið

Baðherbergið mitt er mjög vinsælt.....

af kóngulóm.

Var með tvær milli jóla og nýárs og var að fá eina nýja núna. Velti mikið fyrir mér hvaðan þær koma.

En þessi nýja er eitthvað feimnari því sá bara glitta í hana í gær og hef ekkert séð hana í dag.

Spennandi tímar

laugardagur, janúar 03, 2009

Nýtt ár

Fyrsti pistill á nýju ári.

Er búin að hugleiða hvort ég ætti að skrifa annáll fyrir 2008 en ákvað að gera það ekki :) en.........

2008 fyrir mér er
*mjög lærdómsríkt ár (vinnulega ásamt öðru)
*þar sem allar áætlanir og varaplön urðu að engu :) en samt allt í lagi því annað kom í staðinn
*litla systir gifti sig og var viðstödd óhefðbundins brúðkaups á Snæfellsjökli og svo hálf veik í því þriðja
*Fyrsta skipti sem ég og litla systir eru saman í skóla ;)
*2008 var líka árið sem ég fór ekkert til útlanda síðan 2001

2008 þá ætlaði ég mér að vera um helming af árinu erlendis eða í Ástralíu en þau plön breyttust allhressilega og þess í stað var ekkert farið út fyrir landsteinana og ég komst að því að ég hef nánast farið eitthvað til útlanda allt frá árinu 1995 með árið 2001 og núna 2008 til undantekningar.

Útlandaferðir
1995: London - Fyrsta skipti sem ég fór ein með vinkonu til útlanda
1996: Berlin (með skólanum), Majorka og svo til Englands í enskuskóla og vinna
1997: Kaupmannahöfn (dvaldi 3 vikur hjá Gulla frænda)
1998: Prag og svo til Hollands
1999: Sviþjóð (sumarbúðir á vegum rauða krossins)
2000: Danmörk (BUSL ferð) og Frakkland (Paris og Chamonix)
2001: Ekki neitt en átti að verða Kúba með HÍ í námsferð
2002: Chicago, USA
2003: Grænland (dagsferð til Kulusukk á vegum vinnunar), Kaupmannahöfn, Svíþjóð, London og Kúba (allt í sömu ferð, 1 mánuður í allt)
2004: Færeyjar (heimsækja Bjössa frænda)og Austurríki (skyndihjálparkeppni)
2005: Kaupmannahöfn til þess að keyra til Þýskalands í brúðkaup
2006: Ferðin mín mikla :) Kína, Malasía, Ástralía, Nýja Sjáland og New York (farið út í janúar og komið heim í maí) um haustið til Barcelona (vinkonuferð)
2007: Rúmenía (ráðstefna landvarða)
2008: Ekkert farið en átti að verða Ástralía ;)

Spurning hvort 2009 verður eitthvað ferðaár en er á óskalista að fara á ráðstefnu landvarða í Bólivíu :)