BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, mars 31, 2008



Fyrsta jáið er komið í gegn!

###

Embla mín á afmæli í dag - litla snúllan mín er 3 ára.

Já hún er mín - jafnvel þótt sé systurdóttir ;) þá er hún MÍN!

muahahah

sunnudagur, mars 30, 2008

Helgin

Fegin að þessi helgi er að alveg að enda.

Búin að vera mikil törn.

Í gær var 12 klst hópavinna, byrjaði um 8.30 um morguninn og var líka alveg búin á því þegar ég kom heim um kvöldið.

En fyrir mestu var að mikið var hlegið ásamt því að var þrasað. Ótrúlegt en satt þá var mér líka sagt að þegja ;) - tæknin var líka nýtt þar sem tölva var tengd við stóran skja þannig að allir sáu hvað var slegið inn.

Í dag var svo önnur törn - næstyngsti litlibróðirinn var fermdur. Var því á smá þönum og var mikið í eldhúsinu líka í dag. Enda ágæt að geta loksins hjálpað til því annar undirbúningur fyrir þá hef ég verið of upptekin við að sinna mér - já eða skólanum sem er náttúrulega fyrir mig!

En annars var ágætis uppskera hjá fermingarbarninu og var hann lika alveg sáttur við fermingargjöfina frá systkinum sínum. Sem var by the way sjónauki ásamt fuglatalningarblöðum.

föstudagur, mars 28, 2008

Sund

Skellti mér í sund í dag.

Synti 1 km :)

En maður sér greinilega margt voða skemmtilegt í sundi - spurning um að ég fari að gera mér oftar ferðir þangað.

Allavega var eitthvað voða mikið um strákahlaup þarna - misfit og misflottir en skemmtilegast sýnin var kannski rifin sundskýla hjá einum gaur.

Nema rifan var mjög skemmtileg - akkúrat eftir miðjum rassi- upp og niður ekki til hliðar.

Ábyggilega áfall fyrir hann þegar hann kom í búningsklefann og uppgötvaði þessa rosa stóra rifu og það að hann sýndi glimps af rasskinnum.

En já næst verður farið með linsurnar í sund ;)

Ferming

Jæja ferming næstyngsa litlabróðurs er á næsta leyti og eftir það bara einungis eitt systkini eftir að fermast (enn sem komið er).

En allavega þá fórum við elsti litlibróðir í gær á stúfana að kaupa fermingargjöf og tók mun skemmri tíma en bjuggumst við.

Sem er náttúrulega bara gott!

En elsti litlibróðir kom semsagt líka inn til mín í gær - þurfti að gefa hundinum vatn sem hann vildi svo ekki.

Ég semsagt þurfti að sjálfsögðu að spurja hann hvernig honum þótti nýja stofustássið mitt - hvort það passaði í stofuna.

Hann ætlaði að vera ægilega sniðugur og svaraði - nei þetta ætti heima á baðinu.... hahaha - var svo ægilega hissa þegar ég sagði honum að þetta væri selt sem baðhilla :)

Bið

Nú er biðin orðin óbærileg.

þarf svör strax og helst í gær :(

miðvikudagur, mars 26, 2008

Steypa

Alveg tóm steypa í dag.

Allavega skórnir mínir útataðir í steypu og já eitthvað í buxunum líka.

En var áhugavert.

Gaman að sjá hvernig sumar persónur geta hrifið mann með sér....

###

En að öðru - setti saman og upp hillu í gær.

Jú jú það passar komin baðhilla í stofuna.

sunnudagur, mars 23, 2008

Páskadagur

Gleðilega páska!

Jamm upp er runinn páskadagur og ekkert páskaboð í ár - sem er svoldið skrýtið.

Þannig að það er engin félagsvist heldur, ég sem ætlaði að rústa henni í ár, því mig sárvantar fleiri páskaegg!!

En mér var bætt upp félagsvistina í gærkvöldi þar sem við spiluðum en að vísu einungis á einu borði.

Eftir spilerí var svo skellt sér í pottinn og mikið var það nú ljúft, fallegt veður og svo mikil kyrrð eitthvað þarna suður með sjó.

föstudagur, mars 21, 2008

Annar í afmæli

Í dag er annar í afmæli hjá mér.

Í tilefni af því bauð ég vinum í hádegismat en þrátt fyrir það tókst ekki að klára súpuna.

En súpan var góð - bæði í gær og í dag.

En spurning hvort hún verði jafn góð á morgun og daginn þar eftir.

Held ég muni kannski síðan ekkert meir borða mexíkanska súpu.

Mikið magn af páskaeggjum streymdu líka til mín í gær. En tókst að koma því stærsta oní gestina :)

miðvikudagur, mars 19, 2008

8 laukar

Jamm er búin að vera skera niður 8 lauka í kvöld.

Minnti bara á gömlu tímana á BSÍ ;) - en sem betur fer lenti ég ekki oft í því að skera niður lauk þar. Held að Sólrún hafi verið meira í því hehe

En allavega þá vona ég að súpan takist, er nefnilega ekki með nógu stóran pott og þurfti að skipta niður í tvo potta í miðri aðgerð.

Eins gott að hún takist - byrja á að elda kvöldi fyrir að hún verði borin fram.

Páskafrí

Jæja - komin í páskafrí á öllum vígstöðum.

Verst hvað fríið er stutt og í raun ekki frí þar sem ég verð að nota það í að bjarga öllum verkefnum sem ég þarf að gera fyrir skólann.

Í minningunni var páskafríið svo langt - enda í grunnskóla og framhaldsskóla þá fékk maður frí í dymbilsvikunni en sú er ekki raunin í Háskóla Íslands.

Í páskafríinu verður þó farið í eina skírn og svo á morgun elduð mexíkósúpa, eitthvað hefur þó heyrst um að páskaboðið verði ekki í ár. Veit ekki alveg hvernig ég á að taka á því þar sem engin félagsvist verður þá spiluð :( verð bara eyðilögð á páskadag - en reyni þá bara nýta tímann í lærdóm í staðinn.

En jæja - Gleðilega páska

sunnudagur, mars 16, 2008

Kvefuð

Fúlt að vera kvefaður!

Hundfúlt

fimmtudagur, mars 13, 2008

iss piss

Loksins komin með sjónvarpstæki - sem hægt er að horfa á

og engin desperate housewives þáttur!

bleh!

Fékk meira segja heimsendingu á því - ekki amalegt.

En gott að vita að ég eigi svona marga góða að því mér bauðst hellingur af sjónvarpstækjum og erfitt velja og hafna.

En takk fyrir góða fólk fyrir boðin :)

þriðjudagur, mars 11, 2008

sick

Sit niðri í skóla að þykjast vera að læra.

Búin að setja t.d. fleiri myndir á myndasíðuna mína, snjór í Reykjavík :)

Er núna að velta fyrir mér hvort ég eigi að horfa á eins og einn þátt af Grey´s Anatomy, en er semsagt búin að vera horfa á þá frá því á laugardagskvöldið.

Hjálpi mér - komið út í vitleysu. Skal ekki horfa á þennan þátt fyrr en í kvöld.

Læra núna!

já læra

sunnudagur, mars 09, 2008

Samkomulag

Ég er með ágætis samkomulag við einn landvörð.

Samkomulagið gengur út á það að hann kemur mér í landvarðapartýin og aðra samkomur með því að pikka mig upp og ég kem honum heim. Á hans bíl :)

Í gærkvöldi hinsvegar þegar við ákváðum að yfirgefa partýið, seint. Þá skutlaði ég jökulfljóðinu næstum hálfa leið út á nesið á hans bíl en hann fékk far með öðrum og ekki í sínum bíl.

En ágætis samkomulag engu að síður.

###
Ég bauð til matar í kvöld.

Það tókst alveg ágætlega nema hvað rétt áður en sest var til borðs voru allir matargestirnir komnir inn í svefnherbergi til mín og upp í rúm.....

Svo ekki verra að ég fékk aðstoð við uppvask og laus við matargesti um einum og hálfum tíma eftir að þeir komu.

###
Þetta var með einsdæmum ágætis helgi en heldur lítið um vinnuframlag varðandi skóla sem er heldur verra.

Öllu verra og það í sjónvarpsleysinu, er ekki búin að vera með sjónvarp alla helgina sem er svoldið skrýtið. Finnst það "verst" snemma á morgnana og seint á kvöldin. Tíminn rétt áður en ég fer að sofa - sennilegast sá tími þegar aðrir eiga samskipti sín við heimilismeðlimi en ég á samskipti við sjónvarpstækið svona að öllu jafna. Þó er það svoldið á annan veginn og þó....

laugardagur, mars 08, 2008

Góugleði

23 landverðir lögðu af stað í leiðangur.......


Sumir fara á þorrablót á þorranum en ég fer góugleði á góunni, allavega landverðir héldu í leiðangur á Reykjanesið í dag í þessu blíðskaparveðri.

Geggjað veður alveg hreint.


Gengum Ketilstíg 3,5 km - og var semsagt farið frá Seltúni, hverasvæðinu við Krísuvík. Glaðningur beið okkar á toppnum en þar var valin aðili með fallegustu limaburðina, flottasti rassinn og efnilegasti nýliðinn.

Haukur fékk verðlaun fyrir flottasta rassinn og staðráðin frá upphafi að svo skyldi vera en er ekki viss hvort ég sé sammála þessum dómi. Ég meina það er ekkert til þess að klípa í. Nær að velja minn rass sem flottasta - allavega nóg að klípa í ;)

En spurning hvaða klíka var í gangi því það var fólk úr gljúfrunum sem unnu til verðlauna. En allir fengu páskaegg þannig að get nú ekki verið ósátt.

Svo er bara áframhaldnandi gleði í kvöld en óvíst hvort þær verði myndaðar en er allavega að setja inn myndir frá göngunni í dag. Svo kíkið í albúmið.

miðvikudagur, mars 05, 2008

Þorri almennings

Þorri almennings....



Hann býr í Breiðholtinu!!!

Gleymdi

Ein aðalástæðan fyrir því að ég skrifaði póstin um 8 klst afmælið sem ég fór í gleymdist!

Þokkalegt!

En já við mig var sagt að ég ætti að gefa út bók og stóð sú manneskja fast við sinn keip og kom oft á máli við mig þetta kvöld til þess eins að segja mér það.

ojá þetta var sko ekkert fyllerísröfl.... hahaha.

Spurning um að binda inn ferðasögurnar og selja henni, allavega var tilbúin til þess að kaupa ;)og myndskreyta síðan smá.

sunnudagur, mars 02, 2008

Afmæli

Í gær fór ég í afmæli - sem væri svo sem ekkert merkilegt nema fyrir þær sakir að:

Afmælið varði í um 8 klst - ég kom um 16 og fór um miðnætti, fór semsagt þegar ég skutlaði frænda mínum í vinnuna til þess að dídjéa (dj). Nema systir mín og mágur komu með og stoppuðum við þar af leiðandi smá stund í vinnunni hjá frænda og hlustuðum á hverskonar dj hann væri.

Annað sem var merkilegt við þetta afmælið var spurningar sem við systur fengum :) - komu gestir til okkar sem höfðu kannski séð okkur seinast sem littlar skottur og vissu hver pabbi okkar væri en svo kom spurningin en hver er mamma ykkar (hahaha). Sagði pabba frá þessum vandræðaheitum og honum var nokk sama og hafði húmor fyrir þessu kallinn.

Eitt var að hitta fólk, bæði ættingja og aðra sem ég hef ekki séð frá því ég var lítil skotta.

###

Átti síðan "þrælskemmtilegan" dag í dag - varði öllum deginum í hópaverkefni, hittumst í morgun og vorum lengi að, hópfélagi sem var svo góður að koma með kaffi og bakkelsi með sér í morgun leist ekkert á blikuna að þegar hann fór að sækja handa okkur hádegismat þá kom hann með kók handa mér. Sannfærður um að mér vantaði kóffín þar sem ég drekk ekki kaffi.

En já svo bara ný vika!