BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, janúar 30, 2003

Teljari

Alveg hrein snilld að hafa teljara á síðunni sinni, það sem mér finnst kannski einna skemmtilegast er að þegar fólk hefur verið að leita að einhverju í leitarvef og lendir á minni síðu. Það nýjasta er að einhver var að leita af loftmynd og fékk upp mína síðu :) kannski eftir allar kvartanirnar um fagið loftmyndatúlkun er ekkert skrýtið að manneskjan fékk mína síðu hehehe.

Í gær átti ég von á tryggingasölumanni en hann hringdi rétt fyrir eitt og afboðaði komu sína eftir að hafa spjallað smá við mig. Greinilega ekkert litist á mig ;-) en reyndar ætlaði hann að hringja í mig í næsta mánuði til þess að athuga hvernig staðan væri hjá mér þá því hann vill víst ekki hitta mig oft, hann bara veit ekki af hverju hann er að missa! Kannski ég sé bara að eignast símavin yrði reyndar kannski ekki slæmt því hann hefur ekki slæma rödd.
Það er reyndar eitt gott sem hann kom til leiðar en ég hafði það af að aðeins að þrífa hjá mér, vildi ekki alveg að einhver ókunnugur mundi þurfa að horfa upp á þetta.

Meðan ég man það er verið að safna undirskriftum gegn Kárahnjúkavirkjun. Slóðin er http://halendi.this.is. Endilega kíkið þar inn og skráið ykkur gegn Kárahnjúkavirkjun.

Takið þátt!

miðvikudagur, janúar 29, 2003

Skoðanir

Á baksíðu Fréttablaðsins birtast oft skemmtilegir pistlar og birtist einn slíkur síðastliðinn mánudag. Þar skrifaði Þráinn Bertelsson um skoðanir og það að nútíminn væri orðinn svo flókinn að erfitt gæti verið að mynda sér skoðanir sjálfur. Því gæti verið bara hentugt að fara á endurskoðendaskrifstofu til þess að fá góðar skoðanir og vel rökstuddar. Hvet alla til þess að lesa þetta :) bráðskemmtileg alveg. Ég var reyndar búin að skrifa meira um þetta en vegna klaufaskapar í mér þá hvarf það og ég nenni ekki að skrifa aftur :( geri það kannski seinna.

föstudagur, janúar 24, 2003

Jahérna hér

Aldrei hefði mér dottið þetta í hug :)

You%20are%20Russian
What's your Inner European?

brought to you by Quizilla


life is full of surprises!

fimmtudagur, janúar 23, 2003

Færeyjar

Ég á litla frænku sem býr í Færeyjum og hún er komin með sína eigin heimasíðu. Komnar líka nýjar myndir af henni en það er komin snjór í Færeyjum.
Ég er komin með hausverk :( sem er ekki gott!



Afleiðingar

Ég verð víst að taka afleiðingum gjörða minna í gær, en ég er komin með þessa rosalegu strengi í neðri hluta líkamans. Rassinn er sérstaklega slæmur og býst ég við að þetta fari versnandi. Strax farin að vorkenna mér að þurfa að ganga í vinnuna, þarf ábyggilega að leggja af stað fyrr en vanalega. Röddin er þó komin í lag og ætti ég að geta talað við fólk án þess að hósta lungu og lifur í eyrað á þeim. í gær fór ég samt að spá aðeins í hvað sumir eru rosalega óheppnir með raddir, ég get nefnilega orðið mjög hrifin af röddum, sérstaklega karlmannsröddum. Það kom fyrir í gömlu vinnunni minni að maður talaði við einhvern sem var með þessa rosalegu fallegu rödd að manni langaði bara alls ekki til þess að hætta að tala við hann. En ástæða þess að ég er að blaðra um þetta núna er að ég skipti yfir á skjá einn þegar bráðavaktin var búin í gær og þar var kona sem var alveg einstaklega óheppin með rödd og þótti mér það heldur leitt því lítið er hægt að gera viði því.

Á morgun er ég að fara í sumarbústað og þykir mér það mjög góð tilhugsun að fara út úr bænum og vera í góðum félagsskap um helgina :-)

over and out

miðvikudagur, janúar 22, 2003

Líkamsrækt

Hafði það loksins af að fara í Sporthúsið að æfa með henni Siggu, þrátt fyrir smá erfiðleika þá var þetta hin ágætasta æfing. Sjúkrabílinn kom að vísu en ekki vegna mín heldur einhvern annars sem lá á bekk fyrir framan þegar við komum út úr búningsklefanum. Þannig að það er spennandi að fara í sporthúsið maður veit aldrei hvað gerist. Annars voru tækin nokkuð flott og fékk maður góðar leiðbeiningar við hvert tæki, kemur meira að segja broskall ef maður gerir vel :-) Dugnaður á öðrum sviðum hefur að vísu ekki látið sjá sig.

gott í bili

mánudagur, janúar 20, 2003

Týnd

Ég auglýsi eftir kvenmanni á 27.aldursári, ekki svo hávaxnri, með lubba á hausnum, fáeinum kílóum yfir kjörþyngd, gengur oftast með gleraugu nú á dögum. Finnandi vinsamlegast hafið samband við mig því hún virðist týnd og tröllum gefin.

sunnudagur, janúar 19, 2003

Skrýtið

Ég hef verið að pæla í bloggunum mínum undanfarið og það sem ég skrifa hérna á netið. Það er eins og mér finnst auðveldara að skrifa um og segja hvað ég hafi verið að gera dagsdaglega heldur en að skrifa skoðanir mínar (þegar ég hef þær ;-) hérna inn. Ég veit að margir vinir mínir lesa síðuna og hugsa að það séu aðallega þeir sem ég þekki sem les þær en það er alltaf sá möguleiki að það séu einhverjir sem lenda hérna inni sem ég þekki hvorki haus né sporð á. Með því þá að skrifa skoðanir mínir á málum þá er eins og ég gefi meiri höggstað á mér sem ég hef ekki verið tilbúin til þess að gera og því var ég í miklum vafa hvort ég ætti að skrifa um virkjunina eða ekki og mínar skoðanir á þeim málum. Mér finnst eins og ég upplýsi meira um mína persónu með því að segja skoðanir mínar heldur en frá daglegu lífi mínu, kannski hef ég rangt fyrir mér veit ekki.

hvað heldur þú?

Tímamót

Í dag gerðist merkilegur hlutur, ég horfði á hluta af Silfri Egils án þess að skipta um stöð. Ég horfði og hlustaði á fyrstu gestina hans þegar var verið að ræða um álverið og Kárahnjúkavirkjun.Mér fannst konurnar sem voru þarna í þættinum nokkuð góðar en þessi maður ekki eins, kannski var það vegna þess að ég er á máli kvennana tveggja frekar heldur en mannsins, gæti verið. Annars fannst mér nokkuð merkilegt að það voru þarna konurnar tvær voru þarna til þess að tala máli náttúruverndarsinna og vilja vernda náttúrunni fyrir eyðileggingunni en maðurinn var að tala máli virkjunnar og álvers. Þetta er í raun í samræmi við skoðunarkannanir sem hafa birst að undanförnu en þar kemur fram að konur eru frekar á móti virkjunninni meðan karlarnir eru frekar með henni. Enda hefur alltaf verið talað um það að þeir sem hafa verið mótfallnir virkjun séu ekki með nein rök heldur bara tóma tilfinningavellu........... sem að sjálfsögðu er ekki rétt. Ég skil ekki af hverju ráðamenn þjóðarinnar vilja gera sömu mistök og önnur lönd og því í ósköpunum vilja þeir fara út í frumvinnslubúskap þegar flestar þjóðir heims að minnsta kosti hinn vestræni er komin yfir það stig og farin yfir á þjónustustigið. Sjáum til dæmis Danmörk ekki hefur landið mikið af auðlindum úr að spila og hefur því byggt upp þjónustu sem sinn helsta atvinnugrein og ég held örugglega að ég sé ekki að ljúga þegar ég segi að það sé um 50% af allri atvinnu í Danmörk. Það einna mest sem ég sé eftir er að hafa ekki mætt í mótmæli og þess í stað verið heima og mótmælt þar sem enginn getur séð mig. Annars langaði mig rosalega á borgarafundinn sem var í Borgarleikhúsinu en tók vinnuna fram yfir :(

Ekki virkja.......ekki byggja álver

laugardagur, janúar 18, 2003

Af hverju?

Ég hefði haldið að eftir því sem maður eldist og „þroskast“ þá ætti maður að læra af mistökum sínum og gerir ekki sömu mistök aftur. Nei það gerir hún ég ekki, ekki það að þetta séu einhver rosaleg mistök þetta er bara tóm vitleysa í mér. Í mörg ár og ég veit það með nokkurri vissu að aðrir gera þetta líka, á kvöldin þegar ég er komin upp í rúm þá hef ég lofað sjálfri mér því að taka mig á í hinu og þessu. Til dæmis að verða duglegri við að læra, vera duglegri við að fara í ræktina eða bara yfir höfuð að fara þangað sem sagt taka mig á en svo á morgni hins nýja dags þar sem allt á að vera breytt þá fellur allt í sama gamla farið. Ég þarf því engin nýjarsheit til þess að brjóta því ég brýt mín heit á hverjum morgni. Mætti segja að það sé lán í óláni að ég sé að brjóta gegn mér en ekki einhverjum öðrum.

Batnandi manni er best að lifa...... eða hvað!

mánudagur, janúar 13, 2003

Íbúð

Skoðað íbúð í dag, staðsetning á henni er mjög góð og ekki verra að ég þekki fólk í húsinu þar sem tveir bræður mínir búa þar. Því miður þá finnst mér hún bara allt of lítil fyrir mig og dýr fyrir þetta litla pláss. Það var þarna eitt herbergi um 16 fermetra sem ég yrði að nota bæði sem svefnherbergi og stofu, svo er pínku lítið eldhús og ég er ekki viss um að eldhúsborðið mitt komist þar inn ásamt því að ekki er nægilegt skápapláss til þess að koma eldhúsdótinu fyrir. Klósett er síðan fram á gangi og sturtuaðstaða í þvottahúsinu. Þessi herlegheit á að kosta 40.000 á mánuði. Bara allt of dýrt og ekki mjög spennandi.

veit ekki

Aftur

Ég er aftur komin með ljótan hósta og er hás eins og ég veit ekki hvað. Ætti í sjálfu sér ekkert að vera í vinnunni í kvöld, næstum því alveg viss um að ég er að hræða þá sem ég hringi í. Minnsta kosti er ég ekki að heilla þá/þær/þau upp úr skónum með minni heillandi rödd. En ákvað að mæta samt sem áður sérstaklega í ljósi þess að þetta verkefni er að klárast og næsta verkefni er ekki tilbúið þannig að það gæti verið eitthvert stopp því verr og miður. Þeir sem vita um íbúð og vinnu handa mér mega alveg láta mig vita :)

veit ekki

föstudagur, janúar 10, 2003

MSI

Í Chicago fór ég á safn sem heitir Museum of science and Industry, þetta var mjög skemmtilegt safn því það var hægt að fikta mjög mikið í hinum ýmsum hlutum. Eitt það helsta sem stóð upp úr var kafbátaferðin en ég skoðaði kafbát þjóðverja úr seinni heimsstyrjöldinni, hann var svo lítil og mikið minni en ég hafði ímyndað mér. Mig minnir að ég hafi eitthvað skrifað um þetta þegar ég var í Chicago. Annað sem mér fannst líka alveg brillíant var að í einum hluta safnsins þar sem var fjallað um vísindi þá komu nokkur gullkorn. Þar voru skrifuð orð á spjald sem sagði það sem vísindamenn segðu og hvað þeir raunverulega meintu. Ég skrifaði nokrar setningar niður því mér fannst þær frábærara. Sérstaklega í ljósi þess að ég er að berjast við að skrifa lokaritgerðina mína. Hérna kemur þetta:

When scientist write: It has long been know that............, they really mean: I haven´t bothered to look up the original reference.
When scientist write: It is suggested that...., It is belived that......, It may be that......, they really mean: I think
When scientist write: It is generally belived that........, they really mean: A couple of other guys think so too.

Það kemur meira seinna um Chicago ferðina hef bara treinað allt of lengi að skrifa niður þessar frábæru setningar :-) ásamt skemmtilegum punktum um Chicago.

over and out

Hneyksluð

Ég les reglulega bloggið Siggabeib sem mér þykir mjög skemmtilegt að lesa (annars væri ég væntanlega ekki að lesa það) nema hún var að segja frá atviki sem henti hana hjá skósmiði og ég á bara ekki til orð yfir viðskiptaháttunum hjá honum. Hvet alla til þess að lesa þetta hjá henni en það nefnist Pælingar 1. Í stuttu máli þá var hún að fara með skó til skósmiðs og var ekki ánægð með þjónustuna. Þegar hún kom til skósmiðsins aftur til að sækja skóna þá bað hún um afslátt vegna þess að þetta hafði dregist á langinn hjá þeim. En nei skósmiðurinn hendir í henni útprentun um það sem hún hafði skrifað á netið og neitar henni um afslátt. Þetta er það versta sem hann gat gert. Samkvæmt því sem ég hef lært um markaðsfræði og annað álíka að þegar viðskiptavinur er óánægður þá segir hann mun fleirum frá því heldur en ef hann er ánægður. Það hefði verið best fyrir skósmiðinn að vera almennilegur og gefa afslátt, þá hefði hann að öllum líkindum haldið í viðskiptavin sem hefði síðan sagt fleirum frá góða viðmótinu sem hún fengi. En með þessu sem hann gerði þá tapaði hann þrátt fyirr að hafa getað fengið einhverja útrás með því að vera leiðinlegur, en það máttu bara ekki gera í viðskiptum því þá tapar þú.

dugar í bili

fimmtudagur, janúar 09, 2003

Sterkara kynið!

Mjög margir tala um sterkara kynið og fer eftir því við hvern maður talar hvort það séu kk eða kvk sem er talið sterkara kynið. Ég held barasta að ég trúi ekki á slíkt, enda fer það líka við hvað er miðað. Jú mjög margir karlmenn eru sterkari en ég og kröftugri en gerir það þá endilega að sterkara kyninu því ef eitthvað mundi koma upp á þá gætu þeir bara brotnað niður. Einnig tel ég mig því næst full viss þess að konur hafi hærri sársaukaþröskuld heldur en karlmenn, þar sem margar hverjar þurfa að þola mikinn sársauka mánaðarlega, misjafnlega mikið. Síðan kemur að vandræðum eða erfiðleikum í lífinu og hvernig fólk yfirstígur þá, oft er þá talað að einstaklingar séu sterkir og þar er ekki hægt að miða eitthvað við kynin hvort þeirra sé hæfara eða sterkara til þess að takast á við ákveðna hluti. Þar kemur persónuleiki hvers og eins inn að mínu áliti.
Ég veit eiginlega ekki alveg af hverju eða tilgangurinn með þessari færslu var en í nótt var ég andvaka þannig að þá fór ég að hugsa um hvað ég gæti skrifað hérna inn, kannski var það út af því að ákveðinn aðili sagði mér fyrir nokkrum árum að ég væri sterk en mér finnst það enga veginn núna.

Erótískt nudd!
Var að lesa atvinnuauglýsingar í Fréttablaðinu í dag og þar var verið að auglýsa eftir starfsmanni á erótíska nuddstofu og íbúð gæti fylgt með, ég er svoldíð græn í svona hlutum því t.d. vissi ég ekki að til væru erótískar nuddstofur hér á Íslandi. Síðan er ég bara næstum því viss um að þetta er bara vændi. Ég held að það hafi verið að auglýsa eftir vændiskonu og þetta stuðaði mig smá.
Þar sem þetta stuðaði mig er það þá merki þess að ég sé gömul. ekki nógu víðsýn, gamaldags eða hvað?

Áhyggjufull

miðvikudagur, janúar 08, 2003

Framkvæmdarleysi

Ég hrjáist af framkvæmdarleysi. Ég veit ekkert hvað ég á að gera við sjálfan mig............. vildi stundum að ég sveiflaðist ekki svona upp og niður og væri alltaf í jafnvægi. Ég er frekar leið í dag og pirruð út í sjálfan mig fyrir að láta daginn bara líða án þess að koma neinu í verk. Ég vaknaði þó klukkan níu í morgun þannig að það er að takast að snúa sólarhringnum við. Einkennilegast er að á kvöldin þá langar mig ekki til þess að fara að sofa og vaki fram eftir við að gera ekki neitt og á erfitt með að sofna svo á morgnana langar mig ekki til þess að vakna og vildi óska þess að ég gæti sofið lengur. En býst við að þetta líði hjá og ef til vill verður dagurinn á morgun betri. Mjög líklega þar sem ég mun hitta stelpurnar í kvöld og það bætir sálartetrið.

með von um bjartari tíma......

mánudagur, janúar 06, 2003

Hringdróttingssaga

Ah%2C%20Kingly%20Aragorn.%20Good%20choice.
What Lord of the Rings Male and Mood Do You Desire?

brought to you by Quizilla


Loksins loksins fór ég á Two Towers seinasta laugardag í lúxus salnum. Myndin var frábær og finnst frekar langt þangað til næsta kemur. Eftir bíóið var Hringdróttinsspilið spilað sem var mjög skemmtilegt. Reyndar tapaði hópurinn en það gengur bara betur næst :)

Þangað til næst

fimmtudagur, janúar 02, 2003

Hefðir

Eins og ég hef einhvern tíman skrifað hér áður þá er ég hrifin af hefðum og hef mjög gaman af því. Þegar ég hugsa til gamlárskvöld og ef maður hugsar smá út í það þá finnst mér nokkuð merkilegt að flest allir landsmenn sitji yfir sjónvarpinu þetta seinasta kvöld ársins. Eins og það sé ekki nóg glápt á sjónvarpið. En ætli það sé samt ekki við hæfi á seinasta kvöldi ársins að líta yfir farin veg og hvað hafi gerst á árinu en þá einmit kemur sjónvarpið til hjálpar. Þar eru rifjaðir upp atburðir líðandi árs svo ég tali nú ekki um skaupið sem gerir grín að þessu öllu saman. Það fer kannski minna fyrir persónulegum atburðum í lífi hvers og eins, það gerir það eflaust allir upp við sjálfan sig og eru ekki að bera það á borð fyrir aðra.

Ég ætla lítið sem ekkert að segja um Ingibjörgu Sólrúnu enda er ég ekki mikið politísk manneskja en ég er hins vegar nokkuð sammála honum Sivar en hann skrifaði stutta færslu um þetta.

Svo að lokum vildi ég óska öllum gleðilegt nýtt ár og megi nýja árið verða heilladrjúgt.

Gleðilegt nýtt ár