BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, desember 08, 2003

Vöfflur

Ilmandi vöfflulykt leggur nú hérna um húsið....namminamm og ég fékk vöfflur líka þurfti ekki bara að finna lyktina :-)

Annars er þvílíkur dónaskapur en ég gleymdi bara að skrifa á laugardaginn að hann Jónbjörn uppeldsibróðir minn átti stórafmæli á laugardaginn. Hann var hvorki meira né minna en 30 ára kappinn. Til hamingju með afmælið Jónbjörn minn..... ekki það að hann muni lesa þetta en oh well.

Adam bróðir kom meira segja í bæinn að tilefni afmælinu hans :-) þvílíkt sem drengurinn stækkar en hann verður samt aldrei stærri en ég hehe sama hversu hár hann verður. Á sunnudeginum var síðan laufabrauðsútskurður hjá mömmu en vegna mikillar leti í mér þá rétt kom ég þegar skurði var lokið og bara einungis maturinn eftir. Nefnilega komin sú hefð að mamma og systrafélagið ásamt fjölskyldum hittast og skera út laufabrauð og borða síðan saman á eftir. Nema það eru þarna nokkrir sem koma oftast bara í matinn eftir á..... ég semsagt missti af skurðinum og mætti í matinn en mér hefndist fyrir. Því þegar ég loksins kom til mömmu var ég með þennan dúndrandi hausverk og ekki leið á löngu þar til ég kastaði síðan hádegismatnum upp þannig að lystin á kvöldmatnum varð eitthvað lítið. Þessu vil ég kenna um bæði hausverknum og sambland af bílveiki, því ég kom með strætó og fór að lesa í strætó sem hefur aukið þessa ógleði og hausverkinn.

Linda í góðu lagi núna

0 Mjálm: