BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, desember 06, 2005

Skreytingar

Fólkið í húsinu er í óða önn að koma upp jólaljósum - meira segja gamla konan við hliðina á mér er komin með jólaseríur í gluggann.

Ég sem ætlaði ekkert að skreyta þar sem ég þarf hvort sem er að pakka niður um jólin er að fá ferlegt samviskubit yfir því að vera alger félagsskítur. Lítur út fyrir að ég verði að henda upp einhverri seríu - held ég eigi reyndar ekki neina nógu stóra fyrir stofugluggann þannig að eldhúsglugginn verður fyrir valinu.

Held ég sé voða lítið jólabarn!

ekki jólabarnið

0 Mjálm: