BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, ágúst 27, 2004

Ferðin!

Eftir 12 farfuglaheimili og 2000 km er ég margs vísari.

Það sem mér finnst einna mest sjarmerandi að farfuglaheimilin eru eins mismunandi og þau eru mörg.

Eftir 12 farfuglaheimili og hitta eigendurnar og/eða starfsfólk heimilinna þá tókst mér að halda uppi samræðum (NB!sem ég er ekki góð í) við þau og höfðum umræðugrundvöll. Er þó ekki enn búin að fullorðnast það mikið að ég þiggi kaffi. Held oft á tíðum að fólki líði alveg ægilega illa þegar maður afþakkar kaffi og segist ekki drekka það! Á líka enn voða erfitt með að þiggja einhverjar veitingar bara svona til þess eins að þiggja þær.

*Kópasker – Það sem mér fannst mjög sjarmerandi þar er stofan því þar voru nokkrir bókaskápar en þeir voru flestir fullir af geisladiskum með klassískri tónlist, þarna var líka skápur fullur af vinyl plötum og svo bókum (þær samt í minni hluta). Farfuglaheimilið á Kópaskeri er í heimahúsi og eigandinn flytur sig yfir í bílskúrinn yfir háannatímann. Þarna er mjög góður andi í húsinu.

*Húsey – Gamalt hús þar sem brakar í hverri gólffjöl, staðsett í middle of nowhere. Sjarmerandi staðsetning og eigendurnir mjög indæl og þau bjóða upp á frábærar hestaferðir sem gaman væri að prófa.

*Berunes – Frábær staðsetning, fallegt hús og gamalt. Þar brakar einnig í gólffjölunum. Góðir gestgjafar :-) og sál í húsinu.

*Hvoll – eru að stækka við sig þannig að húsið er ekki fullbúið en oh my god umhverfið þarna. Just to die for! Gat ekki ímyndað mér þetta þegar ég var að keyra afleggjarann niður að farfuglaheimilinu, þvílík náttúra allt um kring og fegurð og kyrrð.

Hef bara minnst á þau heimili sem ég gisti á í ferðinni en öll höfðu þau eitthvað ef það var ekki húsið þá umhverfið eða eigendurnir :-)

Ég þeystist eiginlega bara milli farfuglaheimila og gat voða lítið túristast eitthvað! Langaði t.d. til þess að skoða steinasafn Petru á Stöðvarfirði en var seint á ferðinni þannig að gat ekki gefið mér tíma. Langaði einnig í selárslaug en þar sem ég var sein fyrir þar sem ég ætlaði að vera löngu búin að pikka upp Adam bróður á Egilsstöðum þá gaf ég mér heldur ekki tíma í það.

Linda ferðalangur!

0 Mjálm: