BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, maí 14, 2003

Að grípa gæsina

Að grípa gæsina þegar hún gefst. Stundum þarf ég að vera duglegri að grípa hana en held þó að ég sé alveg ágæt í því svona.... annars hef ég ekki hugmynd um það. Bauðst reyndar kosta boð í dag að fljúga til Akureyrar á morgun en því miður kemst ég ekki með þar sem ég er að vinna, þarna hefði ég samt smá átt að slá öllu upp í kæruleysi og fá frí í vinnunni og bara skella mér en þar sem ég er svo samviskusöm og það er mikið að gera þá eiginlega gat ég það ekki. Er líka á leiðinni norður á laugardaginn svo ég afþakkaði þetta góða boð. Vona bara að mér bjóðist það síðar ;-)

Ellen systir hefur verið voða dugleg að skrifa blogg undanfarið enda var hún líka í prófum, gaman að sjá hvort þessi dugnaður heldur áfram :), Jens er lika búin að vera ágætlega duglegur að skrifa en Árni mætti aðeins bæta úr :) en annars hef ég ekki efni á að skjóta á aðra með að skrifa lítið enda sjaldnast sem ég get gefið mér tíma nú orðið.

Samgöngur í þessari borg eru alveg merkilegar sérstaklega þessar í árbæjarhverfinu. Það er kannski stefnan að hafa alla í Árbæ heilsuhraust sem er í sjálfu sér ekki slæmt út af fyrir sig. En á laugardagskvöldið þá þurfti ég að koma mér úr árbæ og í Breiðholtið nema ég fer að athuga með samgöngur á milli og viti menn ég er fljótari að ganga þangað sem ég var að fara sem ég og gerði heldur en að bíða eftir vagninum sem fer úr Ártúni yfir í Breiðholtið. Fólkið í árbænum er ekki hátt skrifað hjá strætó. En svona aðeins að jákvæðari nótum um strætó þá náttúrulega vinnur pabbi þarna :) og svo eru líka nokkrir bílstjórar á leið 5 sem eru frábærir. Það er alltaf sagt góðan daginn og brosað og þvílíkur munur. Var reyndar líka mjög ánægð um daginn þar sem strætó beið eftir mér :) og bílstjórinn með bros á vör. Málið er að ég var að ganga yfir götuna hjá hótel Esju til að taka fimmuna en strætó keyrir þá framhjá og inn á stoppistöðina til að hleypa fólki út en svo dokar hann við og bíður eftir mér. Að sjálfsögðu er ég alveg viss í minni sök að hann tók eftir mér þarna að ganga yfir götuna og ákvað að doka við eftir mér.

pffff

0 Mjálm: