BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, maí 28, 2007

Músarungi

Kom við á Djúpalónssandi áður en ég fór á gestastofuna í morgun, kíkti á myndasýninguna sem er búið að setja upp þar. Á leið minni niður Nautastíginn á Djúpalónssandi rakst ég á mús. Eða ég sá eitthvað hlaupa niður brekkuna og ákvað að kíkja hvað þetta var þar sem ég var nokkuð viss um að þetta hefði ekki verið fugl. Sá ekkert í fyrstu en svo kom í ljós þetta pínulitla músargrey - nokkuð viss um að þetta hafi verið músarungi því hann var svo lítil og eitthvað svo villtur. Vissi ekkert hvað hann átti af sér að gera. Að lokum eftir að hafa hlaupið nokkra hringi hljóp hann niður Nautastíginn á undan mér, stoppaði að lokum og fór að snyrta sig og var tilvalið myndaefni fyrir mig :)


Eitt andartak flaug mér í hug að girða buxurnar oní sokkana - en hvaðan kemur þetta að maður haldi að mýs taki sig til og hlaupi upp undir buxnaskálmar? Ég meina veit einhver að þetta hafi gerst fyrir einhvern sem viðkomandi þekkir eða er þetta ein af flökkusögunum? Reyndar er ég ekki bara með þetta að girða buxur oní sokka fyrir mýs heldur líka snáka en þegar allt kom til alls úti í Ástralíu voru engir sokkar til þess að girða buxur né skálmar til þess að girða oní sokkana :)
Mús á hlaupum


Hér má svo sjá eina mynd af myndasýningunni á Djúpalónssandi.