BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, maí 26, 2007

Snæfellsnesið

Jæja komin á Snæfellsnesið. Tók heldur kuldalega á móti mér...snjóföl í fjöllunum í kring og skítakuldi. Ekki gott fyrir kuldaskræfuna mig :) en samt sem áður alveg meiriháttar að vera komin hingað. Fékk smá tilfinningu í gær að ég væri komin heim. Var svo gífurlega myndarleg að ég eldaði fyrir okkur Hákon í gær og honum var að orði þegar hann kom heim af gestastofunni að það var eins og ég hafi aldrei farið hahahaha.

Mikið að gerast um helgina, er hátið sem kallast Vor undir Jökli í kuldanum. Er sandkastalakeppni á Skarðsvík akkúrat núna, Malarrifsviti verður svo opin eftir hádegi og eitthvað fleira að gerast í Snæfellsbæ. Svo var mér tjáð að við erum að fara taka móti 100 börnum takk fyrir á þriðjudagsmorgun en þau sem betur fer koma í hollum.

Mikið af spennandi göngum í sumar, Sólstöðugangan verður upp á Snæfellsjökul takk fyrir. Síðan sú ganga sem mér þykir mest spennandi og vona að ég geti farið í eru göngur meðfram ströndinni. En skilst að verði farið í 2-3 göngur í sumar sem taka um 3-4 klukkustundir og meðfram ströndinni allri. Hef nefnilega alltaf langað til þess að ganga alla ströndina hér. Svo að sjálfsögðu hefðbundnu göngur landvarða sem byrja í lok júni :) Svo aðal fréttin er að við fáum nýjan jeppa :) - jeii

3 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

hæ sæta, ef svo skildi fara að manni langaði í einhverja af þessum göngum...eða senda fólk í einhverja af þessum göngum, er þá einhversstaðar hlekkur til að kynna sér "dagskránna"

Linda Björk sagði...

hæ Skotta :) - þetta kemur undir vef http://www.ust.is/Natturuvernd/Thjodgardar/Snaefellsjokull/

En dagskráin er ekki komin enn á vefin en um leið og allt er tilbúið mun ég bæði setja það á bloggið mitt og skal senda þér líka :)

Nafnlaus sagði...

kúl, takk. Þá hver veit nema ég birtist í einhverja gönguferðina.