Partý
21.00
Finn smá brunalykt og undra mig hvað þetta er.
Um miðnætti
Heyrist afmælissöngur
Milli 01.00-02.00
Er hrópað/öskrað/sungið
vodka, vodka, vodka og
gott ef heyrðist ekki æla, æla, æla líka.
um 02.30
Hávær og ömurleg tónlist.
Vonast til þess að fólk drífi sig í bæinn.
3.00
Öll von úti um að fólk fari í bæinn, tónlist áfram en aðeins skárri og ekki alveg eins hávær.
03.30
Orðin frekar framlág og langar að fara að sofa.
4.00
Nei virðist allt að komast í ró....
4.30
Loksins að sofa
Já ég var í partý í gærkvöldi án þess að vera boðið, fékk samt engar veitingar ef einhverjar voru :(
Já var í partý án þess að vera þar - lá í rúminu mínu og var að vonast til þess að geta sofnað. Sem betur fer var stöð 2 órugluð þannig að ég slapp við að horfa á leiðindar póker þátt.
Þreytt!
Já
sunnudagur, febrúar 10, 2008
Birt af Linda Björk kl. 16:27
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
no no, bara heppin !
asnalegt samt af fólkinu í húsinu að bjóða í partý án þess að bjóða nágrönnunum með :D
hehehe
ætli hann hafi nokkuð viljað hafa "fullorðna" fólkið með hahaha - var held ég örugglega elsti strákurinn hérna uppi ;) - allavega kom nafnið hans fyrir í afmælissöngnum.
Skrifa ummæli