BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Spennandi fréttir

Fékk stórskemmtilegt símtal áðan með spennandi fréttum. Fréttir sem maður bjóst ekki við að heyra nærri því strax.

Guðmunda og Stebbi eru orðnir foreldrar :-) til hamingju með það! Þau eru semsagt að fara að ættleiða lítinn strák frá Kolumbíu sem er níu mánaða gamall.
Alveg meiriháttar fréttir, þau voru nýbúin að segja mér að þetta gæti orðið fyrr en ráð var gert fyrir. Upphaflega átti það að vera fyrsta lagi um áramótin, svo fengu þau vitneskju um það að þetta gæti bara orðið í haust. Nema nú seinustu fréttir eru að þau væntanlega geta farið út að ná í litla kútinn í ágúst!

Úfff ég er bara spennt og rosalega ánægð fyrir þeirra hönd.

Til hamingju til hamingju...

0 Mjálm: