BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, maí 29, 2008

Jarðskjálfti

Jáhá - það var rosalegt að upplifa jarðskjálftan í dag. Var stödd í Öskju - náttúrufræðihúsinu á málþingi.

Fannst jarðskjálftinn taka alveg rosalega langan tíma - sumir urðu nokkuð skelkaðir og hlutu framm en flestir sátu kjurrir í sætunum sínum. Fundarstjóri bætti við að ef annar skjálfti kæmi þá væri betra fyrir fólk að halda kjurru fyrir heldur en hlaupa framm þar sem er allt í gleri.

En allavega málþingið var um friðlýst svæði og stjórnun þeirra og minnti náttúran allhressilega á sig.

0 Mjálm: