Hjól
Lagði af stað í morgun með það fyrir augum að kaupa hjól. Var búin að kynna mér smá málin á heimasíðum fyrirtækja sem selja hjól.
Eftir fyrstu heimsóknina hrundu allar mínar fyrirætlanir - minnsta kosti um það að kaupa mér hjól í ódýrari kantinum. Var nefnilega seld hugmyndin af góðu hjóli og þægilegu. Hjóli þar sem ég get sitið upprétt en að sjálfsögðu er það dýrara.
Málið er því komið í nefnd - reiðhjólanefndina. Í nefndinni er ég og mín fjármál.
Vinna í nefndinni er áætluð 4-6 vikur.
þriðjudagur, maí 13, 2008
Birt af Linda Björk kl. 12:09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli