BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, júní 22, 2008

Jökulkalt brúðkaup

Fyrsta brúðkaup sumarsins af þremur afstaðið.

Magnað brúðkaup sem átti sér stað á Snæfellsjökli - þeim magnaða stað.

Annað slagið les maður í blöðunum um fræga fólkið sem leigir hæð á hóteli til þess að halda partý.

En nei vinir mínir - brúðhjónin gerðu sér ekkert lítið fyrir og leigðu sér heilt hótel undir sína veislu. Geri aðrir betur ;) - fékk herbergi og svaf alveg ljómandi vel (eftir veisluna að sjálfsögðu).

Ég fékk reyndar álög á mig í veislunni og get eingöngu aflétt þeim af mér með því að mæta heim til brúðhjónana (sennilegast) á fimmtudaginn til þess að þrífa hjá þeim. Nema hvað ég fæ að taka vin með mér að eigin vali - er einhver sem býður sig fram?

En já alveg magnaður dagur og kvöld með flottum effectum á jöklinum.

og já verð að sýna mynd af brúðargjöfinni....

er að setja inn myndir af brúðkaupinu - getið séð þær í myndaalbúminu mínu.

3 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Vá, þetta hefur verið æðislegt hjá þeim. Veðurguðirnir greinilega léku við þau.

Flottar myndir...
en ein spurning? hver var svaramaður Árna?

Nafnlaus sagði...

p.s þetta er bara ég Eva :)

Linda Björk sagði...

guðdóttir hans sem heitir Sigurrós :)