BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, júní 05, 2008

Mús

Það kom mús inn í heimkynni landvarða á dögunum. Nema Hákoni tókst að loka hana inn í geymslu.

Í gær þegar ég kom af gestastofu átti eltingaleikurinn að hefjast og mission mús úr húsi hófst.

Vopnuð stígvéli.

Áður en almennileg áætlun var komin og ákvörðun um hver mundi hafa stígvélið þá opnaði Hákon hurðina.

Engin mús þaut framhjá en þegar litið var ofaní fötu sást músin þar.

Dauð :(

Spurning um hvort stressið eða hjartaáfall hafi farið með hana.

6 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Ég sé margar aðferðir mishuggulegar við að ná í mús með stígvéli. Ein aðferð felst í því að setja fótinn í stígvélið og stíga fast til jarðar. Hinar aðferðirnar eru með tómu stígvéli.

Linda Björk sagði...

Aðferðin sem við höfðum í huga innifól í sér tómt stígvél.

Annars var verið að ræða þetta í morgun og held þurfi að gera viðbragðsáætlun svo músargreyin drepist ekki og komist lifandi úr húsi.

Nafnlaus sagði...

Ég held að þessi mús hafi verið orðin hágömul og hafi bara komið inn í hús til að deyja. Svona eins og fílarnir gera SÁ

Nafnlaus sagði...

Ein spurning, hvernig var sú ákvörðun tekin að best væri að ná mús með stígvéli :)

Linda Björk sagði...

Það er náttúrulega löngu vitað málað að best er að ná mús með stígvél. Enda stígvélið fengið að láni til þess að veiða mús.

Man nú hérna í denn að þá vaknaði ég eitt sinn við það að maður stóð upp í rúmi hjá mér við að veiða mús og eitthvað kom stígvél og sópur þar við sögu. En á endanum var það saumavélin sem náði henni.

Nafnlaus sagði...

Hetjurnar mínar.....´hehehe
Ásta Davíðs