BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, júní 15, 2008

Helvítis "rærnar"

Já það gat svo sem farið svo að sprakk á bílnum eða dekkinu á leið heim frá gestastofu í gær.

Reyndar sprakk ekkert - kom stærðarinnar rifa.

Að sjálfsögðu tók ég allt út, varadekkið, tjakkinn og felgulykil og hófst handa. Byrjaði á að reyna að losa "rærnar" en það haggaðist ekki. Jafnvel ekki þótt ég stæði á felgulyklinum til þess að reyna að losa.

Urrr... engin umferð heldur og ekkert símasamband.

Jú reyndar aðeins hægt að hringja í neyðarnúmer....hmm....

hringdi í 112

Ég: ja góðan dag - engin neyð hér en þarf aðstoð samt sem áður og er ekkert símasamband hérna nema neyðarnúmerið.

AULI

Já neyðarlínan gaf mér samband við hina landverðina og það var ekkert mál. Þannig að Hákon kom brunnandi til þess eins að rétt svo sparka í felgulykilin og rærnar flugu af.

Varð ég fúl - þokkalega.

Prófaði aftur eftir að hann hafði losað nokkrar og enn haggaðist ekkert.

Í kvöld er varaplan svo ég þurfi nú ekki að nota neyðarlínuna.

Ef ég er ekki komin heim hálf átta - þá fara þau að athuga um mig ;)

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

hæ, ég skil þig vel í sambandi við þessar "bévítans" rær. Maður kann alveg að skipta um dekk en svo þarf maður að hringja á aðstoða því rærnar eru grónar fastar. Maður lítur alltaf út eins og stelpu "veimiltíta" Þoli það ekki.. :)

Linda Björk sagði...

akkúrat - það er það sem fer mest í taugarnar á mér. Get alveg skipt um dekk nema ekki losað rær ;)