BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, desember 12, 2008

Próf

Já er ekki alveg búin að skilja við prófið sem ég var í - í dag.

Er svo hissa á einni spurningu - er ekki að skilja tilganginn með henni og fannst hún ansi ósanngjörn.

Ég semsagt var í vistfræðiprófi þar sem kom ein 15% spurning um hver jafnan væri fyrir carrying capacity (þolmörk). Ég get ekki skilið þessa spurningu og hefði frekar skilið hefðum við þurft að reikna út úr jöfnunni eða útskýrt línuritið sem kom með hvað það þýddi en ekki hver jafnan er. Hætti að leggja jöfnur á minnið eftir að ég hætti í stærðfræði....

Ok þessi spurning hefði alveg mátt koma en þá gilda 3-5 % en ekki heil 15%.

Voru fjórir kennarar með þetta námskeið og spurningarnar komu í hlutfalli við kennsluna hjá þeim - en er svo hissa ef enginn hefur sett neitt út á þessa spurningu...

en já varð bara að koma þessu frá mér.

0 Mjálm: