BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, desember 11, 2008

Kvöldmatur

Maður verður greinilega að vera svolítið uppfinningasamur á það hvernig maður borðar kvöldmatinn. Ekki hvað heldur hvernig.

Málið er að ég er upp í skóla og fór á kaffistofu eina til þess að geta hitað upp kvöldmatinn minn. Nema til þess að geta borðað kvöldmatinn minn þá þurfti ég til þess áhöld.

Þessi áhöld voru ekki til staðar á kaffistofunni - greinilega gengið frá öllu þegar kellurnar fara.

Þannig að sem betur fer var pappamál til staðar og ég gat því notað hluta af því til þess að skófla upp í mig matnum mínum.

###
Úti er orðið veður vont.

Langar svo sannarlega ekki heim í þessu veðri - eða langar ekki út til þess að komast heim!

hvað gerir maður þá?

verður alla nóttina í skólanum!
- ekki heillandi heldur

1 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Vertu í skólanum og pantaðu pizzu.
kv. Guðmunda sem hvorki kemst né nennir út fyrir hússins dyr.