BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, desember 30, 2008

Jólabókin

Kláraði jólabókina í gær.

Er enn að hneykslast á lélegum yfirlestri hjá útgefanda. Skrifaði tölvupóst áðan til þess að athuga hvort væri ekki örugglega lesið yfir bókina því í fyrra var þetta svona líka.

Ekki nóg með að sumar setningar væru skrýtnar og á sumum stöðum vantaði smáorð eins og að þá var líka stafsetningarvilla. Sófi var hvað eftir annað skrifað með tveimur ff eða sem sóffi. Rakst á þetta oftar en einu sinni.

Ég er ekki sú besta í íslensku, setningarfræði eða hvað þetta heitir nú allt saman þannig að þetta hlýtur að vera þá töluvert úr því að ég tek eftir þessu. Tek nefnilega oft ekki sjálf eftir þessu í ritgerðum eftir sjálfan mig ;)
###

Jólin eru búin að vera fín en hausinn er þó búin að vera stríða mér. Sem betur fer ekki þó það slæmt að ég hafi verið rúmföst en svona allt að því suma daga (jóladag) en samt alla daga einhverjir verkir sem ég er ekki ýkja hrifin af.

En bara nýtt ár í vændum - spennandi!

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Hvaða bók var þetta?
Áramótakveðja!
Karen P.

Linda Björk sagði...

Bók eftir Mary Higgins Clark - fæ bók eftir hana alltaf í jólagjöf frá mömmu :)