BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Lykla

Hræðilega langaði mig til þess að lykla bílana áðan sem voru lagðir upp á gangstétt eða á annan hátt voru fyrir þar sem gangangi og hjólandi umferð á sinn stað.

Bévitans frekjur.

Annars á ég við nýtilkomið vandamál að stríða - en steig fyrsta skrefið áðan til þess að yfirstíga þetta vandamál.

Þetta vandamál felur í sér það að ég get ekki hugsað mér að fara í kringluna, bæinn eða álíka staði á hjólinu því þá þarf ég að skilja hjólið eftir og því tími ég bara alls ekki.

En fór áðan í Kringluna og því búin að yfirstíga það vandamál - en þurfti samt sem áður að kíkja einu sinni út og athuga hvort væri nú ekki í lagi með hjólið ;) en næsta skref er þá að fara í bæinn.

Mesta sjokkið er að hjólið er orðið skítugt! Uss ekki hægt að vera á skítugu hjóli, er næstum því meira sjokk heldur en að keðjan datt af áðan. En gat sem betur fer rifjað upp gamla takta og komið keðjunni aftur á.

Fékk bækur í dag frá amazon og því er komin stór bunki núna á náttborðið - of stór bunki ábyggilega til þess að klára áður en skólinn byrjar - sjæs.

Besta við sendinguna í dag er að ég fékk eina Judy Nunn bók - jeii þrefalt húrra og allt það. Nokkuð ljóst hvað verður lesið fyrst.

Spurning um að fara að taka strætó í vinnuna til þess að geta lesið á leiðinni - muahhaha

Góðar stundir

4 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú meiri pjattrófan en ég skil þjófahræðsluna. Annars þá óska ég þér góðra stunda með nýju bókunum þínum.

Ella Bella sagði...

Gott að þú hefur eitthvað nóg að dunda þér við, verður ekki viðræðuhæf fyrr en lestri á bókunum er búið er það nokkuð ???

en ég skil að þú ert hrædd um hjólið, dýrmæt eign :D

Nafnlaus sagði...

En þú veist að það eru minni líkur á að hjólinu verði stolið ef það er skítugt... ;-Þ
Árni Sal.

Linda Björk sagði...

Guðmunda - takk fyrir :)
Ellen - ha hvað varstu að segja eitthvað? Að sjálfsögðu er ég alltaf viðræðuhæf og alveg velkomið að tala við mig.

Árni - góður punktur en á móti kemur gæti skítugt hjól líka gefið til kynna að viðkomandi sé alveg sama um hjólið sitt og þar af leiðandi í góðu lagi að stela því ;)

En sé núna rökstuðninginn í því að kaupa sér ruslara hjól ;)