BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, október 09, 2008

Merkilegt

Ætla ekki að tala um hversu pirruð ég var í dag vegna eins námskeiðs og hvernig mér tókst að auka pirringinn enn meira.

Neibbs ég ætla að tala um táknmálstúlka.

Finnst alveg stórmerkilegt að í fréttunum á Rúv undanfarna daga hafa verið táknmálstúlkar. Finnst að þetta ætti að vera alltaf.

Svona eins og mér finnst alltaf hálfkárlegt að þegar fréttir hafa verið um heyrnaskerta að þá hafa oft verið texti með en eingöngu við þær fréttir en ekki restina af fréttatímum. Hef alltaf fundist það mjög hallærislegt.

En vonandi verður þetta byrjun á því að verði ávallt táknmálstúlkur í fréttum.

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta frábært! Því ef að fréttinn er eittvað leiðinleg þá fer ég að horfa á túlkinn og reyni að skilja hvað hann er að segja miðað við hvað maður hlustar á.
Læri táknmál á því!
Árni Salomonsson

Linda Björk sagði...

mér finnst alveg frábært að fygljast með táknmálstúlkum.... svo frábært að í einu námskeiði á seinustu önn þá fygldist ég meira með táknmálstúlkunum heldur en því sem kennarinn var að segja ;)