BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, nóvember 16, 2008

Sjokk

Kvöld eitt fyrir stuttu hitti ég nokkra samnemendur mína, nema ég varð fyrir smá sjokki.

Sjokkið stafaði af svartsýni sem ég heyrði hjá þeim vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

Kannski er ég ekki eins svartsýn vegna þess að ég hef plan fram að næsta hausti og jafnvel lengur.

Líka kannski vegna þess að minn áhugi beinist að frekar þröngu sviði sem ég eygði svo sem ekki of mikla von á að fá vinnu við þar sem þetta er frekar "lítið" svið og erfitt að fá vinnu við og því við því búin að fá ekki vinnu við það fljótlega.

En já það er víst bara að halda ótrauður áfram og gera sitt besta.

0 Mjálm: