BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, mars 28, 2004

Spilamótið

Haldið ekki að stelpuskömmin hafi komist áfram í spilamótinu á laugardaginn þannig að nú hef ég rétt á því að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu hahahaaha og sumir ekki sáttir.

Spilamótið var þannig að þeir sem urðu í fyrsta sæti eftir fyrsta spilið komust áfram, þeir sem urðu í 2 sæti (voru með mesta fjölda stiga) komust í 2. umferð. Ég varð semsagt í 2. sæti á borðinu mínu, svo komust líka Dagný frænka og Pétur frændi í aðra umferð en Jens og Geir þurftu að halda heim á leið. Ég reyndar rétt slapp svo inn í aðra umferð því við vorum 4 sem voru með sex stig og þurftum að kasta upp á hverjir 2 héldu áfram, og tókst mér að fá gott á teningana.

Ég og Pétur frændi lentum því miður saman á borði ekki það að sé leiðinlegt að spila með honum heldur það getur þá bara annað unnið sem í þessu tilviki var ég :) og svo vann Dagný á sínu borði. Þannig að við frænkurnar tökum þátt í Íslandsmeistaramótinu í Catan. Vona bara að það verði ekki haldið meðan við erum í Færeyjum. Yrði svo týpískt.

Áfram áfram áfram.....

0 Mjálm: