BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, mars 30, 2004

Fáfræði og pirringur

Ég ætla að byrja á því að óska afmælisbarni gærdagsins henni Dagnýju frænku til hamingju með afmælið og svo litlu frænku henni Eydísi Öglu en hún átti 2ja ára afmæli á sunnudaginn.
Spiluðum Catan í tilefni afmælisins hennar Dagnýjar, þar sem Dagný vann einn leik og ég annan. Enda náttlega ekki annað hægt þar sem við erum að fara að spila á Íslandsmeistaramótinu!

Að öðrum málum þá var ég um daginn í umræðum um aðgengi var eitthvað að ræða um ritgerðina mína (nota bene þessar samræður voru á msn). Svo var umfjöllunin komin út í aðgengi hjá Gullfoss og ég var að tala um almennt aðgengi fyrir ferðamenn á þessu svæði því leiðin að fossinum er orðin frekað úttröðkuð og eitthvað þarf að gera.

Nema svo kemur þessi setning: "alveg ótrúlegt hvað þessir vanskaplingar eru heimtufrekir". Áður en ég fór að æsa mig þá spurði ég nú aðilann hvað hann ætti við þessu og fékk staðfest að hann var að tala um fatlaða. Í staðinn fyrir að ausa yfir hann skömmum og öðrum ókvæðis orðum ákvað ég að hætta þá stundina að tala við hann í þetta skipti, sagði bara að við værum augljóslega ekki að tala sama tungumálið og ég nennti ekki að tala við hann.

Málið er bara að ég er enn þvílíkt pirruð yfir þessu og trúi ekki enn þessum fordómum og gífurlegri fáfræði........ einhverjum sem greinilega finnst hann yfir öðrum hafin...... Hvað getur maður gert við svona fólk.
Langar mest til þess að sparka í afturendan á viðkomandi en eins og sagt er ofbeldi leysir engan vanda. Ef ég hefði haldið áfram að tala við þennan aðila á þessu augnabliki þá hefði bara ljót orð fengið að fljúga og ég sennilegast þá engu skárri.

Linda að pirrast yfir heimsku fólks

0 Mjálm: