BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, mars 17, 2004

Pablo

Hann Pablo gerði mér aldeilis grikk áðan!

Málið er að Sigga vinkona kom áðan og dinglaði bjöllunni, eins og lög gera ráð fyrir þá opnaði ég fyrir henni, eitthvað hefur páfagauknum brugðið og rauk hann út úr búrinu síðan og fram á gang. Hurðin upp var opin og ég var ekki nógu fljót að stökkva til og loka hurðinni upp þannig að Pablo flaug þangað :( , ég var ekki viss hvort einhver væri heima uppi og vildi því ekki æða á eftir fuglinum. Sigga tjáði mér þó að einhver væri heima og náði ég tali af húsfreyjunni til þess að láta hana vita að páfagaukurinn væri nú uppi og akkúrat þá kom annar sonurinn heim.
Ég fór upp til þess að reyna að veiða fuglinn en var nokkuð vonlaus barátta þar sem hann er svo mikil mannafæla og ég vissi það að ég ætti aldrei eftir að ná honum. Uppi er einstaklega hátt til lofts og fuglsgreyið hefur ábyggilega fengið víðáttubrjálæði. Páfsi kom sér náttlega fyrir hátt uppi, stráksi lánaði mér kúst svo ég gæti ef til vill fengið Pablo til þess að koma niður. Í byrjun flaug hann bara á milli hæðstu staðanna (gáfaður páfsi) á endanum hefur hann eitthvað hræðst og flaug fram..... hófst þá leitin að honum aftur. Hann fannst í þvottahúsinu, ég ákvað að loka mig þar inni til þess að reyna að ná fuglinum.

Það að sjálfsögðu tókst ekki, hann vildi ekki koma til mín og alltaf þegar ég reyndi að gera tilraun til þess að reyna að veiða hann flaug hann í burtu. Nokkuð vonlaus staða.
Því ákvað ég að skokka niður til þess að ná í búrið hans þar sem það er hans öruggi staður. Fór síðan inn í þvottahúsið aftur með búrið og reyndi að loka hann inn í það sem tókst að lokum með smá þolinmæði.
Refsingin hans er semsagt núna að vera með lokað búr.

Annars er ég og Sigga að reyna að vinna eitthvað í þessum ritgerðum okkar og hefur mitt framlag í kvöld/dag eftir eltingaleikinn verið sú að hjálpa Siggu við beinagrindina og býst ég við þakkaræðu í ritgerinni í staðinn.

Tíminn runninn út sem ég hafði til þess að blogga og best að fara að reka Siggu áfram hehehe.

3 dagar

0 Mjálm: