Síðasti póstur
....... ársins.
Ég er ekki vön því að fara yfir einhverja atburði ársins, kannski vegna þess að sjaldnast finnst mér eitthvað merkilegt hafi gerst en þetta ár er öðruvísi. Rosalega viðburðarríkt fyrir mig.
Á þessu ári:
*kláraði ég ritgerðina mína
*flutti ég í íbúðina mína
*útskrifaðist ég
*tók baðherbergið í gegn í íbúðinni minni
*eignaðist systurdóttur
*eignuðustu fullt af fólki í kringum mig börn
*ein eignaðist óvænt núna í enda desember (átti að vera janúar)
*fór í búdda brúðkaup
*fór í brúðkaup til Þýskalands
*flutti ein vinkonan búferlum til Danmerkur
*Ákvað að hætta í vinnunni
*sagði upp í vinnunni
*hætti í vinnunni
*ákvað að fara í ferðalag sem hefur dreymt um lengi
*keypti flugmiða til þess að fara
Þetta hefur verið mjög viðburðarríkt ár fyrir mig og mikið tekið af stórum atburðum fyrir mig. Nýja árið tekur svo á móti með nýju ævintýri :)
Vil óska ykkur gleðileg árs :)
laugardagur, desember 31, 2005
föstudagur, desember 30, 2005
Ferðin
Jæja þá er visa til Kína og Ástralíu komið. Reyndar er visað til Ástralíu bara rafrænt þannig að þarf að leggja númerið á minnið sem ég er með.
Búin að bóka eina nótt í London á hosteli og tvær nætur í Shanghai.
Tvær nætur í Shanghai eru að kosta mig um 12 pund ekki slæmt miða við að nóttin í London kostar um 20 pund og bæði í dormi.
Næsta vika fer í að pakka niður (bókum og öðrum hlutum heima) og snúast.
hasta la vista
Seinasti vinnudagurinn
Seinasti vinnudagurinn runninn upp - eitthvað sem ég hélt fyrir 3 mánuðum síðan að mundi aldrei koma. En þetta leið svo mikið hraðar en mig grunaði. Finnst eins og það sé rétt um mánuður síðan ég sagði upp.
Tek í stökkum að kvíða fyrir, hlakka til, vera spennt fyrir ferðalagið og áhyggjur. En allt líður frekar fljótt frá þannig að ég er tiltölulega róleg yfir þessu öllu saman. Er reyndar frekar annarshugar - var t.d. að ganga heim úr búðinni eitt kvöldið og gekk framhjá innkeyrslunni. Rata greinilega lengur ekki heim til mín.
Jæja læt þetta duga í bili...
hasta la vista
miðvikudagur, desember 28, 2005
Nýtt barn
Jáhá - Guðmunda vinkona kom barni sínu í heiminn í gær - 3 vikum fyrir tímann. Óska litlu fjölskyldunni sem er búin að stækka um einn og er barasta eiginleg orðin stórfjölskylda innilega til hamingju.
Er mjög ánægð að þau skyldu nú drífa í þessu þannig að ég ætti að geta séð strákinn áður en ég held utan..... en enn bætist við barnafjöldann sem er fæddur 2005 - hélt nú að þetta barn yrði 2006 en hann hafði greinilega aðrar áætlanir.
Að öðru þá eru bara 2 vinnudagar eftir og frekar rólegt að gera enda er ég að kúpla mig svona útúr hlutunum og færa þá yfir á hina.
jamm
laugardagur, desember 24, 2005
föstudagur, desember 23, 2005
Kveðjur
Sendi tölvupóst til farfuglaheimilinna um daginn sem var kveðja og jólapóstur. Er búin að vera að fá tilbaka frá þeim og hlýnar alveg um hjartarætur (væmni) við að fá tilbaka þar sem þau eru líka að þakka mér fyrir samstarfið. Oh það er svo gaman.
Hef voða lítið að segja - einungis 4 dagar og 2,5 tími eftir í vinnu. Fæ að hætta á hádegi í dag. Algjör lúxus.
Morgun aðfangadagur - mjög óraunverulegt!
jamm
fimmtudagur, desember 22, 2005
Spennufall
Fékk spennufall í gærkveldi - það gerði vart við sig. Hafði voða litla matarlyst og borðaði lítið í kvöldmatnum og fleira.
En hringdi í British airways í gær til þess að kaupa flugmiðan/a en þá var mér tjáð að hún þyrfti að senda þetta í quote department þar sem þau mundu koma með upplýsingar um verðið og það tæki svona viku til tíu daga. Ég varð frekar pirruð og sérstaklega þar sem ég er búin að hringja þangað nokkrum sinnum og hef aldrei fengið þessar upplýsingar þegar ég hef verið að spurja um þetta. Hún nefndi síðan að ég gæti haft samband við trailfinders þar sem þeir gætu gefið mér verðið strax. Ég hafði upp á heimasíðunni þeirra en ekkert gekk að ná í númerið þannig að ég leitaði að númeri í breskri símaskra fyrir þá og fann eitt og prófaði að hringja. Það gekk svo ég er komin með öll flugin. Að vísu er þetta aðeins breytt frá upphaflegri áætlun en það er að ég flýg til Shanghai fyrst en ekki Peking þannig að ég fer sennilegast einhvern hring því síðan flýg ég frá Hong Kong til Kuala Lumpur.
En brottfaradagur frá Íslandi er 7. janúar - eftir 16 daga takk fyrir.
Stærsta jólagjöfin mín í ár er til mín - helv... sjálfselska er þetta!
Ég sem á mánudaginn hafði á tilfinningunni að ekkert væri að ganga upp en þetta er allt að koma, búin að redda leigjanda, fluginu, þá er bara fá visa og redda síðan gistingu í London og Shanghai fyrstu nóttina. Langar reyndar ekkert að gista í London en oh well - hjá því er ekki komist.
heimsreisufari
miðvikudagur, desember 21, 2005
Fréttir
Mjálmið enn og aftur fyrst með fréttirnar!
Stefnt er á að kaupa flugmiðan í dag - þannig að skýrist mun betur fljótlega hvenær ég fer úr landi.
Ekki komin með óyggjandi svar við hinu en veit ég lenti ekki í þrönga hópnum ;)
Glöð í bragði að þetta er að komast á hreint hjá mér!
jáhá
þriðjudagur, desember 20, 2005
Fyrst með fréttirnar
Já Mjálmið fyrst með fréttirnar.
Íbúðin komin í leigu - ég sem var með hnút yfir þessu í gær.
Núna þarf bara koma lítilræði á hreint svona hvort ég fari út annars þá verð ég húsnæðislaus hahahahaha - neh ok ég fer út þegar ég fæ nei-ið sem ég er að bíða eftir. Þarf að fá það í dag svo ég geti keypt miða.
Hey vill einhver rúm - lélegt rúm svona frekar...getur geymt það fyrir mig frá janúar til lok maí...
Langar til þess að skrifa smá yfir þá sem komu og skoðuðu hjá mér í gær en þar sem mér finnst það ekki rétt þá sleppi ég því.
jíbbíi
mánudagur, desember 19, 2005
Þar kom að því
Einhver óútskýranlegur hnútur í maganum á mér.
Af hverju?
Veit ekki.
Kannski er stress að færast loksins yfir mig og hef á tilfinningunni að hlutirnir munu ekki ganga upp hjá mér.
Það hlaut að koma að þessu.
ekki jólastress
sunnudagur, desember 18, 2005
Félagslíf
Að eiga sér félagslíf er erfiðara heldur en að vinna aukavinnu 2-3 kvöld í viku. Allavega var ég útkeyrð eftir vikuna á föstudaginn - kannski vegna þess að ég er svo óvön þessu. Fór í bíó og tvisvar á kaffihús þessa vikuna og það gerir mig bara útkeyrða. Fór reyndar á ágætlega skemmtilegt kaffihús á föstudaginn með Guðmundu vinkonu - fór á kaffihúsið Babalú sem er á skólavörðustíg. Er á því að ætti að koma á svona form að hittast reglulega á hinum ýmsum kaffihúsum borgarinnar.
Á núna bara eftir eina jólagjöf og þessi eina jólagjöf er að valda mér þvílík heilabrot - hef gengið búð úr búð. Hef ákveðnar hugmyndir en virðist samt ekkert finna.
Keypti 2 hluti í dag - var maður sem pakkaði hlutunum inn og sagði síðan við afgreiðslustúlkuna verðið - en verðið var bara fyrir annan hlutinn og hún rukkaði mig semsagt fyrir einungis annan hlutinn. Var að spá í hvort ég ætti að benda henni á þetta en ákvað að leika mig "heimska" og vita ekki neitt. Er enn með smá samviskubit yfir því. Yfir því að hafa ekki bent á mistökin en fyrir vikið fékk ég þarna 2 jólagjafir á verði eins....
Gerði ég rangt eður ei?
steluþjófur?
föstudagur, desember 16, 2005
Stundum
Stundum hitta stjörnuspár bara akkúrat í mark!
FISKAR 19. febrúar - 20. mars
Það er engu líkara en að andstæðir pólar togist á um sál fisksins. Endurheimtu vald þitt. Náðu stjórn á hugsuninni. Ekki elta hana niður skuggasund. Notaðu viljann til þess að beina þeim inn á brautir gleði, léttleika og undrunar.
jamm
hmm...
Um helgina fer ég sennilegast að skoða jólagjöf handa mér.... frá vinnunni.
Undarleg staða en kvarta ekki.
jól jól
10 dagar
10 dagar eftir í vinnu - ótrúlegt
ekki neitt ákveðið enn hvað er gert í janúar - ótrúlegt
er tiltölulega róleg yfir þessu - ótrúlegt
Jæja tíminn þýtur enn áfram en reikna nú með að það komist á hreint í dag hvað verði - ef ekki í dag þá á mánudag. En held alveg að viti hvað verði sko :)
og það líður
miðvikudagur, desember 14, 2005
þriðjudagur, desember 13, 2005
Sucker
Ég get stundum verið svo mikil sucker - var alveg á því að ég var ekki að fíla þessi gúmmí armbönd sem hafa verið til styrktar hinum og þessum sem voru í sumar.
Núna er komið armband sem við erum að selja og á því stendur: Travel 2Explore, Travel 2Respect, Travel 2Live, Travel 4Peace.
Og já ég fell fyrir þessu...og keypti eitt stykki - með því er ég líka að styrkja UNICEF - því við ákváðum (aka einn frekur vinnufélagi hehehe*)að styrkja þau.
"I love to explore the unknown. I travel with an open mind and heart. I respect the cultural heritage and natural environment of the places I visit. I am aware that I am always a guest in another country. I want my journeys to be a positive experience for me and the people I meet. By travelling I hope to contribute to international understand and peace"
Responsible travellers wear a green wristband to show their commitment to travelling with respect for the people they meet and the places they visit.
Jamm er algjör sukker og féll fyrir þessu.... oh well.
bleh
*aka freki vinnufélaginn var settur inn vegna kvartana til mín að ekki hafi verið fjallað um vinnufélagana.
Helgin
Má segja að þema helgarinnar hafi verið börn!
Fór nefnilega í barnaafmæli á laugardaginn hjá henni Hjördísi Önnu - litlu hennar Bellu vinkonu (og að sjálfsögðu Óskars).
Á sunnudaginn fékk ég svo það ábyrgðarhlutverk að passa hann Ísak litla sem er líka 2 ára alveg eins og Hjördís. Það gekk svona að mestu leyti áfallalaust fyrir sig - fyrir utan að fyrsta klukkutímann eða svo kom lítil skeifa þar sem hann spurði um pabba og mömmu. Ég reyndi að halda honum uppteknum með bókum og bókalestri en svo vildi litli gutti það ekki og heldur ekki kubba og þá tók aðal barnapían við. Jamm ég leitaði á náðir sjónvarpsins og litlu ljótu lirfunnar. Horfðum á það og svo aftur. Eftir það þá fór guttinn að hressast og kom engin grátur á foreldrana. Þegar hann bað hinsvegar um að horfa á í 3 skiptið þá skipti ég um spólu og setti Monster incorporate í tækið. Mér varð það reyndar á að segja við litla gutta að foreldrar hans mundu ábyggilega skamma mig fyrir að leyfa honum að horfa á vídeó og aftur kom skeifa. Var fljót að segja að þau gerðu það nú ábyggilega ekkert og langaði mest til þess að bíta í tunguna á mér.
Ég komst að einu í sambandi við þessa pössun en það var þegar við vorum að lesa um stafina en það er bók sem ég hef átt síðan ég var lítil. Á hverri bls er semsagt einn stafur og svo bara fullt af myndum af hlutum sem byrja á þessum staf.
Nema ég kom að N - inu og þar var mynd af mynd sem hékk á vegg - á myndinni voru 2 svartir krakkar. Ég fór að pæla í því fyrir hvað þetta ætti nú að vera. Ég nærri missti andlitið þegar ég fattaði að þarna ætti semsagt að vera orðið negrar. Fannst það full fordóma fullt þannig að ég sleppti út - fór samt að pæla í því eftir á að sjálfsagt hefur það ekki verið neitt fordómafullt hérna áður fyrr að segja negri - enda hefði verið fordómar fyrir því þá hefði mynd af þeim aldrei verið sett í þessa bók.
svona er það
mánudagur, desember 12, 2005
You should learn Turkish You should learn Turkish. You are very unique and march to the beat of your own drum. You hate it when people tell you what to do. You are clever and could pick up Turkish fairly easily. | ||||
Take this quiz at QuizGalaxy.com |
Bleh
Ég ætlaði mér svo að vera félagsskítur því ég veit svo sannarlega að ég á ekki eftir að geta svarað þessu öllu ;) en svo að sjálfsögðu fékk ég smá samviskubit yfir því að gera ekki eins..... var nefnilega svo gaman að lesa þetta hjá systur minni og frænku um mig.
1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
(7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!)
Skrifaður nafnið þitt í kommentin og ég skal svara þessum spurningum um þig
föstudagur, desember 09, 2005
15 vinnudagar
jæja
Það eru 15 vinnudagar eftir að meðtöldum þessum - hefur liðið alveg ótrúlega hratt. Seinasti vinnukvöldið í vinnu nr. 2 var í gær - skrýtið.
Hef mest lítið að segja...enn allt í óvissu hvað verður með mig í janúar. Finnst það alveg ótrúlegt líka hvað ég er róleg yfir þessu öllu saman. Er samt meira að búa mig undir ferðalag.
Jæja læt þetta duga í bili...
hasta la vista
þriðjudagur, desember 06, 2005
Skreytingar
Fólkið í húsinu er í óða önn að koma upp jólaljósum - meira segja gamla konan við hliðina á mér er komin með jólaseríur í gluggann.
Ég sem ætlaði ekkert að skreyta þar sem ég þarf hvort sem er að pakka niður um jólin er að fá ferlegt samviskubit yfir því að vera alger félagsskítur. Lítur út fyrir að ég verði að henda upp einhverri seríu - held ég eigi reyndar ekki neina nógu stóra fyrir stofugluggann þannig að eldhúsglugginn verður fyrir valinu.
Held ég sé voða lítið jólabarn!
ekki jólabarnið
mánudagur, desember 05, 2005
Desembereldar
Jæja svo virðist sem desember eldsvoðar séu byrjaðir skv. mbl.is,þá er eldsvoði sem geisar á Ísafirði.
:(
Meira blaður
Á laugardagskvöldið þá fór ég í Trivial Pursuit nema ég er ansi óhress með spurningarnar sem ég fékk - að minnsta kosti tvær þeirra.... sem sitja fast í mér.
Fyrri spurningin sem ég fékk á landfræðireit var: Í hvaða landi eru flestir hjúkrunarfræðingar
svo kom næsta spurning á eftir: í hvaða landi eru flest sjúkrahúsin.
Ég var semsagt ekkert voða sátt við þessar spurningar og líka það að spurningar úr heilbrigðisgeiranum voru að elta mig.
Var síðan líka sérstaklega ósátt við mig þegar ég fékk spurninguna um hvaða 2 borgir í Japan urðu fyrir kjarnorkubombu....urr ég mundi aðeins Hirosima en mundi ómuglega nafnið á hinni borginni :(
bleh
jæja
Fór í saumaklúbb í gær - sem var svo nálægt því að vera fullskipaður. Bara á seinustu stundu afboðaði ein sig þar sem hún var heima með veikt barn. Meira segja danmerkurfarinn var á landinu og komst í saumaklúbb. Ah var indælt að hitta þær allar og lítur út fyrir ágætis hittelsi hjá okkur á næstunni.
Barnafmæli næstu helgi, útskrift 20. des og svo jólaboðið okkar!
Annars heyrði ég um helgina að litli/yngsti bróðir minn hefur einhverjar áhyggjur af mér, hann nefnilega var eitthvað að ræða það um daginn þegar hann var sóttur af leikskólanum að ég byggi ekki með neinum svona kalli og þegar mamma hans benti nú á að amma Rósa byggi nú heldur ekki með kalli en þá stóð nú ekki á svarinu - hún byggi með annari konu. Þá var bent á að Ingibjörg frænka byggi nú heldur ekki með kalli en þá stóð heldur ekki á svarinu en hún byggi með hundi. Þannig að áhyggjur hans virtust þá vera á þá leið að ég byggi nú bara alein.
hahaha
Bless bless
Jæja - maður er orðin nokkuð góður í að fara út á stétt hérna í vinnunni og kveðja fólk - fimmti að fara í dag á rúmri viku.
Fullt af knúsum og svo veifað bless - hugsa að þau hjá flugrútunni séu farin að koma aðeins fyrr hingað vegna þess að tekur svo langan tíma að fá farþegann út í bíl.
hasta la vista
sunnudagur, desember 04, 2005
Myndir
Búin að setja helling af myndum á myndasíðuna mína, þeir sem vilja lykilorðið bara hafa samband við mig :)
föstudagur, desember 02, 2005
fimmtudagur, desember 01, 2005
Þreytt
Ég er alveg ofboðslega þreytt eitthvað..... held að 3 kvöld í viku í vinnu 2 sem er að gera útaf við mig - eða kannski ástæðan sú að ég varð alveg ofboðslega pirruð í morgun að það bara sauð á mér.
Málið er að á þriðjudaginn fór ég með ritgerðina mína aftur í prentun (vantaði fleiri eintök) - nema síðan í morgun fór ég að skoða eintökin til þess að tjekka á því hvort ekki væri allt í lagi.
Nei það var það ekki - ritgerðin var öll í svört/hvítu en einn kafli í ritgerðinni þarf að vera í lit útaf myndum og korti. Ég pirraðist öll upp við þetta því þessi prentun var ekki sú ódýrasta í heimi - hefði ég náð í prentstofuna um leið þá hefði ég ábyggilega urrað á manninn. En sem betur fer var þetta afgreitt fljótt eftir að ég hringdi og ég kom og sótti ritgerðina aftur og er því komin með nokkur mörg eintök af henni bæði í lit og svört hvítu
geisp
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
Það líður...
Jamm tíminn líður alveg ótrúlega hratt. Hélt einmitt að mundi ekkert líða þessir 3 mánðuri sem ég átti eftir í vinnunni þegar ég sagði upp. En núna er einungis einn mánuður eftir og tveir búnir. Finnst eins og það hafi næstum því bara verið í seinustu viku sem ég sagði upp. Ótrúlegt alveg hreint.
Er ein og hálf vika eftir í vinnu nr. 2 og 4 vikur í vinnu nr. 1
Sem er bara ótrúlega fínt - það versta er að það sem var orðið alveg ákveðið er í upplausn og enn ekkert í sjónmáli hvað verður gert á nýju ári!
Það er ekkert að pirra mig neitt óheyrilega en vil samt fá hlutina á hreint og hætta að vera í þessari óvissu (sem nb er ekki slæm óvissa). Langar bara að fá á hreint hvað ég geri í janúar. Því eins og er þegar allt er í biðstöðu þá get ég ekki mikið gert. Jú gæti lesið meira um Kína en vil það samt ekki ef ég skyldi síðan ekki fara... bleh.
oh well maður verður víst bara að lifa við þetta.
í biðstöðu
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
í vinnunni....
.....er gaman ..... allir leika saman.....
Linda Björk:
Your Japanese Name Is... |
vargur
Your Japanese Name Is... |
vantaði kannski frekar kínverskt nafn.... hmm...
jihahaha
mánudagur, nóvember 28, 2005
Sigur Rós
Þeir í Sigur Rós ullu ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn og var stórfenglegt að horfa á þá (þegar ég sá á sviðið) og hlusta.
Það sem olli mestu vonbrigðum voru aðrir tónleikagestir - vorum staðsett hjá unglingahóp sem virtist ekki vera fara á tónleikana til þess að njóta þeirra - bara til þess að fara á tónleika til þess að fara á tónleika. Fyrir utan það að tala stundum svoldið mikið þannig að þyrfti að biðja þau um að lækka í sér þá var ein stelpan að gera mig vitlausta með sífelldum myndatökum. Hún gerði ekkert annað en taka myndir og líta svo á vélina og taka aftur.
Ég er alveg fylgjandi því núna að banna myndavélar og síma á tónleikum - því ljósin á báðum þessum tækjum fer verulega í augun á manni.
Einnig var pirrandi þegar kom smá "stopp" í lagið en það var ekki búið og sumir byrjuðu að klappa en ok föttuðu að lagið var ekki búið að þá þurfti einhver að öskra sem bara engan vegin á við. Í seinna skipti sem þetta kom þá var þögn og komu áhrifin sem maður vildi - beið spenntur eftir næstum tónum.
Þess fyrir utan þá átti þetta svo að vera sitjandi tónleikar - þá held ég að maður hafi sloppið að mestu við svona pirrandi tónleikagesti. Svo hefði það líka verið svo gott fyrir svona aðila eins og mig ;) sem sáu ekki vel á sviðið. Fékk samt nokkrum sinnum "upplyftingu" þannig að sá betur í sviðið í smá stund.
Jæja búin að kvarta og aftur að tónleikum. Þeir eru æði!
Það er bara ekki annað hægt að segja og með frábæra sviðsframkomu - mér fannst rosalega flott þegar þeir fara af sviðinu hver af öðrum en áfram halda tónarnir að heyrast.
draumur í dós
laugardagur, nóvember 26, 2005
Erotic Thriller |
You've made your own rules in life - and sometimes that catches up with you. Winding a web of deceit comes naturally, and no one really knows the true you. Your best movie matches: Swimming Pool, Unfaithful, The Crush |
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Eitt orð!
Sendi um daginn tölvupóst til vina, kunningja og ættingja um að lýsa mér í einu orði. Veit það getur verið óskemmtilegt að fá svona póst um að lýsa einhverjum en það er stórskemmtilegt að fá þá til baka með einu orði um mann.
Hér eru orð sem komu sem eru til að lýsa mér:
frábær, gyðja, sérvitur, frábær, góð!, lágvaxin, lítil, bros.
Takk fyrir þau ykkar sem sendu mér :) en eitt fannst mér stórskemmtilegt en það er orðið sérvitur.... langar mikið til þess að forvitnast meira um það hehehe hver meiningin á bak við það er ;)
takk takk
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Kalt
Það er hrikalega kalt hérna í vinnu nr. 2 - við erum að tala um það að úlpan er á lærunum, húfan á hausnum og vettlingar á höndum. Rétt svo tek vettlinga af til þess að hringja og pikka á lyklaborðið ef þess þarf.
Þrátt fyrir að vera þekkt kuldaskræfa þá er ég ekki sú eina - því fleiri sitja hérna í úlpunum sínum. Kannski ekki margir með húfur... en í úlpum.
urr - hætti kannski ef tennurnar fara að skjálfa þannig að viðskiptavinurinn skilji mig ekki!
brrrr
Fokið
Hárið fokið - fyndin þessi andartök þegar maður vaknar morgunin eftir og fattar að hárið er ekki þar. Líka í sturtunni og maður er að setja sjampó í hárið að maður hefur voða lítið hár til þess að setja sjampóið í og þar af leiðandi með alltof mikið. En alveg rosalega þægilegt þegar á að þurrka hárið :)
Er búin að bæta við mig einu kvöldi í vinnu nr. 2 fram að jólafríi - þannig að ég er 3 kvöld í viku næstu 3 vikur.
Er eitthvað voða þreytt í dag en sofnaði samt ekki svo seint í gær!
keep it going
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Sjokkerandi
Ég var frekar sjokkeruð áðan vegna fordóma - minna eigin fordóma!
Í dag (mánudag) var forsíða DV af ungum manni. Í fyrirsögn var sagt verkfræðingur sem er nauðgari eða eitthvað álíka og var hann nýlega dæmdur fyrir slíkt.
Fordómar mínir stöfuðu af því að ég leit á myndinni og hugsaði nah... getur ekki verið - þetta er ungur og myndarlegur strákur!
Halló er ekki í lagi Linda - ekki láta útlitið blekkja og svo er sagt að útlit hafi ekki áhrif - my ass. Oft hef ég líka verið talsmaður þess að útlit eigi ekki að hafa áhrif og allt það bullshit og svo kemur þetta svona hressilega aftan að mér.
jáhá
föstudagur, nóvember 18, 2005
Neeiiiiiii
Gat verið - gat verið........ ansans...
Starfið sem mig langar í er loksins aftur auglýst til umsóknar, damn. Hvað í helvítinu á ég að gera. Sækja um og ef ske kynni að ég fengi starfið (er ekki vongóð) að fórna þá draumnum mínum fyrir starfið sem mig langar í..... ansans.
Ansans, var að vonast til þess að þetta mundi ekki gerast alveg strax úr því ég var búin að ákveða mig að fara í ferðalagið.....úfff... ansans.
shit - hvað á ég að gera????
í klemmu
Bakfall
Jæja komin smá bakföll í ferðina mína - var að koma í ljós að Íslendingar geta ekki fengið working holiday visa í Ástralíu. Ég sem hélt að Íslendingar gætu allt....
Ef einhver veit um einhverja leið þá eru allar ábendingar vel þegnar.
Ég verð því víst bara halda fast í budduna í Ástralíu og prófa bara í Nýja Sjálandi í staðinn.
Eru ákveðin vonbrigði en læt ekkert svona stoppa mig.
keep on going..
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
Sprautur
Jæja þá eru sprauturnar búnar - fékk seinni skammtinn í dag. Finnst mér hafa fengið hina fínustu þjónustu í heilsugæslunni minni og farin kannski smá að sættast við hana þrátt fyrir að heilsugæslan er langt langt í burtu.
Sýndi mikin dugnað á mánudag að annað eins hefur bara ekki heyrst,sést eða hvað þá annað. Hélt áfram með það á þriðjudeginum og gekk í augun á vinkonunum - um að gera líka :)
Held ég sé enn þreytt eftir þennan dugnað hahahah. Mun jafna mig um helgina.
Jæja komi tími á að hætta hér og fara í hina vinnuna.
þangað til næst
sunnudagur, nóvember 13, 2005
Næturgestur
Ég hafði fyrst formlega næturgestinn minn í nótt - að minnsta kosti minnist ég þess ekki að hafa haft næturgest eftir að ég flutti....
En næturgesturinn var til fyrirmyndar en þurfti þó að hafa aðeins fyrir næturgestinum og vaknaði nokkrum sinnum í nótt til þess að gera.......... pela!
Jamm systurdóttur mín var hjá mér í nótt og var bara gott að hafa hana og getað knúsað hana þrátt fyrir að hafa tekið mig um klst að svæfa hana um fimm í nótt.
En meira er búið að gerast um helgina en það var t.d. klárað að flísaleggja :) er ekkert smá ánægð með það. Þannig að þetta er allt að koma - ég er samt svo vonlaus að var ekki einu sinni til almennilegt kaffi fyrir flisalagningarmenn að pabbi var komin með kaffi á brúsa til þess að fá sér..... öss :( en hvað getur maður gert þegar maður drekkur ekki kaffi og vinirnir ekki heldur.
over and out
föstudagur, nóvember 11, 2005
Íbúð til leigu
Ég er að leita eftir leigjanda að íbúðinni minni - þannig að ef þú veist um einhvern sem er að leita að íbúð á besta stað í bænum í einhverja mánuði þá gæti íbúðin mín bara verið svarið
Þetta er 2ja herbergja íbúð 46 fm2 að stærð og leigist út frá Janúar 2006 út ágúst 2006.
íbúðin leigjist út með húsgögnum og er staðsett á Rauðalæk. Íbúðin er með sérinngangi.
Leiga á mánuði er 70 þús með hita, rafmagni og hússjóði.
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Sniðugt
Var að bæta við tveimur myndum í myndaalbúmið - í ýmislegt. Myndir sem Ellen systir sendi mér.
Verð líka að benda á sniðuga heimasíðu en það er bakpokinn - er búið að bæta við í linkunum mínum líka en sjá http://bakpokinn.com
Hver hefði getað trúað því að séu 25 ár á milli...... ekki ég :)
have fun
Sjónvarpsþættir
Eins og sjónvarpstþættir geta nú verið vitlausir og oft einhver mistök og annað sem gerist í þeim þá finnst mér alltaf gaman að finna eitthvað sem er svo absúrd/fáranlegt.
CSI- Það er alltaf verið að stöglast á því hvort sem það er CSI eða CSI New York að sönnunargögn eru alltaf á vettvangi. Finna hár, húðfrumur og bara you name it á vettvangi. Þar af leið finnst mér stórmerklegt alltaf hreint að þegar þau mæta á vettvang er hárið ekki coverað með hárneti, eru í sínum borgarlega fötum þar sem gæti falist ýmislegt í, eru mjög oft léttklædd þannig að dauðar húðfrumur gætu dottið af á vettvangi. Af hverju eru þau ekki í einhverjum galla svo þau spilli ekki vettvanginum svo ég tali nú ekki um hárið :) en yrði kannski leiðinlegra að sjá ekkert bert hold!
OC- Það er nú ýmislegt í þessum þáttum en best fannst mér um daginn þegar hjónin Sandy og Kirsten áttu 20 ára brúðkaupsafmæli og kellan enn ekki búin að fatta að þetta er greinilega hlutur sem hann man ekki - eftir 20 ár. Halló og vera fúl og hann að reyna bjarga sér með því að ljúga sig úr hlutunum.... merkilegt. Það fannst mér alveg hillarius.
ER- Finnst alltaf jafn skondið að í aðgerðum sem eru gerðar á skurðstofunni að læknarnir eru í sloppum og "sótthreinsuðum" en alltaf getur hinn almenni borgari verið síðan á skurðstofunni í sínum fötum og fyrir læknunum.
Man ekki eftir fleiri í bili - en gott að geta skemmt sér yfir einhverju :)
hahaha
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Geðveikt
Það var byrjað að flísaleggja hjá mér í dag og verður að öllum líkindum klárað á morgun. Geðveikt!
Er búin í vinnu nr. 2 - úrtak kláraðist... fínt að vera búin snemma....
frábært
mánudagur, nóvember 07, 2005
Sprautur
Jiii - þetta er allt að fara að kikka inn. Fer í fyrstu sprautu á fimmtudaginn. Þarf að vera búin að fá þær 4 vikum áður en ég fer.
Þarf gegn mænusótt, stífkrampa og lifrabólgu A - síðan þarf að athuga þegar ég kem hvort þurfi líka fyrir taugaveiki og kóleru.
Ætla síðan að fara leggja lokahönd á áætlun með flugið og panta miðann.
Þetta er bara sennilegast að verða að veruleika.
nálar... jeei
Fyrirlestur
Hið árlega gestgjafamót var um helgina í vinnunni. Var mjög fínt og alltaf gaman að sjá fólkið sem maður er í samskiptum við út á landi.
Nema Jón Gnarr var með fyrirlestur sem var hinn fínasti um viðskiptavininn. Svo tók hann sögu sem að ég held var í kristilegu samhengi en þrátt fyrir það var sagan hin fínasta og ákvað að segja hana hér...
Það var eitt sinn maður sem bað til guðs að þegar hann svæfi um nóttina að sýna sér muninn á himnaríki og helvíti.
Um nóttina birtist engill sem tók hann í burtu og fór með hann í herbergi þar sem var fullt af fólki. Fólkið inn í herberginu var mjög vansælt og óhamingjusamt, var vannært o.s.frv. Í miðju herbergisins var pottur sem kraumaði á eldi. Fólkið var í kringum pottinn og með stórar skeiðar. Það tók skeiðina og setti í pottinn - nema þegar það ætlaði að setja skeiðina upp að munninum þá tókst það ekki því skeiðin var svo stór að þau hittu ekki.
Þetta var helvíti.
Engillinn fór með manninn í annað herbergi - þar einnig var fullt af fólki nema þar réð hamingjan ríkjum og fólkið var vel nært. Í miðju herbergisins var pottur sem kraumaði á eldi og fólkið með jafn stóra skeiðar og í hinu herberginu. Maðurinn spurði hvort þetta væri himnaríki en þetta væri alveg nákvæmlega eins og í hinu herberginu.
Engillinn sagði honum þá að fylgjast með fólkinu.
Í stað þess að fólkið reyndi að koma skeiðunum upp í sig sjálft þá mataði það hvert annað - þannig að allir fengu næringu. Þarna var enginn að hugsa eingöngu um sjálfan sig heldur var hjálpast að...
Fannst þetta flott saga og eiga vel við - sérstaklega í því þjóðfélagi sem við búum við í dag þar sem allir eru að reyna að maka sinn krók (skeið) nógu vel.
Eða hvað? Hvað finnst þér?
getur þú svarað?
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Koma svo..
Jæja fólk - trúi ekki að sé bara einn sem er komin með hugmynd um hvert ég á að fara .... getur engin komið með hugmynd?
Góða fólk - koma svo. Ég þarfnast smá hjálpar hér. Sá sem kemur með góðar hugmyndir og til landsins sem ég enda þá á eða fer til eftir Nýja Sjálands fær póstkort frá mér þegar ég kem til þess lands...... ekki spennandi!! ;)
koma svo...
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Aðstoð
Jæja kæru lesendur nú leita ég til ykkar til þess að fá smá aðstoð í sambandi við ferðina mína.
Málið er að ég var að tala við British airways í sambandi við miðan sem ég hef áhuga á. Málið er að með honum þarf ég að fara til minnst þriggja heimsálfa og hef bara 2 heimsálfur.
Löndin sem ég hef áhuga á að fara er Kína, Malasía, Ástralía og Nýja Sjáland í þessu roundi. Var að vonast til þess að hægt væri að fara til Evrópu en þá telst það sem að ég er að fara tilbaka en ég verð semsagt að halda mig við eina átt. Gæti byrjað á Evrópu á undan en bara langar ekki að vera þar í janúar í kulda :)
Þannig að eftir Nýja Sjáland þá er Ameríka - semsagt Suður Ameríka eða Norður Ameríka. Ef til Norður Ameríku þá kemur t.d. New York til greina en málið er að mig langar ekki mikið þangað ein. En það sem ég þarf aðstoðar með er þetta - hvert á ég að fara eftir Nýja Sjáland?
Viljið þið koma með hugmynd og segja hvers vegna ég ætti að fara á þann stað :) - allar uppástungur vel þegnar.
Þarf líka að ákveða mig sem fyrst því pundið er ansi hagstætt þessa dagana :)
koma svo
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Tveir mánuðir
Aðeins 2 mánuðir eftir af vinnu og sennilegast um tveir mánuðir eftir á Íslandi. Er núna farin að hafa mestar áhyggjur að tíminn sem ég ætla mér í ferðalagið dugi ekki. Sé of stuttur enda líka um nokkur lönd að ræða.
Fékk góðar fréttir í dag og er mjög ánægð yfir því - kannski fríðindi vegna veikindalausra daga (ekki að það hafi verið sagt) eða samviskubætur hahaha. Allavega ekki hægt að segja annað en kemur sér einstaklega vel.
hey öll komment vel þegin - um allt og ekkert.
kommenta kommenta
mánudagur, október 31, 2005
Myndir
Nýjar myndir hér, fékk þær frá krökkunum í vinnunni en sýnir reyndar ekki mikið frá adrenalíngarðinum.
enjoy
Hahaha
Frammi er strákur að vinna sem ég var einu sinni svo skotin í - fyrir ykkur stelpur þá kannist þið ábyggilega við húsið hans. Var svoldið farið oft framhjá því í denn....
hahahahha
er reyndar búin að sjá þennan strák annað slagði í gegnum tíðina - finnst það alltaf eitthvað hálfasnalegt. Ekki skánar það að hann er hérna núna að vinna í einhverju.
skot
Hrekkjavaka
Í dag er víst hrekkjavaka og eru sumir starfsmenn klæddir í búning, ekki þó þeir íslensku. Kanadísku meyjarnar eru klæddar og mætti mér draugur þegar ég kom í morgun. Frekar fyndið.
Þegar ég var spurð hvar minn búningur væri - þá kom svarið að ég héldi ekki upp á þetta.
Af hverju ætti ég að gera það - ekki held ég upp á þakkagjörðarhátíðina eða valentínusardaginn?
En gaman að krökkunum í vinnunni :)
búúhhúuuuuuu
sunnudagur, október 30, 2005
Matur
Já það er mikið lagt á sig fyrir mat.
Fékk lánaðan bíl til þess að keyra í rúmlega eina og hálfa klukkustund til þess að fá kvöldmat og svo aftur tilbaka. Haldið þið að það sé!
Ástæðan var reyndar sú að mamma átti afmæli í gær og var í sumarbústað og ég kíkti til hennar í ískaldan bústaðinn til þess að borða. Mikið rosalega var kalt.
Sat með húfu við matarborðið og eftir mat pakkaði ég mér inn í teppi og sæng og var ekki hlýtt. Maturinn var nú samt fínn.
Svo í stað þess að skila bílnum í dag þá fékk ég hund í staðinn til þess að passa. Sit því uppi með bíl og hund.
voff voff
föstudagur, október 28, 2005
Ákvörðun
Jæja - er eiginlega búin að taka ákvörðun og var eiginlega löngu búin að því. Skynsemin var bara að segja mér að bíða með og sjá til hvort ég gæti þetta. Ég læt hinsvegar skynsemina eiga sig og bara geri. Það þarf eiginlega eitthvað stórvægilegt að koma upp á til þess að ég geri þetta ekki.
Þegar nýja árið gengur í garð þá verð ég orðin atvinnulaus þar sem ég er búin að segja upp vinnunni.
Plannið hjá mér er að fara að ferðast í nokkra mánuði.
Langþráður draumur að rætast og allt foreldrum mínum að þakka :) sem ólm vilja losna við mig úr landi hahaha :) - þúsund þakkir til ykkar.
Þannig að nú fer ég að leggjast yfir ferðabækur og gera plannið mitt aðeins meira og bóka flug. Eins og staðan er í dag þá hugsanlega fer ég til Kína, Ástralíu, Nýja Sjálands og svo vantar mig eina heimsálfu í viðbót - valið er milli þess að fara til New York eða Evrópu. Ef ferðafélagi skyldi finnast til þess að hitta mig í New York er ég alveg til í að fara þangað. Ef ekki þá fer ég til Evrópu að flakka sennilegast milli vina.
Ú - meðan ég er að skrifa þetta þá finn ég svona spenningarhnút myndast í maganum. En margt sem ég þarf að gera fyrir útrásina eins og finna leigjendur fyrir íbúðina mína - ef einhver veit um góðar leigjendur handa mér þá endilega benda mér á þá en íbúðin mun leigjast út með húsgögnum.
Vona að ég sé ekki að jinxa ferðinni minni með því að blaðra um hana...
bon voyage
p.s. ég á 15 ára fermingarafmæli í dag!
fimmtudagur, október 27, 2005
Ósátt
Ég er gífurlega ósátt - búin að vera síðan í gær og virðist ekkert vera losna við það. Var sagt ýmislegt við mig í gær sem mér finnst ég eiga engan vegin skilið og er gífurlega ósátt við það.
Að öðru - hef aldrei verið veik frá vinnu síðan ég byrjaði hérna - bráðum 3 ár. Hef jú mætt með kvef og slöpp en ekki verið frá vinnu. Spurning á maður að fá eitthvað þakklæti fyrir það frá vinnuveitendum/yfirmönnum fyrir það?
Getur náttúrulega ekki álasað starfsmönnum sem verða veikir - sjaldnast vill einhver verða veikur. En svo er til fólk líka sem nýtir sér þessa veikindadaga til þess eins að fá frí.
En ætti maður að fá eitthvað þakklæti fyrir það að verða aldrei veikur?
hvað finnst þér
miðvikudagur, október 26, 2005
Hvað
Hvað er það að verða svo reiður að maður gæti fariða ð grenja?
Það hlýtur að vera eitthvað kellingar thing......
eða hvað
þriðjudagur, október 25, 2005
Kjúklingur
Ég get verið algjör kjúklingur - eða kannski er það bara vanhæfni í samskiptum um að kenna og geta ekki gert "small talk".
Fór um helgina í skírn - þar voru 2 sem voru með mér í skóla í einum af þessum 5 grunnskólum sem ég var í.
Strákurinn jafngamall og ég og systir hans 2 árum eldri. Þar sem þetta var svo lítil skóli þá var honum skipt í eldri og yngri deild. Ég var með þeim báðum í eldri deildinni.
En hvað - ég þorði ekki að tala við þau. Hugsaði um það en gat ekki komið mér þangað og byrjað á einhverju tali. Veit að stelpan veit hver ég er því við hittumst í jarðaför fyrir 2 árum síðan og þá talaði ég smá við hana. Mamma samt meira. Veit ekki hvort strákurinn hafi fattað hver ég var - tók mig smá tíma að fatta hver hann var. Hefði sjálfsagt ekki fattað hver hann væri nema af því ég rakst á barnalandssíðu tvíburasystur hans fyrir ekki svo löngu síðan og sá mynd af honum.
Ég er kjúklingur - finnst þetta óþægilegt að starta samtölum - hvað á ég að segja fyrir utan þetta hefðbundna - já hvað ert þú að gera og hvað er að frétta. Hvað ef þau muna ekki eftir mér - og ef þau muna of mikið eftir mér!
Bleh - best að bora sig niður í veitingarnar og hrekkja bræðurna.
Í tilefni af gömlum bekkjarsystkinum þá hitti ég eina í dag þegar ég fór að borða í hádeginu - heldur ekki þægilegt. Talaði þó small talk við hana - vorum líka óþægilega nálægt hvor annarri.
Af öðru þá er október greinilega enn að gera mér erfitt fyrir. Foreldranir eiga báðir afmæli í október - þegar ég var yngri gat ég aldrei munað afmælisdaginn þeirra og vildi ég kenna því um að þau ættu afmæli eftir september. Er farin að muna núna afmælisdagana en það sem gerir mér erfitt núna er að ég get ekki munað brúðkaupsdag vinkonu minnar - kannski vegna þess að ég var ekki viðstödd, veit ekki. En oktober er erfitt að muna.
Til hamingju með daginn Guðmunda og Stebbi :)
oktober að ljúka...
Mistök
Darn, var að hringja fyrir vinnu nr. 1 en kynnti mig eins og ég væri í vinnu nr. 2 - ansan - neyðarlegt.
Vinnufélagunum fannst þetta svo fyndið að hún þurfti að hlaupa fram til þess að hlægja að mér.....
bleh
mánudagur, október 24, 2005
Helgin
Hin fínasta helgi er liðin og komin stuttur mánudagur :) jeii
En helgin byrjaði á starfsmannaferð - fórum í adrenalingarðinn og mikið rosalega var kalt. Fórum á klifurvegginn, staurinn og róluna. Hópurinn minn byrjaði á staurnum og ég svellköld byrjaði að klífa staurinn.... mikið var hann eitthvað lengri svona þegar verið var að klífa hann heldur en að líta svona á hann frá jörðu niðri.
Allir hinir virtust fara létt með að klífa hann en ég var við það að gefast upp á hálfri leið - og öskraði niður hvort væri mikið eftir. Fór upp og snerti toppinn - var ekki alveg að meika það að reyna standa á staurnum. Nógu erfitt var að fara hann upp.
Átti í erfiðleikum síðan með að sleppa - vildi bara klífa niður aftur en var bannað það. Stúlkan skildi sleppa. Fyrst fóru fæturnir og svo sleppti með trega höndunum frá staurnum. Sveif í lausu lofti.
Ekki svo slæmt.
Næst var farið í róluna - ein stelpa byrjaði og ég fór næst. Nokkuð kokhraust og fannst þetta ekki mikið mál.
Hljóðið breyttist snarlega þegar upp í 10 m hæð var komið og ég áttaði mig á því að það var ég sem stjórnaði því að sleppa rólunni lausri.
Shit - ég vildi hætta við.
Fólk var farið að hópast niðri og líka úr hinum hópnum og öskra á mig að fara - ég gæti þetta alveg.
Eftir smá tíma sá ég að þetta gekk ekki lengur - gæti ekki hangið þarna endalaust, einhvern veginn þyrfti ég að komast niður.
Kippti í spottann - ekkert gerðist, shit prófaði aftur.
Niður þaut rólan og maginn með - helviti var þetta vont - upp og aftur niður.
Vil bara fara upp en ekki niður - þurfti að loka augunum mjög fast og hafa mig alla við að anda því fjandans maginn var ekkert á réttum stað. Þvílíkt átak.
Þegar ég var loks komin á góða og þægilega ferð þá var þetta stoppað.
Mér tókst þetta!
Fegin að ég fór því annars hefði ég sé eftir því - jafnvel þótt rólan hafi verið djöfuleg...
Var orðið alltof kalt til þess að fara klifurvegginn - þannig að ég lét það eiga sig. Langar samt enn að prófa hitt sem var þarna -
Eftir garðinn var farið út að borða - um klst seinkun á Einar Ben - ljúfur matur og góður. Vorum að borða eftirréttinn korter í tólf....
Kínverjar eru að hugsa um að loka landinu vegna fuglaflensunar - ekki góðar fréttir fyrir mig....
adrenalín...
fimmtudagur, október 20, 2005
Fimmtudagur til fjárs..
jæja - vikan er að skána. Gerðist ekkert hræðilegt í dag enn sem ég veit um.
#Fékk miða á Sigur Rós :) - jeii reyndar ekki í stúku en verð á tónleikunum.
#Hitti Skottu í hádegismat í dag - sem var mjög gott.
#Fór til mömmu að þvo þvottinn minn
Semsagt bara fínasti dagur!
bráðum helgarfrí
miðvikudagur, október 19, 2005
Miðvikudagur til.....
Man ekki til hvers miðvikudagur er - til miðjar.... nah er ekki að passa.
Allavega þessi vika er ekki að gera sig - í dag fékk ég frí í vinnu nr. 1 til þess að mæta á vinnufund/námsstofu eða hvað sem það kallast í
vinnu nr. 2 .
Ég mæti á staðinn mjög tímalega, finn einhvern sem vísar mér á herbergið þar sem þessi fundur er.
Sest niður og bíð.
Klukkan tíu mínutur yfir eitt - átti að byrja eitt.
Undarlegt að allir séu seinir.
Hringi í yfirmann minn....
Hún veit ekki neitt - en hringir einhvert en nær ekki í neinn.
Finn kokkinn á staðnum - hann veit ekki annað en þetta á að vera enda búin að setja veitingar inn - hann hringir líka en nær ekki í neinn.
Undarlegt að allt þetta fólk með gemsa en enginn svarar.
Kokkurinn finnur einhvern mann sem segist að þetta eigi að vera og hringir eitthvert og heldur svarar enginn.
Hringi aftur í yfirmanninn....
Hún hringir aftur og enginn svara - hringir svo í mig og skilur ekki neitt í neinu.
Sendir mig heim og segir mér að gera eitthvað skemmtilegt.
Ég fer heim en "ákvað" í leiðinni að fara strætórúnt - fer að rúnta um Breiðholtið.
Veit það núna að ég á ekki að taka leið nr 12 - sérstaklega ekki ef ég er að flýta mér.
Áhugaverður dagur - var ekki yfir mig spennt eftir þetta. Þarf að reschedula og er enn síður spennt að gera það.
Biðja aftur um frí í vinnu nr. 1.
Hvað er að gerast með mig og þessa viku.
Hlýtur að batna.
Á morgun er fimmtudagur til fjárs - vonandi í þeirri merkingu að komi til mín en fari ekki frá mér.
Get ekkert farið í fjárútlát.
Langar heldur ekkert sérstaklega í frægð - en kannski til frægðar í vinnunni þar sem það er vinnupartý á föstudaginn til frægðar.
Lukkan má síðan snúa sér aðmér á laugardaginn og ekki verra að hafa sælu á sunnudaginn....
lifið heil!
þriðjudagur, október 18, 2005
Þriðjudagur til þrautar
Ég ætla svo sannarlega að vona að það sem af er morguns sé ekki sýnishorn fyrir það sem koma skal. Dagurinn mun þá sannarlega stand undir nafni - þriðjudagur til þrautar.
Ég vaknaði í morgun á undan vekjaraklukkunni sem er fínt - fór niður í rækt fyrir vinnu. Fór á hlaupabrettið og heyrnatólin virkuðu ekki svo ég var án tónlistar. Fór á hjólið - heyrnartólin virkuðu - fínt.
Var búin og fór niður i búningsherbergi - komast að því að ég hafði ábyggilega gleymt um helmingnum af fötunum heima. Þannig að ég þurfti að fara heim, en svona áður þá rak ég hausinn harkalega í skápahurðina fyrir ofan mig sem einhver hálv... hafði skilið eftir opna. Þannig að mér er illt í hnakkanum og komin með kúlu.
Til þess að toppa ástandið þá sá ég farþega í Íslandspóstbíl henda skyrdollu út um gluggann á bílnum - varð svo reið að ég hugsaði um að skrifa Íslandspósti bréf til þess að athuga hvort þetta væri stefnan hjá þeim þar sem ég gat ekki grýtt skyrdollunni baka í þann sem henti henni út.
bleh
mánudagur, október 17, 2005
Gamall
Er maður orðin gamall þegar vinkonur manns eru farnar að tala um hvernig tengdamæður þær verða?
Bara fyndið!
hahaha
laugardagur, október 15, 2005
Plön
Svona miða við það að mér finnst ég ekki vera gera svona mikið dagsdaglega þá eru bara mikil plön hjá mér á næstunni.
#Fyrst ber að nefna árshátið okkar stelpnanna laugardagskvöldið
#pabbi afmæli á sunnudaginn - býst við að maður kíki á kallinn
#Það er hádegsiverðarstefnumót í næstu viku - dagsetning óákveðin
# Fara með fyrrverandi og núverandi vinnufélögum að hitta vinnufélaga í barneignarfríi og skoða hnátuna hennar - dagsetning óákveðin
#vinnupartý á föstudaginn
#vinna 2 kvöld - eins og vanalega
#svo sennilegast að flísaleggja eitt stykki baðherbergi - eða aðstoða við það nú eða þvælast fyrir. Allt hvernig litið er á það
#skírn svo næstu helgi
Var alveg ótrúlega ánægð á miðvikudaginn því hann Ísak Esteban litli sagði nafnið mitt - var þvílíkt upp með mér. Foreldranir sögðu mér að hann hefði talað mikið um mig síðan í afmælinu sínu og þótti mér það bara alls ekki slæmt.
Þá er bara fara kenna Emblu Maríu nafnið líka og stefna á að það verði bara fyrsta orðið hennar :) - en ætli ég þurfi þá ekki að hitta barnið mun oftar en ég geri núna.
sofið rótt
föstudagur, október 14, 2005
miðvikudagur, október 12, 2005
Áhugavert
Ég get nú ekki annað sagt en það hafi verið áhugavert að koma heim til mín svona rétt í þessu.
Smiðurinn augljóslega orðið sér út um lykil hjá mér - því baðkarið var ekki lengur úti á tröppum heldur er það komið á svefnherbergisgólfið hjá mér. Ekki mátti við því að bæta við drasli hjá mér en er kannski ekki það mikil munur hahaha. Hef þó afsökun núna fyrir að geta ekki þrifið því ég einfaldlega kemst ekki að.
hvað gerist næst...
Klipping
Fór í klippingu um daginn - sem er svo sem ekkert merkilegt í sjálfu sér nema ég er eitthvað ógeðslega pirruð á hárinu á mér.
Lítur þar af leiðandi út fyrir að ég sé á leiðinni bara í stutta hárið - var nefnilega klippt þannig og ég er á leið í stutt aftur.
Er kannski bara fínt fyrir utan óheyrilegar margar ferðir þá á hárgreiðslustofur til þess að fara í klippingu.
jæja stutt var það heillin.....
stutt
þriðjudagur, október 11, 2005
Kastljósið
Ég held bara ég sé ekki að fíla þetta nýja kastljós. Finnst það orðið of líkt eins og það er á stöð 2. Hvað er líka málið að hafa auglýsingar þarna á milli.
engin nýjungargirni
Bílpróf
Jæja - litli elsti bróðir minn kominn með bílpróf - til hamingju Adam. Spurning hvort hefjist nú rifrildi um bílinn hennar mömmu....... eða hvort tími minn um að passa bílinn sé á enda.
Hann fékk líka lyklana heima áðan þannig að það þýðir að eitthvað er að fara að gerast í baðherberginu.... jíbbíi..... og svo verður sennilegast hægt að flísaleggja bráðum. Þá er hægt að setja upp fínu snagana sem ég keypti í Danmörku og hægt að fá heimilið í lag.
bleh
mánudagur, október 10, 2005
Darn
Það er leiðinlegt í ræktinni þegar maður gleymir heyrnartólunum til þess að hlusta á tónlist meðan verið er á hlaupabrettinu. Munar ekkert smá miklu á hversu auðvelt það er eða ekki.
Fór reyndar síðan á hjól og gat gleymt mér við að lesa ferðablað Mannlífs.
Það er líka leiðinlegt að gleyma nærjum.
gleymna Linda
laugardagur, október 08, 2005
Matur
Hitti góðar stelpur í hádegismat í vikunni - umræðurnar fóru á þann veg að við fórum að tala um mat og hvað hafi fundist í honum. Einn fann hluta úr rottu - frekar ógeðslegt.
Önnur sagði okkur frá því að í Þýskalandi hafi heilbrigðisteftirlitið kíkt á alla kebab staðina í Þýskalandi og skoðað í sósurnar (sem ég veit ekki hvað heitir) og vitið þið hvað fannst í sósunni á einum staðnum?
Sæði takk fyrir - mér fannst þetta frekar fyndið og hló og hló. Fegin að hafa aldrei borðað kebab í Þýskalandi.
En hvað er fólk þá að gera í vinnunni sinni.........
mér er spurn
föstudagur, október 07, 2005
Þreytt og pirruð
Er enn þreytt og fór ekki í ræktina útaf þreytu :( - er pirruð yfir því að vera svona þreytt því mig langar til þess að gera svo margt.
Ég er líka að eipa yfir því að enn er ekkert búið að gerast í baðherbergismálum - er virkilega orðin pirruð á því. Veit einhver um smið sem getur hrist þetta fram úr erminni á sér. Mig er farið að langa til þess að allt komist í eðlilegt horf hérna - komnir 8 mánuðir síðan ég flutti inn.
Verð þá bara sofa vel í nótt og vera þess duglegri á morgun og koma hlutum í verk.
mjálm
Þreytt
Er eitthvað óvenjulega þreytt og orkulaus núna....... samt slapp ég klst fyrr úr vinnunni í gærkveldi þar sem úrtakið kláraðist.
Finnst frekar leiðinlegt að engin skrif er á síðu systurdóttur minnar né systur. Tölvuleysi er að bögga hana og mig.
Er frekar svekkt - við reyndum að vinna hádegishlaðborð Rásar 2 í dag - gekk ekki :( spurning um að við á skrifstofunni fari að bögga allar útvarpstöðvar í von um vinning.
Langar mest heim undir sæng og sofa núna.
zzzzz
þriðjudagur, október 04, 2005
Von
Vonin var við það að slökkna þegar hún reis aftur upp og lýsir bjart um þessar mundir.
Ég er nokkuð kát með það.
Endanlega ákvörðun tekin um mánaðarmótin.
Meira um það síðar.....
Ég vona það besta en bý mig undir það versta!
:)
mánudagur, október 03, 2005
Lost children
Fór að sjá myndina Lost children á kvikmyndahátiðinni í dag. En í myndinni er tekin fyrir 4 börn sem voru rænd af uppreinsarmönnum og notuð sem hermenn. Þeim tókst hinsvegar að flýja. Það er eiginlega ólýsanlegt að lýsa fyrir hvað kom fyrir sjónum manns í myndinni. Eiginlega er þetta mynd þar sem þið verðið að fara á til þess að sjá þetta sjálf.
Annar af leikstjórunum svaraði spurningum eftir myndina - fannst það næstum einna áhrifaríkast. Þegar hann var spurður eins og um öryggi hans á svæðinu þá hafi það aldrei hugsað út í það heldur hafi hann alltaf haft flugmiða heim - flug frá staðnum en þau ekki.
Sum hafa aldrei upplifað friðartímabil - einn af félagsráðgjöfunum sem var 23 ára stúlka hefur aldrei upplifað frið í landinu. Hún sagði frá því sem hún leit á sem frið.
Fyrir ykkur sem vilja vita meira er heimasíðan www.lost-children.de
Einnig sagði leikstjórinn frá því að þeir hafi ekki viljað mála börnin sem fórnarlömb - heldur hetjur og sagði okkur að aðeins 20% þeirra barna sem flýja ná að komast í búðir eins og sýnt var frá í myndinni. Hin 80% eru annað hvort skotin af hermönnum, uppreisnarmönnum eða náð aftur af uppreisnarmönnum og refsað.
Það eru margar fleiri staðreyndir sem ég gæti talið upp úr myndinni en held sé best ef þið reynduð að sjá myndina.
sunnudagur, október 02, 2005
Barnaafmæli
Fór í barnaafmæli í gær - það var sérstakt fyrir mig að þeim sökum að ég var sú eina sem ekki kom með barn með mér. En kom ekki að sök - ánægð að ég er vinur afmælisbarnsins þannig að mér sé boðið ;)
Varð reyndar þaulsetin afmælisgestur og fór ekki fyrr en um ellefu og afmælisbarnið löngu farið að sofa. Spurning hvort þau bjóði mér aftur að ári......hmmm..... fyrst þau losna ekkert við mig.
Jæja ekki ráð nema í tíma sé tekið en ég er farin að kaupa jólagjafirnar.
bleh
föstudagur, september 30, 2005
Kveðja
Finnst ég vera endalaust að kveðja einhverja hér úr vinnunni - en því meira af knúsum sem maður fær ;)
eru tvær hollenskar að fara núna, önnur sem brosir rosa mikið og hin sem knúsar voða mikið. Á það til að ráðast á mann og knúsa nú eða berja en knúsar þá oftast eftir á.
Sú sem knúsar er nýbúin að læra að segja á íslensku get ég fengið eitt knús, takk fyrir og segir knús á íslensku.
Minnsta kosti mánuður í næstu kveðjustund hjá annari hollenskri!
hasta la vista
sandalar
Jæja - held að það sé komin tími á að leggja sandölunum. Hef ábyggilega verið meira en lítið skrautleg í gær þegar ég hélt heim á leið úr vinnur nr. 2 - var í vetrarkápunni með húfu og í sandölum.
En þetta voru ábyggilega ein bestu kaup ársins - hef varla farið úr þeim frá því ég keypti þá.
bless bless sumar - halló vetur
fimmtudagur, september 29, 2005
Rugl
Hversu mikið rugl er það að elda í morgun þegar ég vaknaði til þess að geta tekið með nesti í vinnurnar. En síðan fara út í hádeginu í vinnu nr. 1 og gleyma síðan nestinu í vinnu nr. 1 þegar maður er á leið í vinnu nr. 2
Tómt rugl.
Það er leiðinlegt að bíða eftir iðnaðarmönnum - að þessu sinni smið til þess að geta sett plötu á baðkarið svo hægt sé að flísaleggja..... búin að bíða í viku núna. Svo finnst mér svo leiðinlegt að reka á eftir, kann ekki við það, enn síður þegar það er aðili sem ég þekki.
Ég er þreytt og langar heim, upp í rúm og undir sæng og sofna við sjónvarpið. Væri nú alveg til í að fylgjast með house - en efast um að ég nái að halda mér vakandi.
Merkilegt hvað vinnan tekur mikla orku frá manni.......
zzzzzzz
Stóri dagurinn
Já stóri dagurinn rann upp í dag - degi á undan áætlun.
Ég sagði semsagt upp í dag - er létt, er ánægð þá ákvörðun.
Hvað tekur við veit ég hinsvegar ekki. Veit hvað mig langar að gera en spurning hvort það takist. En 3 mánuðir eftir í vinnu......
úff
miðvikudagur, september 28, 2005
mánudagur, september 26, 2005
Myndir
Jæja er búin að gera myndasíðu sem þið getið nálgast hér.
Ég hef hinsvegar ákveðið að hafa hana læsta en vinir og ættingjar geta alveg fengið lykilorð, bara hringja, hitta mig nú eða senda e-mail til þess að spurjast fyrir hvað það er :) er feimin við það að hafa myndir opnar á netinu og kannski vilja þeir sem þekkja mig heldur ekki hafa það opið ef ske kynni að það væri myndir af þeim þar.
Eru ekki komnar margar myndir - bara eiginlega bara prufur en væntanlega munu koma fleiri.
njótið
Jæja
Jæja - ein helgi búin og vinnuvika framundan - síðan fullt af vinnuvikum framundan.
Einn ljós punktur var þegar ég byrjaði í vinnunni eftir frí í seinustu viku var að nokkrir starfsmenn sem voru í vor eru komin aftur, 2 stelpur frá Kanada og einn spænsk/ameriskur strákur :) þannig að þetta er að koma í horf í smá tíma eins og það var í vor starfsmannalega séð.
Tók þátt í catan móti um helgina -gekk ekki vel. Af þremur spilum sem ég spilaði þá var bara eitt skemmtilegt, eitt hundleiðinlegt (mest útaf spilurum þó) og eitt allt í lagi.
4 dagar
fimmtudagur, september 22, 2005
miðvikudagur, september 21, 2005
Grjónagrautur
Borðaði um daginn grjónagraut heima hjá mömmu, mjög gott enda langt síðan og sjaldan sem maður fær sér grjónagraut.
Þetta er svo sem ekki frásögu færandi en það er eitt sem ég skil ekki. Ég vil nefnilega grjónagrautinn minn þykkan og sömuleiðis Adam bróðir og bæði ólumst við upp hjá mömmu sem gerir þunnan grjónagraut þ.e.a.s. með miklri mjólk í..... það var barningur svona nánast þegar ég var yngri í sambandi við þetta og mamma sigtaði síðan iðulega grautinn minn svo ég fengi hann þykkan.
Skrýtið.
Maður getur lent í ýmislegu skondlegu í vinnu 2 eins og gerðist hjá mér í gærkveldi - þar var ég spurð að því hvort hann (sá sem ég var að tala við) gæti ekki bara hringt í mig - orðið minn símavinur. Sem betur fer var ég fljót að hugsa og svara að ég væri nú sjaldan heima þannig að það mundi gagnast honum lítið.
Bleh
þriðjudagur, september 20, 2005
Matarboð
Bauð foreldrunum og nöfnu í mat á laugardagskvöldið sem heppnaðist bara mjög vel. Ég verð bara að taka það fram að ég er hreinn snillingur (ekki meint sem kaldhæðni að þessu sinni).
En snilldin fólst í því að ég bauð þeim í mat og þau elduðu matinn sinn sjálf :) - ojá. Þannig að í hvert skipti sem þau hrósuðu matnum voru þau í raun að hrósa eldamennskunni hjá sjálfum sér hehehe.
Hversu mikil snilld er það.
Ástæða þess að þau elduðu sjálf er að það var racklett þannig að þeir sem voru farnir að blóta letinni minni að geta ekki einu sinni eldað fyrir foreldrana geta hætt því núna.
snilld
laugardagur, september 17, 2005
Klukk
Jæja klukkuleikurinn er að fara eins og eldur um sinu í bloggheiminn. Ég var klukkuð af Skottu og ákvað að vera ekki félagsskítur og taka þátt og finna fimm gagnslaustar upplýsingar um mig :)
1. ég er frekar matvönd en er aðeins að lagast með árunum. Hef frekar viljað líta á þetta þannig að mér er umhugað hvað ég set ofan í mig ;)
2. ég er haldinni ferðabakteríu – langar að ferðast um allan heiminn og slefa nánast yfir fólkinu sem hefur látið þetta rætast. Er samt ekki gott að hafa þessa samblöndu matvendni og ferðabakteríu.
3. ég ætlaði mér að verða bóndi þegar ég var lítil en þegar ég fattaði að bændur kæmust sjaldan í frí til þess að ferðast þá hætti ég við það.
4. mér finnst eitthvað magnað við kýr – þegar ég var í sveit þá tók ég eitt sinn mynd af öllum kúnum.
5. ég hef flutt ótrúlega oft um ævina og lengsta sem ég hef búið í sama húsi er að ég held 3 ár.
Ég ætla að klukka litlu systur, Sivar, Salomon, Ásdísi og Fjólu frænku.
Þar hafið þið það.
bleh
föstudagur, september 16, 2005
Snillingur
Ég er algjör snillingur!
Á Kastrup flugvelli þræddi ég bókabúðirnar (voru 3 staðir) til þess að leita mér að bók til þess að taka með í flugið. Leist voða lítið eitthvað á úrvalið hjá þeim öllum enda allt að mig minnir sama búðin með sömu bækurnar svona nánast. Nema í þeirri seinustu sá ég bók eftir Isabelle Allende. Ég tók hana niður af hillunni og las aftan á hana. Þetta var semsagt bók sem ég var ekki búin að lesa og plús það þá var þetta bók nr. 2 sem ég átti eftir að lesa en var búin með nr. 1 og 3 (sjálfstæðar sögur). Ég hoppaði næstum því hæð mína af kátínu og ákvað að kaupa þessa bók. Las síðan af mikilli áfergju í flugvélinni.
Nema hvað þegar ég kom heim í gær og var að ganga frá dótinu og meðal annars tveimur bókunum sem ég kláraði í ferðinni þá rek ég augun í bækurnar eftir Isabelle Allende og gettið nú. Ég átti helv... bókina. Hafði bara sett hana upp í hillu því ég hafði ekki tíma til þess að lesa hana þegar ég fékk hana og hef síðan gleymt henni :(. Þvílíkur auli.
Þannig að nú á ég sömu bókina í tveimur eintökum, annað bundið inn - harðspjalda og hina í kjölbundna.... bleh
Mig er farið að langar rosalega í ipod - verst hvað þeir eru dýrir... en mikið rosalega langar mig í eitt stykki. Þurfti virkilega á sjálfstjórn að halda úti til þess að fara ekki bara og kaupa eitt stykki.
Langar líka síðan í sumarbústað.... en langar ekkert í vinnuna á mánudaginn
Eftir allt saman þá get ég notið þess að vera heima um helgina, plönin breyttust hjá mér :)
auli stauli
Bílferðin
Bílferðin með dananum leiddi af sér það að ég kynntist nýrri hljómsveit. Hann var með disk með sænskri hljómsveit sem heitir Kent. Ég ákvað síðan að splæsa disknum á mig, sé ekki eftir því :)
sænskan blivar
Draumur
Langþráður draumur rættist í gær - eða allavegana síðan ég flutti inn.
Hefur verið draumur hjá mér að þegar ég kæmi heim úr vinnu 2 eða bara væri heima að fara í heitt og gott bað, með tónlist og kertaljós.
Það tókst í gær - hentist heim, rétt svo sparkaði skónum af mér til þess að láta renna í baðið, fór síðan úr yfirhöfninni og setti síðan tónlist Sigur rósar í - nýja diskinn takk.
Tók ekkert langan tíma að fylla baðið því það er svo lítið ;) þvílíkur munur.
En oh hvað þetta var ljúft.
ljúft
fimmtudagur, september 15, 2005
Heima er best!
eða hvað..... ;)
Eins og það er nú gott að breyta um umhverfi og komast í burtu þá er nú alltaf gott að koma heim. Verst að ég er bara ekki heima núna og get eiginlega ekki notið þess fyrr en eftir helgi ;)
Veit ekki á hvaða sýru ég var þegar ég sagðist mundi koma vinna í kvöld - daginn sem ég kom heim!!!!
Er svo ekki upplögð - er hálfpartin með jetlag svei mer þá. Er voða skrýtin í hausnum (meira ein vanalega) og furðuleg.
Gærdagurinn var frábær - svo mikið afslappelsi og notalegheit...getið lesið betur um það hjá Ásdísi :)
Flugferðin var svo sem tíðindarlaus nema hvað það sat lítil snót við hliðina á mér sem var svo upptekin greyið af því alla leiðina að ná athygli minni. Vildi sýna mér hitt og þetta. Pabbi hennar sagði oft á tíðum við hana að vera nú ekki að trufla þar sem ég var að lesa. En hún náði nú sambandi í eitt af skiptunum og þá fékk ég heldur betur söguna...... hún spurði mig að nafni og ég náttúrulega spurði á móti og spurði hana líka hvað hún væri gömul. Það fyndna var að hún spurði mig á móti og þegar ég sagði henni það hvíslaði hún því að pabba sínum og sagði síðan að mamma sín væri samt stærri. Mér þótt það fyndið. Er búin að komast að því núna að foreldrar hennar eru jafnaldrar mínir hehehe
En síðan fór hún að segja mér frá foreldrum sínum og segir síðan við mig að hún eigi nú líka bróðir.
Ég spyr hana þá hvar bróðir hennar sé því ég sá ekki neinn strák sjáanlegan... þá sagði hún mér að hann væri dáin og hefði dáið í fæðingu....
oppss hvað segir maður þá!
En pabbi hennar ræddi síðan eitthvað við hana þar sem honum hefur eflaust þótt þetta óþægilegt að bláókunnug manneskja vissi svona um þeirra hagi.
En að öðru þá keypi Linda litla "coffee maker", svona litla pressukönnu sem er eiginlega hægt að gera einn kaffibolla :) en tilefnið er að ég er að bjóða foreldrunum í mat á laugardaginn.
Þarf að vísu að henda þeim út til þess að reykja.....
En hlakka til þess að komast heim í kvöld og leggjast í smá bað.....mmmmm....
home sweet home
þriðjudagur, september 13, 2005
Eydsla
Eydslan er eitthvad komd fram ur hofi - og svo skrytid sem thad virdist vera ad thegar er komid yfir akvedin throskuld tha er eins og madur haldi bara afram. Slai thessu ollu upp i kæruleysi. Eda er thad kannski bara eg ;)
Eg keypti snaga inn a badherbergid hja mer i dag - voru ekkert svo dyrir eda 154 danskar kronur. Er buin ad sja thad ad eg er mjog smekkleg svona oafvitandi. Litur ut fyrir ad snagarnir bara passi alveg vid nyju flisarnar. Er svona grar ton...
Var frekar pirrud ut i Danan i gær - fyrir ad merkja ekki goturnar sinar betur. Var ad leita ad akvedinni gotu i gær. Gekk i tha att og a thann stad sem eg helt væri rett samkvæmt gotukorti sem eg var buin ad kynna mer en fann ekki gotuna. Thannig ad eg helt tha natturulega ad eg hafi farid i ranga att. Svo sem ekkert olikt mer :) thannig ad eg sneri vid og for i hina attina en ekki fannst gatan. Eg var tha komin med storgodan hring og byrjadi aftur a upphafsreit. Akvad sidan ad ganga inn gotu sem eg helt fyrst ad væri retta gatan og viti menn. Thetta var gatan sem eg var ad leita af nema skilti stod a hinum endanum. Urr hvad eg var pirrud og svo til thess ad komast ad thvi ad thetta var allt til einskins hehehe
En thad er buid ad vera mjog notalegt i Køben. Eg hef verid ad dulla mer til hadegis, kikt svo ut, skoda mannlifid, budirnar og gøturnar. A kvoldin sidan lesid medan Anders fiktar i tolvunni og Asdis lesandi lika. Er ad verda halfgert stofustass herna svei mer tha.
Stefnan er sett sennilegast a sma dekur a morgun hja mer og Asdis. Ætla svo ad vona ad thad gangi eftir.... tharf a thvi ad halda og a thad alveg skilid :)
umh dekur :)
mánudagur, september 12, 2005
Back to Koben
Jamm er bara komin aftur til Koben eftir goda helgi i Thyskalandi.
Gekk vel ad hitta strakinn i Koge sem var hinn finasti og agætlega myndarlegur. Hann vakti minnsta kosti ægilega lukku hja morgum i brudkaupinu ;)
Vid toludum eitthvad sma en svo var lika mjog thægilegt ad thegja med honum, sem er bara ekki ollum gefid.
Ferdin a fostudaginn var frekar erfid samt. Thvi fyrir thad fyrsta var frekar heitt og hitnadi alltaf eftir thvi sem leid a daginn og vid okum lengra inn i Thyskaland. Til thess ad toppa allt that var hellings af Stau - nyja thyska ordid sem eg lærdi en thydir bidradir (aka traffic jam). Lentum abyggilega i einni 11km langri bidrod. Thetta gerdi thad ad verkum ad vid rett nadum ferjunni ut i Wangrooge sem er eyjan thar sem brudkaupid var haldid.
Keyrslan i gær var adeins skarri en eg reyndar threyttari. Eg var ekki komin til Asdisar og Anders fyrr en um tiu leytid eftir ad hafa lagt af stad fra Wangerooge um half eitt.
Nenni ekki ad skrifa um brudkaupid nuna enda fra morgu ad segja - er lika ad lesa svo spennandi bok ad thad verdur erfitt ad slita sig fra henni a eftir til thess ad kikja ut :)
hasta la vista
fimmtudagur, september 08, 2005
Hiti
Thad er buid ad vera heitt i dag - samkvæmt mbl.is er lika 24 gradur i Kaupmannahofn.
Eg er ad hangsa inni til ad jafna mig a hausverk :( voda gaman. A heimleid i dag tha ætladi eg ad fara og skoda adeins um i Lynby medan Asdis færi heim ad læra fyrir donskuna en i lestinni var eg komin med thennan rosalega hausverk thannig ad eg treysti mer ekki til thess ad vera afram nidur i bæ. Frekar fult.
Otrulegt hvad thessi heimur er litil - eg hitti nefnilega Lou magkonu Asdisar og komst ad thvi ad eg var ad vinna med henni a BSI thegar eg var unglingur.
Fyrir ykkur vinkonurnar tha byr Asdis i mjog flottri ibud :) og rumgodri. Eldhusid og badherbergi er sma undir sud og eina sem vantar er badkerid til thess ad liggja i og horfa upp i sudgluggann.
A morgun tharf eg sidan ad taka lest til Koege thar sem eg hitti vin brudgumans sem eg verd samferda med til thyskaland og i brudkaupid.
Danskerne er dejlig
miðvikudagur, september 07, 2005
Fegurd
Hafid thid tekid eftir hvad lifid er fallegt?
Hvad er fegurra en thegar islenskur uturdrukkinn madur stigur upp i flugrutuna og spyr hvort hun fari til Keflavikur. Hvad er fallegra en thegar hann hlammar ser nidur og sessunautur hans gerir allt til thess ad reyna ekki ad taka eftir honum og lyktinni af afengis og tobaksfylu. Hvad er fallegra en thegar drukkni madurinn reynir ad hefja samrædur sem sessunauturinn vill ekki taka thatt i?
Hvad er fallegra en thegar sessunautirnn fer i rodina ad innritun og lettir thegar hann ser ekki drukkna manninn nalægt ser en sidan kemur drukkni madurinn og tredur ser fyrir framan sessunautinn i rodina.
Hvad er fallegra en ad islenski drukkni madurinn hefur engan farangur nema nokkrar bjordosir i poka?
En eg er komin afallalaust ad odru leyti til Kaupmannahafnar og fekk konunglegar mottokur eins og mer natturulega sæmir ;)
Her er sol og blidskapavedur og eg ætla fara njota lifsins med Asdisi.
snakke du dansk
þriðjudagur, september 06, 2005
Baðreynsla
Jamm búin að prófa baðið - stóðst ekki mátið og get heldur ekki farið skítug til Danmerkur.
En þetta var merkileg lífsreynsla - baðkerið mitt er nefnilega ekki stórt og til þess að ég gæti bleytt og þvegið hárið þá þurftu lappir að fara upp á vegg og hausinn niður. En er ánægð með þetta samt sem áður. Mun líka lagast þegar ég fæ sturtuhausinn :)
Samband er líka komið á við gaurinn sem ég fæ far með til Þýskalands, leggjum af stað kl. 9 á föstudagsmorgun. Verðum bara 2 í bílnum - vonandi er geislaspilari í bílnum. Hann á víst að vera sætur að sögn brúðar en hann er frátekin. En þetta hlýtur að reddast allt saman...ferðalagið sko :)
jæja fer að fara
Pakka
Ég ætti kannski að fara að pakka niður þar sem ég er að fara eftir smá - eða eftir hádegi. Merkilegt að ég skuli alltaf geyma þetta fram á síðustu stundu.
Fór í bíó í gær - merkilegt hvað einn maður getur farið í taugarna á mér eingöngu útaf nefinu sínu. Vissi ekki að ég setti svona hluti rosalega fyrir mér. En Owen Wilson var gjörsamlega að gera útaf við mig - hann fór svo í taugarnar á mér. Meira segja þegar hann átti að vera að í rosalegri ástarsorg þá tapaði hann allri samúð hjá mér vegna nefsins.....
En nóg um það nú er um að gera að fara að pakka.....
fer á puttanum....
sunnudagur, september 04, 2005
Brjáluð hamingja
Yfir einu stykki baðkari sem er komið á sinn stað og tengt. Ekki enn þó verið prófað. Píparinn bannaði notkun fyrir enn eftir sólarhring. Þar sem ég er svo hlýðin þá fer ég að sjálfsögðu eftir því. Hef þó gælt við það að setjast í baðkarið svona bara til þess að fá fílinginn ;) en geymi það þangað til á morgun minnsta kosti.
Líka brjáluð hamingja yfir því að vera ekki að mæta í vinnu á morgun, jafnvel þótt ég hafi vaknað alla helgina um átta. Helgin hefur að mestu farið í "vinnu" varðandi íbúðina - verið að mála baðherbergið sem er nota bene frekar leiðinlegt. Kannski það vanti bara félagsskapinn við það. Þrífa en ryk eftir sparsl og boranir virðast finna sér leiðir um allt og í allt. Eru meira segja meiri þrif plönuð á morgun.
Afslöppun og frí verður þá ekki fyrr en ég kem til Danmerkur - ekki nema Ásdís sé með einhverja hevi dagskrá. Brúðkaup síðan næstu helgi í Þýskalandi þannig að nóg um að vera.
jæja farin að njóta þess að vera í fríi.....
hasta la vista
föstudagur, september 02, 2005
Seinasti vinnudagur..
.... fyrir sumarfrí. Já loksins, fer í frí eftir daginn í dag. Ekki langt frí en frí samt sem áður. Brjálæðis hamingja í gangi yfir því.
Beilaði á tapas barnum í gær - ætlaði fyrst að fara að vinna og hafa það sem afsökun og kannski kíkja eftir vinnu þangað. Vinnan beilaði - úrtak ekki tilbúið. Þannig að ég fór heim að sparsla og pússa í baðherberginu mínu í staðinn. Var svo búin á því að ég sofnað snemma....
ég fer í fríið...
fimmtudagur, september 01, 2005
2
Aðeins 2 vinnudagar eftir.... jeeiii
Fór í gær á Trocadero með strákunum mínum - þegar við loksins stóðum upp til að greiða reikninginn þá sagði sú sem afgreiddi okkur - vá þið eruð búin að vera hér í 2,5 tíma...... uss hvað er það!
og það styttist...
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
Kjúklingur
Ég er stundum soddans kjúklingur..... alveg ferlegt.
Fékk símhringingu í morgun frá stelpu sem er með mér í ferðamálafræðinni - við reyndar útskrifuðumst á sama tíma líka. En allavega þá var hún að segja mér frá hitting á morgun hjá fyrrum ferðafræðinemum. Við sem byrjuðum á sama tíma í HÍ en þar sem ég þarf hækjur og hækjurnar mínar (stelpurnar sem ég var mest með og þekki best) koma ekki :( önnur er ekki á svæðinu og hin kemst ekki eða kemur ekki þá veit ég ekki hvort ég eigi að fara. Langar pínku að hitta og sjá liðið en vantar hækjur.... urr - aulinn ég.
og þeir sem ætla að fara að kalla mig líka aula fyrir þetta þá er ég að fara gera ágætlega aðdáunarvert finnst mér eða mæta ein í brúðkaup þar sem ég þekki einungis brúðhjónin en ekki veislugesti....
kjáni, kjáni, kjánalegt
3
3 vinnudagar eftir....... jeiii
Vika í danmerkur- og þýskalandsferð og aðeins lengra í brúðkaup...
Skemmtilegt komment sem ég fékk í einu e-maili í morgun :)
Þakka Þú allur þinn félag og hjálpa , það er raunverulega þakka!!!
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
4
4 vinnudagar eftir......
Fékk íþróttameiðsl í gær - eftir seinasta átakstímann. Gerðist reyndar í búningsklefanum þar sem ég rak hendina allsvakalega í og er með bólgin á hendinni núna og á rosa bágt ;) Má segja að þetta sé íþróttameiðsl þar sem ég var stödd í ræktinni....
frí frí frí
mánudagur, ágúst 29, 2005
Niðurtalning hafin
Farin að telja niður núna í sumarfrí - get ekki beðið.
4 dagar og 25 mínútur......
laugardagur, ágúst 27, 2005
Pósturinn Páll
Ég er farin að vakna svo snemma á morgnana þegar ég get sofið út um helgar :( en eftir að vera búin að lesa fréttablaðið þá kveiki ég mjög oft á sjónvarpinu og fylgist með barnaefninu til þess að sjá hvort ég sofni ekki yfir því ;)
Hef því t.d.horft á Póstinn Pál en sá þáttur var líka í sjónvarpinu þegar ég var lítil. Ég hélt hinsvegar alltaf að pósturinn Páll væri bara einhleypur karl/piparsveinn með köttinn sinn. Mundi ekki eftir konunni og barninu sem virðist að hann eigi...... eða er það kannski nýtilkomið?
vika í frí
föstudagur, ágúst 26, 2005
Enn af baðkeri..
Splunkunýtt baðker komið í hús :) jeeii núna er bara að bíða eftir píparanum til þess að henda því upp og ég farin í bað svo með því sama nánast.
Er að komast að niðurstöðu með flíar að ég held.... nánast allir ef ekki allir sem ég hafa sýnt flísarnar hafa bent á þær sem mér líst best á. Spurning hvort allar séu svo hræðilegar að þetta sé það skásta ;) en annars benti Guðmunda vinkona mér á hversu mikil smekkmanneskja ég væri því það tónar allt saman. Gráar flísar í baðherberginu, grár litur í eldhúsinnréttingunni ásamt gráa litnum á einum veggnum í stofunni.
Vonandi tekst að koma baðherberginu svona að mestu í stand áður en ég fer út.... en það er einungis 5 og hálfur vinnudagur eftir...
sumarfríi nálgast óðfluga..
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Almenningsklósett
Einhverja hluta vegna vel ég alltaf enda klósett á almenningssalernum/vinnustöðum ef það eru þrjú eða fleiri í boði. Hef þar af leiðandi mikið pælt í því ef það eru fleiri eins og ég og velja endann þá hljóta þetta að vera mest notuðu klósettin. Og í vel flest skipti langar manni að fara á klósett sem er ekki mikið notuð af öðrum.
Þetta leiðir til þess að ef fleiri hugsa eins og ég þá ætti maður að velja miðju klósettið því færri velja það.
Lesendur góðir þið megið nú hjálpa mér með því að úrskurða úr hvort enda klósettin séu þau fjölsóttustu.
Hvað velur þú?
svara svo...
Baðkarsaga
Ákvað að hætta við þetta baðkar í Þýskalandi - nenni ekki bíða. Hef heldur eiginlega ekki tíman í það heldur. Búið að klikka 3 að það komi til landsins - allt er þegar þrennt er, er sagt. Veit svona lítið baðker fæst annarsstaðar og ætla bara að kaupa það þar - var bara vesen með fætur undir það en píparinn svona næstum fullvissaði mig um að yrði ekkert mál.
Er þó almennilegt með fyrirtækið sem ég ætlaði að kaupa baðkerið mitt að þau lofuðu að borga mér tilbaka og gerðu það meðan ég talaði við eigandann í símann í dag.
Þannig að nú fæ ég kannski bara baðker um helgina og get tekið gleði mína á ný :)
ekki of bjartsýn, ekki of bölsýn, halda jafnvæginu...
mánudagur, ágúst 22, 2005
Þoli ekki svona..
Merkilegt hvað "litlir" hlutir geta komið mann úr jafnvægi eða í vont skap. Er hræðilega pirruð núna yfir að hafa frétt að baðkarið sé enn í þýskalandi. Var farin að sjá fyrir mér að loksins gæti ég farið að fara í bað og þvegið mig heima hjá mér og allt að komast í horfurnar. Hélt þetta fyrst fyrir 2 vikum síðan en breyttist en svo frétti ég aftur í dag að séu 2 vikur... og er eiginlega alveg brjáluð og enn brjálaðri yfir því að láta þetta hafa svona áhrif á mig. Var nefnilega í hinu þokkalegasta skapi í dag þegar ég kom í vinnuna. Komin núna einn og hálfur mánuður sem ég hef beðið eftir baðkarinu mínu. arrrgggg....
bang bang...
Flugslys
Er það bara ég eða hefur flugslysum aukist verulega, finnst ég hafa svo heyrt mikið um slíkt undanfarna daga......
hmmm....
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Fjarlægðin.....
gerir fjöllin blá og mennina mikla og allt það.
Sé skóla í miklum dýrðarljóma núna, allt svo gott í skóla. Ok veit leiðinlegt að læra fyrir próf og oft að gera ritgerðir... en.... mig langar í skóla.....
vitlaus?
3 ár
Ég er búin að vera að hugleiða undanfarið og held ég sé komin að þeirri niðurstöðu án mikilla vísindalegra rannsókna þó.
En þessi hugleiðing um líf mitt þá held ég að á sirka 3 ára fresti þá tekur líf mitt stakkabreytingum. Kannski ekki róttækum en samt þó... í 3 ár er semsagt allt við það sama þangað til breytingar koma. Að vísu eru engar stórbreytingar hjá mér en þó verið að planleggja en verður að koma í ljós hvort af þeim verði. Kannski líka núna í fyrsta skipti sem ég virkilega ætla að breyta til í stað þess að aðstæður hjá mér gera breytingar án þess að þeirra sé endilega óskað.
En eins og er verður bara að koma í ljós. Kemur reyndar rosalega oft fyrir hjá mér (að mér finnst) að ef ég plana þá fellur það um sjálft sig ;)
spennandi tímar!!
Jeii jibbii jeii
Um 2 vikur í sumarfríið mitt.... yesss.... var samt að fatta að ég er að renna út á tíma að sækja um vegabréf. Þetta gamla er víst útrunnið.
Er víst að renna út á fleiri hlutum. Þarf að kaupa brúðkaupsgjöf sem ég veit ekkert hvað á að vera. Ekki græna. Finna föt til þess að fara í brúðkaupið, klára baðherbergið, reyndar heldur aftur að bíða eftir baðkerinu.
Annars átti Guðmunda vinkona afmæli í gær - þrátt fyrri að hafa hitt hana í hádeginu í mat þá ákvað ég líka að kíkja um kvöldið í smá æfmælisköku með fjölskyldunni hennar ;)
Strætókerfið hefur enn ekki komið illa út fyrir mig, reyndar nota það sáralítið. Er meira segja í smá klemmu því núna get ég náð í strætó eftir vinnu nr. 2 og tekið hann heim.. Spurning hvort ég ætti að gera það eða bara ganga heim.
Orðið mjög rólegt að gera í vinnunni - sem er góð tilbreyting en... samt kannski full rólegt á köflum!
fer í fríið...
sunnudagur, ágúst 14, 2005
Virða líf hvers annars
Í dag lá ég í sófanum heima hjá mömmu meðan ég var að bíða eftir þvottavélinni. Það var ekkert í sjónvarpinu nema Brúðkaupsþátturinn já sem ég þar af leiðandi fylgdist með. Í þættinum kom fram hjónabandsráðgjöf - sem nota bene mér fannst snilld. Það voru prestarnir Bjarni og Jóna Hrönn. Þau voru að tala um að það væru til ýmis heimil. Heimil samkynhneigðra, gagnkynhneigða, einstæðra foreldra o.s.frv. Það bæri að virða.Svo kom það sem mér fannst líka mesta snilldin. Það var þegar Jóna Hrönn talaði um einhleypinga að sumir kysu að vera einir, sambúðarformið væri ekki fyrir þá og það bæði að virða. EKki hrúga spurningunum um hvenær þeir/þau/þær ætli nú að ná sér í maka og ætli ekkert að ganga út. Það ber að virða hvernig hver og einn kýs að lifa sínu lífi og haga sínu heimili. Snilld.
Held þau hafi ekki gleymt neinum. Finnst reyndar þessi Bjarni prestur mjög fínn. Hef ekki mikið kynnst af honum en það litla sem ég hef séð er ég virkilega að fíla hjá honum. Finnst hann vera í tengslum við fólk.
Margir þyrftu einmitt að læra að virða líf annarra og hvernig þeir haga sínu lífi. Vera ekki að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við. Hvað ætli þau viti betur hvernig annar einstaklingur geti hagað betur sínu lífi.
Þetta með virðinguna kemur inn á svo margt annað - gæti minnkað fordóma til dæmis. Gæti einfaldlega gert lífið betra en þar sem maður veit náttúrulega alltaf betur en næsti maður þá getur þetta orðið erfitt!
;)
föstudagur, ágúst 12, 2005
Út um þúfur...
Gærkveldið fór algerlega út um þúfur hjá mér :( - sem betur fer varð ekkert úr vinnu um kvöldið - úrtak ekki tilbúið. Sem betur fer segi ég því mér leið ömurlega í gærkveldi. Hausverkur og læti. var búið að bjóða mér í mat sem ég boðaði mig aftur í eftir að hætt hefði verið við vinnu en var svo að afboða vegna hausverks. Prófaði að æla í nýja klósettið...virkaði ágætlega svo sem en baðherbergið sjálft er ekki upp á marga fiska þessa dagana hjá mér og því heldur óhuggulegt að fara yfir höfuð þangað inn...
var í smá tíma að hugsa hvort pabbi gæti aumkast smá yfir mér því ég vissi að hann væri í nágrenninu að vinna en harkaði af mér ;) og lá bara kyrr eins og best var að vera.
c´est la vie
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
Bleh
Er að byrja aftur í vinnu nr. 2 í kvöld - er svo engan veginn að nenna því. Undanfarið hef ég nefnilega bara verið mína 8 klst í vinnu nr. 1 og það er svo ljúft. Veit það verður kannski ekki eins ljúft um mánaðarmótin en oh well. Er líka svo eitthvað illa upplögð er að fá þennan leiðindarhausverk....
En um 3 vikur í sumarfríið mitt... jeeiiii
Baðkerið mitt tefst :( þannig fæ það ekki fyrr en eftir næstu viku - buuhuuu. er ekki alveg að fíla það. Langar að koma þessu frá sem fyrst og geta farið í bað.
meira bleh
þriðjudagur, ágúst 09, 2005
Þórsmörk
Skellti mér í ferð á sunnudaginn með einni hollenskri vinnufélaga. Vorum reyndar búnar að ákveða að fara í snæfellsferð en vegna smá misskilnings þá hélt hún að hætt hefði verið við ferðina á laugardagskveldi þannig að hún bókaði okkur í Þórsmerkurferð í staðinn. Við vorum einungis fjórir farþegar í þessari ferð í risastórri rútu með guide og driver. Miða við hversu leiðinlegt veður var allsstaðar þá tók við okkur ágætisveður í Þórsmörk og fengum okkur góðan göngutúr. Fórum einnig í Stakkholtsgjá þar sem við þurftum að vaða yfir eina á....þar sem ég tímdi ekki að bleyta skóna mína var ég því berfætt að vaða yfir.... og það var kalt.... úff. En var svo fínt að skella sér út úr bænum.
Er búin að fara í 2 tíma í átakinu - hef ekki enn fengið strengi. Ekki það að ég vilji vera að deyja úr strengjum en finnst samt að ég hljóti þá ekki vera að leggja mig nógu mikið fram eða gera nógu mikið...... eða hvað?
finnst ekkert leiðinlegt að fá komment - svona bara til þess að þið vitið það :)
kommenta kommenta :)
föstudagur, ágúst 05, 2005
Flísar
Höfuðverkur ársins - held sé næstum erfiðara en að finna málningu.... þetta er meira varanlegra. Veit ekkert hvað ég á að gera í þessum málum.... á eftir að skoða meira. Er líka með dýran smekk að því virðist - kom mér á óvart.
Þyrfti að fá álit hjá fleirum varðandi eina hugmynd..... pfff....
Get ekkert séð heildarútkomuna fyrir mér.... og ekki hægt að setja upp og taka svo niður. Ekki nema þú sért kannski multimilli.....
bleh
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
Mánður og mánuðir
Mánuður í sumarfríið mitt :) - tveir mánuðir í annað og svo fimm mánuðir. Hlakka til þegar ég get talið niður daga.
Baðkarið mitt ætti að fara að koma að hvað að hverju..... jeii get þá loksins þrifið mig heima ;) í stað þess að þeysast út um allan bæ til þess. Læt mig dreyma um að liggja í fína baðkerinu mínu í fína baðherberginu mínu og nýt lífsins.... held draumurinn sé betri heldur en raunveruleikinn en keep ya post it.
Talandi um að telja niður þá er um 2 klst í púl í Laugum.....
púl.....
föstudagur, júlí 29, 2005
Kajak
Skelltum okkur (vinnan) í kajakferð til stokkseyrar á dögunum - boðsferð :). Var mjög gaman. Var aðeins meiri öldugangur núna heldur en þegar ég prófaði fyrsta skipti í Hvalfirðinum. Var farin að hafa áhyggjur af því ef ég yrði sjóveik ;) yrði heldur neyðarlegt. Tókst einum að steypast í sjóinn - sá eini sem ég hélt að yrði þurr og sá eini sem mátti síst við því vegna þess að hann var með myndavél með sér. Hann greinilega stóðst ekki mátið þegar ein stelpan kallaði á hann til hjálpar því hún sat föst í þara ;)
Varð reyndar pínku aum í handleggum eftir róðurinn sem segir mér það að pikka á lyklaborð daginn út og inn gerir ekkert fyrir vöðva í handleggjum.
Síðan bauð vinnan eða ég held starfsmannafélagið okkur í humarsúpu á Fjöruborðinu og fyrir gikki eins og mig (var ein önnur jeeiii) þá fengum við grænmetisrétt - og vá þvílíkt sælgæti, hefði bara ekki trúað því. Þar sem við vorum nú komin alla þessa leið þá skelltum við okkur í draugasetrið.....þetta er brilliant hugmynd hjá þeim en vantar að útfæra aðeins betur - hefur ekki alveg þolinmæðina til þess eða athyglina til þess að fylgjast með öllum sögunum. Aðal gamanið var að fylgjast með þegar hinum hópunum var brugðið - vorum send inn í 3-4 manna hópum. Eftir þetta þá brunaði minn bíl í bæinn þar sem þurfti að koma næturverðinum á vakt. En var hin fínasta skemmtun.
Að öðru þá er ég búin að kaupa farmiða til Kaupmannahafnar þannig að eins gott fyrir væntanleg brúðhjón að hætta ekkert við brúðkaupið sitt - en ég er að fara í brúðkaup til Þýskalands núna í byrjun september. Hlakka svo til að komast í frí, komast út, hitta Ásdísi og fara á þessa eyju þar sem brúðkaupið er.
Svo er bara vera að plana plana plana og hugsa hugsa hugsa - ljóstra kannski öllu í oktober eða síðar...... fyrir utan þá sem hitta mig þá vita flestir hvað er á seyði.
Svo er verið að fara að taka á því - skráði mig í námskeið hjá world class ásamt litlu systurþ Kvíði pinku fyrir því ef mikið er um pallahopp - er ekki alveg að fíla það.
ble - læt duga í bili og held áfram að lesa Harry Potter :)
over and out
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Esjan
Haldið þið ekki að mín hafi gengið upp á Esju í gær eftir vinnu - allt Rósu frænku að kenna/þakka. Er síðan svoldið aum í löppum í dag.
Fór síðast fyrir 9 árum síðan - fannst ég hafa gengið betur á uppleið heldur en seinast en var sama tíma - var 4 klst takk fyrir. Ganga upp - stopp á toppi - ganga niður. Var ekki alveg nógu sátt við það.
Verð víst bara að sætta mig við það að ég er ekki mikil fjallagarpur - minnsta kosti ekki hraðskreið svona upp í móti. Er líka sjaldnast hraðskreið en það er allt annar handleggur ;)
Grunar að Rósa frænka farið að herja á mig með aðrar gönguferðir... hún er búin að finna einhvern sem er hægfarari hehehe
gamalmennið Linda
þriðjudagur, júlí 19, 2005
sofa
þess má geta að stuttu eftir að ég ritaði bloggið í gær þá fór ég að sofa - þar af leiðandi missti ég af lost og dead like me :( náði ekki einu sinni að horfa á lögreglustjórann.....
segja má að ég sé þreytt......
zzzzzzz.....
mánudagur, júlí 18, 2005
Blátt
Allt sem er blátt blátt finnst mér vera fallegt.....
Eins og mér þykir grænn litur fallegur og er uppáhaldið mitt með bláa litnum þá er þetta blogg meira blátt heldur en grænt. Fannst bara ekki passa að hafa grænan þannig að er komið aftur í bláan en er samt ekki alveg eins.
Skellti mér í sund eftir vinnu í góðum félagsskað. Það var gott.
góða nótt
laugardagur, júlí 16, 2005
Enn ein stelpan
Hálfsystir hálfbróður míns var að eignast stelpu þann 14. júlí - ég óska henni og fjölskyldunni innilega til hamingju með litlu stelpuna :)
Er annars endanlega búin að gefast upp á símanum mínum - hann vill ekki hlaða sig :( þannig að er að spá í að kaupa nýjan. Blóta vinnu nr. 2 þessa dagana því okkur var lofað inneignarkorti í smáralind fyrir eitt verkefni og er ekki enn komin með það í hendurnar. Ef það væri þá gæti ég keypt síma.
well hef voða lítið að segja.... bíð eftir að fá harry potter bók í hendurnar...
girl power... hahaha
fimmtudagur, júlí 14, 2005
Af hverju?
Skil ekki af hverju litirnir koma ekki eins út í firefox og internet explorer! Hvernig er þessi litur? Jæja kommentið lömbin mín.... að vísu eru litirnir á linkunum ekki alveg eins en nenni ekki að spá í því núna.
koma svo...
miðvikudagur, júlí 13, 2005
Hræðilegt.....
ojj barasta liturinn hérna - var að breyta þessu í gærkveldi og í tölvunni heima kom þetta ágætlega út - var einhver khaki litur á þessu en í dag er þetta appelsínugult og gult.... hræðilegt..... breyti þessu hið fyrsta......
þriðjudagur, júlí 12, 2005
Boring life
Það hefur verið minnst á að sé orðið niðurdrepandi að lesa bloggið mitt, engin nein gleði. Hef litið á það og séð að það er svona annað hvort blogg hjá mér. Ég ætla ekki að lofa neinum bótum né betrum því þetta er bara eins og þetta er undanfarna daga og vikur hjá mér. Því miður. En koma tímar koma ráð.
Er samt með nokkra spennandi hluti upp í erminni - getur maður ekki annars sagt svona?
Sem ég ætla þó ekki að setja á bloggið mitt strax - ekkert fyrr en er orðið öruggt :) en ég er mjög spennt yfir nýjum upplýsingum. Er farin að líta á draumur minn geti orðið að veruleika - bara krossleggja fingurnar fyrir mig.
Svo meira jákvætt er að ég er búin að kaupa baðkeri sem kemur að vísu ekki fyrr en eftir mánuð en þá get ég vonandi farið að ljúka við allt í íbúðinni og farið í bað. Þannig að í enda ágúst og september munuð þið finna mig í nýja baðkerinu mínu....
Er líka búin að kaupa miða á Emiliönu Torrini - víi hlakka til og svo eru aðrir tónleikar sem ég bíð líka spennt eftir en það er Sigur Rós, þeir fengu líka svo góða dóma hjá gurdian í dag víst.
hasta la vista
p.s. ef einhverjum langar að gefa mér nýjan síma er ég alveg opin fyrir því ;)
föstudagur, júlí 08, 2005
Læri Læri
Eldaði í fyrsta skipti læri í gær á minni matseldsævi, tókst alveg ágætlega en ótrúlegt en satt þá tókst mér að klúðra grænu baununum. Treysti mér reyndar ekki í að gera brúnaðar kartöflur þar sem mér hefur einungis bara tekist að brenna sykurinn. Held ég hafi bara ekki áður verið svona mikið í eldhúsinu.
Ég varð líka að réttlæta það að hafa haldið elshúsborðinu sem "borðstofuborði" þrátt fyrir plássleysi. Var reyndar líka skrautlega þröngt ;)
Er að gæla við þá hugmynd að bjóða fólki í mat í hverjum mánuði. Einhver fórnarlömb fyrir ágúst?
hasta la vista
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Systurdóttirin
Var að passa systurdótturina á þriðjudagskvöldið. Var ég búin að nefna að hún er algjör dúlla? En hún var algjör engilinn þessi rófa og ef hún var eitthvað að pirrast þá fór ég fyrir framan spegilinn því hún var svo hrifin að stelpunni sem hún sá þar :)
Að öðrum málum þá er búið að setja upp nýja klósettið mitt og vaskinn og rífa baðkarið burt. Þarf að finna nýtt, kaupa og setja upp. Þegar ég var að kaupa klósettið var sagt við mig að loksins gæti ég farið að skíta.... en held maður tími því ekkert í svona nýtt klósett. Svo er ég líka að spá í að banna strákum/mönnum að pissa hjá mér, sendi þá bara út í garð ;)
andvaka....ömurlegt
mánudagur, júlí 04, 2005
Hraðferð Kleppur
Er á hraðleið inn á klepp með þessu áframhaldi, besta falli heilsuhælið í Hveragerði.... svoldið slæmt þegar maður er farin að óska þess sem ég er stundum farin að óska mér til þess að þurfa ekki að mæta í vinnuna... og maður ætti að fara varlega í að óska sér ekki satt!
Mánudagar eru helv.......
föstudagur, júlí 01, 2005
Duran Duran
Geggjaðir tónleikar.
Þeir náðu upp góðri stemmingu og þetta var rosalega gaman. Hringdi til Heiðdísar til þess að leyfa henni að heyra frá tónleikunum þar sem hún komst ekki suður á þá. Hún fékk alveg fílinginn í gegnum símann :)
Miða við það að ég virtist ekki geta fengið neinn með mér á tónleika þá rættist úr því og ég var í góðum hópi.
Undanfarin ár hef ég bara farið á tónleikana til þess að vera í sjúkragæslunni en að fara á sjálfa tónleikana og vera gestur í salnum það er bara allt annað. Hefði að vísu viljað sjá þá smá up close and personal og þá hefði verið gott að vera í sjúkragæslunni ;) en maður fær víst ekki allt.
wild boys...
fimmtudagur, júní 30, 2005
Rómantík
Fékk e-mail þar sem ég var spurð um eitthvað rómantískt og kæmi á óvart fyrir ferðafólk að fara milli Skóga og Reykjavíkur......
ég benti á draugasetrið á Stokkseyri.......
þriðjudagur, júní 28, 2005
föstudagur, júní 24, 2005
Íslendingaháttur
Er mikið búin að vera spá undanfarið í sambandi við fólk sem ég bóka. Það eru nefnilega þónokkrir búnir að bjóða mér annað hvort að hafa samband við sig ef ég væri að fara til hina og þessa landa og þau skyldu aðstoða mig við skipulagningu eða boðið mér gistingu. Það er reyndar aðeins sjaldgæfara þetta með gistinguna. Það sem mér finnst skrýtnast af þessu öllu saman er að ég er einungis að vinna vinnuna mína og ég held mér mundi aldrei detta þetta í hug ef ég væri í þeirra sporum. Ég mundi skilja þetta ef ég væri bara einhver út í bæ og gera þetta af einskærrum áhuga en ekki að vinna vinnuna mína.
Þannig að mér er spurn er þetta einhverskonar Íslendingaháttur í mér eða er ég bara svona afskaplega óalmennileg?
Finnst líka skrýtið þegar fólk færir mér gjafir fyrir það eitt að vinna vinnuna mína - en segir mér svo sem að eitthvað hlýt ég að hafa gert rétt ;) en finnst samt mjög gaman og yfirleitt nóg þegar fólk skrifar mér tölvupóst tilbaka eftir fríið sitt og segir hvað það hafi verið gaman og gott.
Jæja svarið mér nú... er ég svona óalmennileg eða er þetta einhverskonar Íslendingaháttur?
að vera eða vera ekki...
fimmtudagur, júní 23, 2005
Erótískt kvöld
Það eru komin 10 ár takk fyrir síðan ég var þátttakandi í erótísku kvöldi sem Ný-Ung hélt á jónsmessu.
10 ár takk fyrir - ótrúlegt. Fyndið að hugsa til þess að í upphafi fórum við tvö á fund hjá Ný-Ung til þess að ræða um þetta kvöld og fyrirkomulag og hvernig við mundum koma inn í þetta. En þrátt fyrir skringileg umræðu að fara að tala um erótík við fólk sem maður er að hitta í fyrsta skipti þá var ekkert óþægilegt við þetta og ég kynntist góðu fólki hjá Ný-Ung. Enda þegar tveimur árum síðar komu boð frá Sjálfsbjörg um hvort rauða kross fólk gæti verið með þeim að stofna unglingastarf hjá sér þá stökk ég til. Eignaðist vin sem er enn til staðar í dag og endurnýjaði kunningskap minn við aðra.
Meira af þessu erótíska kvöldi en það gekk rosalega vel fyrir sig og var vel mætt. Það sem stendur upp úr hjá mér er erótíski dansinn sem var rosalega flottur og afriski dansinn. Það sem mér þótti kannski einna erfiðast var að ég var að nudda.... nei ekkert erótískt við það .... Þetta var bara allt saman svo flott þó ég segi sjálf frá :)
Tilgangurinn með kvöldinu var meira og minna að opna umræðuna um kynlíf og fatlaða.
hasta la vista